Vísir - 28.12.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 28.12.1966, Blaðsíða 16
VÍSIR Miðvikudagur 28. des. 1966. a Úrkoman, frostiö ok hlákan, sem hafa heimsótt okkur til skiptis undanfariö hafa verið heldur litlir aufúsiigestir, því að afleiðingar heimsókna þeirra eru hin gífurlega hálka, sem nú er á götum og gangstéttum borgarinnar og hefur orðiö vald ur árekstra og slysa. Snjórinn sem fallið hefur á ísilagða jörð- ina, hefur gert mönnum enn erfiðara fyrir að átta sig á hvar svell kann að leynast og hvar ekki. En þótt hinir fullorðnu séu lítt hrifnir af hálkunni, þá taka böm og unglingar henni tveim- ur I.öndum, ekki sízt bau, sem fengu skauta í jólagjöf. Er nú víöa svo, að ekki þarf að fara nema rétt út fyrir dymar til að komast á fínasta skautasvell, enda nota börn og unglingar sér það óspart og í góða veðr- inu í gær mátti siá börn að renna sér á skautum á gang- stéttum, fáfömum eða lokuðum götum í úthverfum, á íþrótta- völlum, túnum og öðrum opn- um svæðum. Upga fólkið á myndinni var að renna sér á lokaðri götu inni í Háaieitishverfi og þótt kunn- áttan í skautalistinni væri á misjafnlega háu stigi, þá var gleðin yfir svellinu, góða veðr- inu og ekki sízt skautunum jafnmikil hiá öllum. Endurbætt hljóoeinangrun í Sióðsstjórn Menningar s'óðs Norðurlandanna í samningi um Menningarsjóö iVorðurlanda er ákveðið, að sjóð- stjórnin skuli skinuð 10 mönnum, tveimur frá hverju aðildarríki. Skulu finim stjórnarmenn tilnefnd- ir áf Noröurlandaráði, en fimm s dpaöir'af ríkisstjórnum Norður- 'andaríkjanna. Stjóm sjóðsins tvö næstu ár er nú fullskipuð, og eiga srsti í henni þessir menn: Tilnefndir af Norðurlandaráði: Julius Bomholt, þingforseti, frá Danmörku, V. J. Sukselainen, ' rrum forsætisráðherra, frá Finn- di, Ólafur Björnsson, prófessor, frá íslandi, Hákon Johnsen, stór- þingsmaður, frá Noregi og Ingrid Segerstedt Wiberg, ríkisþingmaður, frá Svíþjóð. — Skipaðir af ríkis- stjórnunum: W. Weincke, skrif- stofustjóri, frá Danipörku, Kalervo Siikkala, deildarstjóri, frá Finn- landi, Birgir Thorlacius, ráðuneyt- isstjóri, frá íslandi, Olav Hove, ráðuneytisstjóri, frá Noregi, og Sven Moberg, ráðuneytisstjóri, frá Svíþjóð. Varamenn eru þessir, taldir í sömu röð: Poul Hartling, rektor, Framhald á bls. 6. botu Flugfélags Islands ■ 1 ■ ■- ■■ ■-'■'■-' -■■■ í...í.i.. .... ■:■. ... Það er mikið um það rætt nú á dögum, að jólin séu oröin allt önnur og öllu veraldlegri en áður var. Víst er um það, að fáir ganga lengur um svarsteind sáluhlið til torfkirkju á jólum og nýárl. — Nú, þegar menn ganga saddir frá veizluborðum okkar veraldlegu jóla og um glaumdyr áramóta- gleðinnar, sem á eftir fer, er rétt að minna á gamla tímann. Og það gerir þessi mynd af sáluhlið- inu og gömiu Silfrastaðakirkjunni uppi i Árbæ, minjasafnl Reykjavíkur. Nýtt barnaleikrit í Iönó Unnið er af kappi að smíði Boeing-þotunnar, sem Flugfélag fs- lands hefur fest kaup á. Flugfélag- inu barst fyrir nokkru tilkynning um það að ný og endurbætt aðferð við hljóðeinangrun hefði verið tek in upp og bætir hún enn frekar hljóðeinangrun á farþegarými, og var þó talin góð fyrir. Boeing-verksmiðjumar vinna stöðugt að því að endurbæta flug- vélar sínar og njóta kaupendur Fannst látinn á gálfinu Miðaldra Vestmannaeyingur fannst örendur á heimili sínu kl. 19 í fyrrakvöld. Var hann einsetu maður og er ekki vitað hvenær hann hefur látizt. Sagði lögreglan í Vestmannaeyjum að kona í næsta ! húsi heföi kallað á lækni, er hún sá inn um glpgga í íbúð mannsins að hann lá látinn á góllinu. þessara endurbóta án bess að um- samið kaupverð hækki. íslenzkur fiskífræð- ingur lézt í bílslysi á jéladag Á jóladag lézt dr. Hermann < Einarssori fiskifræöingur í bfl- slysi í A'den, þar sem hann vann að skipulagningu fiski- rannsókna á vegum FAO. Dr. Hermann Einarsson var fæddur þann 9. desember Í9Í3 í Reykjavík. Foreldtar hans voru Einar Hermannsson yfir- prentari þar og kona hans Helga Guðrún Helgadóttrr. — Lauk hann stúdentsprófi írá M. R. árið 1934 og varð mag. scient í dýrafræði frá Kaap- mannahafnarháskóla árið F941. Var hann búsettur í Kawp- mannahöfn til ársins 1945 og vann þá að doktorsritgerð á Framhald á bls. 6. Föstudaginn 30. des. kl. 19.30 verður frumsýnt í Iðnó á vegum Leikfélags Reykjavíkur nýtt barnaleikrit, það 3. í röðinni hjá leikfélaginu. Leikrit þetta, sem heitir „Kubbur og Stubbur" er eftir Þórir G. Guðbergsson. ungan höfund, Þóri G. Guðbergs son kennara í Hlíöaskóla, en út hafa komið 3 barnabækur eftir hann, og undanfarið hefur hann lesið framhaldssögu eftir sig í útvarpinu, „Ingi og Edda leysa vandann". Leikritið, sem hefur verið í æfingu frá því í növ., er í 4 þáttum og 5 atriöum. Það fjallar um flakkarana Kubb og Stubb, sem leiknir eru af Borg- ari Garöarssyni og Kjartani Ragnarssyni, og ævintýri þeirra. Meö önnur hlutverk fara: Emilía Jónasdóttir, Jóhann Pálsson, Margrét Magnúsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Pétur Einarsson og Solveig Hauksdóttir, ennfremur 3 börn, Inga Dóra Björnsdóttir, Sveinn Árnason og Jóhann Guðnason. Þá koma fram í leikritinu nem- endur, á aldrinurn 7—10‘ára, úr ballettskóla Þórhildar Þorleifs- dóttur, en hún stjórnar dansin- um. Einnig leikur sem gestur, Ole Kurt Hansen, en leikur hans mun vera þáttur í kynnum, sem tekizt hafa með Leikfélagi Reykjavíkur og leikfélagi í Fær eyjum. Tónlist annast Jón Ásgeirs- son, en söngtexta annaðist Ragn heiður Vigfúsdóttir. Sú nýjung var tekin upp, aö leiktjöld voru gerð af nemend- um Myndlistaskólans í Reykja- vík undir handleiðslu kennara þeirra, Magnúsar Pálssonar og Jóns Reykdals, einnig teiknuöu þau búninga. Leikstjórn annast Bjami Steingrímsson. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.