Vísir - 19.04.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 19.04.1966, Blaðsíða 1
Bjórfrumvarpfö fallfö Á fundi í neðri deiW Alþingis f gær var tekið til framhalds ann- annarrar umræðu, atkvæðagreiðslu, frumv. um breytingu á áfengis- lögunum, í þá átt að leyfa bruggun sterks öls. Við atkvæðagreiðsluna var haft nafnakail. OrsRt atkvæða- greiðshmnar urðu þau, að frum- varpfð var fellt með 23 atkvæð- um gegn 16. Þeir, sem vildu sam- þvkkja frumvarpið voru: Sigurður Bjamason, Birgir Finnsson, Bjami Benediktsson, Bjöm Pálsson, Davíð Ólafsson, Einar Ágústsson, Sigfús J. Johnsen, Gylfi Þ. Gíslason, Jó- hann Hafstein, Jón Skaftason, Jónas Pétursson^ónas G. Rafnar, Matthías Bjamason, Óskar E. Levy, Pétur Sigurðsson, og Ragnar Amalds. Þeir, sem voibi andvígir fram- varpinu, voru þeesir alþingismenn: Axel Jónsson, Ágúst Þorvaldsson, Benedikt Gröndal, Bjöm Fr. Bjömsson, Eðvarð Sigurðsson, Ein- ar Olgeirsson, Eysteinn Jónsson, Framh. á bls. 6. r Sigurður Oluson hrl. segir frú fyrstu degi múluferlunnu í hondritumúlinu. Forsíður dönsku bluðunnu helguður því Réttarhöldin í handritamállnu vekja gífurlega athygli f Dan- mörku. Var réttarsalurinn full- skipaður í gær og meöan á mál- flutningi stóð rfkti dauðaþögn í salnum. Dönsku blöðin fjöll- uðu um handritamállð og var forsíða Berlingske Aftenavis, sem kom út rétt eftir hádegi f gær öll helguð handritamálinu, með stærstu fyrirsögnum. Hafði blaðið tal af Sigurði Borgarstjóri Grlmsby, Dennis Petchell og fleiri gestir fylgjast með fiskpökkun tveggja starfsstúlkna Fiskiöjuversins í morgun. Ólasyni hæstaréttarlögmanni í gær, en hann er viðstaddur rétt arhöldin í Eystri landsrétti, og bað hann að segja nokkuð frá þeim. — Salurinn var troðfullur, það var alveg fullt út úr dyrum, hefur Sigurður mál sitt. Sjálfur kom ég nokkrum mínútum of seint, en réttarhöldin hófust kl. 9,30 og stóð þá á stóru spjaldi við dymar „Optaget". Einhverj ir biðu þá fyrir utan dymar. Ég náði tali af lögregluþjóni, sem var þarna við dymar og komst inn en þá voru nokkur sæti laus, hvort sem takmarkað ur hefur verið aðgangur eða ann að hefur valdið. Þarna var öll Árnasafnsnefnd in mætt og tveir háskólaráðs- menn og gömlu Danimir tveir Bröndum Nielsen, sem var þama með konu sinni og Christi an Westergaard Nielsen. Viggo Starcke var einnig þar og þama var sendiherra okkar, Gunnar Thoroddsen, mættur og nokkrir aðrir íslendingar, sem ég þekkti þar á meðal séra Jónas Gísla- son og Gunnar Þorsteinsson lög fræð'ingur. Eitthvað annað var þarna af íslenzku fólki. Borðið. sem var merkt blaða mönnum var þéttskipað og höfðu þar dönsku blöðin full- trúa sína og einnig tók ég þar eftir Jóni Aöils og Haraldi Ólafs syni frá útvarpinu. Dómararnir voru aðeins þrír og þótti mér skrýtið að ekki var fjölsetnari dómur, þar sem Danimir hafa leyfi til þess að hafa fleiri í dómi. Réttarhöldin hófust með því, að Christrup málsækjandinn tal aði sleitulaust í sex tíma. Var ræða hans glögg og skýr, en eng in ný málsákvæði komu fram enda hafði hann undirbúið sig og planlagt allt áður. Dauða- kyrrð ríkti í réttarsalnum á meö an og virtist sem spenningur ríkti undir niðri. Það heyrðist illa í karlinum og mátti maöur hafa sig allan við að heyra í honum. Á morgun hefur svo kamm- eravokaten Schmidt mál sitt en þaö var eiginlega fulltrúi hans, sem var mættur í réttar- salnum í dag. Kvöld Berlingur kom strax út eftir hádegið og fjallaði öll for- síðan um handritamálið. Var flannastór fyrirsögn yfir þvera forsíðu: „Avgorelsen av Hánd- F—iniha'd á bls. 6. Kynntu sér fisk- fönað / Reykjavík fjórir sóttu um GARÐA Gestirnir frá Grimsby, borgar- stjórinn Dennis Petchell borgar- fulltrúar og útgerðarmenn kynna sér útgerðina í borglnni í dag. í morgun fóru þeir og kynntu sér saltfiskverkun hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur og síðan fóru þeir til kaffidrykkju í Hafnar- búðum. Að því loknu skoðuöu þeir Fiskiöjuverið á Granda- garði og hús Slysavarnaféíags- ins. Snæddu gestimir síðan hádegis mat í Nausti og síðdegis í dag var áformað aö heimsækja verk smiöjuna aö Kletti og að því loknu ætluðu gestirnir að halda fund með blaðamönnum. Gar&akirkja inginn sútti um fjögur prestukullunnu 22. febr. voru 8 prestaköll auglýst laus til umsóknar og eltt 1. marz, Garðaprestakall hið nýja. Umsóknarfresturinn rann út þann 15. þessa mánaðar og hafa umsóknir nú verið opnaðar á skrifstofu biskups._________ Langflestir umsækjendur voru Bls. 3 Gestir frá Grimsby Myndsjá. M — 4 Um garöyrkju — 7 Grein um slysa- vamlr I umferðinni — 8 Starfsemi Áburðar- verksmiðjunnar. — 9 „Vesaungar“. um Garðaprestakall, eða fjórir. Það vom þeir séra Bragi Frið- riksson, sem nú er þjónandi prestur á Keflavikurflugvelli fyr ir íslendinga, sem þar vinna, séra Tómas Guðmundsson prest ur á Patreksfirði, séra Bragi Benediktsson prestur á Eskifirði og séra Þorbergur Kristjánsson, Bolungarvik. Um Möðruvallaprestakall sóttu tveir, séra Ágúst Sigurðsson, sem verið hefur settur prestur þar undanfarin misseri og séra Bolli Gústafsson sóknarprestur í Hrísey. Um þrjú sótti aðeins einn um hvert. Um Bíldudalspresta- kall sótti séra Kári Valsson, Hrafnatóftum hjá Selfossi, en hann hefur starfað sem kennari undanfarið. Um Hofsprestakall sækir séra Rögnvaldur Finnboga son, sem verið hefur settur prestur þar og um Miklabæjar- prestakall sækir séra Sigfús Jón Ámason, sem setið hefur Mikla Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.