Vísir - 19.04.1966, Qupperneq 5
5
1
VÍSIR . Þriðjudagur 19. aprl 1966.
þ i n g s j á
þingsjá, Vísis
þingsjá Vísis
Frumvarpið um álbræSslu
Mörg mál rædd í gær
Fundir voru í báðum deildum
Alþingis í gær og að auki var
fundur í Sameinuöu þingi á und-
an deildarfundunum. Á dagskrá
Sameinaðs þings voru tvö mál, 1.
takmörkun sjónvarps frá Kefla-
víkurflugvelli, frh.. einnar um-
ræðu, atkvæðagreiðsla um nefnd.
Var samþykkt að visa tillögunni
til alisherjamefndar. Annað málið
sem á dagskrá fundarins var, var
tekið út af dagskrá. I deildunum
voru samtals 25 mál á dagskrá.
Efri deild:
Lántökuheimild fyrir
ríkisstjómina.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra, fylgdi úr hlaði stjómar-
frumvarpi um lántökuheimild fyr
ir ríkisstjómina vegna fram-
kvæmdaáætlunar fyrir árið 1966.
Sagði ráðherra, aö er fjárlög fyrir
árið 1966 hefðu verið til um-
ræðu og tekin til meðferðar
hér á Alþingi, hefði hann
lýst yfir, að síöar yrði leitað til
Alþingis um lántökuheimildir
vegna framkvæmdaáætlunar, sem
verið væri að vinna aö. Gerð þess
arar áætlunar væri lokið nú fyrir
skömmu og mundi Alþingi gerð
grein fyrir henni nú á næstu dög
um. Síðan gerði ráðherra grein
fyrir frumvarpinu og einstökum
liðum þess. Sagði hann síðan, að
stærsti þáttur frumvarpsins væri
það ákvæði, aö heimila ríkis-
stjórninni að bjóða út ríkisskulda
bréf og spariskírteini aö upphæð
allt að 100 millj. kr. Sagði ráö-
WlNRUDE
UTANBORÐSHREY F LAR
Evinrnde utanborðshreyflamir hafa veriS
framleiddir samfleytt í 59 ár —
einkunnarorðin eru og hafa verið
NÁKVÆMM og KRÁFTUH.
(•jipDkca
LAUGAVEGI 178.SÍMI 38000.
■£&
þerra að á sl. ári hefðu verið boö
in út sams konar skuldabréf og
spariskírteini að upphæö 75
millj. kr. og hefðu þau selzt upp
á skömmum tíma og væri ráð
fyrir því gert að hægt yrði að
selja skírteini þessi fyrir.100 millj.
kr. á þessu ári. Að lokinni um-
ræðu var frumvarpinu vísaö til
annarrar umræðu og fjárhags-
nefndar.
Landshöfn og atvinnu-
réttindi skipstjómar-
manna.
Eggert G. Þorsteinsson, sjávar-
útvegsmálaráðherra, mælti fyrir
stjórnarfrumvarpinu um lands-
höfn í Þorlákshöfn. Var frum-
varpinu að lokinni framsoguræðu
ráðherra vísaö til annarrar um-
ræðu og sjávarútvegsnefndar.
Sjávarútvegsmálaráöherra mælti
einnig fyrir stjórnarfrumvarpinu
um atvinnuréttindi skipstjórnar-
manna á ísl. skipum. Því frum-
varpi var einnig vísað til annarrar
umræðu og sjávarútvegsnefndar.
t
Framleiösluráð
landbúnaðarins.
Ingölfur Jónsson, landbúnaöar-
ráðherra mælti fyrir stjórnarfrum
varpinu um Framleiðsiuráð land-
búnaðarins.
Landbúnaðarráöherra vék í upp
hafi ræðu sinnar að þvi ástandi
er skapaðist á sl. hausti, er Al-
þýðusambandið hefði neitað að til
nefna fulltrúa sinn í sexmanna-
nefndina, en afleiðing þessa hefði
verið bráöabirgðalög þau, er ríkis
stjómin hefði sett á s.l. hausti ,til
að verðlag fengist á búvöruna
eins og nauðsyn bar til, að gæti
orðið. Ríkisstjórnin heföi á sl.
hausti skipað sjö manna nefnd til
að koma á fastri skipan á verö-
lagningu landbúnaðarvara, og
hefði formaður hennar verið skip
aður Ólafur Bjömsson, prófessor
og væri það álit flestra, að hann
hefði unnið mjög gott starf meö
formennsku f nefndinni. Síðan
vék ráðherra að störfum nefndar-
innar og sagði m. a. að starfs-
maður nefndarinnar, Helgi Ólafs-
son, hagfræðingur, hefði verið ráö
inn nefndinni til aðstoðar. Hefði
hann m. a. komizt að þeirri niður-
stöðu að dreifingarkostnaður á
mjólk og mjólkurvörum væri sízt
hærri hér á landi og lægri en víð
. ast annars staðar. Síðan vék ráð
herra að niðurstöðum nefndar-
innar og sagöi að einn nefndar-
mann Hannibal Valdimarsson
hefði skilað séráliti og væri margt
| athyglisvert í því, en einnig væri
erfitt að átta sig á, hvað hann
meinti í sumum tilfellum f áliti
sínu. Fulltrúi Sjómannafélagsins
í nefndinni hefði ekki heldur að
öllu leyti verið sammála niður-
stöðum meiri hluta nefndarinnar,
en síðan hefði tekizt að brúa bilið
milli hans og meiri hlutans og
væru því sex me: af sjö, sem
hefðu orðið sammála um aö flytja
frumvarpið í því formi, sem það
nú væri og væri samstaöa í ríkis
stjóminni um aö flytja frv eins
og það nú væri. Þá sagði ráð-
herra, að því bæri að fagna að
meiri hluti 7 manna nefndarinn
ar (sex menn af sjö) hefðu orðið
sammála um það aö koma aftur
á samstarfi milli framleiðenda og
neytenda um búvöruverðið. Eng-
inn vafi væri á því, að það væri
farsælast að slíkt samstarf ætti
sér stað og samvinna heldur en
að verið sé að togast á með ó-
friði eins og annars kynni aö
veröa. Síðan vék ráðherra að ein
stökum greinum frumvarpsins og
bar saman núgildandi lög um þau
atriði er frumvarp þetta fjallar
um. Að lokum sagði landbúnaöar-
ráðherra orðrétt: „Allar breyting-
ar (þ. e. sem felast í frv. innskot
Vísis) eru samþykktar af sex
’mönnum af sjö i nefndinni og
verð ég aö segja að starf nefndar
innar hefur gefizt betur en á
horfðist, þegar nefndin settist
fyrst á rökstóla, enda voru marg-
ir, sem spáöu því á s.l. hausti, að
það yrði ekki um mikiö samkomu
lag að ræða. Ég geri ráð fyrir
að það megi þakka góöri forystu
formannsins og vilja nefndarinnar
að ná samkomulagi og leita eftir
úrræðum og það er von mín að
með því að lögfesta þetta frv. sé
lögð undirstaða aö samkomulagi
og samsiarfi, sem hefur þrátt fyr
ir allt reynzt farsælt fyrir bændur
og fyrir neytendur, og sem oftast
hefur nægt til þess að tryggja friö
um þessi viðkvæmu mál, sem
verðlagsmál búvörunnar hljóta
alltaf að ver-a. Síöan var frv. vís-
að til 2. umr. og landbúnaðar-
nefndar.
Önnur mál í efri deild.
Þorvaldur G. Kristjánsson (S)
mælti fyrir nefndaráliti sjávarút-
vegsmálanefndar um frumvarpið
um fiskveiðar innan landhelgi, en
nefndin mælir einróma meö sam-
þykkt frumvarpsins. Var frum-
varpinu vísað til þriðju umræðu.
Jón Ámason (S) mælti fyrir
nefndaráliti sjávarútvegsmála-
nefndar deildarinnar um frum-
varpið um Síldarleitarskip og síld
argjald. Er nefndin samþykkt
frumvarpinu og mælir með því.
Neðri deild:
Álbræðsla
í Straumsvík.
í gær var útbýtt á Alþingi nefnd
aráliti um stjórnarfrumvarpið um
álbræðslu í Straumsvík. Komu
fram þrjú nefndarálit, frá meiri
hluta nefndarinnar, sem leggur til
að frumvarpið verði samþykkt ó-
breytt, frá 1. minnihluta, sem
leggur til aö frumvarpið' verði
fellt, en til vara að það öðlist
ekki lagagildi fyrr en það hafi !
verið samþykkt við þjóðarat- !
kvæðagreiðslu. Aö þessu áliti |
stendur Lúövík Jósepsson (K). '2. ,
minni hluti, framsóknarmenn í
nefndinni, leggur til að málinu
verði vísað frá meö rökstuddri
dagskrá.
Matthías Á. Mathiesen (S)
mælti fyrir nefndaráliti meiri
hlutans, sem eins og áður er sagt,
mælir með samþykkt frumvarps-
ins. Vé . hann i upphafi máls síns
að undirbúningi málsins og sagði
þá þingmenn, er staðhæfðu þaö,
aö frumvarp þetta hefði ekki feng
M—n—n—m». i-msm
komiS írá nefnd
ið þann undirbúning, sem æski-
legt hefði orðið, mæltu gegn betri
vitund. Þingmannanefnd sú, er
skipuð hefði verið að tilhlutan iön
aðarmálaráðherra og allir þing-
flokkar hefðu átt fulltrúa í, hefði
haldið 26 fundi. Þar hefðu mætt
sérfræðingar stjórnarinnar og
svarað spurningum. Öll samnings
uppköst hefðu verið lögð fyrir
þessa nefnd, og hefðu mörg þess-
ara samningsuppkasta breytzt í
meðferö nefndarinnar( Einnig
heföi nefndarmönnum verið boð-
ið að sjá rekstur þess fyrirtækis,
sem fyrirhugað væri aö reisti ál-
bræðsluna í Straumsvík, bæði í
byggingu og með fullum afköst-
um. Einnig hefði þeim verið gefið
tækifæri til að sjá úrvinnslu áls.
Allt starf þingmannanefndarinn-
ar hefði orsakað, að allir meölim-
ir hennar væru betur undirbúnir
til að ræða þetta mál, en þing-
menn yfirleitt er önnur mál væru
fyrir þinginu.
Síðan vék framsögumaður að
starfi samvinnunefndar þingdeild
anna, er um málið hefðu fjallað.
Þá ræddi ræðurmaður hin ein-
stöku atriði frumvarpsins, hrakti
rök andstæðinga þess lið fyrir
lið, og vék að þeim þjóðhagslegu
áhrifum, sem bygging álbræðsl-
unnar hefði. Einnig vék ræðu-
maður að ósamræmi því, er hefði
einkennt ræður stjómarandstæð-
inga við umræður um þetta mál.
Lúðvík Jósepsson hefði t.d. í
ræðum sínum um málið ýmist
gert ráð fyrir að starfsmenn verk
smiðjunnar yrðu 450 manns er
hann hefði talað um gjaldeyris-
tekjur ísl. af verksmiðjunni, en er
hann hefði rætt um, hve gífurlegt
vinnuafl verksmiðjan tæki frá
öðrum atvinnuvegum lands-
manna, hefði hann sagt, að
starfsfólk verksmiðjunnar yrði
um 700 manns. Þá vék hann að
afstöðu Framsóknarflokksins og
kommúnista til málsins, og
spurði, hvort einn þingmaður
flokksins hefði mælt fyrir munn
alls þingsflokks Framsóknar-
flokksins, er hann hefði lýst því
yfir að staðsetning verksmiðjunn
ar ein væri ærin ástæða til and-
stöðu við málið. Væri þetta til
dæmis álit þingmanna flokksins
hér á SV-Iandi? Að lokum sagðist
ræðumaður vilja undirstrika nið-
urlagsorð nefndarálits meiri hluta
nefndarinnar en þar segir:
Leggur meiri hluti nefndarinnar
áherzlu á, að með samningi þess-
um sé íslendingum tryggður mik-
ill fjárhagslegur ávinningur, okk-
ur verði kleift að ráðast í Búr-
fellsvirkjun á fjárhagslega hag-
kvæmum grundvelli, sem kemur
fram í lægra raforkuverði en ella
og örari uppbyggingu raforku-
kerfisins.
Gjaldeyrisstaðan mun halda á-
fram að batna og mun skapa
möguleika fyrir auknum þjóðar-
tekjum og þar með auknum vaxt-
armöguleikum allra atvinnuvega
Jandsmanna.
Meiri hluti nefndarinnar legg
ur því til, að frumvarpið verði
samþ. óbreytt.
Önnur mál í neðri
deild.
Stjómarfrumvarplnu um vernd
barna og ungmenna var vísað til
3. umr. Stjómarfrumvarpinu um
verðtryggingu fjárskuldblndinga
var vísað til e. d. með 19 at-
kvæðum gegn 15. Stjómarfmm-
varpinu um hægri handar umferð
var einnig vísað til efri deildar
með 24 atkvæðum gegn 9. Stjóm
arfrumvarpinu um Framkvæmda
sjóð íslands var vísað til 3. um-
ræðu, og stjómarfrumvarpinu
um stofnlánadeild verzlunar-
fyrirtækja var vísað til efri deild
Þrenn lög frá Alþingi.
Neðri deild afgreiddi tvenn ný
lög á fundi sínum í gær.
Voru það bæði stjómarfmm-
vörp sem afgreidd vom. Annars
vegar var það frumvarpið um
matreiðslumenn á skipum og
hins vegar frumvarpið um
breytingu á lögum um útvarps-
rekstur ríkisins, sem gerir ráð
fyrir að fjölgað verði f útvarps-
ráði úr fimm mönnum í sjö. Þá
afgreiddi efri deild fmmvarpið
um meðferð, skoðun og mat á
sláturafurðum sem lög frá Al-
þingi, en frumvarp þetta er
stjómarfrumvarp.
TIL SÖLU
Af sérstökum ástæðum eru til sölu eftirtalin verk-
færi af stóru bifreiðaverkstæði:
Bílalyfta (3 tonn) — Cylinderbor
Fóðringarvél — Ventlavél
Ventilsætavél — Gastæki m/kútum
Gólftjakkur — Vinnubekkir
Verkfæraskápar - Miðstöðvarketill m/loftkönulum
Bremsuskálavél — Rafsuðuvél
Mótorstillingatæki o. m. fl.
Selst í einu lagi. Tilboð sendist augl.d. Vísis merkt
„Bifreiðaverkstæði“ fyrir 22. þ. m.
Vantar menn
vana innréttingu og breytingum strax. Gott
kaup. Tilboð sendist blaðinu sem fyrst merkt
„Gott kaup — 773“.