Vísir - 09.01.1967, Page 8
8
VÍSIR
Utgefandi: BlaOaOtgáfan VISIK
Framkvæmdastjórl: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
ASstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson.
Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 16610 og 15099
Afgreiflsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178, Simi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 7,00 eintakifl
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f
Útgerðin er undirstaðan
Án þess að nokkur til'raun skuli gerö til þess að
meta mismunandi gildi íslenzkra atvinnugreina, verð-
ur tæpast um það deilt, að undirstöðuna sé að finna
í sjávarútvegi. Þegar vel aflast og vel seist á erlend-
um mörkuðum, segir gróskan til sín alls staðar í
öðrum íslenzkum atvinnugreinum, verzlun og við-
skiptum og hvers konar þjónustustarfsemi. Þetta end-
urspeglast í vaxandi atvinnutekjum almennings,
betri afkomu ríkissjóðs og bæjar- og sveitarfélaga,
mei'ri framkvæmdum og vaxtarmætti almennt.
Um hver áramót vinnur verðlagsráð sjávarútvegs-
ins að því að ákveða fiskverðið á komandi vertíð.
Ef ekki næst einróma samkomulag í ráðinu, skal vísa
ágreiningsatriðum til sérstakra'r yfirnefndar. Þegar
lögin um verðlagsráð voru fyrst sett, í árslok 1961,
var svo fyrir mælt, að ákvarðanir verðlagsráðs um
lágmarksverð á sjávarafla skyldu byggðar á markaðs-
verði sjávarafla á erlendum mörkuðum. Á þessu var
gerð sú breyting með lögum í desember 1964, að við
ákvarðanir um lágmarksverð skuli m.a. hafa hliðsjón
af markaðsverði sjávarafurða á erlendum mörkuð-
um, svo og framleiðslukostnaði þeirra.
Nú liggur það í hlutarins eðli, að fiskkaupendur hér,
frystihúsin og fiskverkendur, geta ekki hækkað verð-
ið, þegar verðfall er orðið á erlendum mörkuðum. En
seljendur fisksins, útgerðarmenn og hlutasjómenn,
þurfa hins vegar á hærra verði að halda. vegna þess
að framleiðslukostnaður þeirra hefur aukizt. Og
hvernig á þá að brúa þetta bil?
Hér e'r á það að líta, sem í upphafi sagði, að út-
gerðin er undirstaðan í efnahagslífi þjóðarinnar. Ef
veiðarnar stöðvast, er öllum hætt. Það mundi segja
til sín von bráðar alls staðar í þjóðfélaginu. Þess
vegna er skynsamlegast að gera st'rax almennar ráð-
stafanir, sem við það miðast, að fiskiflotinn geti stund
að veiðar sínar á vertíðinni. Þá réttir aftur við eða
helzt að minnsta kosti í horfinu og forðað er frá meiri
skaða.
Þegar á stendur eins og nú, er ekki um annað að
ræða en stuðla að slíkri tilfærslu tekna og gjalda í
þjóðfélaginu, er tryggi bátaflotanum viðunandi starfs-
skilyrði. Ekki er nein ástæða til að ætla, að almenn-
ingi skiljist þetta ekki til hlítar. Sá vandi er hins
vegar á höndum nú, að engar slíkar ráðstafanir t'rufli
þá verðstöðvunarstefnu, sem mestu skiptir, að bor-
ið geti árangur. Annað mál er svo sá vandi, sem út-
flytjendum sjávarafurða er á hendi ef áfram halda
verðlækkanirnar á hinum erlendu mörkuðum. Slíkt
áfall fyrir þjóðina knýr að sjálfsögðu á dyr allra,
og kallar á, að því sé mætt af manndómi og festu.
I
I
V I S1R . Mánudagur 9. janúar 1SG7.
Rætt við Gunnar Torfason, framkvæmdastjóra Framkvæmdanefndar
Byggingaráætlunarinnar og aðra starfsmenn stofnunarinnar, um
mesta átak, sem gert hefur verið i byggingarmálum hérlendis
Húsnæðismál eru oft á tíðum ein mestu vandamál, sem nútíma
velmegunarþjóðir elga við að glíma. — Hafa velflestar þjóðir i
Vesturálfu þurft að koma sér upp íbúöarhúsnæöi langt fram yfir
það sem fólksfjölgun gefur tilefni til undanfarin ár. — 1 löndum,
sem urðu hart leíkin í heimsstyrjöldinni síöari og þar sem heilu
borgimar voru lagöar í rúst, þarf ekki að lelta orsakanna langt
fyrir mikilli byggingaþörf. — Sömu sögu er að segja I löndum
þar sem ekki hafði áður verið byggt úr varanlegu efni, eins og t.d.
á íslandi. — í löndum þar sem hvorug þessara forsenda hefur
verið fyrir hendi, hefur þó einnig þurft að byggja langt fram yfir
fólksfjölgun. Með aukinni velmegun í þessum löndum krefst al-
menningur aukins húsrýmis sér til handa. Fjórir ættliðir búa nú
ekki lengur i einni og sömu ibúðinni eins og oft tíðkaðist áður
fyrr. Nú flyzt unga fólkiö að heiman um leið og það hefur ein-
hverja ástæðu til þess og foreldramir sitja áfram í stórum íbúðum
og húsum, sem upphaflega vora sniðin fyrir miklu stærri fjöl-
skyldu. — Einstaklingar, sem einhvers mega sín sætta sig ekki
lengur vlð að búa t.d. í einu herbergi með aðgangi að eldhúsi. —
Nú dugir ekki minna en 2-3 herbergja ibúð með öllum nútíma-
þægindum. — Þannig er ástatt hér á landi nú og þannig á það
auövitað að vera. I landi með óblíðu veöurfari, byggjast lífsþæg-
indi að verulegu leyti á góöu húsnæöi og þess vegna getur ísland
þvi aðeins kallast velmegunarland, ef nægjanlegt og gott húsnæði er
fyrir hendi á hverjum tíma.
unarinnar, en svo nefnist stofn
un sú, sem á að sjá um fram-
kvæmdir áætlunarinnar. —
Þetta var Gunnar Torfason fram
kvæmdastjóri Byggingaráætlun-
arinnar, en til hans leitaði frétta
maður Vísis fyrir skömmu til
að ræða við hann um þetta
mesta átak, sem gert hefur ver-
ið í húsnæðisbyggingum hérlend-
is.
Starfsmenn Byggingaráætlunar
sem hefur aðsetur sitt á neðstu
hæð Iþróttamiöstöðvarinnar
í Laugardalnum, eru nú orðn-
ir 13, en til stendur að fjölga
þeim i 17—18. — Starfa nú við
undirbúning þessarar vfðtæku
byggingaráætlunar, 3 arkitektar,
3 verkfræðingar, 4 teiknarar, 1
tæknifræðingur og 1 skrifstofu-
stúlka, en til stendur að ráða til
viðbótar 2—3 arkitekta og 2
tæknifræðinga.
— Stór liður í verkefni okkar
er, að reyna að lækka byggingar
UPPHAF STÓR-
p eysilegt átak hefur verið
gert hérlendis í íbúðabygg-
ingum seinasta aldarf jórðunginn.
Reykjavík er t. d. vart þekkjan
leg sem sama borgin eins og
hún var fyrir aldarfjórðungi.
Það er staðreynd, sem ekki
verður á móti mælt, að hér hef-
ur meir verið unnið af krafti
en af viti í íbúðabyggingum.
Litlar umtalsverðar breytingar
hafa orðið I byggingatækni,
enda er íbúöarhúsnæði óheyri-
lega dýrt og reisa margir sér
hurðarás um öxl, þegar þeir
leitast við að byggja yfir sig.
Hver einstaklingur hefur puð-
að í sinni holu í bókstaflegri
merkingu, byggingariðnaðurinn
hefur ekki reynzt hæfur til að
skipuleggja stóriðnað, sem m. a.
hefur valdið því aö byggingar-
kostnaður hefur farið frekar
hækkandi en hitt og að byggingar
framkvæmdir dragast ennþá ó-
eðlilega á langinn. Hér er ekki
óalgengt, að bygging ibúðarhús-
næðis dragist langt fram á annað
ár, eða svo. — Það er ekki lítið
vaxtafé sem fer í súginn á þann
hátt, en þetta getur oft á tíð-
um riðið fénaumum einstakling-
um að fuilu. Full ástæða er til
að ætia, að mikil breyting verði
á þessu næstu árin. Engin bylt-
ing hefur átt sér stað, en
flestir eru sammála um kosti
stóriðju í byggingum, sem auk
þess að spara fjárfestingu í íbúð
um, getur orðiö til verulegs tíma
spamaðar. Er það hið opinbera
sem ríður á vaðið með upphaf
stóriðju í byggingunum.
TTpp úr júní-samkomulaginu
1964 var ákveðið að víðtækar
ráðstafanir skyldu gerðar í hús-
næðismálum, 250 milljóna króna
aflað til lána árið 1965 og lán
út á hverja íbúð skyldi ekki vera
minna en 280 þús. kr. Tryggð
skyldi bygging 1500 íbúöa á ári.
— Einnig kom fram sú viljayfir-
lýsing ríkisstjórnarinnar að haf-
izt yrði handa um byggingu hag
kvæmra íbúða fyrir láglauna
fólk. Var samain byggingaráætl-
un, sem gerði ráð fyrir aö byggð
ar yrðu 1250 íbúöir í þessu skyni
á fimm árum, en af þeim íbúðum
eiga meðlimir verkalýðsfélag-
anna kost á 1000 íbúðum, en
lánakjör þessara ibúða verða
mjög hagstæð: Árinu áður en til
vonandi íbúöareigendur flytja
inn skulu þeir greiða 5% af á-
ætluðu íbúðarveröi og 5% á
ári næstu 3 árin. Eftirstöðvamar
80%, er lánað til 33ja ára með
sömu kjörum og lánakjör Hús-
næðismálastofnunarinnar eru á
hverjum tima. Revkjavíkurborg
mun ráðstafa 250 ibúöanna m. a.
til útrýmingar heilsuspillandi
húsnæöis.
jpyrir u. þ. b. ári var fyrsti
maðurinn ráðinn til Fram-
kvæmdanefndar Byggingaráætl-
kostnað og fækka vinnustund-
um við hverja íbúð, sögðu þeir
starfsmenn Byggingaráætlunar-
innar, sem Gunnar Torfason
kallaði á fund fréttamanns til
að ræða undirbúning og tilvon-
andi framkvæmdir. — Þessir
menn voru auk Gunnars þeír
Bjöm Ólafs, Ólafur Sigurðsson
og Geirharður Þorsteinsson arki
tektar og Bjöm Ólafsson verk-
fræðingur.
\7'erkefni stofnunarinnar er nú
tvxþætt: Annars vegar að teikna
og undirbúa smíði 312 íbúða í
fjölbýlishúsum á neðri hluta
Breiöholtshverfis, sem þegar hef
ur verið skipulagður, en hins veg
ar aö skipuleggja efri hlutn K’,'”'ð
holts, en þar munu 10—15.U00
manns búa í framtíöinni. — Af
u. þ. b. 3000 íbúðum, sem verða
á því svæði mun stofnunin
byggja, teikna og skipuleggja
rúmlega 900 íbúðir að öllum lík-
indum mest í fjölbýlishúsum, en
gera heildarskipulag af öllu svæö
inu.
Allt að 50% sparnaður í nokkrum efniskaupum
vegna stærðar verkefnisins. — Parketgólf í öllum
herbergjum, sem hingað til hefur verið talinn
munaður, verður til verulegs sparnaðar. — Leit-
azt verður við að verksmiðjuframleiða allt í hús-
in eftir því sem aðstæður leyfa. — Burðarveggir
þó steyptir á staðnum vegna jarðskjálftahættu.
— íslenzkar aðstæður leyfa ekki að fjöldafram-
leiðsluaðferðir annarra þjóða séu teknar hráar
og óbreyttar.