Vísir


Vísir - 24.02.1967, Qupperneq 4

Vísir - 24.02.1967, Qupperneq 4
GRÆNLAND. Stjóm græn- lenzku bókaútgáfunnar hefur á- kveðið á fundi. áð stofna til græn lenzkra rithöfunda- og þýðenda- verðlauna. Fyrst um sinn verður verðlaunaupphæðin um 6.500 kr. og verður verðlaununum úthlut- að í fyrsta sinn í lok ársins og falla þau þeim rithöfundi eða þýð anda í skaut, sem að dómi nefnd arinnar hefur komið með eftir- tektarverðasta innleggið fyrir grænlenzka tungu. MONICA vrrn ítalska leikkon an, ér gift leikstjóránum Michél- angelo Antonioni, sem héfur stjórnað mörgum kvikmyndanna, sem hún hefur leikið í. Var skýrt frá þessu nýlega í Róm. Blaðið Momenta Sera hefur sagt frá því f fréttum, að þau hafi gengið í hiónabandið þegar á fyrra ári, og átti hjónavígslan sér stað í Englandi. * Villtu englarnir, bandarísk kvikmynd þefur vérið bönnuð af kvikmyndaeftirlitinu f eftirtöld- um löndum: Danmörku, Noregi, Englandi. Kanada og nú síða£t f Svíþjóð þótt Svíar láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna í þessum efnum. Kvikmyndin 'fjallar um hóp vandræðaunglinga, sem ekur á mótorhjólum sínum á vestur- strönd Bandarikjanna. I kvik- myndinni kemur fram lögreglu- eltingarleikur og helgibrot í útfararkapellu. en annars þykir kvikmyndin hafa nazistísk og andþjóðfélagsleg einkenni. ,, Við lágum í jarðhelli og önduðum í gegniim bambusrör“ Franska blaðakonan Michelle Rey léttist um 5 kíló í fangavistinni hjá víetcongmönnum, á hinum þreytandí göngum í 3 vikur. Hér segir hún frá fangavistinni það vakti mikla athygli, þegar franski stríðsfréttaritarinn og jósmynda-fyrirsætan Michelle Ray var tekin til fanga af Viet- cong og ekki síður, þegar hún kom aftur til baka úr varðhald- inu.. Fer hér á eftir frásögn henn ar af fangavistinni. — Ég hafði hugsað mér að keyra 1 bílnum mínum frá Suöur- Víetnam til landamæra Norður- Víetnam. Fyrir norðan Bong Song hafði vegurinn rofnað á 100 km. kafla og þar áttu bæði ég og bfll- inn að fá far með 1. bandarísku herdeildinni. Samt keyrði ég spottakorn norð ur á bóginn eftir veginum eyði- lagöa. Ég mætti herdeildarflokki, sem sagði að það væri áhætta í því fólgin að halda áfram. Ég gæti orðið fyrir skotum skæru- liða. — Ég ek aðeins smáspotta f viðbót, sagði ég. Skömmu síðar sprakk hjá mér. Það tók mig fimmtán mínútur að skipta um dekk. Ein f frum- skóginum. Svo varð ég dálítið hrædd og ákvað að snúa við. Þegar ég hafði ekið 300 metra birtust þrír Víetconghermenn. — Þeir höfðu kínverska riffla. Þeir gáfu mér merki um að stíga út úr bílnum. Þeir bundu hendur min- ar fyrir aftan bak. Ég sá að þeir vissu eiginl. ekki hvað ætti aö gera við mig. Ég var hrædd um að þeir myndu skjóta, ef ég væri ekki varkár. Svo ýttu þeir mér upp í bílinn og bundu vinstri hendi mína. Einn þeirra hélt f kaðalinn og hljóp við hliöina í bílnusn meðan ég keyröi. Það hlýtur að hafa lit- ið einkennilega út. Fótur minn titraði á benzíngjafanum. Ég var hrædd um að keyra annað hvort of hratt eða of hægt. Fyrstu dagamir í fangavfetmrri vom óþægöegir. Við vomm stödd á miðju bard- agasvæði 1. herdeildarinnar. 1 tvo daga urðum við að leita skióls átta tfma daglega fyrir bandarfsku skothríðunum í eins konar vam- arbyrgi í jarðhelli, sem var 2 m. sinnum 80 cm„ einn metra í jörðu niðri. Maður varð aö skríða í litla jarðhellinn í gegnum göng. Það var erfitt vegna þess að ég var miklu hærri en Víetcong-hermenn imir. Við vorum níu alls í hellinum. Við vorum eins ög síldar í tunnu þar sem við sátum í nokkrar Það sem Mlchelle þráði mest var almennilegt rúm — í þrjár vikur hafði hún sofið á tréflekum eða í hengikojum f skóginum. Og hrúgur af bréfum víðs vegar úr heiminum bSðu eftir að verða lesnar. klukkustundir. Þá fóru menn út. Við önduðum í gegnum tvö bamb usrör, sem voru falin í gangopinu. Þetta var hræðilegt. Það var ausið yfir okkur sprengjum frá stórskotaliði og sprengjuvörpum. Og svo hófu orustuþotumar árás. Verst var ýlið frá eldflaugunum, sem bandarísku þyrlumar hleyptu af. Eftir fyrstu fjórar klukku- stundirnar i jarðhellinum vildi ég út. Ef ég átti eftir að deyja ,vildi ég deyja úti í tæru lofti en ekki í refagreni. En hermennimir héldu mér. Það leið yfir mig og ég lá meðvitundarlaus i tvær klukku- stundir. Við vorum tvo daga í jarðhell- inum. Þegar ég slapp út logaði í tveim húsum og jarðvegurinn i kringum vamarbyrgið var plægð- ur af sprengjuvarpi. Allir íbúar þorpsins, Víetcong- hermenn, konur og böm, sem ég hafði ekki átt ,von á að sjá aftur, sném heil á húfi til baka eftir sprengjuárásirnar. Stundar- fjórðungi á eftir var allt sem fyrr. Þau hlógu og voru glöð. Það kom mér mest á óvart. Framh. á bls 10 Dægurmálin Hvað er á dagskrá þessa dag- ana ? Jú, það standa yfir mikl- ar umræður um kirkjumál, enda vart seinna vænna hiá svo sann kristinni þjóft, sem Islendingum. Auðvitaft leggja þeir mest til mála, sem aldrei fara í kirkju. Umræftur um kirkjumálin hafa verift aðallega i blöftum, en einn ig í sjónvarpinu. Þar hélt Austri því fram að starfssvift prest- anna hefði minnkað um Ieift og þelrra veraldlega svift dróst sam an. Tók hann sem dæmi, að áð- ur fyrr heföu margir prestar setið á þingi, en i staft þeirra væru komnir bankastjórar á þing or væri útlit fyrir, aft þeir myndu verða margir á næsta þingi. Likl. hefur Austri þama rétt fyrir sér og sannar með því gömul kerlinga-vísindi, að oft ratast kjöftugum satt á munn. Vaid bankastjóranna er talið mikift, enda skrifta menn meir fyrir bankastjórum nú orftið en prestum. Kannski blóta menn þá líka á laun, i stað þess aö Iesa bænir sínar, eins og þeir lærftu í æsku. Kannski viö séum að veröa ásatrúar ööru sinni á þennan hátt, enda verður maö- ur kannski bæheyrður fljótar, meft bví að blóta hina nýju æsi á laun, en bó maður fari í kirkj- ur og kyrji grallarasöngva eða kaupi bréf í Haligrímskirkju. Svo er snjallað manna á meft- al, svo að ekki sé von, að guðs- hús séu troðfull, nema þegar merkismönnum er „ýtt“ til ann- ars heims með fallegum eftir- mála. Auk þess að ræða trúmálin, bölv„ menn yfir holóttum göt- um, hneykslast yfir ærslafull- um unglingum, sem neyftast til að hafa frammi óspektir og ærsl á almannafæri, af þvi að þeir geta hvergi dansað, — greyin. Ef þeir hefðu bara gott dans- hús meö nægri bitlamúsikk og mjólkurbar, þá mvndi líklega allt falla i ljúfa löð af sjálfu sér, og þessir annars ágætu ungling- ar yröu bara góð böm, eins og vera ber. Og til tilbreytingar frá öllu hinu skammast ment» yfir hægri handarakstri, sem var sam- þykktur á bingi i fyrra, en menn viröast fyrst hafa byriað aö hugsa um nú. Það er vafaiaust of seint að gera neitt meft þetta núna, en hafa skyldu menn í huga, að betra er að hugsa fyrst og framkvæma svo. Þaft er þvi ekki út í bláinn, þegar stórar framkvæmdir eru lengi i deigl- unni. Þrándur i Götu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.