Vísir


Vísir - 24.02.1967, Qupperneq 5

Vísir - 24.02.1967, Qupperneq 5
VÍSIR. Föstudagur 24. febrúar 1967. 5 * Tjegar forsetakosningarnar ~ fóru fram í Frakklandi fyr- ir rúmu ári, gerðust svo mikil tíðindi, að margir stóðu á önd- inni af forundran og hneyksl- un. Hinn mikli de Gaulle náði ekki kosningu „í fyrstu um- ferð“. Fylgi hans reyndist minna með þjóðinni, en nokkur hafði ímyndað sér. í seinni umferðinni hálfum mánuði siðar náði hann sér þó aftur á strik. Þá gerðist það að hundruð þúsunda kjósenda, sem áður höfðu greitt andstæð- ingum hans atkvæði flykktust nú aftur undir merki hans og tryggðu honum sterkan meiri- hluta. Þeir höfðu fengið skelk- inn, áður höfðu þeir aðeins litiö á það sem fjarlægan ómögu- leika, að de Gaulle gæti hrökkl- azt frá völdum. Þeim væri ó- hætt að dreifa atkvæðum sínum í kæruleysi á hina frambjóð- enduma. Nú hafði þeim brugðið í brún og stóðu frammi fyrir þeirri martröð, hvað myndi gerast ef de Gaulle yrði að láta af völdum Tjrátt fyrir það, höföu þessi óvæntu úrslit þau áhrif að efla mjög baráttuhug og vonir andstöðuflokka de Gaulles. Fram að þessu var eins og þeir hefðu talið að öll barátta væri vonlaus, áhrif og vinsældir de Gaulles meðal frönsku þjóðar- innar væru svo sterk, að hann vrði aldrei sigraður. En nú kom það greinilega í ljós, hve mikill tvfskinmingur er í frönsku þjóðinni í viðhorfum hennar gagnvart forsetanum. Víst vill hún ekki vera án styrkrar persónulegrar forustu hans, sem hefur gefið ríkis- stjórn landsins svo óvanalega festu, að Frakkland skipar nú sinn sess í heiminum, sem stór- veldi sem vissulega verður að taka tilliti til. Hins vegar er það líka greinilegt, að franska þjóð- in saknar í öðru mjög síns gamla nöldurs og flokkadrátta og yfirleitt eiga ménn all erfitt með að sætta sig við stórlæti og ráðríki sterka mannsins í Elysee-höII. Meðan hann situr þar veröa ekki til nein raun- veruleg stjómmál í Frakklandi. Hann og hin einráða ríkisstjóm hans taka af mönnum alla slíka fyrirhöfn og skipa málum eftir eigin geðþótta. Vonir stjómarandstöðunnar hækkuðu svo mjög við þetta, að sú skoðun er nú allsterk í þeim herbúðum, að það eigi að vera hægt, sem áður var talið óframkvæmanlegt, að brjóta eða beygja veldi de Gaulles. Og nú í næsta mánuði þykist stjórnarandstaðan hafa fengið mjög hentugt tækifæri til þess. Þá eiga að fara fram þingkosn- ingar í Frakklandi. < Camkvæmt þeirri stjómarskrá og kosningalögum, sem de Gaulle gaf frönsku þjóðinni eftir að hann komst til valda, eiga kosningar þessar aö fara fram I tveimur umferðum. Fyrri um- ferðin verður 5. marz. Ef ein- hverjir frambjóðendur fá þá hreinan meirihluta greiddra at- kvæða þá þarf ekki að endur- taka kosninguna í þeirra kjör- dæmum. Náist slík niðurstaða ekki þá fer önnur atkvæða- greiðsla fram viku síðar, 12. marz. Skilyrði til að mega bjóða sig fram þá eru aö frambjóðandi hafi fengið að minnsta kosti 10% atkvæða í fyrri umferð- inni. Kosningu nær í seinni um- ferðinni sá frambjóðandi sem mest atkvæðamagn fær og þarf hann þá ekki að hafa hreinan meirihluta atkvæöa. En annars er gengið út frá því, að fleiri flokkar sameinist þá um fylg- ismestu frambjóðenduma, svo að f flestum tilfellum verður um keppni að ræða milli tveggja höfuðandstæðinga. Gaullistar um 40% atkvæða, en vegna fyrirkomulags einmenn- ingskjördæmanna nægði þetta þeim til öflugs þingmeirihluta, þeir fengu þá 266 af 482 sætum í þjóðþinginu. Þegar litiö er á þessar tölur og þá þróun sem síöan hefur orðiö eru stjómarandstöðu- flokkarnir óvenjulega vongóðir um þaö núna, að þeim megi takast að hnekkja þingimeiri- hluta Gaullistanna. Ctjórnarandstæðingar skiptast að mestu leyti niður eftir sömu straumum og stefnum og áður en de Gaulle komst til valda. Munurinn er aðeins sá, að vegna breyttrar kjördæma- skipunar og sameiginlegrar and- stöðu þeirra viö risann í stjórn- málunum hafa þeir orðið að samhæfa og skipuleggja flokks- atburður nokkru áður en kosn- ingabaráttan hófst. Þá gerðu Jafnaðarmenn og kommúnistar það bandalag meö sér, að vinna saman í annarri umferð. í þeim kjördæmum þar sem kommúnisti fær í fyrstu umferö fleiri atkvæði en frambjóðandi jafnaðarmanna mun sá síðar- nefndi draga sig í hlé og styðja kommúnistann og svo vice versa. Á pappímum gæti litið út fyrir að þessir tveir flokkar væm þannig búnir að mynda sterkasta aflið f frönskum stjórnmálum, sem ætti að geta velt Gaullistum úr sessi, og er þetta bandalag nærri einstakt í samskiptum þessara tveggja flokka, sem borizt hafa á bana- spjótum allt síðan á dögum hinnar misheppnuðu alþýöu- fylkingar Leon Blums fyrir stríð. Og er þetta aðeins eitt sig tvisvar um áður en þeir bregða fæti fyrir þann stjórn- málaforingja, sem virðist vera orðinn helzti andstæðingur bandaríska valdsins í heimin- Ctjórnarandstöðuflokkamir ^ leggja áherzlu á það í kosn- ingaáróðri sínum, að alræði eins manns sé ólýðræðislegt og ósæmandi. Þeir reyna og að hag nýta sér það, að hér eru ekki greidd atkvæði um de Gaulle persónulega. Hann er ekki einu sinni formlegui meðlimur Gaullistaflokksins og auðvitað heldur hann sínu forsetaembætti hvernig svo sem úrslit þessarr kosninga veröa. En þó velta menn því nokkuð fyrir sér, hvað de Gaulle muni gera, ef flokkur hans missir þingmeirihlutann. Slík niöur- Memles-France Forustumenn helztu stjómmálaflokka Frakklands, de Gaulle, Waldeck Rochet, foringi kommúnista, Mitterand, foringi Jafnaðarmanna, Lecanuet, foríngi Mlðflokksins og Mendés Frances, foringi Vinstri fl okksins. Nú á að leggja de Gaulle að velli! Samtals hafa um 2200 fram- bjóðendur boðið sig fram í keppni um 482 þingsæti. Miðað við fyrri tíma þykir þetta mjög lág frambjóöendatala, svo lág, að menn sem áður botnuöu hvorki upp né niður í öllum þeim ólíku nöfnum og flokka- skammstöfunum sem fyrr settu svip á franskar kosningar geta nú auðveldlega skilið hvaða frambjóðandi tilheyrir hverjum flokki. aullistaflokkurinn kallar sig ^ £ stuttu máli „Fimmta lýð- veldið“. Hann er auðvitað til- tölulega nýtt afl í frönskum stjórnmálum og passar illa inn í hina gömlu stjórnmálaskipt- ingu frá vinstri til hægri. Aöal- burðarmagnið í honum er stuðn- ingur og aðdáun við leiðtogann de Gaulle. í reyndinni er hann runninn saman úr tveimur hreyfingum, annarri vinstri sinnaðari en hinni milliflokka og hægri sinnaðri. í fyrstu var löngum litið á de Gaulle sem hægrisinnaðan og hálfgildings fasista, en hægri öflin urði þó fyrir miklum vonbrigðum meö Alsír-stefnu hans. Og komm- únistaforingjamir hafa aldrei getað hamlað gegn því ein- kennilega fyrirbæri, að á úrslita- stundum hefur allt að fjórðung- ur fylgismanna þeirra greitt de Gaulle atkvæði. í síðustu þing- kosningum árið 1962 fengu starfið betur en áður. Þessa samhæfingu telja þeir höfuð- skilyrðiö til að vinna bug á valdi Gaullismans. Nú eru úr sögunni öll hin ó- teljandi smáflokkabrot og flokksarmaslitur. Nú verður hver flokkur að koma fram sameinaöur undir einu heiti og' að velja sér eina persónu til forustu, sem þeir telja líklegast- án til að ganga í augu kjósend- anna á kjörfundum og í sjón- varpi. Og þeir hafa líka sýnt það á þingi síðasta árið, að þeir hafa getað unnið ótrúlega vel saman í sameiginlegri stjómar- andstöðu. Móti Gaullistum starfa í höf- uðatriðum fjórir flokkar, komm únistar undir forustu Waldeck Rochet, Jafnaöamenn undir forustu Mitterands (sem ógnaði de Gaulle í forsetakosningun- um), þá kemur hinn svokallaði Miðflokkur, arftaki kaþólska flokksins gamla undir forustu Lecanuets og loks Vinstri flokk- urinn arftaki Radikalaflokksins gamla undir forustu hins kunna gamla stjómmálamanns Mendés-France. Tjessir flokkar bjóða í fyrstu umferð fram i flestum kjör- dæmum. En í annarri umferð- inni munu þeir hins vegar sam- einast um vænlegasta frambjóð- andann móti Gaullistum. I því skyni gerðist mjög merkilegur dæmi sem vitnar um breytta stefnu kommúnista siðan Stalin gamli féll frá. T^kki er þó víst, að öll at- kvæði þessa „alþýðubanda- lags“ skili sér. Hluti Jafnaðar- mannaflokksins var algerlega andvigur slíku bandalagi og vildi að flokkurinn hefði frjálsar hendur eftir aðstæðum í hverju kjördæmi. til að semja við Mið- flokkinn og Vinstriflokkinn. Og ef að líkum lætur mun stór hluti fylgismanna kommún- ista fvlkja sér yfir á Gaullistana í seinni umferðinni, hvað sem flokksforustan segir. De Gaulle hefur beitt sínum kænskubrögð- um til aö mýkja þá, til dæmis með heimboði Kosygins forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, sem átti aö sýna þessum öflum hina ,,innilegu“ vináttu hins rúss- neska valdhafa við franska leið- togann. Og margir fylgismenn kommúnista munu líka hugsa staða hlyti óhjákvæmilega að veikja verulega hina sterku að- stöðu hans út á viö á sviði al- þjóðamála. Myndi hann þá gera samning við einhvern stjórnarandstöðuflokkinn- Ef til vill myndi þá nægja að semja um smávægilega breytingu á ut- anríkisstefnunni, svo sem vin- samlegri afstöðu gagnvart Bret- um og NATO. Eða hann gæti dregiö úr rikisútgjöldum og hætt við vetnissprengjuæðiö. Ekki myndi de Gaulle falla létt að slá af á þessum sviðum. Kann- ski hann myndi þá íremur kjósa að beita 16. grein stjóm- arskrárinnar sem fjallar um það, aö forseta landsins sé heim ilt að stjórna landinu, án þess aö taka nokkurt tillit til þjóð- þingsins, ef það getur ekki vegna flokkadrátta komið sér saman um stjórnarstefnu, eða er á öndverðum meiði við for- seta landsins? Þorsteinn Thorarensen. STÉTTARFÉLAG VERKFRÆÐINGA AÐALFUNDUR Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verð- ur haldinn í Tjarnarbúð, uppi, þriðjudaginn 28. þ. m. kl. 20.30. v / Fundarefni samkvæmt félagslögum. Félagsmenn, fjölmennið. S tj ðrnin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.