Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 8
V1SIR . Ffistudagur 24. febrúar 1967
8
tsa
ÍSIR
Otgetanai: BlaOaútgðtan VISIK
Framkvæmdastjórt: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjðnsson
AOstoOarritstjóri: Axei rborstelnsOB
Fróttaatjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþói Úlfarsson.
Auglýsingan Þingholtsstræti 1, slmar 16610 og 15099
AfgreiOsla: Túngótu 7 /
Rltstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Askrtftargjald kr. 100.00 ð mðnuOi innanlands.
i lausasOlu kr. 7,00 eintaUS
PrentsmiOja Vbis — Edda hi.
Sjálfstæð stefna
Fulbright öldungadeildarþingmaður frá Bandaríkjun-
um sagði í fyrradag við íslenzka blaðamenn, að hann
dáðist að sjálfstæði íslands í utanríkisstefnu. Líkti
hann því við Mexíkó, sem er eina bandalagsríki
Bandaríkjanna í Ameríku, er fer sínu fram í utan-
ríkismálum án sérstaks tillits til Bandaríkjanna. Ful-
bright er sjálfur manna sjálfstæðastur í skoðunum,
eins og Johnson Bandáríkjaforseti hefur fengið að
kenna á, og er því eðlilegt, að Fulbright veiti sérstaka
athygli þeim þjóðum, sem hafa gott samstarf við
Bandaríkin eða önnur stórveldi án þess að beygja sig
undir vilja þeirra. Ummæli Fulbright um utanríkis-
stefnu íslands erú sérstaklega athyglisverð, því hér
er um dóm glöggskyggns gests að ræða.
Fulbright sagði í ræðu sinni í hátíðasal Háskólans,
að á síðustu árum hefði verið áhrifamikill ferill ýmissa
smáþjóða, sem hefðu boðið stórveldunum birginn
og komizt klakklaust frá því. Nefndi hann Mexíkó,
Júgóslavíu, Kúbu, Rúmeníu og Kambodsíu og sagði,
að bæta mætti íslandi við. Hins vegar benti hann á,
að affarasælasta leiðin væri ekki að ögra stórþjóð-
unum, heldur að stefna að vinsamlegu en sjálfstæðu
sambandi við þær. Sagði hann ísland geta gegnt á
ýmsan hátt jákvæðu hlutverki í heimsmálunum, eink-
um í Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofn-
unum. Við blaðamenn sagði Fulbright, að hann teldi
Atlantshafsbandalagið mjög mikilvæga stofnun, þótt
hættan af kommúnismanum hefði minnkað á ýmsan
hátt. Sömuleiðis taldi hann flugvöllinn í Keflavík vera
afar mikilvægan fyrir þetta varnarbandalag hinna
vestrænu ríkja.
Ummæli Fulbright gefa tilefni til hugleiðinga um
stöðu íslands meðal hinna vestrænu 'ríkja. Þjóðin
hefur skipað sér í hóp allmargra þjóða beggja vegna
Atlantshafsins, en þessar þjóðir hafa með sér náið
samstarf, enda er stjórnarfar og lýðræði með svipuð-
um hætti í flestum þessum löndum. Stærsta framlag
íslands til þessa bandalags eru afnotin af flugvellin-
um í Keflavík. Rótgróin vinátta íslands við Banda-
ríkin og önnur vestræn ríki hefur samt ekki leitt til
þess, að íslendingar sýndu þessum þjóðum neina
þjónslund.
Þetta sýnir, að styrkur hins íslenzka sjálfstæðis
er mikill. íslendingar hafa ekki fallið í þá freistni
margra smáþjóða að vanrækja skyldur sínar á al-
þjóðavettvangi og fela þær á vald stórþjóða, eins og
Fulbright ræddi nokkuð um í errndi sínu. Smáþjóðir
vanmeta oft aðstöðu sína af ótta við aðgerðir stór-
þjóða og taldi Fulbright það bæði óþarfa og hugleysi.
Ummæli hins virta öldungadeildarþingmanns frá
Bandaríkjunum hljóta að ve'ra íslendingum mikill sið-
ferðilegur stuðningur og hvatning til að leggja áfram
ióö sitt á vogarskálina í alþjóðlegum framfaramálum
og að gera það í vaxandi mæll
Norrœnt námskeið fyrir unga
leikstjóra í Reykjavík
Norrænt námskeið fyrir unga
leikstjóra, hiö svokallaða Vasa
— seminarium. veröur haldiö
í Reykjavík dagana 25. maí til
2. júní í ár. Þetta er í fyrsta
sinn að námskeið þetta er hald-
ið á íslandi, en áður hefur þaö
verið haldið á öllum hinum
Noröurlöndunum, fyrst i Vasa í
Finnlandi, þá I Lundi, Odense
og í fyrra í Osló. Um 40 leik-
stjórar frá öllum Noröurlönd-
unum taka þátt f þessu nám-
skeiði þar sem verða fyrirlestr
ar, umræður og vinnuæfingar
og í þetta sinn fjallað um nú-
tímavinnuaðferðir leikstjóra og
leikara. Meðal kunnra leikhús-
manna, sem búizt er við, aö
taki þátt í umræðum og haldi
fyrirlestra eru ítalski leikstjór
inn, leikarinn og leikritahöfund
urinn Dario Fo, brezki leik-
stjórinn Joan Littlewood og
franski leikstjórinn Rogger
Planchon.
Útlendu þátttakendurnir búa
á Hótel Holt, en megnið af nám
skeiðinu fer fram í Lindarbæ. í
undirbúningsnefnd af Islands
hálfu eru leikstjórarnir Baldvin
Halldórsson, Benedikt Árnason,
Gísli Alfreðsson, Helgi Skúlason
og Sveinn Einarsson.
Afli netabáta hefur heldur
glæðzt hér í flóanum, en Faxa-
flóabátamir hafa ýmist verið á
veiðum hér í bugtinni eða djúpt
á Tungunum og fengið þetta frá
6 og upp í 12—13 tonn. Ásþór
RE kom með 22 til 23 tonn
til Reykjavíkur í fyrradag, en
um 20 bátar munu nú vera byrj
aðir netaveiðar frá Reykjavík.
Gæftir hafa verið stirðar, en
virðast nú fara batnandi. Síð-
ustu daga hefur verið renniblíða
Umsóknir af Islands hai
skulu stílaðar til fulltrua
lands í Vasanefndinni — Guö
laugs Rósinkranz þjóðleikhns
stjóra fyrir marzlok
og vorveður suðvestanlands.
Nokkrir sunnanbátar hafa
reynt fyrir sér á Breiðafirði, en
ekki haft þangaö erindi sem erf-
iði og virðist fiskur ekki geng-
inn að ráði þangað.
Heldur hefur lifnað yfir ver-
tíðinni I Eyjum, þó að gæftir
séu enn stirðar. I fyrradag vitj-
uðu þar nokkrir bátar um net
og nokkrir bátar róa enn m^ð
línu. Aflinn var þetta upp í 12
—13 lestir.
Sæmileg veiði
í Faxaflóa
Vel leiknar og fyndnar .gaman
myndir njóta mikilla vinsælda
Mikil aðsókn að kvikmynd-
um eins og „Eiginmaöur að
láni“ — hún hefur nú verið
sýnd á siöttu viku í Stjömu-
bíói — sýnir svo skýrt sem
verða má, hve notalegt og
skemmtilegt mörgum finnst að
sjá vel leiknar og fyndnar
myndir, vel falinar til skaplétt-
is, gamanmyndir án öfga hinna
algengu skopmynda.
Jack Lemmon leikur aðal-
hlutverkið í þessari mynd. Hann
er fádæmavinsæll síðan hann
lék lögregluþjóninn í „Irma La
Douce" I Tónabíói. — Þar hafði
hann Shirley MacLaine á móti
sér, en hér er hann „milli
tveggja elda“ — Dorothy Prov-
ina, setn leikur ,,gegn-banda-
ríska“ eiginkonu — og Romy
Scneider, sem gædd er glað-
Ieika- og fegurðarblæ fæðingar-
borgarinnar, Vínarborgar. —
Lemmon hefir þrívegis hlotið
titilinn „bezti leikari" (1959,
1960 og 1962). Hann er fæddur
í Boston og hefur getið sér orð
fyrir dramatísk hlutverk ekki
síður en gamanhlutv. Mikil að-
sókn hefir einnig verið og er að
„Gæsapabba“ í Hafnarbíói, meö
þeim Cary Grant og Leslie Car-
on. Það er mynd sömu tegund-
ar. I rauninni er gott til þess að
vita, að slíkar kvikmyndir skuli
njóta almennra vinsælda en aö
„kynlífs“-myndir veröa mönn-
um því hvimleiðari sem fleiri
eru sýndar. —