Vísir - 24.02.1967, Side 13
-J V1SIR . Föstudagur 24. febrúar 1967.
13
Ný Véla og Raftækjaverzlun
Opnum í dog nýju og glæsilego
Véla- og Raftækjaverzlun
í LÆKJARGÖTU 2, hominu Austurstræti og Lækjargötu.
Þar seljum við stórt úrval af heimffistækjum, L d. frá hinum heims-
frægu PIHLIPS verksmiðjum:
\
Sjónvörp, plötuspitara og rakvélar.
INDESIT ísskápa og þvottavélar.
MBÉLE þvottav^ar.
XilWilÐ!
NS og SIMPLEX strauvélar.
STAR og ICECOLD frystódstar í mörgum stærðum.
Etmíremur hraðsuðukatia, st'raujárn og önnur heimilistæki.
Seljum einnig hinar heimsfrægn BERNINA saumavélar og
BENTLEY píanóin frá Englandi.
ABt selst meö sanngjömum útborgunum og hagkvæmum ogviðráðanlegum afborgunum.
VÉLA- og RAFTÆKJAViRZLUNIN, Lækjorgötu 2
Á langri siglingu — 5
Framh. af bls. 9
Hann hafði klifrað upp í pöl-
inn af forvitni. Hann hafði ver
ið á leið frammí ásamt öðrum
manni, en séð eitthvað ókenni
legt ljós og klifraði upp til að
athuga það betur. Það varð hon
um til lífs, því að förunautur
hans á leiðinni frammí hafði
haldið áfram og týndi hann lif-
inu. Við höfðum lífbátinn útsleg
inn í davíðunum og fíruðum hon
um og teymdum hann fram
með síðunni og fórum svo að
athuga hvort einhverjum yröi
ekki bjargað af þeim sem voru
frammí. Skipið flaut um stund á
vatnsþétta skilrúminu. Við
lýstum fram í lúkarinn með log
andi tvisti vættum í steinolíu.
Þar var ljótt umhorfs. Sjór og
spýtnabrak og svo mennirnir
fljótandi. Pétur Maack gat náð
tveimur mönnum, sem flutu
þarna í brakinu. (Annan þeirra
halaði hann upp um skælettið,
höf.) — Það voru þeir Einar,
sem kenndur var við Barinn
hér í Hafnarstrætinu og Bjami
Brandsson. Hinir, sem voru í
lúkarnum, fjórir talsins, fórust
allir.
Á Austra
var ég skipstjóri í 3 ár, 1921-
1923 og fiskaði vel. Það var
einu sinni á honum, að ég sá
skrýtna sjón, sem ég gleymi
aldrei. Við höfðum verið að
fiska úti á Hvalbak og vorum
á leið til lands og karlarnir í
aðgerð, þvi vig höfðum fyllt
dekkið af fiski. Ég hafði lagt
mig, en kom upp um það leyti
sem aðgerðinni var að Ijúka.
Þá var klukkan 5 um morgun
og við staddir rétt hjá Seley.
Það var blanka blæjalogn. í því
að ég lít út um brúargluggann
verður svartur sjór allt í kring
um skipið svo iangt sem augað
eygir af vöðusel. Það var em-
kennilegt að sjá þessa feikna-
breiðu hvert sem litið var. Kárl
amir urðu óðir og uppvægir
og þrifu haka og vildu krækja
sér í sel, en ég bannaði þeim
það og sagði, að hann myndi
bara kippa þeim út fyrir, ef
þeir bæm í hann. Hann var all-
ur skjóttur, hvítskjöldóttur.
Þetta var selurinn, sem þeir
voru að skutla á flatbyttnun-
um í gamla daga, þá gekk harr
inn um alla firði.
Belgaum
sigldi ég stundum með fyr
ir Aðalstein Pálsson. Þá var
ég eiginlega kominn í land. Ég
var einn í Belgaumsfélaginu og
vann við útgerð skipsins. Þá
var það einu sinni sem oftat
að ég sigldi með hann og þá
lenti ég í þoku niður við Eng-
land. Þvílíkt svartnætti. Þessi
þokusigling er eitt af mínuni
fáu frægðarverkum.
Belgaum hafði verið í klöss-
un og það voru einhverjir af
körlunum úti og bjuggu hjá
kerlingu, sem átti helvíti mynd
arlegt hús. Það voru þrjú hundr
uð hús í strætinu. Við áttum
að fara til Blight og taka kol.
Þau voru mikið billegri í Blight
en Grimsby en við fátækir. Jú
jú, við förum til Blight. Hann
var stýrimaður, hann Dóri
Ingimarsson, sem var með Karls
efni.
Við koluðum í Blight um nótt
ina og um morguninn kl. 9
förum við af stað í kolsvarta
andskotans þoku, svo að ekki
sá út úr augunum. Það vantaði
einhvern strák frá okkur, en
hann skilaði sér nú fljótt. Það
dugir ekki annað en að fara
þó að það sé komin þoka, hugsa
ég. Ég brúka bara flautuna.
Olræt, svo höldum við af stað.
Ég læt út loggið og set stefn-
una fyrir Búkkanes. Við blás-
um og blásum, enginn anzar og
þá veit ég að enginn er nálægt
mér og við höldum áfram i
svarta þokunni. Loks heyri ég
í vita. Hvaða viti getur þetta
verið? Tek almanakið. Tel
öskrin. Stendur heima. Búkka-
nes. Þá er ég olræt. Ég breyti
soldið nær landi og heyri stuttu
siðar i öðrum vita. Ég í alman-
akið. Tel öskrin. Stendur heima
Rattray Head, það er viti laus
við land. Það er útgrynni mikið
út af Peterhead, sem( er næsti
bær fyrir norðan Búkkanes. Ég
er réttur í því. Það rofar ekk-
ert i, bikaþoka. Olræt, ég held
áfram, þar til ég er þvert af
Rattray Head, þá set ég strik
ið í Pentilinn. Hann er i rúm-
lega 80 milna fjarlægð og það
er sama svartnættið bæði á
himni og jörð.
—• Keyrðirðu á fullu?
— Já, já, alltaf á fullu. Ég
glevmi aldrei þessari andskot-
ans þoku, hvað hún var svört.
Jæja, nú heyri ég í vita. Hvaða
viti er þetta? Noss Head? Stend
ur heima. Held strikinu. Full
ferð. Við blásum og blásum en
það héyrist ekki í nokkru skipi
fremur en öll skip séu dauð.
Noss Head er fyrir utan Vik
I Skotlandi og ég átti ekki að
þurfa að halda langt þar til ég
fæ að heyra í vitanum á Dun-
cansby Head. Olræt, ég heyri
öskrin í Duncansby Head og
litlu síðar forút á stjómborða
í vitanum á Pentlands Skerry,
það er ekkert annað, þá vantar
mig bara vitann á Stroma, og
hann lætur nú í sér heyra á
stundum. Hann á bara að vera
beint framundan eða svo til.
Stroma er svo til í miðjum Pentl
inum. Jú, þarna heyrist i hon-
um og nú hevri ég i þremur vit
um í einu, Duncansbay Head.
Pentland Skerry og Stroma. Ég
segi við Dóra, sem var hiá mér
í brúnni:
— Farðu frammá og miðaðu
vitann (Ströma) með hendinni.
Það gengur fljótt fyrir. Það
er harða meðstraumur. Maður
verður nefnilega að beygja til
bakborða, þegar komið er fyrir
Stroma til að lenda ekki þar
sem Draupnir strandaði. Þar
er Þórsnes. Það er á stjóm-
borða. Ég held áfram á fullri
ferð gegnum Pentilmn með
flautuna í gangi og set stefn-
una laust við Solskerry. Ég sá
ekki glðru í land fyrr en það
móaði aðeins fyrir fjöllunum á
Háey, þegar við vorum komnir
15 mílur norður úr Pentli. Þá
var ég húinn að sigla meira
en 100 mílur meðfram landi
yfir grynningar og djöfulskap
og í gegnum Pentil án þess að
sjá nokkurn tímann út fyrir
borðstokkinn. Ég bregð þess-
ari þoku við svo lengi sem eg
lifi og þeir hefðu ekki margir
fariö hiklaust í Pentilinn.
Enn er Bergur á siglingu en
nú er hann kominn á sló.
HIÐ ISLENZKA PRENTARAFÉLAG
ALLSHERJAR-
ATKVÆÐAGREIÐSLA
ura kjör stjórnar Hins íslenzka prentarafélags
1967 fer fram í skrifstofu félagsins að Hverf-
isgötu 21 föstudaginn 24. febrúar kl. 3—7,
laugardaginn 25. febrúar og sunnudaginn 26.
febrúar kl. 10—6 báöa dagana.
Kjörskrá liggur frammi f skrifstofu H.Í.P. —
Kærufrestu'r er til loka kjörfundar.
Stjóm H.Í.P.
Skrifstofur okkar
verða lokaðar eftir hádegi í dag vegna jarð-
arfarar Helga Þorsteinssonar fisamkvæmda-
stjóra.
OLÍUFÉLAGIÐ H.F.
frá
MjáMúi Flðamanna
Selfossi
Fyrs! um sinn verfiar
pessi Dsfuraðeins
Snarrabraut 54