Vísir - 16.03.1967, Page 5

Vísir - 16.03.1967, Page 5
sem Eitt af þolprófunartækjunum, sem notuð eru til að mæla muninn á reykingamönnum og þeim sem ekki reykja. V í SIR. Fimmtudagur 16. marz 1967. |,VW/VWVWVW.V.VAWWW.W.W Nýjar rannsóknir benda til jbess að árangri megi ná i baráttunni gegn reykingum „Reykingar hafa slæm áhrif á heilsu yðar,“ stendur á auglýsingaspjöldum, sem sett hafa verið upp í ríkinu Maine í Bandaríkjunum. Auglýsingar eru birtar í níu hundruð útvarpsstöðvum í Bandaríkjun um og þessar auglýsingar hljóða svo: „Ef þér reyk- ið tvo sígarettupakka á dag eða meira, eru tuttugu sinnum meiri líkur á því, að þér fáið lungnakrabba“ í Bandaríkjunum er baráttan gegn reykingum aö ná hástigi. Fjöldí samtaka og stofnanna hefur tekið upp baráttu gegn sígarettureykingum. Fremst í flokki eru ameríska krabba- meinsfélagið og ameríska hjarta vemdarfélagið. Einnig má nefna að bandaríska heilbrigðismála- ráðuneytið ver andvirði yfir hundrað milljóna íslenzkra króna til áróðurs gegn reyking- um. í ljósi allrar þessarar starf- semi kann að koma mönnum á óvart, að sígarettureykingar hafa ekkert minnkað, en það er ríkjunum og annars staðar í heiminum. Hin fræga krabbameins- skýrsla var birt fyrir þremur ár- um. Síðan hefur bætzt við fjöldi nýrra sannana gegn reyking- um. Satt að segja er ekki leng- ur til umræöu, hvort sígarettur valdi lungnakrabbameini. Það er álitið algerlega sannað mál. Það sem vísindamenn eru nú að rann saka er, hvaða önnur áhrif reyk ingar geti haft. Algengur sjúkdómur er emphysema, sem er skemmd á blöðrunum í lungunum og ann- ar algengur sjúkdómur er ólækn .J samt staðreynd bæði í Banda- andi bronkítis. Þeim fer fjölg- Prótónubyssan í Harvar andi meö hverju árinu, sem deyja úr þessum tveimur sjúk- dómum. Fyrir tíu árum dóu 4877 Bandarikjamenn úr þeim, en árið 1964 var dánartalan kom in upp í 20.208 á ári og enn fer hún hækkandi. Á fundi, sem heilbrigðismálaráðuneytið stóð fyrir í Princeton í október í haust komust menn að þeirri niðurstöðu, að reykingar væru aðalorsök þessara tveggja sjúkdóma og að mengun and- rúmsloftsins skipti miklu minna máli. Eina leiðin til að losna við þessa tvo sjúkdóma er að útrýma reykingum, sögðu sér- fræðingarnir. Sönnunargögnin hlaðast líka upp gegn sígarettum sem or- sök hjartameina, sem víða um lönd eru helzta dánarorsökin. í Bandaríkjunum deyja 500.000 manns á ári úr hjartaslagi. Nýj- ar skýrslur sýna, að miklum reykingamönnum er þrisvar sinnum hættara við hjartaslagi en mönnum sem ekki reykja. 1 október var haldinn fundur í ameríska hjartaverndarfélag- inu. Þar voru lagðar fram skýrsl- ur um rannsóknir, sem benda til þess, að reykingar stuðli að myndun stíflna í æðum, eink um ef um miklar reykingar er að ræða. Á sama tíma segja samtök tóbaksframleiðenda, að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því, að tjara né nikótín sé orsök neinna sjúkdóma mannsins. Samt eru tóbaksframleiðendur stööugt að reyna að minnka tjörumagnið í sígarettunum, og horfur eru á því, að tóbaksfram Ieiðendur verði senn skyldaö- ir til þess að gefa til kynna á sígarettupökkunum, hve mikið af tjöru og nikótíni sígaretturnar hafi að geyma. Mesta vandamálið er, hvernig fá megi fólk ofan af reykingum. Flestir áróöursmenn gegn reyk- ingum hafa tilhneygingu til þess að gefast upp á fullorðnu-fóiki, í samræmi við þann málshátt, að illt sé að kenna gömlum hundi að sitia. Aðaláherzlan er lögð á áróður til unga fólksins til þess að reyna að hindra. að það taki upp á reykingum. Einu sinni héldu menn, að það væri nóg aö segja unga fólkinu frá öllum staðreyndum málsins til þess að fá það til að hætta að reykja, en menn hafa síðan kom izt að því, að slíkar röksemdir duga litt. Það hefur til dæmis lítil áhrif að segja ungu fólki, að reykingar geti orsakað bronkítis eftir 30 ár. Þvi er aðal áherzlan nú lögð á ýmis hliðar- atriði eins og að segja ungling- um, að þeir geti ekki staðið sig eins vel í iþróttum, ef þeir reyki. Viö Wisconsin háskóla var nýlega framkvæmd rannsókn, sem leiddi 1 ljós, að stúdentar, sem ekki reykja, eru greindari að meðaltali en þeir, sem reykja. Auk þess eru reykingar sjald- gæfari meðal stúdenta en með- al gagnfræðinga. Ef til vill verð ur hægt að nota þessa stað- reynd sem vopn í baráttunni viö reykingamar. Það virðist held- ur ekki vanþörf á beittum að- gerðum. Hvað reykingar snertir er vaninn sterkari en röksemd- imar. Véltæknin þróast ört í læknisf ræði Læknisfræði nútímans hefur tekið í þjónustu sína f jölda nýrra aðferða og tækja, sem létta læknum að finna, hvaða sjúkdómar séu á ferðinni og hvernig auðveldast sé að lækna þá. Þessi þróun er eink- um hröð í Bandaríkjunum, þar sem hún er að valda byltingu í lækningum. sker upp með geislum en ekki með hníf. Læknamir þar eru t. d. farnir að taka liti í þjónustu sína. Ein aðferðin er að þekja húð sjúkiings með kalksvertu og mála síðan á svertuna fljótandi kristalla, sem líta út eins og tært vatn. Um leið taka krist- allamir á sig alls konar liti eftir því, hvert hitastig húðar- innar er á þeim stað. Á heitum stöðum verða kristallarnir bláir, en rauðir á köldum stöðum. Litbrigðin eru mjög fínleg og má með þessum hætti finna mun, sem nemur aðeins broti úr gráðu. Ef athugun þessi leiðir í Ijós, aö óeðlilegt hitastig er á einhv. stað húðarinnar, gefur það til- efni til frekari rannsókna, og þá getur t.d. komið í ljós, að krabba niein hefur myndazt á staönum, sem var með óeðlilegum hita. Þannig er hægt að finna sjúk- dóminn þegar á frumstigi. Verkfræðingar hafa líka kennt læknum að nota hljóð við sjúkdómsgreiningar. Með því að senda hljóðbylgjur í gegn um líkama sjúklings er hægt aö fá mynd af líkamanum. Á öörum sviðum er tæknin komin svo langt, aö hægt er að skera upp sjúklinga í al- gjörlega dauðhreinsuðu um- hverfi. Einfalt og gagnlegt tæki er hjartalínuritunartækið, sem nú er farið að nota víða á sjúkrahúsui, í Bandaríkjunum. Eitt flóknasta tækið er pró- trónubyssa, sem veriö er aö reyna viö Harvard háskólann. Prótrónum er skotið gegnum líkama sjúklingsins og þess gætt, að krafturinn sé nákvæm lega nógu mikill til þess, að þær nái þeim stað, sem þeim er ætlsður. Geislar þessir fara gegnum húðina, án þess að nein spjöll verði af og losna rAW.W.WiVV.WiiV.V.V.V.VV.V.V.W.V.VAV.WiV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.WAV.W.V.V.VV.V.VV.V.V.V.V.V.V við orku sína á ákveðnum stað í líkama mannsins, til dæmis þar sem æxli hefur myndazt. Lasergeislar hafa líka verið notaðir eins og prótónugeislar. Lasargeislun er notuð til að eyða meinum, sem aðeins eru tveir millimetrar í þvermál, og það tekur aðeins fjóra tíma. Beiting þessara geisla er svo m nákvæm, að mjög lítil hætta er .J á mistökum. Og ný tæki eru alltaf að koma j! fram. í október var haldinn Ij fundur í ameríska röntgenlækna J. félaginu og þar var sýnd ný 'J röntgengeislavél með þrívíðri J' geislun, Vélin er byggð upp af jl miklum fjölda segla og linsa. .J Þegar læknirinn horfir I tækið J* sér hann innviðu mannsins I 'J þrívídd, alveg eins og líkami Ij sjúklingsins væri orðinn alveg J. gagnsær, þó þannig, að einstök líffærí sjást greinilega. — Með I1 þessu móti getur læknirinn séð á augabragði það, sem hann «J óskar að sjá og þarf ekki að JJ. láta sjúklinginn liggja lengl I •' hinni óneitanlega hættulegu f röntgengeislun. JI Verkfræðin hefur haldfð irm jl reið sína I læknisfræðina. »J ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■»- ac Kg fVMi «*

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.