Vísir - 18.03.1967, Side 4

Vísir - 18.03.1967, Side 4
/ Mata Hari yrði til lítils gagnsnú sem njósnari í dag mundi Mata Hari hafa komizt skammt sem niósnari. — Allan Dulles fyrrverandi yfirmað- ur bandarísku leyniþjónustunnar sagðl eitt sinn: „Það er auöveld- ! ara að fela hlióönema í skrif- : stofu embættismanns en ein- hverja Mata Hari í rúmi hans“. Tækninni hefur fleygt svo I fram, að hægt er orðið að hlera samtal, sem á áér stað þúsundir kílómetra frá þeim, sem hlerar. Til dæmis ef sími er í herberginu. Þá er hægt að koma fyrir hlióð- nema í honum og hlera allt sam- tal í herberginu, án þess að sím- tólið sé tekið. Hlióðnema er hægt að koma fyrir í holri tönn, eða iafnvel í kokkteilberinu í Martini- kokkteil. Sumir hljóðnemar eru Kannig gerðir, að séu beir settir á vegg húss að utan, þá heyrist allt, sem sagt er inni í því. T 1 litilli rannsóknarstofu i Upp- sölum situr Barbara Grauer og sefur. Hún situr í tæki, sem not- að er til rannsókna á umferð- inni, nokkurs konar bíl, sem þó fer ekki úr stað. Hún hefur sleppt stýrinu og hakan er sigin niöur á brjóst. Hún sér ekki lengur veg- inn þjóta á móti sér á sjónvarps- skerminum. í tvo tima er hún búin að aka. Allan tímann i dá- leiðslu. Þetta er liður í rannsóknum á því hvað þreyta, sem stafar af keyrslu langtímum saman, geti haft í för með sér. Þessar rann- sóknir hafa staðiö yfir í eitt ár og hafa vísindamennirnir notáð dáleiðslu til þess að flýta fyrir þreytunni. Áður höfðu menn við syipaðar rannsóknir notað menn, sem voru á mismunandi stigi þreytunnar og af mismunandi á- stæðum. En með dáleiðslu gátu þeir gert víðtækari rannsóknir og fengið fleiri rtiöurstöður held- ur en nokkurn tíma með gömlu aðferðinni. Barbara var kannski úthvild þessa stundina, en dauðþreytt næstu. Óróleg eitt augnablikið og óörugg næsta. Fokreið I nokkrar mínútur og gripin fáti þar næstu. Allt með áðstoð dáleiðslunnar, Sá er stjórnaði rannsóknunum, Lars Eric Johanson fil. cand., skipaði henni eitthvert skiptiö að aka, eins og hún hefði fengið 5 sjússa. Það stóð ekki á áhrifunum. Bar- bara sýndi strax einkenni drukkna mannsins, hægar hreyf- ingar o. s. frv. og endaði ofan i skurði. Að síðustu var hún dáleidd til þess að vera yfir sig þreytt. Hún geröi ítrekaðar tilraunir til þess að halda sér vakandi. en að síðustu gat hún ekki haldið höfði, og féll í fasta svefn. Eftir á hafði hún enga hugmynd um, hvað hún hafði gengiö í gegnum. Það er athyglisvert, hvernig þama heppnast að gera mann- eskju dauðþreytta eða drukkna án nokkurs fyrirvara. Aðeins á nokkr um augnablikum. Tækið. sem notaö er við rann- sóknimar sýnir, og skráir allt, sem þörf er á að vita: Tímann, sem tók að hemla og öll viðbrögð. Ástand ökumannsins, öndun, stífni í hnakka, leiðnihæfileika húðarinnar púlsinn o. fl. o. fl. Tilraunir þessar hafa gefið eft- irfarandi niðurstöður: Ölvaðir ökumenn eru hættulegastir. Þeir eru í taugaspennu og þreytast fyrr. Vínandi verkar negatíft á út- hald og þol. Reyni maöur notkun hressandi lyfja geta afleiðingamar orðið al- varlegar. Manneskjur, sem gerð- ar voru tilraunir með, sofnuðu oft og tíðum aðeins 15 mínútum eftir að þær neyttu örvandi lyfja Hættulegasti tími sólarhrings- ins er milli kl. 2 og 6 á morgn- ana I næturakstri. Þreyta fer ^ð koma í ljós eftir ca. 3 tíma akstur. Sé ekið eftir beinum og mjög fábreytilegum vegi, langtímum saman getur það orsakað ofsjónir. Það er þýðingarmikið, jafnvel nauðsynlegt, að gera hlé á akstr- inum í 10 til 15 mínútur í senn, annan hvern klukkutíma, og þá úti í fersku lofti. Menn ættu ekki að sitja í of þægilegu hægindi, heldur hafa hart undir sæti. Enn rödd um hægri handar aksturinn „Kæri Þrándur í Götu. Ég skil vel, að þið við blöðin séuð orðnir þreyttir á öllum skrifun- um um hægri akstur. En mig langar samt til að láta ljósið skína, eins og svo marga aðra, þú fyrirgefur. Ég vil taka það fram strax, að ég er á móti breytingunni til hægri. Ég get nefnilega alls ekki séð, að það hafi nokkurn kost í för með sér, en marga ókosti. Ég vil taka sem dæmi, hve gifurleg breyting verður á að fara að aka inn (austur) eftir Laugavegi í stað þess að aka niður eftir (vestur). Þvi að vit- anlega verður það að ske, til að umferðin veröi eðlileg, þeg- ar komið er inn fyrir það, sem við eldri Reykvíkingar köllum „Vatnsþró". Sama gildir að sjálfsögðu um akstur eftir Hverf isgötu. Eftir henni yrði ekið til vesturs. Annað dæmi má nefna. Ekiö er norður Fríkirkjuveg. þá veröur alveg að skipta um ak- braut frá því sem nú er. Eftir Lækjargötu og þegar komið er að Bankastræti, skal lukku til að allt gangi vel, því þar verð- ur ein allra mesta breyting frá því sem nú er, þar sem ein- göngu er einstefna eftir Banka- stræti undan brekku, en við breytinguna verður ekið upp eftir. Að endingu, ég hefi dálitla reynslu í að aka bifreið i lönd- um, þar sem hægri handar um- ferð er og hefur þaö aldrei vald- ið mér erfiðleikum. Ég hefi held- ur aldrei heyrt um útlendinga, sem hingað hafa komið meö bif reiðar sínar eða tekið hér bfla á Ieigu og ekið sjálfir, að þeir hafi lent í neinum vandræðum vegna þess, að þurfa að halda sig vinstra megin. Ég endurtek, að ég er á móti þvf að breyta umferðinni frá vinstri til hægrl. Þ. B“. Ég þakka Þ. B. bréfið. Þrándur i Götu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.