Vísir


Vísir - 22.03.1967, Qupperneq 3

Vísir - 22.03.1967, Qupperneq 3
í S IR . Miðvikudagur 22. marz 1967, 3 : Séð yfir Borgarnes yfir Brákarpoll. Á myndinni sjás t meðal annarra húsa: Mjólkurstöðin (fremst), hót- elið og kirkjan uppi á hæðlnni. . ■:■/■: ^:■■.■: y:::\ : ■ ' fremst á myndinni sést hús Jóns kaupm. frá Bæ. Ljósm. Páll Jónss. Séö yfir Borgarnes af „Klettunum' Borgarnes hundrað ára Þann 22. marz 1867 var af Danakonungi löggiltur verzlun- arstaður við Brákarpoll og er þess minnzt í Borgarnesi og víð ar um þessar mundlr. Höfðu Borgfirðingar og Mýramenn þá um nokkurt skeið leitað eftlr löggildingu verzlunarstaða í hér aðinu en orðið lítið ágengt. — Kaupskip tóku að vísu að venja komur ,sínar á Brákarpoll eftir að skipaleiðin þangað Iiafði ver— ið könnuð og skipi einu verið siglt inn á pollinn. í bænarskrá, sem send var um löggildingu Brákarpolls, sem verzlunarstað- ar sagði m. a.: „Hægð sú og hagnaður sem Mýrasýslubúar og Borgfirðingar sunnan Hvítár hafa af því hlotið undanfarin sumur, að kaupmenn vorir hafa flutt vörur hingað á Brákarpoll, er mjög mikill, en sá b-gnaður gæti þó orðið meiri, ef hér væri verzlunarstaður, því margir eru enn um þessi byggðarlög að fara suður í Reykjavík af því að þeir eru einhverra orsaka vegna háðir þeim kaupmönnum, sem hingað ekki koma, sem smám saman mundi líða undir Iok, ef hér væri verzlunarstað- ur löggiltur". Eftir aö bænar- skjalið haföi verið samþykkt að loknum hörðum umræðum á Al- þingi var samin bænarskrá til konungs, sem bænheyrði Borg- firöinga og Mýramenn að nokkr um tíma liðnum. Þá var Borgames harla eyði- legur. staður, engin hús eða mannvirki af nokkru tagi. En smám saman upp úr því rís hús og hús og þama þróast lítiö kauptún, sem nú er orðið töluverð en mjög þýðingarmikil miðstöð verzlunar og viðskipta Borgfirðinga og Mýramanna. í- búar i Borgamesi vom taldir einn árið 1878, 50 um aldamótin en vom samkvæmt manntali 1966 1046 talsins. Verzlanir eru þar ýmsar, Kaupfélag Borgar- fjarðar og Samvlnnufélag Borg- arfjarðar, sem taka við afurð- um bænda, Iyfjabúð og hann- yrðaverzlun og fleiri verzlanir. Þar er elnnig sparlsjóður, byggðasafn, skólar, héraðsbóka- safn, sjúkrasamlag og ýmiss kon ar iðnaður og gistihús. Sýslu- Framh. á bls. 13 ræktun blóma utan stofuveggjanna“ (seglr bókin um Borgames um þessa bæjarprýði i Skallagrímsdal). Borgnesingar reistu kirkju á hæðínni vestan við Skallagrímsdal árið 1959 og gnæfir hún tfgulega yfir kauptúnlnu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.