Vísir - 31.03.1967, Side 7
V í SIR . Föstudagur 31. marz 1967.
7
;un útlönd í-mor r’ '••*/'* -' • ■'.H'lj' v'' li gun id í raorgun útlönd j [ raorgun útlönd
ALÞJODARADSTEFNA VEGNA
TORREY CANYON STRANDSINS
Brezka stjórnin hefur ákveðið að
boða til alþjóðaráðstefnu um sigl-
ingamál út af sjóslysinu mikla, er
TORREY CANYON strandaði á
klettum við suðvesturströnd Eng-
lands.
Gert er ráð fyrir, að á' ráöstefn-
unni verði alþjóöa siglingalög tekin
til endurskoðunar, einkum að því er
tekur til skaðabóta fyrir tjón, er
skip strandar og afleiðingarnar
þær að rfki, bæir fyrirtæki og ein-
staklingar verða fyrir tjóni, eins
og t. d. vegna þess aö olíuna úr
Torrey Canyon hefur rekiö að landi
og þegar valdiö miklu tjóni.
Jenkins innanríkisráöherra Bret-
lands sagði í gær, aö tjóniö næmi
ef til vill þegar fyrir brezka ríkið
1 milljón sterlingspunda, en tjónið
fyrir alla er vitanlega margfalt
meira.
Jenkins sagði, að eftir þriggja
daga sprengjuárásir virtist öll olía
í flakinu eða í grennd við það
brunnin, en oiíubrákin heldur áfram
að færast nær suðurströnd Eng-
iands og Norður-Frakklands. í
Cornwall kvað þegar horfa öllu
betur.
Wiison hefur skorað á menn að
hætta ekki viö sumarferðalög til
Comwall, en þangaö koma árlega
6 milljónir manna á sumrin, og
kveðst Wilson munu verða á Scilly-
eyjum í sumar að vanda, en þar
á hann sumarhús.
Noröan Comwall á vesturströnd-
inni og allt til Skotlands er
fjöldi baðstaða og sækja þangað
árlega 8 milljónir manna.
Hungursneyð
ú Indlundi
Frétt frá Nýju Dehli hermir, að
150 menn hafi oröið hungurmorða
í Bihar-ríki undangengna tvo mán-
uði.
Fjöldi manna hefur ekkert að
leggja sér til munns nema ber og
jurtarætur. Og því er viö bætt, að
það versta sé ókomið.
Á háflæði slokknuðu eldamir. Myndin er af Torrey Canyon á öðrum
degi sprengjuárásanna... Nú er olían í flakinu sögð öl) brunnin.
Kýjpur-nfósn-
urum sleppf
Þremur grískumælandi mönnum
á Kýpur, sem grunaðir voru um
njósnir,.hefur verið sleppt, og verða
; engar kærur lagðar fram á þá.
' Þaö varðar nefnilega ekki við lög
að njósna á Kýpur, ef öryggi sjálfr-
ar Kýpur er ekki teflt í hættu með
njósnum, en ekkert hefur sannazt
í því efni.
Yfir 70 bóðu um
laitdvisfurleyli
í Áusfurríki
Yfir 70 menn hafa beðið um land
vistarleyfi í 'Austurríki sem póli-
tískir flóttamenn — allir frá Aust-
ur-Evrópulöndum.
Af þeim eru 56 frá Tékkósló-
vakíu, 9 frá Ungverjalandi og 2 frá
Póllandi. Til Vínarborgar komu
nefnilega óvanalega margir ferða-
mannahópar á dögunum til þess aö
horfa á alþjóðakeppni í ís-hockey,
sem þar fór fram, og enn eru marg-
ir ferðamannahópar í landinu ófarn
ir, svo aö tala flóttafólksins get-
ur hækkað enn.
Aldrei meira manntjón en
Vietnamstyríöldinni
nu i
Stórar bandarískar sprengjuflug-
vélar . fóru í morgun til árásar á
stáliðjuver um 65 km. fyrir norðan;
Hanoi.
Margar sprengjuárásir hafa þeg- j
ar verið geröar á stáliðjuver þetta!
og hefur verið gefið í skyn, að j
það eigi að jafna það við jörðu. !
MANNTJÓN HRAÐVAXANDI KÍNA ANDVÍGT
Manntjón í styrjöldinni er hraö- rilXÖGUM U THANTS
vaxandi. í s.I. viku féllu um 200, Kfna hefur lýst sig andvígt sein-
Suður-Vietnam hermenn og 2741 ustu friðartillögum U Thants og seg !
Bandaríkjahermenn, en í herstjóm j ;r f tilkynningu frá Peking, aö I
artilkynningu frá Saigon segir, að j greinilega kenni þar áhrifa frá j
manntjón Vietcong og N.-Vietnam i Bandaríkjunum og SovétríkjunUm. j
í vikunni hafi veriö um 2700. i
© Freetown: Hinn nýi hernaðar-
leiðtogi í Sierra Leone Juxon-
Smith skýrði frá því í gær, að
hann væri aö skipa borgaralega
ráðgjafarnefnd, sem á að vera
hinni hernaðarlegu stjórn til
aðstoðar við stjórn landsins.
Nefndarskipuninni á aö vera lokið
innan þriggja daga. Jafnframt
skýrði hann frá því, að hernaöar-
lega stjómin hefði skipt með sér
störfum, en í henni eiga sex menn
sæti. Juxon-Smith fer sjálfur meö
fjármál og innanríkismál og verður
æðsti yfirmaður hersins, og ber
æðstu ábyrgö á réttarfari, land-
vömum, iögreglumálum og innan-
lands öryggismálum. Varaformaður
ráðsins William Leigh fer með ut-
anríkismál o.s.frv.
© Johnson Bandaríkjaforseti hefu'
bannaö CIA að halda áfram leyni
legum fjárstuðningi við stofnanir
heima og erlendis. Hefur rannsókn
amefnd er Johnson skipaði skilað
áliti og tillögum, sem Johnson hef
ur hér með gert að sínum.
© Bandaríska tímaritið 'Ramparts
segir, að CIA hafi haft 6 menn
starfandi að staðaldri við að fá er
lenda stúdenta í Bandaríkjunum
til þess að gerast njósnara gegn
sínum eigin föðurlöndum.
© í NTB-frétt frá Rómaborg segir.
aö bandaríski kvikmyndaleikarinn
William Holden verði leiddur fyrir
rétt 20. maí vegna bifreiðarslyss •
júlí í fyrra, er maður varð fyrir bif-
reið hans og hlaut af bana, en
Holden er sagður hafa ekið áfram
í Ferraribíl sínum.
#NTB-frétt frá Detroit hermir, að
Chevrolet-verksmiðjurnar hafi látið
endursenda sér 12.602 bíla af gerö-
inni Corvair 1967 vegna smíðagalla
á stýrisútbúnaði.
© Landv.arnaráöherrar Norður-
landa halda fund í Hels-
ingfors 26.—28. apríl til við-
ræðna um atriöi varðandi friðar-
gæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna.
© Josef Klaus kanslari Austurríkis
fer í opinbera heimsókn til Búda-
pest í maí.
© Flokkur bandarískra kvekara og
friðarsinna er kominn á seglskipi
til Hanois og haföi með sér lyf og
hjúkrunarvörur.
© Franski rithöfundurinn Jean
Paul Sartre segir, að stríðsglæpa-
dómstóll Bertrands Russels taki til
starfa í næsta mánuði eins og á-
formað hafi verið. Sartre á sæti í
„kviðdóminum“, sem á að fjalla um
stríðsglæpaákærur á hendur John-
son forseta og öðrum bandarískum
leiðtogum. Sartre kvað dómstólinn
koma saman utan Frakklands. Fyr-
ir nokkru var lagt bann viö aö hann
starfaði þar.
ískyggilegar horfur í Grikklandi
vegna ófryggs stjórnmálaástands
FréttSr í fyrradag hermdu, að
stjórnarkreppa virtist yfirvofandi í
Grikklandi, en þar eiga kosningar
að fara fram í maímánuði. Var
sagt að ágreiningur væri upp kom-
inn varðandi friðhelgi frambjóð-
enda í kosningunum, en Pappand-
reu vngri er meðal þeirra, sem voru
viðriðnir samsærismál liðsforingja.
K'táttir í gær hermdu, að for-
sætisráðherrann Ioannis Paraske-
voupoulos hefði rætt horfumar við
Kcnstantin konung. Eftir aö hann
kom af konungsfundi ræddi for-
sætisráðherra við fréttamenn og
fullvissaöi þá um, að hann hefði
ekki beðizt lausnar. Hann var tvær
- klukkustundir á fundi konungs. Það
er Ijóst, að stjómin nýtur ekki
| þess stuðnings stjórnmálaflokka, j
| sem hún hefur notið, en forsætis-
; ráðherrann gerir sér vonir um að !
leysa vandann með samkomulags-
umleitunum við aðra leiðtoga. Tveir j
stærstu flokkar landsins, þjóðemis-
radikalar og Miöflokkasambandið,
hafa stutt stjórnina.
Þaö er Miöflokkasambandið, sem
hefur stungið upp á, að friöhelgi
þingmanna, sem verða aftur í kjöri,
haldist þar til daginn eftir kosn-
ingadag 28. maí og halda þjóðem-
isradikalar því fram, að þetta sé
gert til verndar Andreas Pappand-
reu, syni leiðtoga Miðflokkasam-.
bandsins og fyrrverandi forsætisráð
herra Georges Pappandreu. Gariga
raunar ásakanimar á víxl milli
flokkanna um hver sök eigi á stjórn
arkreppunni.
Heimfararleyfi hermanna hafa
verið afturkölluð. Að loknum fundi
í þingflokki Miðflokkasambandsins
sagði Georges Pappandreu, að það
myndi eklp styðja neina aðra þing-
ræðisstjóm en núverandi og krefð-
ist þingrofs, og aö mynduð yrði
bráðabirgðastjórn, sem hefði það
hlutverk aö sjá um kosningarnar.
Komið hefur til átaka í Saloniki
milli hægri og vinstri stúdenta við
háskólann. Læknar landsins, tann-
læknar og lyfsalar, 20.000 talsins
hafa veriö í verkfalli síðan s.l.
sunnudag.
Fréttir seint í gærkvöldi hermdu,
að stjómin hefði beðizt lausnar.
Georges Pappandreu.