Vísir - 31.03.1967, Side 9
V í S I R . Föstudagur 31. marz 1967.
9
Lífið er hvorki hlátur né grátur
- Heldur aívarlegt hlutverk, sem inna þarf af hendi. - Sama er með leiklistina.
- Rætt við Val Gíslason ieikara í tilefni 40 ára leikafmæiis
— ÞAÐ MÁ SEGJA, að það hafi verið tílviljun að ég skyldi leggja
fyrir mig leiklist. Tveir samstarfsmenn mínir í Islandsbanka, Brynj-
ólfur Jóhannesson og Indriði Waage, sem þá voru báðir starfandi
í Leikfélagi Reykjavíkur, komu að máli við m!g einn dag síðla
veturs 1926 og báðu mig að taka við hlutverki Sebastians í Þrett-
ánda kvöldinu eftir Shakespeare, sem þá átti að frumsýna innan
skamms. Ég lék þarna tvíburabróður Soffíu Guðlaugsdóttur og mun
ástæðan fyrir því að ég var beðinn um að taka hlutverkiö að mér
vera sú, að þeir álitu að hægt væri að gera mig nægjanlega Iíkan
Soffíu til að geta Ieikið tvíburabróðurinn. Sebastian er ósköp
ómerkilegur ungur maður og að engu leyti áhugaverður, en ég
hef aldrei séð eftir að hafa tekið að mér þetta hlutverk. Það varð
upphaf leikferils míns. Ég fékk heldur lélega dóma fyrir þessa
frumraun mína, en -ég er ekki' frá því að það hafi verið mér hollt
sem öðrum ungum leikurum að fá lélega dóma í upphafi, — Það
kemur í veg fyrir rangar hugmyndir um sjálfa sig.
— Þessi sýning Leikfélags
Reykjavíkur í apríl 1926 var
þó ekki merkileg fyrir þá sök,
að ég skyldi leika þarna mitt
fyrsta hlutverk, heldur að því
leyti, að hún var fyrsta Shake
spearesýning á íslandi. Sýn-
ingin reyndist þó afdrifarík-
ari fyrir mig en frægð Shake-
speares.
Þannig hefst viðtal við Val
Gíslason leikara í tilefni 40 ára
leikafmælis hans, eins og vera
ber, — á upphafinu. — Með
frumsýningu á Loftsteininum
eftir Diirrenmatt í Þjóðleikhús-
inu í kvöld, þar sem Valur leik-
ur aðalhlutverkið, verður afmæl
isins minnzt, — þó að ég hafi
í raun og veru átt 40 ára leik-
afmæli í fyrravor, strangt til
tekið, segir Valur. — Þjóöleik-
hússtjóri bauð mér aö afmælis-
sýningin yrði haldin þá, en af
ýmsum ástæðum gat ekki orð-
ið af því. — Um svipað leyti
var ákveðið aö taka Loftstein-
inn til sýningar nú á yfirstand-
höfðum svo marga góða
hjá Leikfélaginu ...
andi leikári og að ég léki aðal-
hlutverkið, nóbelskáldið Wolf-
gang Schwitter, og því ákveðið
að fresta heiðurssýningunni þar
til nú.
Cíöan ég lék Sebastian hef ég
leikið baki brotnu, misjafn-
lega mik:5 rrá ári til árs, og oft
í fleiíi leikritum í einu. — Ég
hef ekki nákvæma tölu vfir
fjölcla leikritanna, en láta mun
nærri, að leikritin séu allt að
180 frá upphafi til þessa dags.
Fyrstu 10 árin hiá Leikfélagi
Reykjavíkur iék ég að jafnaöi
smærri hlutverkin. en oft ágæt
hlutverk eins og minni hlutverk
in geta oft verið. — Ég var þá
á þeim aldri þegar leikarar leika
gjarnan hin svokölluðu elskara-
hlutverk, en þaö gerði ég eigin-
lega aldrei. — Viö höfðum svo
marga góða .elskara þá, hjá
Leikfélaginu eins og t. d. Gést
Pálsson og Indriða Waage, að
það reyndist ekki nauðsynlegt
að nota mig í það. — Er ég því
að mörgu leyti feginn, þar sem
ég var fyrir vikið því meir
settur í „karakter“-hlutverk,
sem hefur haldizt alia tíð síð-
an. , , ;.
Upp úr 1936 er farið að setje
mig í stærri hlutverk og hef
ég síðan mest verið í þeim. Ekki
svo aö skilja, að mörg smáhlut-
verkin geta oft verið eftirsókn-
arverð, eins og ég nefndi áðan.
Þegar Þjóðleikhúsiö hóf starf
semi sína um áramót 1949 — 50
réðist ég þangaö og um leið
varð leiklist mitt aðalstarf, en
hafði áður verið nánast tóm-
stundaiðja. Franji að þeim tíma
Jjað er erfitt aö gera upp á
milli hlutverka og ómögu-
legt að gera öllum þeim hlut-
verkum skil hér, sem hafa ver-
ið mér hugstæð. — Til að
nefna nokkur af handahófi
mætti nefna þrjú hlutverk hjá
Leikfélaginu: Nat Miller í „Ég
man þá tíð“ eftir O’Neil 1946,
létt hlutverk og skemmtilegt og
skemmtilegir mótleikarar, þar
sem voru Brynjólfur Jóhannes-
son og Arndís Björnsdóttir. —
Mikael Borge eldri i Orðinu
eftir Kaj Munk 1943, sem var
mjög alvarlegt hlutverk og mik-
il andstæða við Nat Miller. —
Bryngeir formaður í Brimhljóði
eftir Loft Guðmundsson áriö
1939, var einnig eftirminnilegt
hlutverk. — Bryngeir formaður
var raunar að nokkru leyti
elskarahlutverk (eitt af þeim
fáu, sem ég hef leikið) þó aö
hið dramatíska mikilvægi hlut-
verksins væri ef til vill þyngra
á metaskálunum. — Það er
reyndar hálfgerð skömm aö því,
að Brimhljóð skuli ekki hafa
verið tekið til sýningar aftur.
|7ftir að ég kom til Þjóðleik-
hússins lék ég mjög mikið
af góðum hlutverkum. Jón Ara-
son í samnefndu leikriti eftir
Tryggva Sveinbjörnsson varö
mér eftirminnilegur. Það var
gaman að leika þessa sögu-
legu persónu, þó að það hafi
verið erfitt. Fólk hefur sínar
skoðanir á þvi, hvernig svona
persónur voru og því ekki hægt
aö gera öllum til hæfis. —
Sömu sögu er aö segja um
Brynjólf biskup í leikriti Kamb-
ans, Skálholti. — Kaptein
Boyle í Juno og páfuglinn eftir
Sean O’Caesy get ég nefnt sem
... þao er þroskandi að fást
við leiklist...
var skrifstofuvinna mitt lifi-
brauð, aðallega í íslandsbanka
og seinna hjá Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur.
Allir íslenzkir leikarar höfðu
leiklist að aukastarfi, þar til
Þjóðleikhúsið var stofnað nema
Lárus Pálsson, sem var fast-
ráðinn hjá Leikfélagi Reykja-
víkur frá 1941 — 1950 hluta árs-
ins. — Var það fyrsti vísirinn
að hreinni atvinnumennsku i
leiklist hér á landi.
— Hvaða leikrit eru þér sér-
staklega hugstæð á leikferli þín
um ?
var einnig mjög áhugavert, —
í önnu Frank, sem var að
mörgu leyti Iærdómsríkt.
Þá var mjög gaman að leika
í einþáttungunum hans Mattí-
asar Jóhannesen og þá sérstak
lega í Jóni gamla.
— Finnst þér leiklistin hafa
haft áhrtf á þitt eigið sjálf
eftir þessa áratuga innlifun í
mörg misjöfn hlutverk.
Tá tvímælalaust. Leiklistin hef-
" ur haft geysimikil áhrif á
mig. ir-ao er þroskandi aó fást
við leiklist. — Leikarinn kemst
ekki hjá því að komast í kynni
við ýmis vandamál mannlífs-
ins og viðhorf höfunda til
þeirra og verður að geta skilið
forsendur aó baki viðhorfa höf-
unda. Leikari ætti að geta skil-
ið lífið örlítiö betur en margir
aðrir, því hann verður að setja
sig inn i mörg mismunandi
vandamál og viðhorf.
— Hefur það gerzt, að þú hafir
neitao ao leika hlutverk vegna
þess að þú hafir ekki verið dús
við persónuna, sem þú áttir aö
túlka?
Tjað er ekki hægt, enda ganga
hlutverkin ekki svo nærri
manni, að það hafi áhrif á
manns eigið sálariíf;. -Hitt .er.
svo annað mál að viðhorfin til
híutverkanna geta verið misjafn
lega vinsamleg. — Það eru til
leikarar, ekki kannski hér, en
erlendis, sem neita að leika
hina svonefndu vondu menn,
en ég held að það sé) frekar
fyrirsláttur. — Það verður að
skilja persónuna eins og höf-
undurinn ætlast til og túlka
hana síðan eftir beztu getu.
... stundum viröist vinnan þó
ekki nægja...
dæmi um persónu, sem var
mjög skemmtileg og ég held að
mér hafi tekizt sæmilega að ná
tökum á .
Ég hef alltaf haldið mikið
upp á írsku leikritaskáldin og
eru leikritin Anna Chrisie og
Húmar hægt að kvöldi eftir
O’Neil mér mjög minnisstæð
Faðirinn eftir Strindberg er
magnað og stórbrotið leikrit og
hlutverk mitt þar þannig, að
ef maðiu: hefur fengizt við það,
gleymir maður þvf aldrei aft-
ur. — Annað föðurhlutverk
... lífið er hvorki hlátur né grát
ur...
— Og baráttan við persónumar?
Tiað er aldrei hægt að fara
troönar leiðir varðandi skilning
á persónum, — þær eru alltaf
nýjar og það er það, sem heill-
ar mest í starfi leikara. — Þó
að áhorfendur sjái mann ef til
vill á sama hátt á sviðinu skipti
eftir skipti, um það þori ég
ekki að fullyrða, þá er mitt per-
sónulega viðhorf til hverrar
persónu alltaf síbreytilegt.
— Lestur leikritanna og skiln-
ingur á persónum er kannski
veigamesta starf leikara?
... það reyndist þó afdrifaríkara
fyrir mig en Shakespeare ...
I »aö er auðvitað ekki nóg aó
skilja leikritin og hlutverkin,
— það verður einnig að túlka
þau, en á heimalestrinum bygg-
ist öll frekari vinna. Það tekur
langan tíma að koma túlkun-
inm i eðlilegt mót, sem gerist
á æfingum smám saman, því
það er ekki hægt aö byrja að
leika fyrr en maður veit hvað
maður á aö leika. Fyrst sér mað
ur Kannski skýrar aðallínurnar.
en síðan koma fram smádrættir.
sem gefa persónunum lif og lit.
Á æfingum eru hin ýmsu sjón-
armið samræmd milli leikara
og leikstjóra og verði einhver
skilningsmunur, sem alltaf get
ur orðiö, aöallega í smáatriðum,
er ágreiningurinn ræddur og
komizt að samkomulagi. — Ég
fer yfirleitt rólega að framan af
æfingum, reyni yfirleitt að fá
grunntóninn fyrst fram, til þess
að festa mig ekki of fljótt i
ákveðnum vióhortum til hlut-
verkanna. Það reynist affara-
sælast því mörg hlutverk liggja
ekki opin fyrir, fyrr en eftir
mikla vinnu og ígrundun.
— Leiklist byggist þá fyrst og
fremst á mikilli vinnu?
Já, að mjög verulegu leyti, en
stundum virðist vinnan þó ekki
nægja, — þrátt fyrir margra
vikna æfingar og hugsun mis-
takast bæöi einstök hlutverk
og heilu sýningamar gjörsam-
lega án þess að hægt sé að
benda á, hvað. hafi misheppn-
azt í raun og veru. — Sýning-
ar fá slæma dóma hiá almenn-
ingi eða leikdómurum, án þess
að leikarar og leikstjóri geti
gert sér grein fyrir í hverju
það liggur. — Stundum eru
áhorfendur og leikdómarar sam
mála í dómum sínum en alls
ekki alltaf.
— Og þið sættið ykkur við þessa
dóma?
Ekki alltaf. — Leikarar 'eru
fagmenn og hljóta þess vegna
að hafa fagmannasjónarmið
gagnvart sýningunum. — Al-
gengt er að það sem leikur-
um finnst góðar sýningar, falli
almenmngi alls ekki i geð.
— Hvernig stendur á því að leik
rit, sem virðast ganga vel er-
lendis, fá oft hina hörðustu
dóma hér?
Tjegar talað er um að leikrit
1 gangi vel erlendis, er oftast
miðað vlð New York, London
og áðrar slíkar stórborgir,
stundum kannski Kaupmanna-
höfn. - Gangi leikrit þar, segj
Framh. á bls. 13.