Vísir - 08.05.1967, Blaðsíða 2
V í S IR . Mánudagur 8. maí 1967.
Skagamenn fóru
með stóran sigur
heim frá Keflavík
Unnu 4:0 — Akurnesingar eiga nú möguleika
á oð sigra / Litlu bikarkeppninni
Tvö mörk Guðjóns Guðmundssonar h. innherja
Akraness á fyrstu mínútum leiksins í gær í Keflavík
gerðu út um sigur Skagamanna í mikilvægum leik þar.
Hver hefði trúað að Akurnesingar mundu sigra með
4:0 á heimavelli Keflvíkinga? Þetta gerðist þó í litlu
bikarkeppninni.
Guöjón skoraöi þessi tvö mörk
á fyrstu 6 mínútum leiksins, bæöi
upp úr aukaspymum skammt fyr-
ir utan teig. Bæöi skoraöi hann
með skalla. í bæöi skiptin varö
misskilningur milli Kjartans mark-
varðar og varnarinnar. 1 bæöi skipt
in kom Guðjón askvaðandi og
„negldi“ í netiö.
Eftir þessa óvæntu byrjun lögðu
Keflvíkingar ofurkapp á sóknina.
Segja má að vörnin hafi gleymzt
að mestu. Hálfleik lauk með 2:0
fyrir Akranes. Keflavík hafði
sótt mpn meira en varnarveggur
Akraness og Einar GuÖleifsson i
markinu sáu um að halda hreinu.
í seinni hálfleik komu þeir Matt-
hías og Rúnar upp um veikleika
varnar Keflavíkur, sem sótti nokk
uö mikið fram. Þeir komust upp
völlinn með boltann með varnar-
menn á hælunum og skoruöu,
fyrst 3:0 og síðan 4:0. En enn hélt
Akranessvörnin og markvörðurinn
hreinu, þrátt fyrir margar tilraunir
Keflavíkurliðsins.
í rauninni máttu Akurnesingar
Framhald á bls. 10.
■ ■• ■•• . . ...................................................................................................... • ■ ■ ■ ••• • • • •• •.■.• • • • •
Einar Árnason skallar að marki Vals, en Gunnlaugur grípur. Við marksúluna er Ámi Njálsson, aftar á vell-
^inum Helgi Númason og lengst til vinstri Bergsveinn Alfonsson, Val. ,
NYUBARNIR I l DEILD SISR
Leikur Fram og Vals / gærkv’óldi með betri vorleikium um árabil
— Leikmenn almennt betur undirbúnir?
0 „Ungu ljónin“ úr Fram gáfu áhorfendum, sem fjöl-
menntu á Melavöllinn í gærkvöldi, góða skemmtun.
Sjaldan hefur vorknattspyman gefið eins góð fyrirheit
og í gær, þegar knattspyrnan loks byrjaði í höfuðborg-
inni. Fram vann þettnan fyrsta leik mjög verðskuldað
með 2:1, — sá sigur heíði getað orðið stærri. Framarar
sýndu að lið þeirra er mjög efriilegt og ekki er vafi á,
að það á að geta náð langt í sumar.
Fyrsta mark sumarsins í Reykja Þegar 8 mín. voru eftir til leik-
vík kom snemma í leiknum, eða á hlés skoraði Helgi Númason laglega
7. mínútu. Þaö var Reynir Jóns- fyrir Fram. Hann fékk boltann fyr-
son sem komst í gott skotfæri ir markið frá hægri frá Einari Áma
með sendingu frá Ingvari Elíssyni syni, stöövaði hann örugglega og
á tánum og sendi fram hiá Þorbergi sendi fram hjá Gunnlaúgi Hjálmars
Atlasyni í marki Fram. ! syni, sem er markvörður Vals með
an Sigurður Dagsson er frá vegna
meiðsla.
Aukaleikur um
sigurluunin í
Litlu bikur-
keppninni ?
Staðan i litlu bikarkeppninni )
er nú þessi:
S Keflavík—Akranes 0:4 (0:2)
’j Hafnarfj.-—Kópavogur 4:4 (3:2). í
i, Keflavik
Akranes
^ Kópav.
S Ilafnarfj.
8:6
11:7
11:13
11:15
l)
í byrjun seinni hálfleiks átti
Fram ein þrjú ágæt tækifæri og
munaði þá litlu að þeim tækist að
skora. Loks á 18. min. skorar Ein-
ar Ámason mjög laglega af stuttu
færi, en hann fékk hnitmiðaða send
ingu frá Hreini EÍliðasyni frá hægri
kantinum snöggri sókn. Þetta var
sigurmark Fram og komst mark
S þeirr'a aldrei i verulega hættu. Hins
\ vegar fékk Fram mjög opið tæki-
færi í leiknum, Hreinn skaut vfir
markið af stuttu færi, og hafði bó
opið markið fyrir framan sig, eftir
að Gunnlaugur missti boitann frá
sér.
, Akranes og Hafnarfjörður
' leika á mánudaginn, annan i
I hvitasunnu og sigri Akranes þá
j veröa Keflavík og Akranes jöfn y
að stigum og þurfa að leika auka
leik um sigurinn. •
Gunnlaugur slær boltann naumlega yfir markið.
Framliðið var mjög gott i þessum
leik, einkum í seinni háifleik, en þó
er eins og vanti sjálfstraustið í liö-
ið. Þá mættu ýmsir leikmenn láta
boltann vinna meira og spilið mætti
vera styttra og hnitmiðaðra. Leik-
menn eru frískir og jafnir að gæð-
um. Heigi Númason virðist vera
m jög góður, ef dæma má eftir leikn
um í gær og Elmar Geirsson er
einstakur baráttumaður, fljótur og
ákveðinn, en stundum fljótfær líka.
Framvarðalínan var góð og Ólafur
Óiafsson í stöðu vinstri bakvarðar
á ekki síður framtíð þar en f fram-
línunni.
Valsliðið virtist allt þyngra en
Framliðið. Vörnin var nokkuð sterk
en stundum brutu varnarmenn ó-
þarflega gróflega af sér. Framlínan
virtist mjög sundurlaus og skapaði
litla hættu í þessum leik. Gunn-
Iaugur var traustur í markinu. Það
væri annars gaman að sjá unglinga
landsliðsmenn Vals frá í fyrra í leik.
Það er eins og vanti nýtt blóð í
Iiðið og því ekki að reyna bessa
ungu og sérlega efnilegu menn,
sem Valur hafði á varamannabekk
í þessum leik? Þeir mundu eflaust
færa liðinu meiri léttleika en það
hefur nú.
Dómari var Magnús Pétursson og
dæmdi hann mjög vel, þó þessi
fyrsti leikur hans í sumar hafi einn
ig haft sína smágalla. Völiurinn er
nú orðinn mjög góður og þau skil-
yrði ásamt góðu veðri hafa eflaust
haft sitt aþ segja að leikur þessi
varð bezta skemmtun fyrir áhorf-
endur.
LAÚGAVEGI 00-92
2 bílar ný innfluttir
Taunus 17M ‘64 til sýnis
og sölu í dag eða í skipt-
um fyrir jeppa eða Dodge
Weapon.
B!LA¥AL
Laugavegi 92
r r. !-»*"»