Vísir - 08.05.1967, Blaðsíða 9
V í SI R . Mánudagur 8. maí 1967,
flakar þorsk f frystihúsi Sveinbjamar
hafa margar þótt myndarlegar þaðan úr Garðinum.
Nú styttist óðum í lok þessarar mestu aflaleysis-
og ógæftavertíðar, sem menn muna. Það hvílir
óþægileg ró yfir verstöðvunum, lítið að gera og
ekki laust við að samdráttur sé kominn í verzlun
og viðskipti fyrir bragðið. — Það er sama til hvaða
verstöðvar litið er: Aflinn enginn, útgerðin rétt
komin á hausinn og þá ekki síður frystihúsin. Og
það kveður við sama tón þar suður með sjó. Menn
eru að vísu ekki búnir að missa móðinn, klóra í
bakkann og lita sitt arðlitla strit þægilegri kímni.
■^7"ísír fór nú fyrir helgina um
Suðurnes að huga að vertíð
inni. Þá var sól og vor í Sand-
gerði, en hann snjóaði fyrir aust
an fjall, einn af fáum góöviðris-
dögum vertíðarinnar, bátar allir
á sjó og í landi var beðiö eftir
aflanum til þess að vinna hann.
Við stöldruðum aðeins við í
Garðinum, í einu af þremur
frystihúsunum þar, frystihúsi
Sveinbjarnar Árnasonar frá Kot
húsum. Fiskverkunarstöövarnar
í Garöi eru raunar tólf talsins
þó að engin sé höfnin og afl-
anum verði að aka frá Sand-
gerði, Keflavík, eða jafnvel
Grindavík.
Verkstjórinn i húsinu, Gunnar
Sveinbjörnsson, sagði aö það
skipti ekki svo miklu máli hvort
fiskinum væri ekið hálftíma
lengur eða skemur, þegar hann
væri á annað borð kominn á
bilpall. Það hefði sýnt sig að
flutningarnir 1 væru sáralítill
hluti af kostnaðinum við
vinnsluna.
Lítið frystihús
og hagkvæmt
— Svo ef geyma þarf fiskinn,
segir Gunnar, er hann ísaður.
Það er miklu meira farið aö
gera að því i frystihúsum en
áður.
Og í fiskmóttökunni oeið góð-
ur siatti af ísistráðum þorski.
Þetta er nýtt frystihús, byggt
’63, lítið og haganlegt. Það hefur
um tuttugu manns í vinnu
svona gegnum sneitt og afkast-
ar, 20—25 tonnum á dag. Þar
vinna blómarósimar, sem löng-
um hafa þótt lögulegar úr Garð-
inum.
— Það var nú spáö illa fyrir
þessari stærö af húsum, segir
,Nægur fiskur
fyrir okkur“
— Og þið hafið haft nægan
fisk í vetur?
— Já, við höfum verið heppn-
ir með þaö. Við tökum á móti
af tveimur stærri bátum algjör-
lega og auk þess höfum við
tekið á móti frá hinum og þess-
um, smá slatta. Þetta hefur ver-
ið nægilegur afli fyrir okkur,
við höfum tekið á móti um 900
tonnum.
— Nú getið þið ekki fryst
allan netafiskinn, ekki þennan
margra nátta fisk, sem svo mik-
ið hefur borið á í vetur?
— Við hengjum líka upp í
skreið og söltum.
Ctarfsfólkiö er flest úr Garöin-
um, ungt fólk, flest. Nokkr-
ir fermingarstrákar voru meira
að segja byrjaðir að vinna, ný-
sloppnir frá altarinu, hömuöust
við að rffa upp þunnildi. Og
þar eru nokkrar færeyskar
stúlkur, sem kokka ofan í sig
Ég hef orðið að komu mér upp eins konar hraðritunarkerfi til þess
að anna þessu öllu.
sjál&r þar i mötuneyti frýsti-
hússins.
Færeyingar erú á flestum
Suðurnesjabátum og raunar ým-
issa þ'óða menn, Englendingar,
Ástralíumenn, Spáijverjar og
fólk af ótrúlegasta ætterni.
Færeyingar koma hingaö á
vertíð ár eftir ár. Þeir eru orðn-
ir vanir þessum starfa, sam-
hæfðir vinnubrögðum okkar ís-
lendinga, eftir margra ára sam-
starf á'Sjó og við fiskvinnslu.
Þeir liggja bundnir við
bryggju — þessir stóru
í Sandgerði lá lítill bátur við
bryggju, Aldan, 26 tonna fleyta,
smíðuð úti f Danmörku árið
1931. Og þar er Vonin gamla frá
Garði, nærri tuttugu og fimm
ára örðin en rær samt á net frá
Sandgerði. En nýju og glæsilegu
Það gefur sjaldan á linuna, sögðu þeir á Öldunni, sem landar 1 Sandgerði. — Fimm tonn í dag, það
getur talizt góður afli, þegar þrir eru á.
síldarskipin liggja þundin viö
bryggju. Þau hafa mjög lítið
sem ekkert veitt í vetur. nema
verölitla loönu. Þorskanótin hef-
ur brugðizt og um vetrarsíld
er ekki lengur að ræða. Þaö er
búiö aö sjá fyrir henni meö of-
veiði, aö því er fróðir menn
telja. — Nei, þau bíða þessi
tugmilljónaskip eftir síld, verð-
fallinni síld, á meðan litlu kopp-
amir reyna að öngla saman
fyrir tryggingunni.
Um þetta ræöa menn á bryggj
unni f Sandgerði, ganga með
hendurnar á bakinu, leiða fjand-
ann, eins og það er kallaö og
spjalla um þetta fram og aftur.
— Það er hugsað meira um
þjóöarbúið á þessum stööum en
í henni Reykjavík.
Um kauptúniö ganga rollur,
nudda sér utan f nýju verzlun-
arhúsin og flækjast eilíflega fyr
ir bílum, sem um göturnar fara.
Þetta er búsældarlegt og róman
tík f þvl fyrir fólk af mölinni
að sjá þetta saman, undirstöðu
íslenzkrar velmegunar: rollur
og slor.
Við stöldrum aðeins við
hjá körlunum, sem eru að landa
fiskinum af dekkinu, fimm tonn,
segjá þeir — og þrír á? Já og
fjórir stundum. Þeir eru á línu
og hafa aflaö um 140 tonn i
vetur. — Þetta hefði ekki orðið
svo slæmt, segja þeir, ef ótíð-
in heföi ekki verið svona mikil.
Þeir hafa sízt gert það verra
línubátarnir, heldur en þeir sem
eru á netum, þegar þeir hafa
komizt á sjó.
í Sandgeröx eru tvö stór frysti
hús og auk þess fiskvinnslu-
stöðvar, sem eingöngu salta og
verka f skreið. — Þaöan er stutt
á miöin og þar landa margir
bátar þess vegna. Þar leggja
upp Reykjavikurbátar. Hafnar-
fjarðarbátar, bátar úr Garðin-
- um^ • auk þess eru gerðir út
þaðan bátar aö norðan, frá Húsa
vfk og vioar.
Framhald á bls. 10.