Vísir - 08.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 08.05.1967, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Mánudagur 8. mai 1967. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjöri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Augíýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Menningarsóknin „Sjálfstæðisflokkurinn leggur, í samræmi við stefnu sína og markmið, ríka áherzlu á það, að hvers konar stuðningur við bókmenntir og listir verði enn aukinn frá því sem er. Jafnframt sé þess gætt, að sá stuðn- ingur verði umfram allt til þess fallinn að efla frjálsa listsköpun í landinu“. Svo segir í upphafi ályktunar um listir og menn- ingarmál, sem lögð var fram á landsfundi Sjálfstæð- ismanna fyrir skömmu. í ályktuninni eru ákveðnar tillögur um endurbætur á mörgum sviðum. íslend- ingar hafa sótt vel fram í menningarmálum á undan- förnum árum og er ærin ástæða til að auka þá sókn enn á næstu árum. Allt okkar strit í efnahagsmálum miðar raunar að nokkru að því, að hér á landi megi Vera sem blómlegast og glæstast menningarlíf. í því er fólgin mesta réttlæting okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Margar greinfr lista hafa blómstrað á síðustu ár- um, t. d. tónlist, myndlist og leiklist. Vaknaður er al- mennur tónlistaráhugi, ekki aðeins í Reykjavík, held- ur mjög víða um land. Dæmigerð er velgengni Sin- fóníuhljómsveitarinnar, sem heldur hverja tónleikana á fætur öo'rum fyrir fullu húsi. Og það er tímanna tákn, að mest aðsókn er að barnatónleikum sveitar- innar. Bygging hins glæsilega Háskólabíós hefur stuðlað að þessari þróun. Og bíóið er ekki eina hljóm- leikahöll landsins, því komið hefur í ljós, að íþrótta- höllin í Laugardal hentar vel til hljómleikahalds. Myndlistaráhugi er orðinn þvílíkur hér á landi, að sumum finnst nóg um allar málverkasýningarnar. Gæðin eru náttúrlega upp og ofan, en fjöldi frístunda- málaranna sýnir, hve almennur áhugi ríkir á listþátt- töku á þessu sviði. Er það eitt ærin ástæða til að byggja sem allra fyrst yfir Listasafn ríkisins og að byggja nýjan sýningarskála, e. t. v. í sama húsi og listasafnið verður. Leiklistin hefur blómstrað verulega um allt land á allra síðustu árum og vegur þar þyngst á metunum stóraukinn stuðningur ríkisvaldsins við leikstarf úti á landi. Sýnir það, hve miklu góðu má koma til leið- ar með tiltölulega litlu fjármagni. Erfiðlegast hefur þjóðinni gengið í bókmenntunum. Ekki virðist það stafa af hæfileikaskorti, því stöð- ugt rísa nýir og efnilegir rithöfundar, í ljóðagerð, leikritun og í skáldsagnagerð. Hins vegar er erfiðara fyrir listamenn á þessu sviði að lifa af list sinni. Staf- ar það einkum af því, hve dýr bókagerð og bókaút- gáfa er hér á landi, en síður af því, að upplag bóka sé of lágt. Kemur þar til kasta ríkisvaldsins að styðja íslenzkt frumkvæði að ódýrri bókagerð og að auka styrki til rithöfunda. Á bókmenntasviðinu á þjóðin líka miklar skyldur við arfleifð sína. ' Listirnar og menningin blómstrar mest, þegar andi frjálsræðis rikir, eins og nú er. Vonandi ríkir sá andi enn um ókomin ár, svo að menningarsókn þjóðarinn- ar haldi áfram af auknum krafti. ( ( ( Olíuleiðsla til sölu ITyrir nokkrum dögum var haldinn stjórnarfundur í fé- laginu, sem á olíuleiðsluna frá Beira í Mozambique til Rhod- esíu, en um hana fór öll olía til Rhodesíu, þar til efnahagsaö- „Vagga lýðræðisins“. Það er rætt um það í öllum vestrænum lýðræðislöndum hvað unnt sé að gera til þess að hjálpa grísku þjóðinni, svo að ekki komi til borgarastyrjald- ar f landinu, að -því er hermt er í yfirlitsgrein f Aftenposten f Oslo — og vitanlega mikil óeining um það innan Norður- Atlantshafsbandalagsins, hvað einstök bandalagsrfki geti gert í þessu efni“ (Grikkland er eitt NATO-landanna sem kunn- ugt er), en um „það virðist þó Minnisblé ð__k j osenda gerðirnar hindruöu notkun henn ar. Stjómarfundurinn var hald- inn í Lissabon, en félagið, sem á leiðslumar, er brezk-portúgalskt — og hafa Portúgalsmenn meiri hluta í stjóm. vera alger eining milli Banda- ríkjamanna og lýðræöisþjóöanna í Vestur-Evrópu, að skylda bandamanna sé að gera hinum nýju valdatökumönnum f Grikklandi ljóst, að valdataka þeirra sé glæpur gegn grísku þjóöinni og mikil raun fyrir bandalagið. — Dean Rusk svar- aði fyrirspum í gær í þingnefnd og sagöi, að hið eina sem Bandaríkjastjóm gæti gert eins og sakir stæðu væri, að veita konungi „siöferöilegan stuðn- ing“. Á þessum fundi var ákveóii að selja leiðsluna, nema Bretai greiddu félaginu viíwnanai skaðabætur, vegna þess að leiðslan liggur ónotuð. Brezku stjómarmeðlimimir fengu fyrir- mæli brezku stjómarinnar um að greiða atkvæði gegn sölu, en þeir portúgölsku fóru sínu fram. Brezka stjórnin mun þó gera sér vonir um, að geta hindrað sölu, vegna þess að hlutabréfa- eign Breta í félaginu er meiri en Portúgalsmanna, en ef til kasta hluthafa kæmi hafa brezk- ir hluthafar fyrirskipanir um það frá brezku stjóminni að greiða atkvæði gegn sölunni. Fréttaritari Daily Express í Lon don sfmaði blaði sínu frá Lissa- bon, að þar hefði flogið fyrir, að fyrirtæki sem Suður-Afriku- menn og Rhodesíumenn stæðu að, vildu kaupa leiðsluna. Fréttaritarinn — Bmce Loud- on — segir að samkomulags- umleitanir séu hafnar, og leiðsl- an verði seld nema Bretar leggi fram fé, sem þarf til viðhalds leiðslunni, og mun það vera ekki lftil fúlga, sem tarið er fram á. Tapið sem félagið hef ur orðið fyrir vegna þess, að olíuleiðslan, nærri 390 km. •‘i lengd, liggur ónotuð, nemur hálfri milljón punda, en bætur frá brezku stjóminni til þessa nema hvorki meira né minna en 384,000 sterlingspundum. Atkvæðagreiðslan á fyrr- nefndum fundi fór þannig, að fjórir brezkir forstjórar greiddu atkvæði á móti sölu, fjórir portó galskir með, og notaði þá for- seti vald sitt sem oddamaðor, svo að sala var leyfð. Forseti framkvæmdastjómar- innar er senor Dias da Ctmha. Loudon segir brezka jafnt og portúgalska forstjóra félagsins grama yfir framkomu brezku stjómarinnar. Forsetinn tjáöi Loudon, að margar fyrirspumir hefðu borizt um kaup á leiðslunni Alan Ball varaforseti ráðsms, brezkur, sagði við Loudon, að brezka stjómin hefði komið skammarlega fram, og væri að reyna að knýja fé'agið til þess að lýsa sig gjaldprota. Lfkur eru fyrir þófi og mála- rekstri, ef til sölu kemur. „Vagga lýðræðisins" Herblock í Washington Post. FRJALSRÆÐI EÐA HÖFT? 10 Árið 1960, þegar viðreisnin hófst í íslenzku efnahagslífi, hafði hafta- kerfið ríkt í 30 ár. Vinstristjómin jók haftakerfið á sínum tíma. Ein- kenni haftatímans vom m.a. þessi: 0 Á haftatímanum var ónógt vöru- val. 0 Á haftatímanum voru biðraðir við verzlanir. 0 Á haftatímanum þurftu menn að sitja langtímum saman á biðstof- um úthlutunarnefnda. 0 Á haftatímanum ríkti svartamark- aðsbrask. 0 Á haftatímanum beindist fram- leiðslan að öðrum greinum en hag- kvæmast var. 0 Á haftatímanum var það háð duttl- ungum og geðþótta yfirvaldanna, hvaða fyrirtæki mættu lifa og hver ættu að deyja. 0 Á haftatímanum var ýtt undir inn- flutning vörutegunda, sem gáfu góðar tolltekjur í ríkissjóð, en tak- markaður var innflutningur á tollalágum nauðsynjavörum. 0 Á haftatímanum var vöruverð hátt og þjónusta við neytendur slök vögna skorts á samkeppni í inn- flutningsverzluninni. 0 Þegar viðreisnin hófst, ríkti hér drungi og doði haftakerfisins. — Viðreisnarstjómin rauf vítahring haftakerfisins. Hún afnam inn- flutnings- og gjaldeyrishöft og leiddi inn verzlunarfrelsi á ný.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.