Vísir - 08.05.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 08.05.1967, Blaðsíða 10
w Gútusn ekki... y Framh. af bls. 1 og við áttum fullt í fangi með að bjarga þeim undan fsrekinu. — Þarna var alls staðar landfastur ís og hvergi hægt að komast að ströndinni. — Við vorum í þrjá daga á miðunum og ferðin tók sex daga alls. — Já, við förum að búa okk- úr á sild svona senn hvað líður. Við erum hættir með netin. Það hefur ekki fengizt kvikindi fyrir vestan í heilan mánuð, svo heit- ið geti. Þetta gekk ágætlega framan af, miðað við veðrátt- una, en svo var búizt við að fisk ur gengi í Breiðafjörðinn eins og venjulega, en það brást algjör- lega, svo að það hefur lítið bætzt við aflann núna upp á síð kastið. Jörundur III. var sem kunn- ugt er gerður út frá Tálknafirði í vetur. Luxuveíki — Framb ai 1 bls fisk. Við höfum því tekiö það ráð að leyfa eingöngu innflutn- ing hrogna í þeim fáu tilfellum sem innflutningur hefur verið leyfður. I Bandaríkjunum er til mjög hatröm veiki í laxastofninum og eru evrópskir fiskifræðingar mjög hræddir um að hún ber- , izt til Evrópu vegna gáleysis í fiskinnflutningi. Hjá Dönum, sem sjálfir flytja út mikið af lifandi fiski og hrognum, hefur nú gripið um sig mikill ótti vegna pestarinnar í bandaríska laxastofninum. — Er mikið um pestir í evrópskum laxastofnum? — Því miður er svo. Fyrir síðustu aldamót barst svokölluð kýlapest til Evrópu og er álitið að hún hafi borizt til álfunnar með regnbogasilunginum. Þessi pest hefur herjaö á laxastofninn og hefur hún m. a. verið mikil plága í laxaeldinu í Svíþjóð. — Hvað er hægt að gera til að stemma stigu við þessum pestum? ■■HWBDBi — Við íslendingar höfum mjög slæma reynslu af innflutn- ingi ýmissa dýrategunda, og nægir þar að minna á Karakúl- féð, en með því barst hin ill- ræmda mæðiveiki til iandsins og fleiri pestir, sem hafa haft óbætanlegt tjón í för með sér fyrir íslenzka fjárstofninn. Hér á landi eru gildandi regl- ur um fiskinnflutning og hrogna, og bezta vömin við pestum er að reglum sé fylgt stranglega eftir. Um þessar mundir er uppi mjög sterk alþjóðleg hreyfing um reglur um innflutning og út- flutning á lifandi fiski, og er þess að vænta að þær verði komnar í gagnið innan fárra ára. Ráðsfeffnci — Framhald at b's 16 voru ónothæf. Eftir það var far- ið ag nota klór I velflestum frystihúsum og heföi það verið mjög til bóta. Hreinlætisástandi viö fiskþvott, flökun og roðflett- un væri í heild mjög ábótavant, og hreinlætisaðgerðir færu í handaskolum. Stundum væru klórtækin ekki í sambandi. Not- uð væru óhrein áhöld, vélar og verkfæri, sem eru gerlaberar, og jafnvel notað volgt gerlamor- andi vatn til að hreinsa þessi á- höld. Vildi Guðlaugur láta sér- staka menn annast hreinlætis- mál í frystihúsum og kom með margvíslegar fleiri tijlögur til úr bóta. Mesta áherzlu lagði hann á aðgeröir af hálfu hins opin- bera. Síldarflutningar á frumstigi Haraldur Ásgeirsson verkfræð ingur talaði um síldarflutninga. Taldi hann verulegá aflaaukn- ingu hafa hlotizt af notkun tank skipa á sumarvertíð og mat ve-S mætisaukninguna á stærðargráð una 100 milljónir króna. Lagði hann til, að kostnaður og sparn- aður viö þessa flutninga yrði rannsakaöur ýtarlegar ög á breiðari grundvelli. Sagði hann sfldarflutninga með tankskipum mikilvæga til þess að mæta þeim örðugleikum, sem skapast við, að síldargöngur fjarlægjast land- ið. Rétt væri að gera ráð fyrir miklum framförum í þessum flutningum á næstu árum, því tæknin væri enn á frumstigi. Sjókæling mun ryðja sér til rúms Hjalti Einarsson verkfræðing- ur ræddi um geymslu og með- ferð hráefna fiskiðnaðarins, aö- allega ísun og sjókælingu. Taldi hann sjókælingu hafa margvís- lega kosti, svo sem meiri kæl- ingu, jafnari og fljótari kælingu, minna farg, skolunaráhrif, vinnu sparnað, fljótari losun og notk- un sjálfvirkra stjórntaékja. Sjó- kældur fiskur geymdist oft 30% betur en ísaður fiskur. Hann kvað næsta skref í síldarflutn- ingum tankskipa vera að finna lausn á að koma sjókælingar- kerfum fyrir í þeim, svo nýta mætti síldina til manneldis frekar en til bræðslu. Hjalti ræddi einnig um notkun fisk- kassa, sem lítig hafa verið not- aðir hér, en hann mælti með vegna vinnusparnaðar, betra hráefnis og aukinnar nýtingar. Sagði hann notkun fiskkassa mundu stóraukast hér á landi, einnig í flutningum á fiski milli verstöðva. Fiskstofnarnir Ingvar Hallgrímsson fiskifræð 'ingur sagði frá helztu fiskstofn- um á íslandsmiðum og áhrifum veiðanna á þá. — Kvað hann magn islenzka síldarstofnsins hafa fallið úr 931 þúsund tonni árig 1962 niður í 457 þúsund Jxmn árið 1964 og þýddi ekki að auka frekar sókn í þann stofn. Norski síldarstofninn er mun sterkari eða rúmlega 5 milljón tonn árið 1964. Heildardánartal- an í þeim stofni er um 40% á ári. Meira er veitt af íslenzka þorskstofninum en hann virðist þola og því er ekki hægt að gera ráð fyrir neinni verulegri aukningu veiðarinnar, nema ný- ir og öflugir árgangar komi til söigunnar. Ýsuaflinn hefur stór- aukizt síðan landhelgin var færö úr 1952 og virðist sá stofn vera á uppleið. Þá er ufsastofninn ekki jafn mikiö nýttur og þorsk- og ýsustofnarnir. Veiðar á karfa hafa dregið verulega úr stærð karfastofnsins við ísland á und- anförnum árum. SLOR — Framh. af bls. 9 Það eru ótal hlutir Margt er það sem útrétta þarf daglega fyrir vertíöarflotann í þessum stóru verstöðvum, kost- ur fyrir mannskapinn, sjógall- ar, veiðarfæri, því að allt geng- ur úr sér og í netasköðunum í vetur urðu margir bátanna að endurnýja algjörlega trossur sínar. Sjómennimir méga ekki vera aö því að garfa í þessu þann stutta tíma, sem þeir eru í landi, á milli róöra. Og þess vegna eru stofnanir í landi, sem gegna því hlutverki aö taka við öllum skilaboðum frá bátunum, radíó, sem útvegsbændur reka venjulega. Keflavíkurradíó hefur opna stöðina allan daginn frá því snemma á'. morgnana, þar til seint á kvöldin. Og þar situr löngum Karl Guöjónsson. — Það eru ótal atriöi, sem maöur verður að taka niður, segir Karl. Ég hef oröið aö koma mér upp hraðritunarkerfi, eins konar, til þess aö anna því öllu. Þeir kalla oft kannski 30 á sama hálftímanum, ef svo ber undir. Karl gerir raunar meira en aö fylgjast með talstöðvum bát- anna. Hann gerir einnig viö tæk in fyrir þá, og inni í skonsu hans í Olíusamlagshúsinu viö Keflavíkurhöfn úir og grúir af biluðum tækjum, talstöðvum og viðtækjum. Það er alltaf líf í kringum talstöðina og fer fátt fram hjá þeim, sem hlusta á bátana dag- inn út og inn. Þeir láta þar margt flakka, skipstjórarnir, ef svo ber undir, og þar fyrir utan er talstööin ómetanleg hjálp oröin og öryggi, í henni eru hleraöar fiskisögur, einnig er gert út um smá deilur, sem alltaf koma upp á hafinu, ekki sízt þar, sem margir netabátar eru saman komnir með trossur sínar og með þeim er flestum skilaboðum komið í land, sjó- menn eru mestan part í gegnum talstöðina í sambandi við um- heiminn. Karl er búinn að vera þarna í þrjú ár á Keflavíkurradíói, sem útvegsbændur í Keflavík reka. — Hann er raunar mörg- um sjómönnum gamalkunnur. Þekktur fyrir harmonikuleik í þremur landsfjórðungum, spil- aöi meðal annars á Siglufirði í „Ölhallen" £ „den tíð“ og víðar. Dætur hans hafa erft músíkina frá föður sínum, en þær skemmtu Reykvíkingum með gítarspili og söng í Austurbæjar bíói í vetur og vöktu mikla at- hygli. Við látum Karl hafa lokaorð- ið £ þessu spjalli: Þeii; eru að byrja að tínast inn Keflavikur- bátar, og Karl veröur að snúa sér aö talstöðinni: „Halló ...“ J. H. Akranes — Framh. af bls. 2 vel við una. Þeir fengu mjög gott út úr fáum marktækifærum sinum, en vörðust vel, og fóru af hólmi með sigur frá Keflavik, sem er sjaldgæft, og að auki stóran sigur, því það er ekki á hverjum degi sem Keflvikingar eru „burstaðir" svo rækilega sem að þéssu sinni. Sérlega athygli vakti leikur Guð- jóns Guðmundssonar og Björns Lár ussonar aö þessu sinni og Einar Guðleifsson átti góð úthlaup og staðsetningar í markinu. Keflvik- ingarnir virtust langt frá sinu bezta, voru þreyttir og þungir, en eru í góðri æfingu. Ríkharður Jónsson, þjálfari Keflvíkinga í ár, horfði á „sína menn“, Skagamenn, sigra í þess um leik. Hann kvaö Keflvíkinga æfa vel og eflaust væri einhver þreyta í llöinu. „Ég geri mér mjög góðar vonir með Iiðið i sumar í 1. deild og vitanlega stefnum við að því að sigra“, sagði hann, eftir þennan leik, sem hlýtur aö vera talsvert áfall fyrir hann, enda þótt hann hljóti að hafa einhveriar „taug- ar“ til síns gamla liðs. VÍSIR . Mánudagur 8. mai 1967. BELLA FÉLACSIÍF KNATTSPYRNUDEILD VÍKINGS Æfingatafla frá 1. maí til 30. sept- ember 1967. Meistara- og 1. flokkur: Mánudaga kl. 8.45—10. Þriðjudaga kl. 8.30—10. Fimmtudaga kl. 8.30—10. 2. flokkur: Mánudaga kl. 8.45—10. Þriðjudaga kl. 8.30—10. Fimmtudaga kl. 8.30—10. 3. flokkur: Mánudaga kl. 7.30—8.45. Miðvikudaga kl. 8.30—10. Fimmtudaga kl. 7—8.30. 4. flokkur: Mánudaga kl. 7.15—8.30. Miðvikudaga kl. 7.15—8.30. Fimmtudaga kl. 7.15—8.30. 5. flokkur A og B : Mánudaga kl. 6.15—7.15. Þriðjudaga kl. 6.15—7.15. Miðvikudaga kl. 6.15—7.15. Fimmtudaga kl. 6.15—7.15. 5. flokkur C: Þriðjudaga kl. 5—6. Fimmtudaga kl. 5—6. Stjómin. Knattspymudeild KR. Æfingartafla 1.—20. mai 1967. 5. flokkur C — D Einn vina minna hefur lofað að hringja i dag. Þegar hann heyrir að það er alltaf á tali, heldur hann, að ég sé svaka vinsæl. VEÐRIÐ 1 DAG V. iKJk Austan eða norð- austan gola. Skýjaö með köfl- um. Hiti 2-8 stig. Mrrfcfl B TILKYNNINGAR Kvenfélag Langholtssafnaöar heldur síðasta fund vetrarins í safnaöarheimilinu mánud. 8. maí, kl. 8.30 — Stjómin. Bræðrafélag Langholtssafnaðar heldur síðasta fund vetrarins í safnaðarheimilinu þriðjudag. 9. maí, kl. 8.30 Sr. Frank M. Hall- dórsson, sýnir myndir úr Austur- landaför. — Stjórnin. Kvenfélag Bústaðasóknar. Síð- asti fundur starfsársins verður á mánudag i Réttarholtsskóla og hefst kl. 8.30. — Stjómin. Mánudaga kl. 5.10—6.00 Þriðjudaga kl. 5.10—6.00 Miðvikudaga kl. 5.10—6.00 Föstudaga kl. 5.10—6.00 flokkur. A — B Mánudaga kl. 6—6.40 Þriðjudaga kl. 6—7.00 Miðvikudaga kl. 6—7.00 Föstudaga kl. 6—6.40 flokkur Mánudaga kl. 6.30 Þriðjudaga kl. 7.30 Fimmtudaga kl. 6.30 Föstudaga kl. 6.30 flokkur • 1 f Mánudaga kl. 7.30 i Miðvikudaga kl. 7.30 Fimmtudaga kl. 7.30 Laugardaga kl. 5.00 flokkur. Þriðjudaga kl. 8.30 Fimmtudaga kl. 8.30 Föstudaga kl. 7.30 Laugardaga kl. 7.00 1. og meistaraflokkur Samkvæmt sértöflu, sem þið fáið hjá þjálfaranum. Stjómin. Kvenfélag Laugarnessóknar heldur fund í kirkjukjallaranum mánudaginn 8. maí, kl. 8.30 Rætt verður um sumarstarfið Sýndar veröa myndir frá afmælis- fundinum o. fl. Mætið stundvís- lega. — Stjórnin. Skuttogari — Framh. at bls. 1 menningshlutafélaginu og tekin ákvörðun um það hvort félagiö skuli stofnað. Tilgangur félags- ins er fyrst og fremst sá að kaupa fiskiskip til útgeröar frá Hafnarfirði til hráefnisöflunar fyrir Fiskiðiuver Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur heitiö fjár- framlögum til hlutafélagsins. Lágmarksupphæð framlags er eitt þúsund krónur. Árni Gunn- laugsson kvaðst ekki vita hvern ig hlutafjársöfnunin gengi að ööru leyti, þar sem svo skammt væri liðið síöan hún hófst, en hann kvað miklar vonir bundn- ar við hana. ■ ■: • . i..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.