Vísir - 08.05.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 08.05.1967, Blaðsíða 16
Manni er þama bjargað í land frá „nauðstadda“ skipinu. SKIPS I Fjöldi manns horfði í gærdag í bezta veðri á það hvemig slysavarnamenn bjarga mönn- um af skipi í sjávarháska. Það vorn menn úr Slysavarnadeild- inni Ingólfi í Reykiavík, sem voru þama að verki, en einmitt á þessum slóðum hafa nokkuð mörg skip farizt fyrir augum Reykvíkinga, en frá stofnun skipulegra aðgerða í landi hefur slíkt ekki gerzt. Ingólfs-menn sýndu að vísu í óvenju góðu veðri, en þegar sjávarháska ber að höndum má telja víst að veðrahamurinn sé ógurlegur. Engu að síöur má telja víst að fólkið, sem fyllti sjávarsíðuna allt frá olíustöð BP við Skúlagötu og langt inn i Sætún hafi öðlazt betri skilning á starfi slysavarnadelldanna eft ir þessa sýningu. Dráttarbáturinn Magni lék hlutverk nauðstadda skipsins. Ingólfs-menn sýndu nú áhorfend um hinar ýmsu gerðir af línu- byssum og útbúnað sem þeir hafa yfir að ráða. Tókust skotin mjög vel og var björgunarstóll sendur eftir línunni út í skipið, en menn voru síðan dregnir í land. Þá sýndu þyrlur hæfni sína við björgun úr sjó og notk- un gúmmíbjörgunarbáta var sýnd. Reiðhjólin skoðuð i I þessari viku munu ungir reið- hjólaeigendur í Reykjavík fá skoð- unarmerki á hjóiin sín rétt eins j og önnur ökutæki. Lögreglan gengst fyrir skoðuninni og hefst hún í dag j við þrjá af skólum borgarinnar, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla. S'koöunarmenn munu alla þessa viku vera á ferðinni og verða við þrjá skóla í einu, einn dag í hverj-! um skóla. Kl. 16 í dág eiga 7—8 ára börn á skólasvæðunum að mæta, kl. 17 9—10 ára og kl. 18 j 11—12 ára. Börn í Isaksskóla og Landakots-! skóla eiga að mæta með hjól sín við j þann skóla, sem næstur er heimili j barnsins. VistmaSur strýk- ar af Kleppi Vistmaður á sjúkrahúsind aö Kleppi gerði sér ferð norður á Reykjanes- kjördæmi Fundur um verzlunar- og við- sklptamál, verður haldinn í Hafnar- firði á mánudagskvöld og í Kefla- vfk á þriðjudagskvöld. Akureyri á föstudaginn var, án vitundar forráðamanna sinna. Hafði vistmaður þessi frjálsar feröir um landareign sjúkrahússins, og var ekki undir ströngu eftirllti. Hans vaj- saknað um miðjan dag, þegar hann mætti ekki til að vera við- staddur máltíðir. Lögreglunni var gert viðvart um hvarf hans og var strax hafin leit að manninum. Fannst hann hvergi í bænum, en lögreglan á Akureyri fann svo manninn þar í bænum, daginn eftir. Búast má við fjölmennum fund- um f Hafnarfirði og Keflavík, er þessi mál verða rædd, en hér er ekki síður um athyglisverða mála- fiðkka að ræða, en þá er þegar hafa verið teknir til umræðna á svæðafundum atvinnustéttanna, er hafa verið mjög vel sóttír. Fundimir hefjast bæði kvöldin ki. 8.30. Haföi hann flogið þangað sam- dægurs og hann strauk af Kleppi, gist hjá kunningja sínum um nótt- ina á Akureyri, og hjá Hjálpræöis- hemum fann lögreglan hann svo á laugardaginn. Var hann sendur strax með flug vél suður og fenginn forráðamönn- um sjúkrahússins í hendur aftur. Þarna er skotið úr lfnubyssu yfir 'f „nauðstadda” skipið á sýningunni i gær. RAUÐARARVIKI GÆR Dómur / máli brezks tog- araskipstjóra um hádegi Rannsókn í máli brezka tog- araskipstjórans sem tekinn var úti fyrir Austfjörðum aöfaranótt sl. laugardags lauk seint i gærkveldi Hófst þá þegar málflutningur í mál! hans og var málið dómtekiö í nótt. Dómur átti að falla laust fyrir hádcgi í dag, en Vísir var þá farinn í prcssuna. Það var um kl. 02 aðfaranótt sl. laugardags, sem varðskipið Þór tók Fleetwoodtogarann Boston Kes tral FD 256 aö meintum ólögleg- um veiðum austur af Vopnafirði. Töldu varðskipsmenn, að togarinn hefði verið að veiðum 2,2 sjómíl- ur innan fiskveiðitakmarkanna. Var farið með togarann til Nes- kaupstaðar og komið þangað á laugardagsmorgun. Mál skipstjórans, sem er 32 ára og heitir Antony Alan Buschini, var tekið til rannsóknar síðari hluta laugardags af Ófeigi Eiríkssyni bæjarfógeta. Fyrir saksóknara rík- isins var mættur Bragi Steinarsson fulltfrúi en verjandi var Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaöu’ Skipstjóri taldi sig ekki hafa verið búinn að kasta við fvrstu mæ) ingu varðskipsmanna, en kastað síó ar og þá innan fiskveiðitakmark anna og haft það í huga að ver^> komin út fyrir mörkin, áður en trollið næði botni. Varðskipsmenn töldu hann hafa kastað fyrr en skipstjórinn sagði. Víðtæk verkefni við að bæta vinnslu sjávarvöru Ráðstefna Verkfræðingafélagsins um vinnslu sjávarafurða hófst i morgun í morgun hófst ráð- sjókælingu og hreinlæti stefna Verkfræðingafé- Iags íslands um vinnslu sjávarafurða, og voru flutt allmörg erindi fyrir hádegi. Var m. a. rætt um síldarflutninga, í frystihúsum og kom fram, að margt er ógert í þessum efnum. Ónógt hreinlæti Guðlaugur Hannesson gerla- fræðingur talaði um hreinlæti í freðfiskframleiðslu, sem hann sagði mjög ábótavant, þótt breytzt hefði til batnaðar á und- anförnum árum. Helzta meinið væri skortur á þrifnaðarkennd og skilningsskortur á nauðsyn hreinlætis. Kaupendur sjávaraf- urða gerðu síauknar kröfur til hreinlætis. Væri hin mesta nauð syn að endurskoða og samræma gildandi lög um hreinlæti f fisk- iðnaði. Fyrir nokkrum árum hafði rannsókn leitt í ljós, að 50% vatnsbóla fiskiðnaðarins Framh. á bls 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.