Vísir - 17.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 17.05.1967, Blaðsíða 9
9 . Miðvikudagur 17. maí 1967. iiMéTi tktéT A O UNuLINGAK 0G ÁFtHGI Hvaö skal taka til bragðs gegn hvítasunnubölinu? — VÍSIR leitar álits nokkurra aðila á þessu vandamáli Ár eftir ár glymja þær fréttir í útvarpi og blöðum að ungling- ar hafi skaðað sig á áfengisdrykkju í faðmi náttúrunnar. Ungl- ingamir hafa farið heiman frá sér í þeirri sælu trú foreldranna að „allt væri í Iagi“, — en svo kom í Ijós að svo var ekki. Um síðustu helgi gerði lögreglan þarfaverk, þegar hún tók hátt á annað hundrað flöskur af áfengi af unglingum, sem voru á leið f Þrastaskóg, sem reyndist nauðlending þeirra eftir að þeim var úthýst frá Laugarvatnsskógi. Þaö vakna óneitanlega spum- ingar í sambandi við þetta vandamál. Hver selur unglingum allt þetta áfengi? — Hvemig stendur á að Ieyfðar em óskipu- lagðar ferðir tuga unglinga til staða, sem margoft hefur verið auglýst að séu Iokaðir fyrir tjaldbúa. Hvað hefur verið gert til að draga úr þessu vandamáli? Kunnugur maður sagði í gær að ástandið í Þrastaskógi hefði verið með betra móti miðað við önnur „hvítasunnumót" undanfarin ár, en engu að síður var aðkoman óglæsileg í þessu skógarkjarri. Það er skylt að taka fram í þessu sambandi að ekki em allir unglingarnir sem hér eiga hlut að máli - hér er sem betur fer minni hlut- inn að verki. VÍSIR leitaði í gær til nokkurra aðila, sem eru vandamálinu kunnugir og fer hér á eftir það sem þeir höfðu að segja. Sr- Ölafur Skúlason, sóknar- Pfestur, formaöur æskulýösráðs Wfkjunna,., sagði: Það er ekkert undarlegt yið hvítasunnuferöir unga fólks- Ins- Þau fagna frelsinu, það er Vnr 1 lofti og þau sjá fyrir lok skólatímans og kasta sér út í Þetta frelsi, — og gleyma há- hðinni sjálfri. Það er í sjálfu sér allt í lagi aö unga fólkiö ari í ferðalög um þetta leyti, en þaö er staðreynd, sem menn sérVyrir löngu aö hafa ge lei« . sa’ aö unglingarnir þur sögn á þessu ferðalagi se s.rnrn> en hins vegar er þí Ve Ieynd ad Þeim hefur ekke u-n s‘nnt ár eftir ár, en allt ailað á eftir: „Olfur, úlfur .. aU aö er hörmulegt að vita áfe «IÖUr.í 14 ara ungmennu ur r®aiagi með vín, en hér ver un v taka höndum saman v það ln8ana sjálfa um lausnin fer* , rt að efna til skipulagði H að v-aga’ Þá á ekki að þur: uqj 'Sa ungmennunum frá ei: nú VS aönum á annan eins c tii ar Sert. Það þarf aö efr heigj^r'áiýðsmóta um þesi h^fj ’ nar sem eitthvað er v að Unglinganna, eitthvað I 0starfa að. ÞeSSy0 hver a að standa fyr að t ersónulega finnst m< eigj ^rskniyðsráð Reykjavíki vinnu vSt.anda fyrir Þessu í sar Samtök 10 önnur Þau æskulýö 1 sem starfandi eru hi í borginni, enda er hér um að ræöa að langmestu leyti ungl., sem eru af höfuðborgarsvæðinu. Ég segi fyrir æskulýðsráð kirkj- unnar, að þaö er alltaf til sam- starfs i málum sem þessu. Benedikt Sigvaldason, skóla- stjórl Héraðsskólans að Laugar- vatni: — Aö fenginni reynslu síðustu ára auglýstum við skólastjórar skóianna hér á Laugarvatni, að ekki yrði leyft aö tjalda í Laug- arvatnslandi yfir hvitasunnuna. Auglýstum við alls sex sinnum í útvarpinu, frá fimmtudegi og fram á laugardag. Þetta gerðu einnig bændur næstu bæja hér í kring. Þetta var gert með þaö fyrir augum, að hér standa yfir próf í sumum skólum, en í öðrum þegar hafinn undirbúningur að prófum, og af svona samkom- um, eins og hafa verið hér stundum áöur yfir þessar helgar, hvítasunnuna og verzlunar- mannahelgina, stafar mikið ó- næði. Það vildum við koma i veg fyrir. En við vissum þaö frá því í fyrra, að þessum til- kynningum yrði ekkert hlýtt. Viö auglýstum þá svipað og við geröum nú, en það dugði bara ekki til. Unglingarnir komu hingað með langferöabílum og tjölduöu í landinu hér, f algeru óleyfi. Því fórum við þess á leit við yfirvöldin, aö þau héldu sínum verndarvæng yfir okkur og gerðu ráðstafanir ti! þess að fastar yrði eftir því gengiö aö tilkynningum yrði hlýtt. Eigum við sýslumanni Árnessýslu og lögreglunni á Selfossi það að þakka, aö engin truflun varð á próflestri nemenda. Því erum við hér á staðnum þeim afar þakklátir fyrir þeirra hjálp og einnig lögreglunni í þessar samkomur unglinganna. Ég kann ekki neina töfrafor- múlu, sem gæti átt við það, en það er, held ég, álit flestra, að unglingarnir þurfi einhvern stað, þar sem þeir geta komiö saman á. En það þarf að vera eitthvert skipulag á því og það þarf að vera stjóm á hlutunum. En það er ekki auövelt að ráða bót á þessum málum. Einkan- lega ekki meðan til eru mann- geröir, sem selja 13 og 14 ára unglingum áfengi i hendur, þess vel meðvitandi, hvað þau ætla sér meö það. fkt Jón Guömundsson, yfirlög- regluþjónn á Selfossi: — Ég mundi nú segja, þeg- ar við förum að ræöa um þessa hvítasunnu, að hún hafi ekki veriö svo slæm með tilliti til undanfarinna ára. Ég tel, að hún hafi veriö töluvert skárri en t.d. Þjórsárdalsfarganið, þótt þarna í Álftarhólum hafi veriö teknir um 20 unglingar úr um- ferð vegna ölvunar, þá var það ekki svo mikill hluti úr þessum stóra hóp, sem þarna var. Ekki ef miöað er viö það, sem stund- um hefur verið áður. Fyrstu hóparnir, sem þangað komu, komu frá Laugarvatni, en þangað höfðu þeir farið í þeirri trú, að þar mættu þeir tjalda. En þar sem ekki var leyft að tjaldað yröi þar og þeim visað þaðan, voru ungling- arnir fluttir í Álftarhóla. Þang- að hópuðust svo fleiri, eftir að fyrgti hópurinn hafði myndazt. Nú var það vitað áður en ung- lingarnir lögðu af stað úr Reykjavík, aö óheimilt væri aö tjalda á Laugarvatni. Það hafði verið tilkynnt í útvarpi og sér- leyfishafanum, sem flutti ungl- ingana austur, var tilkynnt það sérstaklega áður en hann lagöi af stað úr Reykjavfk, að far- þegar hans fengju ekki leyfi til þess að tjalda 1 Laugarvatns- landi. En hann auglýsti ferðir austur að Laugarvatni og gaf til kynna að þar mætti tjalda yfir hvítasunnuna. Eii þegar á Laugarvatn kom var þeim sem sagt bent á að tjaldstæða þyrftu þeir að leita sér annars staðar og þá var þeim ekið i Álftarhóla. Sú sam- koma, sem þar myndaðist var svo sem eins og þessar sam- komur hafa verið, en þó að mínu áliti ekki eins slæm. — Þetta er auðvitað vand- ræöa ástand, sem skapast um þessar helgar, hvítasunnuna og verzlunarmannahelgina, þegar unglingar þyrpast svona saman á nokkra staði og erfitt að finna úrræði því til lausnar, en mér hefur aöeins dottið í hug, hvort ekki mætti finna staö, sem hægt væri aö beina unglingun- um á. Einhvern stað og þá eitt- hvaö það haft til skemmtunar, sem þeir gæt unað sér við. fkr/ Axel Kvaran, lögregluvarð- stjóri: — Ég hef verið aö velta því fyrir mér, hvaða afleiöingar þaö mundi hafa haft. ef allar áfeng- isflöskurnar, sem lögreglan tók af unglingunum um helgina, hefðu verið komnar upp í mal- argryfjuna, til unglinganna i Álftarhólum. Það er víst óhætt að segja þaö, að þótt öllum hafi þótt nóg um ölvunina eins og hún var, að ekki hefði ástandið veriö betra, ef unglingarnir hefðu drukkið allt þaö áfengi líka. Og allt er þetta áfengi, sem fullorðnir kaupa i áfengisverzl- uninni tyrir unglingana, eða sem leynivínsalar selja þeim, því ekki fá unglingarnir sjálfir afgreiðslu i áfengisverzluninni. Það verður erfitt að ráða bót á þessum vandræðum meöan svo er farið að. Við fylgdumst þó með kaupum í áfengisverzlun- inni síðustu dagana fyrir hvíta- sunnuna, en urðum einskis varir, þrátt fyrir alla árvekni, sáum við aldrei neinn mann afhenda unglingi áfengi. En það er samt þannig, sem unglingarnir kom- ast yfir vínið. Þaö er öruggt mál, að með þessum aðgerðum lögreglunnar, að leita í farangri unglinganna og taka áfengið af þeim, er mikið dregið úr áfengisneyzlu þeirra. En þetta leysir bara ekki vandann í sambandi við þessar utanbæjarferðir um löngu helgamar. Hann verður aö leysa með öðrum 'hætti. Til dæmis með því að einhver aöili finni út góðan stað meö nógu löngum fyrirvara, þar sem unglingamir geta komið á. Hafi þar for- göngu um, að þar verði eitthvað fyrir þá aö vera við. Kveiktir varðeldar, einhverir, sem leika á gítar, harmoniku eöa eitthvað hljóöfæri, sem krakkamir, geta safnazt um. Skipuleggja ein- hverja knattleiki eöa einhverja þá leiki, sem krakkamir geta unað sér við. Ferðir af og á staðinn byrftu líka að vera skipulagöar. Ekki eins og maður varð var viö hjá unglingunum í Álftarhólum. Þeir komu þó nokkuö margir, þegar llða tók á laugardaginn, og vantaöi þá far í bæinn. Þeir höfðu ekkert við aö vera þarna, dauðleiddist, en fengu ekkert far f bæinn. Þó þeim hefði verið séö fyrir fari austur, hafði ekkert verið fyrir því hugsað, að þeir þyrftu aftur að komast f bæinn. Þaö sem gerir þessa helgi umtalsverða er aðdragandi þess aö unglingarnir koma aö Álftar- Reykjavík, sem var okkur hin ' hólum og tiópast þar saman. mesta hjálparhella. En varðandi þetta fyrirbrigði,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.