Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 2
VISIR . Föstudagur 19. maí 1967. §r SUÐMUNÐUR BRAST EKKl VON- UMAHORFENDA, VARPAÐ117.34 hreppti annað sætið með 14.65, sem er langbezti árangur hans — og hraft jbar með mefi Gunnars Huseby frá 1950 — Arnar sonur hans bæffi fyrri árangur um 1,33 metra og varð annar með 14,65 Guðmundur Hermannsson stóð sannarlega við fyrirheit sitt í gærkvöldi. Hann varpaði kúlunni langt yfir íslenzka fánann, sem stóð í 16.74 metra fjarlægð frá kasthringnum í kúluvarpinu í gær. I þriðja kasti fór kúlan mátulega hátt upp og hlamm- aði sér niður vel yfir 17 metra línuna. Áhorfendur á Vormóti ÍR, sem voru óvenju margir að þessu sinni lustu upp fagnaðarópi. Kastið mældist 17.34, — 60 sentimetrum betra en hið gamla met Gunn- ars Huseby. (átti 13.32 bezt úti í fyrra) og þarf nú aðeins 20 sm. til að slá unglingamet Vilhjálms Vil- mundarsonar, sem mun vera frá 1948. Erlendur varpaði kúl- unni lengst 14.25, en á bezt 14.58 m. Það verður ekki hvaö sízt gaman að fylgjast með keppni þessara tveggia ungu manna í sumar. Eflaust eiga þeir eftir að heyja mörg „stríð“ og eflaust trekkja þeir hvor ann- an upp og fara báðir yfir 15 metra strikið erfiða. Eflaust ná þeir enh betri árangri þegar á næsta móti, sem er eftir viku, minningarmótiö um E.Ó.P. Af öðrum afrekum má nefna hástökk Jóns Þ. Ólafssonar, sem vippaði sér léttilega yfir 2 metr- ana f æfingabúningnum. Jón Framhald á bls. 10. Raunar hafði Guðmundur bætt hið 17 ára met í kastinu á undan með 16.84, en það var greinilegt á fyrstu tveim köst- unum að Guðmundur gat betur, sem og kom í Ijós. Fyrir keppn- ina haföi Guðmundur reynt sig utan hrings og varpað yfir 17 metrana og 16 metra nokkurn veginn úr kyrrstöðu. Serfa Guð- mundar var: 16.67 — 16.84 — 17.34 — 17.02 — 16.65, en meðaltal þessara kasta er 16.79, sem er glæsilegur árangur. „Ég veit ekki hvort ég bæti mig í sumar, þori ekki að lofa neinu“, sagði Guðmundur Her- mannsson, þessi hógværi íþrótta maður, sem ekki hefur gefizt upp þó ekki gengi alltaf eins og hann óskaði. „Hins vegar verð ég að viðurkenna, aö ég hefði gjarnan viljað að veðrið hefði verið hlýrra en það var og eins að kasthringurinn hefði verið fastari fyrir og ekki eins gljúpur og þungur og hann er. Starfsmenn vallarins gerðu hann eins góðan og mögulegt var, en hann á eftir að batna“. Það er langt síðan íþrótta- mönnum hefur verið fagnað eins vel og þeim feögunum, Guðmundi og Arnari, sem Guðmundur Hermannsson, þegar hann setti metiö í gærkvöldi. ,MH er fertugum fært' SUNDFELA GIÐ ÆCIR 40 ÁRA Á SUNNUDAG N. k. sunnudag 21. þ. m. kl. 3 e. h. heldur Sundfélagið Ægir upp á fertugsafmæli sitt meB kaffidrykkju að Átthagasal Hótel Sögu. Fólagið var stofnað þ. 1. maí 1927, á æskuárum þess var það forustufélag í sundíþróttinni og hefur ætíð síðan átt sundfólk, sem hefur verið í hópi þess bezta á landinu. Aðalfundur félagsins var haldinn fyrir skemmstu. í skýrslu for- manns kom fram að unglingar innan félagsins hafa staðið sig mjög vel að undanföimu m. a. vann félagið stigakeppni Unglingameist- IfWHflnWEBH—MB——— aramóts fslands s.l. haust. Fráfarandi formaður Torfi Tóm- asson, baðst undan endurkosningu en I hans stað var kosinn Sig- urður Þ. Guðmundsson, fulltrúi, sem formaður, aðrir í stjórn voru kosnir, Theodór Guðmundsson, Guðmundur Þ. Haröarson, Guðberg Kristinsson og Torfi Tómasson, í varastjóm vora kosnir Hreggvið- ur Þorsteinsson og Marteinn Kristinsson. Einj og áður er getið þá heldur félagið upp á fertugsafmælið n. k. sunnud.g með kaffihófi að Átt- hagasal Hótel Sögu og hefst það kl. 3 e. 6, Vonast stjórn félagsins til að sjá þar sem flesta af vel- unrmrum þess. Ný knattspyrnukeppni í Reykjanesumdæmi: Knattspyrnumót drengja Á morgun hefst ný knatt- spyrnukeppni yngri flokkanna í Kópavogi, Hafnarfirði og í Kefla vík og eru þátttökuliðin sjö talsins, öll úr liðum í Stór- Reykjavik og Keflavík, m. a. nýja félagið Grótta á Seltjarnar- nesi og félagið Stjarnan í Garðahreppi. Knattspyrnukeppni þessi hefir hlotiö nafnið Knattspymumót drengja í Reykjanesumdæmi og er eins og nafnið bendir til knattspyrnukeppni milli aðila þeirra sem æfa knattspyrnu í Reykjanesumdæmi og er keppt í 5., 4. og 3. aldursflokki. Alls taka sjö félög þátt í mót- inu, en eitt þeirra sendir aðeins tvo flokka til mótsins. þ.e.a.s. 5. og 4. flokk, en þaö er Grótta á Seltjarnarnesi. — Aðrir þátttak- endur í mótinu era: Stjarnan, Silfurtúni, F.H., Hafnarfirði, Haukar, Hafnarfiröi, KFK, Keflavík, UMFK, Keflavík og Breiðablik, Kópavogi. Aðaltilangur móts þessa er að gefa ofangreindum flokkum tækifæri á aukinni keppni fyrir landsmótin : knattspyrnu, sem hefjast í byrjun júní, en hingað til hafa félögin úr Reykjanes- umdæmi komið mjög misjafn- lega undirbúin undir keppm landsmótanna. Fyrirkomulag mótsins verður á þann veg að í 3. aldursflokki verður höfð einföld umferð Framhald á bls. 10 K.S.I VALUR Laugardalsvöllur K.R.R. í KVÖLD KL. 8.30 LEIKUR SKOZKA I. DEILDAR LIÐIÐ HEARTS gegn Í.B.K. FYRSTI LEIKURINN Á LAUGARDALSVELLINUM Á ÞESSU ÁRI. Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 100 — Stæði kr.*75. Börn kr. 25. V ALUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.