Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 4
 Uglan hans lokkar aðra rán fugla í færi við byssuna >f Chuhu-uglan getur gripið og lim lest kráku með klóm. Hún heggur eldsnöggt meö sínu sterklega og bogna nefi, og eitt sinn hafði ein slík nærri kippt 'hendinni af eig- anda sínum. Eigandinn, danskur veiðimaður og fuglaskytta, hefur átt Chuhu- ugluna sína í 16 ár, en hún iæt- ur ekki spekjast og verður víst aldrei tamin. Kemur hún veiði- manninum, Svend Jensen, í góðar þarfir við útrýmingu hans á varg fugli í veiðilöndum, en hann hef- ur atvinnu sína af að viðhalda fuglalífi á sérstokum svæðum, sem vinsæl eru veiðimönnum. og fuglaskytta, hefur átt Chuhu- sem vinsæl eru veiðimönnum. .... ■....................... ............................... Sér hann um, að fálkar, krákur og aðrir slíkir vargar gangi ekki of hart að fasanfuglinum (hæns- fuglategund) um varptímann, svo veiðimenn hafi einhverja bráð aö skjóta á um veiðitímann. Er það einkum krákan, sem er aðgangs hörð að eggjum fasansins. Á veiðiferðum sínum hefur Svend ugluna sína með sér og kemur henni fyrir á priki rétt við skógarjaðarinn, en sjálfur leggst hann undir huliðsfeld við einhvern næsta runna. Uglan hef- ur merkilega mikið aðdráttarafl á ránfugla. Ekki h'öur á löngu, áður en þeir eru farnir að hnita hringi í loftinu vfir henni og hver á eftir öðrum koma þeir í færi við haglabyssuna hans Svend sem sjaldan förlast í skotfim- inni. Það hefur verið áætlað, aö rán- fugl, eins og t.d. krákan, eyði- leggi allt upp í 300 fasanegg yfir varptímann, og því er talin full nauösyn á að þynna raðir þeirra. Sums staðar hefur það ráð verið tekið upp ,að leggja eitrað egg í hreiður fasana, en Svend finnst slíkar aðfarir grimmilegar. Oft tekur það langan tíma, áður en eitrið vinnu að fullu á .ránfugl- inum, en skot Svends geiga sjald an og því er það skjótur dauð- dagi krákunnar, sem fyrir verð- ur. * Chuhu-uglan hans Svend Jensen og skotin kráka, á leið til jarðar. Eitt sinn hremmdi uglan um hendi Svends, boraði klónum í arminn og sleit sinar og slagæð i sundur, en Svend náði sér fljótt aftur. Róleg situr uglan á priki sinu og bíður veizlunnar, sem hún veit aö í vændum er. Veizlumaturinn verður krákan dauða á jörðinni. • Vífilsfell um l hvítasunnuna • Fyrir hvítasunnuna var látið • mikið af því hér I dálkunum, að • fjallasport og útivera væri við 1 allra hæfi, og bent á að Vífils- J fell væri hæfilegur vettvangur • fyrir óvana, en þangað ætlaði m. J a. Ferðafélagið með hóp. Ég fékk kveðju frá tveimur o ungum mönnum, sem höfðu lát- J ið sér þetta að kenningu verða • og þrömmuðu á Vífilsfell • snemma á hvítasunnudagsmorg 2 un í dásamlegu veðri, en þangað o höfðu þeir aldrei komið áður. J Þaö fylgdi kveðju þeirra, að slík • ar ferðir ætluöu þeir svo sann n arlega að fara fleiri í sumar, l eftir því-sem , veður .,Ieyfir. « • Annríki á Tjöminni Mikið er fallegt við Tjörnina í góðu veðri, og hið mikla fugla líf setur svo sannarlega sinn svip á þetta hjarta Reykjavíkur borgar. Annrfkið er mikið við Tjömina um þessar mundir, en manni finnst endilega að fugl- untrm hljóti að hafa fjölgað mik ið nú á síðustu árum. Hætt er þvf við, aö „húsnæöisvandræði“ muni gera vart við sig nú á varptímanum, og hart er að þurfa að úthýsa nokkrum. En væri nokkur goðgá að bæta við nýjum hólma, þó það verði ekki gert f sumar, en t.d. fyrir næsta varptíma, svo aö hægt sé aö mæta íbúafjölguninni í borg- inni, á þessu sviði einnig. Börnin á götunni Fyrir nokkru barst sú tilkynn ing frá lögreglunni að sérstak- ar tilkyr.ningar til foreldra yrðu festar á smábörn sem lögreglan sæi að leik á götum Reykjavfk- ur, enda eru göturnar stórhættu legur leikvangur. Við góða veðrið undanfarna 2 daga er eins og ásókn bama • hafi aukizt út á götuna, meira • að segja smábörn með þrfhjól. 2 Vafalaust hefir lögreglan nóg á • sinni könnu, þó þeir séu ekki J í smábarnapössun ,en vera barn • anna á götunni er lífshættuleg, * svo að ekki væri úr vegi að 2 hvetja lögregluna til að halda • herferð sinni áfram eftir því J sem tök eru á. 2 Vafalaust „stelast" þessi smá ó böm út á götuna, en samt 2 finnst manni furðulegt, hvað • fólk er rólegt fvrir þvf, að böm • þeirra geti farið út á götu á • meðan ekkert kemur fyrir. • 4* 9> Þrándur í Götu. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.