Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 9
V1 S IR . Föstudagur 19. maí 1967. Frjáls heimsverzlun hafði sigur Camkomulagi því, sem tókst síðastliöið þriðjudagskvöld í alheimstollaviðræðunum x Genf hefur verið lýst sem stórum og allt að því heimssögulegum við- burði. Ekki er þó auðvelt að koma auga á að þetta samkomu- lag hafi nein áhrif fyrir smáþjóð eins og okkur Islendinga, því að þar var fjallað nær eingöngu um hagsmuni stórþjóðanna og stóriðjunnar, enda áttu fulltrúar „stórveldanna" hlut að þessum þætti viðræðnanna, það er að segja fulltrúar hinna „fjögurra stóru“ eins og það er kallað, Bandaríkjanna, Efnahagsbanda- lags Evrópu, Bretlands og Jap- ans. prátt fyrir það skiptir sá árangur, sem þarna náðist allar þjóöir heims stórmiklu máli. Þar var komið í veg fyrir allsherj- ar viðskiptastyrjöld aðallega milli Bandarikjanna og Efna- hagsbandalags Evrópu, og hefðu margar smáþjóðir mátt líða mjög, ef ekki hefði verið hægt að hindra þá rimmu. \ ðalatriði samkomulagsins var að lækka tolla á framleiðslu stóriðjunnar um 35% bæði í Ameríku og Evrópu. Þessa lækk Wyndham White framkvæmda- stjórl alþjóðatollamálastofnun- arinnar, sem átti mikinn þátt í að samkomulagið tókst. Sagði fulltrúi Japana á eftir, að hann ætti skilið að fá friðarverðlaun Nóbels. un á að framkvæma stig af stigi á fimm ára tímabili 1968-73. En tvær stóriðjuþjóðir til viðbót- ar munu njóta mjög góös af þessum ákvæöum, Bretland og Japan, því að einangrun þeirra utan hinna stóru heildanna verð ur ekki eins mikil og áður. Það var Kennedy forseti Bandaríkjanna sem bar tillögu fram um þessar víðtæku tolla- lækkanir fyrir um fimm árum. Tilefni hans til að bera hana fram, var þá oröiö mjög brýnt. Evrópuþjóðir voru þá að sam- einast til nýrra átaka í stóriöju- framleiðslu með stofnun Efna- hagsbandalagsins. Til þess að styrkja eigin fyrirtæki gegn öfl- ugri samkeppnisaðstöðu banda- rísku stóriðjunnar ákváðu Evr- ópuþjóðir að fella tolla niður sín á milli, en viðhalda tollmúr út á við gagnvart Bandaríkjun- um. Sáu Bandaríkjamenn fram á að markaður þeirra fyrir iönað- arvörur í Evrópu mundi smám saman hrynja niður vegna þess- arar ójöfnu aðstööu og jafn- framt því sem Kennedy bar fram sína vinsælu tillögu um tollalækkanir hafði bann lika i pokahominu hótanir um að taka upp harðvítuga verndartolla- stefny, sem heföi eyðilagt mark- aö Evrópumanna vestan hafs. Þar með hefði skollið yfir heim- inn harövítugt verzlunar- og~ tollastríð, sem ómögu- legt hefði verið aö sjá fyr- ir endann á og hefði jafnvel getað endað með tollamismun- un og sundrungu heimsins í af- mörkuð viöskiptasvæði stórveld anna, þar sem öll Suður Amer- íka hefði oröið mjög háð Banda- ríkjunum og yfirleitt heföi mátt gera ráð fyrir, að smáríkin í heiminum hefðu orðið mjög illa úti í þeim hamförum. Camkomulagið í Genf er vissu- lega stórviðburður vegna þess, að komið varð í veg fyrir slíka hugsanlega upplausn al- heimsviðskiptanna. Með því er jafnframt slegið fastri þeirri reglu, að stóriðju eigi sem minnst að byggja upp með vemdartollum og kemur þaö meðal annars fram í því, að á- kveðið er að lækka tolla á ýms- um höfuðframleiðsluvörum stór iðjunnar um 50% eða um helm- ing, og á sú lækkun að gilda um vörur eins og bifreiöir, hjól- baröa, þvottavélar, ritvélar og ýmsar klæða og rafmagnsvör- ur. Um þetta varö mjög fljótt samkomulag £ Kennedy-viðræð- unum, en í síöasta þætti þeirra, sem fór fram i nærri því stanz- lausum viöræðum síðustu tíu daga, var hins v^gar nær þyj einungis fjallað um fáein vanda- mál, sem ágreiningur var um • og hafa þrjú atriði einkum ver- ið nefnd: Tjað fyrsta var tollun á svo- kölluðum efnavörum, en það er sívaxandi stóriðjugrein sem nær yfir hin ólíkustu svið, litarefni, gerviefni, svo sem plast og nælon, lyfjavörur, til- búinn áburð. Höfðu Bandaríkja- menn heimtaö að Evrópuþjóð- irnar lækkuðu toll á þessum vör um um 50%, en þær voru ó- fúsar til þess, þar sem þær eru einmitt að reyna á þessu sviði að leggja skorður við bandarísk- um ofurráðum. En sjálfir hafa Bandaríkjamenn líka i gildi mjög óvenjulegar vemdaraðgerð ir í þessum efnum til að hindra innflutning á slíkum vörum og Stærstu gagnaðilamir í Genfar-samningunum, Wllliam Roth full- trúi Bandaríkjanna, og Jeán Rey fulltrúi Efnahagsbandalagsins. : ^4 ' ■ • • Wyndham White, mjög þakkaö það áfrek að samkomulag tókst í? að lokum. og sagt að hann hafi oft unnið að því að sætta hinn 1 bandaríska ög evrópska fulltrúa með þvi aö bjóöa þeim heim til siri og halda veglegar veizlur á Interkontinental Iíóteli, glæsi- legustu veizlusölum borgarinnar Og ennfremur er sagt , aö hann hafi fneira að ségja látið veita samníngamönnum viski-lögg á síðustu fundum, sem er talið hafa verið mestá héillaráð til þess að milda skap manna og gera þá félagslyndari og á það að hafa verkað vel. Enn er eftir að ganga frá ótal vandamálum, svb sem ákvörð- un um tolla á laridbúnaðarvör- um í|ogv,jMmfufðurn,. en þó mikii|l ágréíriinguf ríki þár á mörgixmifeí’ýföiim eriek® tálið;;aö þaö geti oröiö nein hindrun í veginum, eftir að stóru ríkin eru búin að semja um málefni stóriðjunnar. Geta þessi mál æxlazt á ýmsa vegu, en taliö er til dæmis, að tollar á fryst- um fiski muni aðeins lækka um tæplega 20% og Evrópuþjóð- irnar þannig halda áfram vernd- artollastefnu til að stvðia sjáv- arútveg sinn. A ðalatriðiö er, aö lögmál al- mennra beztukjarasamn- inga mun ríkja áfram í heims- viðskiptunum, þannig að engin þjóö má ívilna annarri með ó- jafnri tollaafstöðu. Þó smáþjóð- irnar ímyndi sér, að þær geti grætt á slíkum ívilnunum, get- ur slíkt, ef það breiðist út haft geigvænleg áhrif fyrir þær, því þvi til, aö þeir væru ekki énn komnir inn í Efnahagsbandaiag- ið og yrðu þeir tilbúnir aö fram- kvæma tollalækkun á stáli um leið og þeir fengju aöild að Efnahagsbandalaginu, en fyrr ekki. | þriðja lagi var deiJt um al- þjóðavíðskipti með korn, ekki þó um tolla á því, heldur um það, hvernig ákveöa skyldi hið fasta heimsmarkaðsverð. 1 þeim samningum stóðu aöalkornvöru- framleiöendurnir, Bandaríkin, Kanada, Argentína og Ástralía á móti tveimur helztu kominn- flytjendunum Bretlandi og Jap- an og urðu þeir síöarnefndu að beygja sig fyrir mikilli verð- hækkun, sem; nemur um '35fl, króhum á tonriið. Er þessi hækk un talin talsvert áfall fyrir Breta, einfaldlega vegna þess að hún mun hafa alvarleg áhrif á vöruskiptajöfnuöinn í framtíð- inni. En bins vegar er sú góða hlið á málinu, að hér er ein- faldlega um að ræða skref í átt ina til inngöngu Breta i Efna- hagsbandalagið, en eins og de Gaulle tók fram á blaðamanna- fundi sínum nú í vikunni er hið lága kom og landbúnaöarvöru- verð í Bretlandi ein helzta hindr unin fyrir inngöngu þeirra í Efnahagsbandalagið. En afstaða þeirra í samningunum í Genf bendir til þess, að þeir ætli sér að bergja þann bikar i botn. Jþetta voru helztu deilumálin sem mtt var úr vegi í Genf nú I vikunni og er því kröfðust Evrópumenn þess að þær yrðu afnumdar. Ekki hefur enn verið tilkynnt, hver niður- staöan varð, en samkomulag náðist og er talið að Evrópu- menn hafi samþykkt að lækka toll sinn á þessu sviði um 30— 35% og Bandaríkjamenn að af- nema innflutningshindranirnar. Annað deilumál voru tollarnir á stáli, vegna þess að brezk stálframleiösla hefur dregizt aftur úr stálframleiðslu megin- landsins og voru Bretar því mjög stífir á því að lækka ekkí stáítolla aö sinni og fengu sínu framgengt í því. Urðu þeir fyrir ákúrum fyrir þetta og var sagt:,.. að ékki sýndi þetta mikinn vilja til að samlaga sig Efnahags- bandalaginu. En þeir svöruðu hvarvetna fagnað að samkomu- lag skyldi takast. Um tíma var útlit talið óvænlegt, svo að búizt var við að kalia þyrfti til ájálfan Dean Rusk utanríkisráð- herra Bandaríkjanna til að sitja ráðstefnuna. Stóð deilan þá aðal lega milli Belgíumannsins Jean Rey, er var fulltrúi Efnahags- bandalagsins og þótti standa sig mjög vel í samningáumleitun- um, svo að hann náði betri á- rangri gagnvart Bandaríkjunum en búizt hafði verið viö, — og hinsvegar stóö bandaríski full- trúinn William Roth, sem mörg- um þótti mislyndur samninga- maöur ög beita of mikiö hótun- ; um og. úrslitakostum. Er . framkvæmdastjóra al- r þjóða - tollamálastofriunaririnar brezkum manni að nafni aö með tímanum fara slíkar íviln anir mest eftir því hve miklu afli þeir búa yfir, sem þröngva þeim fram Það er þvi mikið hagsmuna og réttindamál, að verzlunar]afnræði mun haldast í heiminum. Samningarnir viröast einnig stuðla að því, aö draga fremur úr ofríkisstefnu Efnahagsbanda- lagsins. Það skal að visu ekki dregið í efa aö tollvemdarstefna sú sem Efnahagsbandalagið tók upp út á við, hafi veriö nauð- -ynleg til sameiningar og til þess að treysta kraftana gegn ofurefli Bandaríkjanna á ýms- um sviðum En hitt var alvarlegrá. að þessi stefna bitnaði á‘ritt5rgum tíðrúm aðilúni smáum og veikum, sem sízt máttu við þvf.' Og í raunirini væri þaö furðulegt ástand, et eitt öflugasta samsafn fjármagns og stóriðju sem lil er í heimin- um, sem á allt undir þvi komið að heimsmarkaðurinn sé sem frjálsastur, ætlar að ganga fremst í ströngum tollverndar aðgerðum. jKað er að visu ánægjulegt, aö stórveldin og þai ineo tal- m hin nýja efnahagssamsteypa Evrópu haldi áíram ao etiasi og taka upp æ fullkomnari og s rkostlegri framleiðsluaðferð- tr, sem stuöla að bættum lífs- kjjrum. En sú skuggahlið er á málinu, að eftir því sem þess- ir storu aðiljar eflast, þvi stærra veröur bilið milli þeirra og fá- tækra þjóða út um víöa veröld, sem sökkva æ dýpra i tátækt og eymd. Þetta eru þau lönd, sem almennt eru kölluð þró- unarlönd, en því miður hefur sú þróun viðast veriö þróun aftur á bak, meðan tæknistór- veldin rísa æ hærra í sínum framförum. Það var þvi óhjákvæmilegt í Kennedy-viðræðunum aö taka til meðferðar vandamál van- þróaðra ríkja og var meðal ann- ars tekin ákvöröun um það, aö rtku löndin, skyldu gefa fátæk- um þjóðum á hverju ári 4,5 milljónir tonna af korni til þess að afstýra hungursneyðum. En athyglisvert er, að þarna var valin nær alger lágmarksupp- hæð, höfðu verið á lofti til- lögur um að gefa 4-10 millj- ónir tonna og endanlégt magn var eins nálægt lágmárksupp- hæðinni og hægt var. Enn er eftir fram í júnímánuð að gera ótal samninga og taka fjölda ákvaröana sem sérstaklega snetra framleiðslu og verzlun þróunarlandanna, en sagt er aö flestar þær ákvarðanir séu svo á veg komnar, að þær veiti sára litla úrlausn. Tjaö er því miöur ein afleiðing ” af eflingu Efnahagsbanda- lagsins, að æ minna tillit viröist vera tekið til þarfa fátæku land anna. Stundum er því haldiö fram, að þetta stafi af því að Evrópumenn séu harðari í hom að taka en hinir örlátu Banda- rikjamenn. Hitt er þó líklegra að þetta sé fremur afleiðing þeirrar hörðu samkeppni sem hafin er milli þessara stóm aö- ilja, þar sem þeir einblína hvor á aðra, en gleyma að taka til- lit til þeirra smáu. Er það miöp alvarlegt, ef svo heldur áfram og ekkert verulegt átak veröur gert til að styöja framfarirnar fátæku löndunum. Eitt atriöi hefur vakið nokkra athygli í tollaviðræðunum í Genf, og það er að tvö austur- evrópsk lönd hafa tekið þátt i þeim, Pólland og Tékkóslóvak- ía og munu þau sem undan- tekningartilfelli fá að njóta hags muna af tollalækkununum. Þau eru að vísu ekki ennþá reiðu- búin að opna utanríkisverzlun sína en hafa þó í staðinn skuld- bundið sig til að auka innflutn- ing sinn frá Vesturlöndum um ákveðið magn á ári. Virðist þessi ákvörðun stuðla mjög að áframhaldandi viðskiptasam- starfi vestur og austur Evrópu Þá munu einnig verða settar nýjar og strangari reglur en í gildi hafa verið til aö hindra undirboð eða dumping á heims- markaðnum. Þorsteinn Thorarensen • aa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.