Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 10
w ■ Giiditiundur — Framh. af bls. 2 var nokkuð stífur af kulda, þeg- ar hann reyndí við 2.04, var yfir hæðmni þrívegis, en felldi. Það er samt greinilegt að Jón á eftir að láta að sér kveða í sumar. Ritstjóri íþróttablaðsins, þ. e. Þórður B. Sigurðsson, heldur lítið æfður sigfaði í sleggjukast- inu og náði ágætum árangri svo snemma árs, 50.43 metra kasti, en keppnin var mjög jöfn, Jón Magnússon kastaöi 49.20, Þor- steinn Löve 48.62 og Óskar Sigurpálsson 47.32. Er ekki út- lit fyrir annað en þarna verði mikil barátta I sumar. Ólafur Guömundsson vann langstökk með 6.83 m. og 100 metra hlaup á 11.2 sek. hvort tveggja mjög góöir árangrar svo snemma. Það var og mjög skemmtilegt að sjá stórefnilegan 100 metra hlaupara (og meö keppnisskap að auki!) þar sem er Þingeying- urinn Höskuldur Þráinsson, sem varð annar á sama tíma og Ól- afur. Innunfélugsmót Ármennlngar halda innan- iélagsmót á velli sínum við Sig- lún kl. 2.30 á morgun í köstum. Drengjukeppni — Framh. af bls. 2 líkt og um deildakeppni væri að ræöa og verða leiknar alls 5 umferðir. Alls verða þvf leiknir 15 leikir f þessum aldursflokki, og verða markahlutföll látin ráða ef fyö félög (eða fleiri) verða jöfn’ að stigum. 1 4. og 5. aldursflokki veröur viðhöfð útsláttarkeppni, en til þess að auka leikjafjöldann er leikið heima og heiman. — Dregiö hefir veriö í báðum þessum flokkum og leika sex lið fyrri umferðina, en KFK á frí í 5. flokki og Stjarnan í 4. flokki. Leikirnir á morgun eru þessir: 5. flokkur: Hafnarfjarðarvöllur kl. 2 e.h.: Haukar—Stjarnan. Keflavíkurvöllur kl. 2 e. h.: U.M.F.K.—Grótta. Kópavogsvöllur kl. 2 e. h.: Breiðablik—F.H. 4. flokkur: Hafnarfjarðarvöllur kl. 3 e. h.:. F.H.—Breiðablik. Keflavfkurvöllur kl. 3 e. h.: K.F.K.—Haukar. Kópavogsvöllur kl. 3 e. h.: Grótta—U.M.F.K. 3. flokkur: Hafnarfj.völlur kl. 4.15 e. h.: Haukar—U.M.F.K. Keflavíkurvöllur kl. 4.15 e. h.: K.F.K.—Breiðablik. Kópavogsvöllur kl. 4.15 e. h.: Stjaman—F.H. Semja — Framh af bls. 1 i Verð húsanna er umsamið 397.500 krónur á hús og er grunn- ur, eldunartæki og rafmagnsofnar innlfaliö í verðlnu. Húsin verða 45 fermetrar á stærð, 3 herbergi, eldhús og bað, teiknuð af Þorvaldi Kristmundssyni, arkitekt. Rafmagn á að vera komið fyrir 15. júlí n.k. en mánuði sfðar koma 6 fyrstu húsin en 4 verða tilbúin í júlí næsta sumar. Vegagerð að sumar- búðunum verður væntanlega boðin út innan skamms. Æskulýðsmót — Framh. af 1. bls. — Reynt verður aö koma sem flestum þátttakendum til gist- ingar á einkaheimilum, en ella í Hagaskóla eöa Melaskóla. Fundimir verða haldnir í Haga- skóla, nema setning og slit í Hásktft&bíói. Borðað verður á Hótel Sögu og hafa forráða- menn hótelsins sýnt sérstaka hjálpsemi í því sambandi. — Á hinum Norðurlö.ndunum eru flest, ef ekki öll, æskulýðs- félög beinir aðilar aö ráöinu, en hér var sá háttur hafður á, að stjórn Æskulýðssamb. íslands til nefndi 5 menn til að skipa ráð- ið. 1 því eru Jón E. Ragnars- son lögfræðingur, formaöur, Örlygur Geirsson framkvæmda- stjóri, varaformaður, Ólafur Einarsson stud. mag. ritari, Sig- urður Geirdal bankamaður, gjaldkeri og Sv'einbjörn Óskars- son verzlunarskólanemi meö- stjórnandi. Lúðrasveit — Framhald af bls. 10. lega fyrir lúðrasveit, Pageant eftir Vincent Persichetti. Einnig verður frumfluttur mars eftir Árna Björns- son, í útsetningu höfundar, en þessi mars hlaut fyrstu verðlaun í göngulagasamkeppni Sambands íslenzkra lúðrasveita í fyrra. — Einleikari á trompet í laginu Hejre Kate verður Lárus Sveins- son. Lúörasveit Reykjavfkur skipa nú 40 manns og stjórnandi er Páll Pampichler Pálsson en hann hefir I stjórnað sveitinni síðan 1949, nú- I verandi formaður er Halldór Ein- arsson. • Aögöngumiðar að tónleikunum verða seldir í Háskólabíói. Höfuðefni — Framhald at Dls. 16. eins og berlega sést á orðum Halldórs E. Sigurðssonar alþing- ismanns sem sagði á fundi á Snæfellsnesi fyrir skömmu er hann var spurður hvað Fram- sóknarflokkurinn myndi gera ef hann kæmist að völdum: Við munum stjórna eins og alltaf áður og aö stefnan væri sú sama og áður. 1 þessu felst í rauninni það að stefna flokksins haftastefna og verður það áfram, eins og reynslan af starfi Framsóknar hefur sýnt. Milli tuttugu og þrjátíu fyrir- spurnir voru bornar fram til frambjóðendanna og var þeim svarað jafnóðum. í svörum kom m. a. fram að Bjarni Benedikts- taldi eðlilegt að starfsskipt- ingu ráðherra yrði eitthvað breytt ef núverandi stjómar- flokkar sætu áfram við vö.ld til þess að endurnýja ag einhverju leyti störf ráðuneytanna, auka fjölbreytni o. s. frv. Þá kvaöst Bjami Benediktsson ekki sjá hilla undir nýja kjördæma- breytingu þótt núverandi kjör- dæmaskipan væri vissulega göll uð og varast ætti að fara ört í kjördæmabreytingar, þar sem ' ær hefðu tmflandi áhrif á stjórnmálastarfið. Hins vegar hlyti kjördæmaskipunin að breytast jafnskjótt og öllum væri orðið Ijóst að hún væri gf-igin sér til húðar. Margt fleira kom fram í svör- um frambjóðendanna, sem ekki er tækifæri til að' rékja að'sinni,. í lokaorðum sínum minnti Jó hann Hafstein á þau miklu af- rek, sem unnin hefðu veriö í V1SIR . Föstudagur 19. maí 1967. ■mmaHHoaaBaHHu íslenzka þjóðfélaginu á undan- fömum ámm. Hann minnti einn ig á það sem dæmi um það hve aðstaða þessa þjóöfélags væri nú allt örmur og betri en hún var að við mundum ekki hafa þolgð núverandi veröfall á mörk uðum erlendis ef það hefði kom ■" árið 1958 án þess að grípa til harðvítugri ráöstafana en áð- ur heföu þekkzt. Bílvelta eftir árekstur á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar Árekstur varð í gær um kl. 5 við gatnamót Lönguhlíðar og Miklu brautar. Bifreið af Trabantgerð var ekið suður Lönguhlíð og síöan til| hægri, til vesturs á Miklubraut, en| lenti þar fyrir Taunusbifreið, sem kom á móti henni norður L" uhlíðina. Við áreksturinn valt Taunusbifreiðin og meiddist öku- maður hennar lítils háttar, þó ekki alvarlega. Taldi hann sig hafa ver- ið á lítilli ferð, þegar Trabantbif- reiöinni hefði verið ekið fyrirvara- Iaust í veg fyrir sig og án nokk- urra stefnumerkja. Hinn ökumaðurinn, sem var kona, gat ekki gert sér Ijóst, hvort hún hefði séð Taunusbifreiðina, enj kvaðst hafa ímyndaö sér, að húnj hefði nægan tíma til að beygjas niður Miklubrautina. Tillaga í borgarstjórn um fegrun borgarinnar Eftirfarandi tillaga var flutt í borgarstjórn í gær af Gunnari Helgasyni : „Borgarstjórnin leggur áherzlu á, að stöðugt sé stefnt að aukinni fegrun borgarinnar með sem nán- astri samvinnu einstaklinga, fyrir tækja, félagasamtaka og borgaryf- irvalda. Þess vegna samþykkir borgar- stjómin aö veita einstaklingum og fyrirtækjum, sem skara fram úr á þessu sviöi, viðurkenningu. Felur borgarstjóm garðyrkju- stjóra aö hafa forgöngu um þetta mál og leita eftir samvinnu við þaui félagasamtök, sem hlut eiga að| máli, eða sýnt hafa sérstakan áhuga fyrir fegrun borgarinnar, svo sem Fegrunarfélag Reykjavíkur, Garð- yrkjufélag íslands, Félag garðyrkju manna og Húseigendafélag Reykja víkur. Garðyrkjustjóri leggi tillögu sína fyrir borgarráð eigi síðar en 1. júlí 1967“.. BELLA )VAuðvitað get ég ekki tekið ákveðna afstöðu til þess, hvort ég vil giftast þér eöa ekki. Við höfum aðeins þekkzt í vikutíma. — Geturðu ekki geflð mér frest fram á mánudag?“ BORGIN VISIR. lOT^ Jyrir arum TILKYNNING Bón. Gömul einstæðingskona biður einhvern góðan mann að gefa sér dúk til aö leggja á stein gólfið í herberginu sínu. 19. maí 1917 Heimsóknatími í sjúkrahúsum í Borgarspitalinn Heilsuvemdar stöðin: Alla daga frá kl. 2—3 og 7-7.30 Elliheimilið Grund. Alla daga kl. 2-4 og 6.30-7. \ Farsóttarhúsið. Alla daga kl. 3.30-5 og 6.30-7. Fæðingardeild Landsspitalans Alla daga kl. 3-4 og 7.30-8 Fæðingarheimiii Reykjavíkur. Alla daga kl. 3.30—4.30 og fyrit feður kl. 8-8.30. Hvítabandið. Alla daga frá kl 3-4 og 7-730. Kleppsstpitlinn. Alla daga kl. 3-4 og 6.30-7. Kópavogshælið. Eftir hádegi daglega Landakotsspítall. AHa daga kl. 1—2 og alla daga nema laugar- daga kl. 7-7.30. Landsspitalinn. Alla daga kl. 3 -4 og 7-7.30. Sólheimar. Alla daga frá kl. 3 -4 og 7-7.30. Sjúkrahúsið Sólvangur. Alla virka daga kl. 3—4 og 7.30—8. Sunnudaga kl. 3—4.30 og 7.30—8 Fommaour og Þórður blómasali á Sæbóli gerir víðreist og nú fór hann fyrir nokkrumj dögum á heimssýninguna miklu í Montreal meg Sunnu-hópi og var þá klæddur aö sið fomra höfðingja eins og sagði frá i frétt i blaðinul i gær. Hér er Þóröur við PanAm-þotuna í fornmannabúningi sínum ásamt konu sinni. Stingur búningurinn óneitanlega i stúf viö hina nýtízkulegu þotu. iilkynning Nemendasamband Kvennaskól- ans heldur hóf í Leikhúskjallar- anum fimmtudaginn 25. maí, er hefst með boröhaldi kl. 19,30. Hljómsveit og skemmtikraftar hússins skemmta og spilað verður Bingó. Aögöngumiðar verða af- hentir í Kvennaskólanum 22. og 23. þ.m. milli kl. 5 og 7. Fjöl- mennið. — Stjórnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.