Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 16
Friöjón Skarphéðinsson • yfirborgarfógeti : Forseti Islands hefur skipaö Frið • jón Skarphéðinsson, bæjar- • fógeta á Akureyri og sýslumann J ' Eyjafjarðarsýslu, yfirborgar- • fógeta í Reykjavík frá 1. októ- * ber að telja. * Friðjón fæddist 15. apríl 1909 • á Oddstöðum í Miðdalahreppi. J Hann hefur gegnt margvíslegum • trúnaðarstörfum. M. a. var hann dóms- og félagsmálaráðherra í minnihlutastjóm Emils Jónsson * 1958—59. Alþm. fyrir Akur- eyri 1956—59, landskjörinn al- þm. 1959—63, en þá var hann jafnframt forseti Sameinaðs Al- þingis. Hann tók við þing- mennsku af Guðmundi í Guð- mundssyni, þegar hann hætti þingmennsku á kjörtímabili því, sem nú er að ljúka. Friöjón sat í mannréttinda- nefnd Evrópuráðsins 1957—62. Hann var fulltrúi á Ráðgjafar- '’!ngi Evrópuráðsins 1958—60. Höfuðefni kosninqanna verður tv$ætt Kjósendur velja um öryggi eða upplausn — frelsi röa höft — Fjölmennur frambjóðendafundur i Sjalfstæoisnusmu i gær Nokkur hundruð reykvískra kjósenda og átta frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skiptust á spurningum og svörum á fundi í Sjálf- stæðishúsinu í gærkvöldi. Fundarstjóri var Ólafur B. Thors, formaður Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna en fundarritarar Sigurður Valdimars- son og Magnús Geirsson. Bjami Benediktsson, for- sætisráðherra, flutti stutta ræðu í upphafi fundar- ins, en Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, mælti nokkur lokaorð. í ræðu sinni lagði Bjarni Benediktsson áherzlu á að höf- uðefni kosninganna mundi veröa tvenns konar. Annars vegar hlytu menn að kiósa um það hvort viðhalda ætti þeirri festu og öryggi í stjórnarháttum sem einkennt hefði tímabil nú- verandi stjómarflokka eða skapa þá óvissu og öryggisleysi, sem væri samfara því að veita stjórnarandstöðuflokkunum aukin áhrif á Alþingi. Hins veg- ar yrði kosið um það hvort halda ætti áfram á þeirri braut frjálsra samskipta, sem lögð heföi verið upp úr 1960 ellegar hverfa aftur til haftafyrirkomu- lagsins, sem stjómaTandstaðan berðist fyrir. Porsætisráðherra minnfi á að núverandi stjómarsamstarf hefði staðið tvisvar sinnum leng ur en nokkurt annað stjömar- samstarf siðan þingrof var iim- leitt á fslandi fyrir 60 árum. Þetta tímabil væri og fjórum sinnum lengra en meðal stjóm- artlmi áðar fyrr. Slikt lang- varandi stjórnarsamstírrf hiýtur að skapa me«i festu og meira öryggi í st|óm málefna þjóðar- innar en eHa, sagði fors.ráðh. Hann minoti og á upplausn- ina innan Alþýöubandalagsins. Taldi hann að hún mundi ekki minnka þótt meðiimir þess kæm ust að einhverjum völdum, enda væri fyrir því reynsla frá ár- um vinstri stjómarinnar að heil indi væm þar af skomum skammti. Um Framsóknarflokkinn sagði ræöamaðurirm að foringj- ar flokksrns vðdu ekki láta uppi hver stefna hans mundi verða ef hann næði völdum, en það mætti rawnar ráða af ýmsum ummælum þeirra og sögu ffokks ins. Framsóknarflokkurinn kýs að haftakerfið verði endurreist Framh. á bls. lð Frá hinum fjölsótta frambjóðendafundi Sjálfstæðismanna í Sjálfstæð ishúsinu í gærkvöldi. Vörusýning opnuö í Laugardal Vörusýning A-Evrópulandanna í Laugardalshöllinni verður opnuð fyrir boðsgestí klukkan 2 á morg un, en almenningi klukkan fjögur >ama dag. Blaðamaður og ljósmyndari frá Vísl litu inn á sýninguna í morg un og var þá fólk að vinna að frá gangi sýningarhluta. Viö náðum tali af Óskari Óskarssyni, fram- kvæmdastjóra sýningarinnar, og sagði hann, að bað sem elnkenndi vinnubrögöum þeirra sem sæju um uppsetningu sýningarinnar væri «rve fumlaust þeir ynnu og greini- lega væri hér um alvant fólk að ræða. Óskar sagði að allt hefði gengið samkvæmt áætlun og sem betur fer hefði íslenzka sýningar nefndin getað staðiö við sinn hluta, hvað varðar fyrirkomulag sýningar innar og yrði öllum frágangt lok- ið fvrir miðnætti. Útlendingarnir hefðu lofað að vera búnir að ganga frá deildum sínum klukkan 22. Verða að gera ferð til Reykja- víkur að borga rafmagn Á miða scm Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur sent við- skiptavinum sínum, auglýsir hún fjölgun þeirra staöa í borg- inni sem rafmagnsnotendur geta farið á til að borga reikn- inga. Það eru ekki færri en sjö staðir í Reykjavík og Kópavogi sem úr er að velja og er það vel. En einn af rafmagnsnotend um í Mosfellssveit kom að máli við blaðlð og sagðist hafa feng- ið fyrrgreindan miða ásamt öðr- um sem prentaður er með rauðu letri og fyrirsögninni ÁRÍÐ- ANDI TILKYNNING. Þar segir eftirfarandi: Með- fylgjandi reikningur fyrir orku notkun óskast greiddur á ein- hverjum þeirra greiðslustaða sem skráðir eru á bakhlið hans. GREIÐSLA verður EKKI SÓTT. NOTIÐ NÆSTA GREIÐSLU- STAÐ. Hafi reikningur ekki verið greiddur INNAN 10 DAGA verð ur orkuafhending stöövuð, ATHUGIÐ VEL - að ef til stöðvunar kemur, má lokunar-^ maöur ekki taka viö greiðslu, honum ber skylda til að loka. GREIÐIÐ STRAX - það kostar meira ef lokað er. Rafmagnsveita Reykjavíkur. — „Þetta er nú gott og bless að“, sagði maðurinn, ,,en hvers eigum við atvinnurekendur að gjalda. Svo getur staðið á fyrir okkur, að við höfum engin tök á að fara til Reykjavíkur innan þess tíma sem reikningurinn á að greiðast, en þá kemur lofcun armaðurinn og honum ber skylda til að loka, eins og segir í tilkynningunni. Væri ekki mögulegt fyrir Rafmagnsveituna að hafa einhvern stað í sveit- inni sem hægt væri að greiða reikningana á, til að losa okk'i ur við þá fyrirhöfn að fara alla leið til borgarinnar til þess að greiöa siíka reikninga?" Löörasveit Reykjavíkur Itetdur afmæiistónleika Lúðiasveit Reykjavíkur verður 45 ára 7. júlí nasstkomandi og efnir í því tilefni til tónleika í Háskóla- bíói sunnudaginn 21. maí kl. 3 e.h. Efnisskrá tónleikanna verður mjög fjölbreytt og meö nýtízku- iegra sniði en venja er til hérlendis. Verða þar ýmis verk fyrir stærri hljóðfæraskipan en áður og auk marsa eitt sem skrifað er sérstak- Framhald á bls. 10. íslenzki hesturinn í máli og myndum Fremst á myndinnl er Trabantmótor, en fjær sést maður ganga frá einum sýningarbílnum. (Ljósm.: B.G.) Tímaritið ICELAND REVIEW er nýkomið út og flytur það margvís- legan fróöleik um land og þjóð að i vanda. Væntanlegum þingkosning- |um eru sérstaklega gerð skil í j þessu hefti, m. a. með grein, sem | Benedikt Gröndal, alþingismaður, : skrifar um Alþingi fyrr og nú. Er | grein hans skreytt fjölmörgum j ijósmyndum og teikningum. Dr. I Gunnar G. Schram skrifar um þing- kosningarnar og gerir grein fyrir ástandi og horfum í stjórnmálum. Hraöfrystiiðnaðinum eru einnig gerð skil i þessu hefti ICELAND REVIEW meö grein um þróun hans síöustu áratugina. Er þar skýrð vaxandi þýðing fyrstiiðnað- arins fyrir þjóðina. gerð grein fyr- ir hlutdeild frysta fisksins í út- flutningi okkar með töflum og línu ritum. Guðmundur II. Garöarsson, fulltrúi hjá S.H. ritar þessa grein. Þá skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri ítarlega grein um þróun- ina í íslenzkum landbúnaöi undan- farin ár, vélvæðinguna, sem bylt hefur búnaðarháttum á Islandi. 1 þessu hefti ICELAND REVIEW er einnig grein um íslenzka hestinn eftir Gunnar Bjarnason, er hún skreytt fjölda fallegra hestamynda. Þetta hefti er og að hluta helgað Austfjörðum, og segir Pétur Karls- son frá ferðalagi um Austfirði, en Gísli J. Ástþórsson skrifar um lífið í síldarbænum. Af öðrum greinum má nefna frásögn af Industri- konsulent, Hótel Hifröst, innflutn- ingsverziuninni Glóbus, Ferðasktif- stofunni Sögu Mjólkurbdi Fióa- manna, dráttarvélum — og í heft- inu eru fréttir samþjöppuðu formi, bæði almennar og um sjav- arútveg. Frímerkjaþáttur er í rit- inu og margt fleira. sem of langt vröi upp að telja. Þetta er fimmta ár útkomu ICE- LAND REVIEW. Ritstjórar eru Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.