Vísir - 27.06.1967, Side 1

Vísir - 27.06.1967, Side 1
VISIR 57. árg. - Þriöjudagur 27. juní 19í>7. - 143. tbl. • r • ■ I Sjónvarpsafnotagjöld óbreytt Lækka ekki jbrátt fyrir sumarfri og fyrir jbað að sjónvarpið er enn talið á tilraunastigi Margir sjónvarpseigendur eru óánægöir meö þaö að borga fullt afnotagjald af sjónvarpi sinu (2400 kr.) miðaö við það, aö útsendingar verða stöövaöar meðan sumarfrí starfslolks sjón varpsins stendur yfir. Getur þetta hlé náð allt að sex vikum. Einnig miðaö við þaö að sjón- varpið er enn sem komið er á- Hafrannsókna stofnunin hefur ekki æsktbanns á Suðurlandssildveiðum — Engar tillogur borizt frá fiskifræðingum, brátt fyrir tilmæli sjávarútvegs- málaráðuneytisins „Við höfum æskt eftir áliti fiskifræðinga varðandi sild- veiðar þær, sem nú eru stund aðar fyrir Suðurlandi, en fiskifræðingar hafa ekki látið f ljós neitt áiit varðandi þær, a.m.k. ekki til réttra aðila“, sagði J6n Arnalds deildar- stjóri í sjávarútvegsmálaráðu neytinu í viðtali við Vísi í morgun. „M.a. fórum við sér staklega fram á það við fiski- fræðinga, að þeir létu í ljós sérstaklega álit varðandi bann á síldveiðum þeim, sem nú eru stundaðar við Suður- land, en eins og fyrr segir hefur ekkert frá þeim kom- ið“. „Ef fiskifræðingar hafa viljað koma áliti sínu á framfæri við ráðuneytið, hefur venjulegi gang urinn í málinu verið sá, aS fiski fræðingarnir hafa skilað álitum sínum til Hafrannsóknastofnun- arinnar, og hún sfðan komið þessum álitum á framfæri við ráðuneytið. Enginn fiskifræðing ur hefur látið í ljós álit sitt á framangreindum síldveiðum, hvorki við Hafrannsóknastofn- unina eða beint við sjávarútvegs málaráöuneytið". „í febrúar 1966 var ,gefin út tilkynning af hálfu sjávarútvegs málaráðuneytisins, sem hljóðaði á bann á síldveiðum við Suður- og Vesturiand ef síldin væri styttri en 23 sentimetrar. Jakob Jakobsson hefur nú komið að máli við ráöuneytið og fariö fram á að þessi lágmarkslengd yrði lengd upp í 25 sentimetra. Þessi málaleitan Jakobs er nú í athugun í ráðuneytinu. En hins er að gæta í þessu sam- bandi að þessar takmarkanir koma ekki við þeim síldveiðum, sem nú eru stundaðar við Suð urland, þar sem síldin, sem nú veiðist er mun lengri en 25 sentimetrar. í vor voru síldveið- ar bannaðar fyrir Suður-og Vest urlandi á tímabilinu 20. marz til 15. maí að tillögu fiskifræðinga. Tillögur þeirra hafa alltaf verið teknar mjög til greina hjá sjávar útvegsmálaráðuneytinu, en varð andi síldveiðar þær, sem nú eru stundaðar við Suðurland hef ur engin álitsgerð borizt til ráðu neytisins eða annarra réttra aö- ila, sem snúa ætti sér til, f slfk- um tilfellum. Aftur á móti hefur ýmislegt varðandi síldveiðamar verið haft eftir þeim, bæði í blöðum og sjónvarpi". litið tilraunasjónvarp með að- eins f jórar útsendingar vikulega í staö sex, sem eiga að vera, þegar það tekur til starfa af fullum krafti. Einnig vegna þess, að útsendingar sjónvarps- ins, sem áttu að verða 5 daga vikunnar frá þvf í maí hafa haldizt óbreyttar við fjórar og hafi því þessi útsendingadagur 'dregizt á Ianginn. Vísir talaði í morgun við Gunnar Vagnsson framkv.stjóra fjármáladeildar hljóðvarps og sjónvarps, sem sagði m. a.: — I fyrrahaust var afnota- gjald sjónvarpsins ákveðið á æðstu stöðum (menntamálaráð- herra) og þá með mánaðarfrí starfsfólks ! huga og einnig þá fjölgun útsendingadag- anna, sem þegar var orðin, en reiknað hafi verið með þvf að fimmti útsendingadagurinn kæmi til f maí. Ef dráttur yrði á fjölgun sjónvarpsdaganna kynni það að hafa áhrif á af- notagjaldið en ekki, ef sjón- Framhald ð bls. 10. Almennur fundur um Suður-Vietnum Sendinefnd frá æskulýðsnefnd þjóðfrelsishreyfingarinnar (Viet- cong) í Suður-Vietnam er stödd hér um þessar mundir eins og Vísir hefur áður skýrt frá. Nefndin held- ur opinberan fund f Austurbæjar- bíó í kvöld á vegum Islenzku Viet- namnefndarinnar. Sömu fargjöld með þotunni Flugfélagið hefur aðeins 108 sæti / vélinni Boeing 727 þota Flugfélags ís- lands var tli sýnis á Reykjavíkur- flugvelli í gærdag og kom mikill mahnfjöldi til að skoða hana. — Athygli vakti hve hún er smekk- lega skreytt að innan og hversu rúmgott er milll sætaraðanna, en Flugfélagið ætlar aöeins að hafa 108 sæti í þotunni, þó að hægt sé að hafa í henni 130 sæti oz flest flugfélög hafi um 120 sæti. Sveínn Sæmundsson blaðafuil- trúi Flugfélagsins, sagði við frétta- menn i gær þegar þeir skoðuðu flugvélina, að mikil áherzla hefði verlð lögð á að hafa alla Iita- samsetningu og skreytingar í ró- legum litum. — Allar hliðar far- þegarýmisins eru skreyttar mynd- um, sem eru dregnar daufum lín- um og eru gerðar eftir Ijósmynd- um af ýmsum hliöum fsienzks landslags og þióðlifs og eiga að vekja forvitni erlendra farþega á landinu. — Þar má m. a. sjá fossa, hveri, Surtsey, landbúnaðar- störf, íslenzka hestinn eða „fax- ;ann“ o. s. frv. Við hverja sætaröð eru tveir gluggar, svo að útsýni úr vélinni er ágætt. Hverju sæti fylgir súr- Framh. á bls. 10 Óvenju góíur afli hjú togurunum — Allt upp i 41/2 tonn á togtima — Hæstu skipin komin með 3 búsund tonn frá áramótum Afli togaranna hefur verið óvenju líflegur nú seinustu mánuði — mokafli við A-Græn- land og góöur reytingur á heimamiðutn. Önnur eins afla- hrota hjá íslenzkum togurum hefur ekki komið í mörg herr- ans ár. Það sem af er þessum mánuði hafa 10 togarar landað í Reykjavík 33420,37 tonnum, eða 500 lestum meiri afla en landað var hér í fyrra allan júnfmánuð, og í dag er veriö aö landa úr tveimur togurum til viöbótar, Þorkeli mána hátt á 400 lestum og 240—50 lestum úr Neptún- usi. Aflahæsti togarinn það sem af er árinu er Maí með 3049 lestir í 8 löndunum, 5 heima og 3 erlendis og er sá afli miðaður' við síðustu löndun, 14. júní. — Víkingur er með 2718,8 lestir í 8 löndunum, 4 heima og 4 er- l<indis, en hann landaöi síðast 21. júní. Þormóður goði var kominn með 2272 lestir við sein- ustu löndun þann 21. júní og Sigurður 2259,5 þann 14. júní. Frá áramótum hafa togaram- ir komið með um 8 þúsund lest- ir á land í Reykjavík, en tæp 7 þúsund á sáma tíma í fyrra. Auk þess hefur verið mikiö um söl- ur erlendis í vor og má búast viö að afli togaranna sé oröinn allmiklu meiri en hann hefur ver ið um áraraöir, miðað við fjölda skipa. Mikil vinna hefur verið í frystihúsum bæjarins við vinnslu togaraaflans og er það góð uppbót á lélega vertíð. Aflinn miðað við togtíma virö ist vera mun betri en undanfarin ár, og hafa fengizt allt upp í 4*4 tonn á togtímann viö A,- Grænland, en afli hefur einnig verið góður við Austfirði og á Selvogsbanka. i SMYGL EÐA ÞÝFI? • Tollverðlr fundu í gær hjá áhöfn Jþýzka skipsins Seeadler fimm •flöskur af Genever. Skipiö kom •hingaö meðal annars með vörur til JÁfengisverzlunarinnar os lék grun- •ur á, að flöskumar fimm, sem Jfundust hjá áhöl'ninni, væru úr i <vörusendingunni. Flöskumar eru eins að öllu leyti, merkingum og öðru, og þær, sem Áfengisverzlun- in fær. Möguleiki er þó á því, að flöskurnar séu smyglgóss, sem við- komandi skipverji hafi haft með sér að utan og ekki gefiö upp hér við tollyflrvöldin. Málið er í ranusókn. Keldnaholtsmálið dómtekið í | morgun Kcldnaholtsmálið svonefnda í var tekið fyrir í Bæjarþingi ( | klukkan 10 i morgun. Eins : i og sagt hefur verið frá hér i j Vísi áður heitir málið því flókna J nafni „Meistarasamband bygg- ingamanna f Reykjavik fyrlr hönd Málarameistarafélags , Reykjavíkur og Steinþórs M. j Gunnarssonar gegn Kristnl Guö- j mundssyni og co h.f. og Kristni Guðmundssyni og meðalgöngu- : sök Innkaupastofnunar ríkisins gegn aðaistefnanda“. f Ekki er seinna vænna að gera tilraun til að leysa þetta mál,' þar eð réttarhlé hefjast í Reykja i vfk þann 1. júlí og standa þau yfir í tvo mánuði. C <í G> C

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.