Vísir - 27.06.1967, Side 9

Vísir - 27.06.1967, Side 9
V1SIR . Þriðjudagur 27. júní 1967. Menntun er bezta fjár- festing hverrar j)jóðar Talað við nokkra stúdenta, sem lesa á sumrin !>ví hefur oft verið fleygt, að fjárfesting I menntamálum sé bezta fjárfesting, sem nokkur þjóð leggur í. Þetta hef- ur marg oft komið berlega í Ijós, einkum nú í seinni tíð, er sérhæfing á hvers konar sviðum hefur sífellt verið hærra og hærra skrifuð hjá þeim hjóðum, sem lengst eru komnar á braut velmegunar, andlega og Iíkamlega. Nú þegar sumar er komið njóta þeir, sem þess eiga kost, sólar og góða veðursins eins og frekast er kostur. En því miður eru það ekki allir, sem þess eiga kost. Einn hópur er sá, sem ekki getur notið góöa veðursins og sumarsins á við aðra og það eru þeir námsmenn, sem lesa að sumri til, sumir að búa sig undir lokapróf, en aðrir undir minni háttar próf, sem þó eru mikil- væg. Þessir menn fóma með þessu sumarvinnunni, sem löng- um hefur hjálpað mörgum námsmanninum yfir örðugasta hjaUann á Ieiðinni til góðrar menntunar. Þessir menn eru að fjárfesta, þó svo þeir treysti ef til vill ekki svo mikið á „verð- bólgugróða“, eins og sumir, sem hvað ákafastir fjárfesta. Blaðamaður og Ijósmyndari Vísis heimsóttu á dögunum Háskóla íslands, þar sem flestir þessara námsmanna hafa aðstöðu til lestrar. Við áttum tal við nokkurn hluta þessa hóps og fer það hér á eftir. 0 Ver doktorsritgerð í íslenzkum stjórnmál um við Parísarhá- skóla Á efstu hæð Nýja Garðs, en því nafni nefnist nýrri heima- vist háskólastúdenta, hafa nokkrir námsmenn herbergi, þar sem þeir stunda rannsóknir sín- ar. Við hittum fyrstan að máli Michel Sallé, ungan, franskan stúdent, sem hér hefur dvalizt í tvö ár og hyggst verja doktors- ritgerð um íslenzk stjórnmál við Parísarháskóla á næsta vori. — Við spyrjum hann fyrst, hvað hafi komið honum til aö leggja stund á rannsóknir á íslenzkum stjórnmálum, sem ekki ku vera mjög hátt skrifuð hjá mörgum hér á landi. — Ég hefi stundaö nám í fé- lagsfræöi og stjómfræði við Parísarháskóla í fimm ár. Eitt sumarið langaöi mig hingað til lands og lét ég verða af því, og hélt hingað af einskærri ævin- týramennsku, eins og svo margir útlendingar, sem hingað koma. Ég byrjaði á þv£ aö reyna að útvega mér vinnu hér og þaö gekk ekki sérstaklega illa. Hafnaði ég aö lokum á Raufar- höfn, þar sem ég fékk vinnu við saltfiskverkun. Ég kunni illa við mig í byrjun, bæöi fannst mér fólkið leiðinlegt og svo líka landið, sem það byggir. En er ég fór að kynnast hvoru tveggja, fór ég smám saman aö kunna betur við mig, og svo vel að síöustu, að ég ákvað aö dveljast hér lengur, gat í rauninni ekki hugsað mér að fara strax heim. Ég ákvað sem sé að leggja stund á íslenzk stjómmál, samanber það sem ég lagði stund á viö Parísarháskóla og ég sagöi frá áðan. — Mér kom strax í byrjun mjög á óvart, hvað stjómmála- flokkarnir hér á landi eiga sterk ítök víða í þjóðlífinu og hafa viðtæk áhrif á þaö. Það er eink- um þetta, sem ég tók fljótlega eftir og þaö sem mér finnst athyglisveröast. Þá geri ég ekki heldur ráð fyrir, að kjósendur i öðrum löndum sé jafn ríg- bundnir við „sinn“ flokk og hér er. M. a. á þeim forsendum gerði ég ekki ráð fyrir miklum breytingum á valdahlutfalli flokkanna hér í nýafstöðnum Alþingiskosningum og sú varö jú raunin. — Mér finnst velmegun mikil og almenn velmegun og að því hef ég komizt með athugunum á íslenzku efnahagslífi. Ég held, að tekjuskiptingin sé óvíða jafn- ari en hér á landi, a. m. k. er hún ójafnari £ mínu heimalandi. — Nú síðustu daga hef ég haft ágætis tækifæri til að kynn ast landinu enn betur en ég gat áður. Ég fór um Norðurlandið, og skoðaði m. a. Mývatnssveit- ina og þar fannst mér landslag- ið £ einu orði dásamlegt. Þá hef ég farið til Snæfellsness og sömu sögu er að segja þaöan. 0 Eddukvæðin eru freistandi jVokkru innar á ganginum á Nýja Garði' búa tvær enskar stúlkur, sem leggja stund á is- lenzka tungu. Við hittum aðra þeirra heima við. Hún heitir Catrin Jones og er frá WALES og á það leggur hún mikla á- herzlu. Þjóðemiskennd er rik i þeim, sem þama búa og komst blaðamaður oft að raun um það, meðan á samtalinu stóð. — Ég stunda nám í íslenzku hér við Háskólann, segir Catrin £ upphafi. Hún talar mjög góða fslenzku, svo góða, að undrun sætir, þar sem hún hefur aðeins dvalið hér á landi frá þvf s.l. haust. — Ég lagði stund á foni- ensku við háskólann í London og þá komst ég £ kynm við Is- lenzkuna og tók hún fljótlega hug minn allan og þá þegar á- kvað ég að koma hingað, kynn- Catrin Jones: Sakna trjánna £ Wales ast fólkinu, landinu og sfðast en ekki sízt málinú, sem hér er talað. — Ég get með ánægju sagt, aö ég kann vel viö mig hér á landi. Ég vissi aö visu lftið um land og þjóö, er ég kom hingað, en ég hef sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum með dvölina hér og kynni mfn af fólkinu. Þið íslendingar eruö alltaf að segja, að þiö séuð ókurteisir. Ég hef ekki oröið vör við það, en aftur á móti eruð þiö lengi að kynnast okkur útlendingun- um, eða kannski erum við sjálf- ir óframfærnir. — Er ég var viö nám i Lund- únaháskóla, komst ég nokkuð í kynni við íslendingasögurnar. Ég er einkum hrifin af Eddu- kvæðunum, bæði varöandi form þeirra og efni. Það er eitthvaö við þessar fomu sögur ykkar, sem gerir þær svo freistandi til lestrar. — Mér gafst tækifæri til þess fyrir skemmstu aö ferðast eilítiö um íandiö ykkar og það verð ég aö segja, að ég varð mjög hrif- ir, af þvf. Ég viðurkenni fúslega, að fyrir kemur að ég sakni minna heimahaga, einkum trjánna, en er það ekki eðlilegt? Vaknar föðurlandsástin ekki alltaf einhvern tima upp i manni? © Tannlæknanámið er 6 ára stöðugt púl Á flötinni neðan við Háskól- ann flatmaga fimm stúdent- ar. Við setjumst hjá þeim og tökum þá tali. Nöfnin? — Björgvin Jónsson, Bragi Ásgeirsson, Haukur Filippus- son, Helgi Einarsson, allt tann- læknanemar og Hreinn Pálsson, laganemi. Þeir Björgvin og Helgi eru aö búa sig undir loka- próf, en Bragi og Haukur munu ljúka prófum aö einu og hálfu ári liðnu. — Það er nú ekki mjög al- gengt að laganemar lesi mikið á sumrin, segir Hreinn, en auö- vitað veröa þeir, sem slá slöku við á veturna að bæta það upp með sumarlestri. — Tannlæknanámiö tekur venjulega 6 ár, sex ára sífelldur þrældómur, lestur og aftur lest- ur. Samfara lestrinum er kaup- laus vinna. — Námsefnið hjá okkur i tannlæknanáminu er alltaf aó aukast, við lesum um 5000 síð- ur á síðasta vetri og tökum sfö- Framti a nls 10 Michel Sallé: Almenn velmegun á íslandi. Laganeminn og tannlæknanemamir: Talið frá hægri eru: Helgi Einarsson, Hukur Filippusson, Bragi Ásgeirsson, Björgvin Jónsson og Hreinn Pálsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.