Vísir - 27.06.1967, Side 3
VISIR . Þriðjudagur 27. júní 1967.
Áhöfnin, sem flaug Gullfaxa heim. Frá vinstri: Ásgeir Magnússon flugvélstjóri, Halldór Hafliðason
flugmaður, Gunnar Berg Bjömsson flugmaður, Sigríður Jónsdóttir kona Ásgeirs, Jóhannes Snorra-
son flugstjóri, dóttir hans og kona hans, Ama Hj örleifsdóttir. (Ljósm. Magnús Axelsson).
Við upphaf þotualdar
Það var sögulegt augnablik
í 30 ára starfssögu Flugfélags
íslands og jafnframt í sam-
göngusögu þjóöarinnar, þegar
fyrsta þotan í eigu islendinga
lenti á Reykjavíkurflugvelli s.l.
laugardag kl. rúmlega 4 síödeg-
is. Tugþúsundir frekar en þús-
undir islendinga voru mættir á
flugvellinum og á fleiri stööum
í borginni, þar sem fylgjast
mátti meö lendingu Boeing 727
þotunnar, þar á meöal flestir
valdamenn þjóöarinnar, forseti
islands, ráöherrar, fulltrúar er-
lendra ríkja, stjómmálamenn,
embættismenn og fleiri.
Þó aö þotuöld sé hafin fyrir
allmörgum árum víða erlendis,
varö ekki betur séö á flestum,
sem uröu vitnl aö komu þot-
unnar, en aö þeim hafi þótt
mikið til hennar koma
og gleöi og stolt íslend-
inga vegna þotunnar leyndi sér
hvergi. — Við upphafi þotu-
aldar á islandi skein sól í heiði,
jafnt i eiginlegri sem óeigin-
legri merkingu, því þó nú sé
MYNDSJÁ
orðið langt um liðið síöan ein-
angrun islands var rofin meö
skipulögðu áætlunarflugi til
annarra landa, verða allar fram-
farir í samgöngum þjóðar-
innar til þess aö færa landið
nær umheiminum og losa íslend
inga við þá ónotakennd, sem
jafnan hefur fylgt tilfinning-
unni um eingangrun, og hefur á
stundum brennt mark á sálarlíf
þjóöarinnar.
Það eru margir haldnir þeirri
hugmynd, aö þotur séu hættu-
legri en gömlu skrúfuvélarnar.
og að þær séu á allan hátt erf-
iðari í meðferö. — Öllum skýrsl-
um ber saman um, að engar
flugvélar hafi sýnt eins mikið
flugöryggi og reynzt hættu-
minni en einmitt þotur eftir að
þær komust af bernskuskeiði.
— Jóhannes Snorrason, flug-
stjóri, sem fiaug þotunni heim
frá Seattle, sagði að mikium
mun auðveldara væri aö fljúga
þotunni að mörgu leyti en öðr-
um flugvéiategundum, sem hann
hefur flogið og að hann áiiti
hana öruggari en aðrar flugvél- ur 17.—18.000 flugtíma að baki
ar. En Jóhannes ætti að vita um sér, sem samsvarar því að hann
hvaö hann er aö tala, þegar flug hafi veriö á flugi samfellt í tvö
er annars vegar, þvi hann hef- ár, — dag og nótt.
Ilfaxi skaltu heita“. (Ljósm. Jóhannes Borgfjörð).
Boeing 727 'þotan á Reykjavíkurflugvelli. (Ljósm. Jóhannes Borgfjörð).
Geysilegur mannfjöldi fylgdist ineð komu þotunnar. (Ljósm. Magnús Axelsson).