Vísir - 27.06.1967, Qupperneq 12
, / / / I
12
VlSIR . Þriðjudagur 27. júní 1967.
KvÍkmyndasaga
samin at Ednu O'Brien
eftir skáídsögu hennar
Jhe Lcxnefy Girf"
Þrátt fyrir þrábeiöm Böbu, lét
ég hana ekki hafa af mér neitt lof-
orö um það þetta kvöld, að ég færi
meö henm ta Englands. Daginn
eftir var hún enn viö það heygarös-
homiö, og loks sagöi ég, að þaö
væri ekki útilokaö aö ég slægist
í för með henni. Trúði því þó í
rauninni ekki sjálf, að til þess
kæmL En þessi ákvöröun mín fékk
mér þó umhugsunarefni, og þess
þurfti ég fremur öllu öðru. Svo var
líka það, að ég vildi sýna honum,
að ég væri þrátt fyrir allt ekki svo
háð honum, að ég legði árar í bát.
Daginn eftir skrifaði ég honum og
skýrði þar frá fyrirætlun minni;
„Einkamál", „Áríðandi", skrifaði
ég utan á umslagið.
Og nú tók Baba fyrir alvöru til
við undirbúninginn, og það munaði
um hana, þegar hún var í þeim
hamnum. Hún átti símtal við móð-
ur sina og baö hana að tilkynna
föður mínum, að ég hefði sagt skil-
ið við Eugene og við færum saman
til Englands. Faðir minn varö glað-
ur við. Hann skrifaði mér, og hrós-
aði mér á hvert reipi fyrir þá holl-
ustu, sem ég sýndi fjölskyldu
minni og staöfestu mína í trúnni.
Hann sendi mér fimmtíu pund í far
areyri — sem hann hefur eflaust
sótt í vasa Andys, nautgripasal-
ans, eða einhvers annars ættingja,
sem hann vissi vel efnum búinn.
Hann vildi helzt, að ég kæmi heim
og dveldist þar í nokkra daga, áð-
ur en ég færi, en Baba fulivissaöi
móður sina nm það í símanum, aö
ekki væri neinn tími til þess. Baba
hafði þegar keypt farmiðana handa
okkur báðum. Innst inni hugsaði
ég enn með mér, að það væri svo
sem allt í lagi — það mætti fá far-
miöann endurgreiddan, þegar
Eugene kæmi. Mér fannst að hann
hlyti að koma, því ef hann gerði
þaö ekki, þá yrðu öll okkar kynni:
tilgangslaus.
Ég skrifaði honum enn. Baö hann
að heimsækja okkur og drekka með
okkur kveðjuskál. Ég minntist
ekki neitt á það, hve heitt ég þráði
hann, því ég var þess fullviss, aö
ef hann aöeins kæmi, stæöist hann
ekki mátiö og ást hans mundi j
blossa upp á nýjan leik. Ég sagði j
viö sjálfa mig, að ég væri sjálf
þannig gerð, að það væri eins og
fólk ætti auðvelt með að gleyma
mér, en um leið og það sæi mig,
auðsýndi það mér aftur vináttu
sína.
Ekki barst mér neitt svar viö
bréfum mínum. Tvívegis var ég
að því komin að hringja til hans,
en þegar til kom, gat ég ekki brotiö
svo odd af oflæti mínu. Þegar allt
kom til alls, kaus ég ekki að tala
við hann í síma; hann varð að koma
og standa andspænis mér. Eða þaö
var orsökin, að ég óttaðist, að ég
mundi fá það staðfest, að hann væri
farinn að heiman.
Við Baba vorum oft á ferli um
borgina saman, kvöddum kunningj-
ana og keyptum okkur undirföt og
annan fatnað, létum leggja á okkur
hárið og annað þess háttar, og á
kvöldin sátum viö stundum að
drykkju með vinum Böbu. Oftar
en einu sinni fannst mér, að hann
sæti í sportbílnum sínum fyrir ut-
an húsið hjá Jóhönnu, þegar við
sátum í einhverri veitingastofunni,
og þá spratt ég á fætur, baðst af-
sökunar, fór út og tók leigubíl
heim. Einungis til þess aö verða
enn einu sinni fyrir vonbrigðum.
Verst var það þó á nóttunni ...
þá fannst mér sem ég sæi hann
fyrir mér, þar sem hann sat inni
í vinnustofunni og hlustaði á tón-
list af hljómplötum; eða hann sat
þögull við taflborðið og færði þessa
fílabeinsmenn fram og aftur. Og
ég minntist þess, sem hann haföi
sagt um ungar stúlkur, þær væru
eins og steinninn hugsuðu ein-
göngu um sjálfa sig og ekkert
annað gæti snert tilfinningar þeirra,
og mig langaði til að sannfæra
hánn um, hve rangt hann hefði
fyrir sér þar.
Fjórir dagar, fjórar nætur ... Á
fimmta degi vorum við ferðbúnar.
Baba haföi fengið tveggja manna
klefa og bar á sér farmiöana í
gagnsæju umslagi. Ég gekk frá
föggum mínum og lét sem mér væri
full alvara að fara, en ég var þess
fullviss, að hann yrði fyrsti maö-
ur, sem ég sæi á hafnarbakkanum,
þegar ég héldi um borð. Ég sá
hann fyrir mér, alvarlegan og svip
dapran, þegar hann kom og lagði
höndina á öxl mér og sagöi lágum
rómi:
„Kate ...“
Og ég mundi snúa við, bera fögg-
ur mínar inn í bílinn og aka á
brott með honum. Ég hafði gætt
þess að nefna nákvæmlega brott-
farartímann, svo ég var ekki í nein-
um vafa um, aö hann kæmi.
Ttuttugasti kafli.
Síðasta daginn keyptum við i
okkur merkispjöld og seglgarn. j
Við sendum Tom Higgins tvo síga-
rettupakka, en hann hafði veriö I
lagður inn á geðveikrahæli, og við j
höföum ekki kjark til að heim-
sækja hann. Jóhanna matreiddi1
kjúklinga handa okkur í hádegis-
verð í tilefni dagsins.
Eftir hádegismatinn lögöum viö
síðustu hönd á undirbúninginn.,
Jóhanna sárbað okkur að skilja I
eitthvað af fötum eftir handa sér. I
og eins ef við ættum afganga í
ilmvatnsglösum, og Baba bætti |
vatni á þrjú glös og sldldi eftir ál
VISIR
AUGLÝSINGASKRIFSTOFA
□nnncai AUGLÝSENDUR, ATHUGIÐ! aaaao
□ □□□□i lOQBflD
□ □□□□ Handnt at auglýsingum þurfa að hafa borizt auglýs-
□□□□n '"easkrifstofunni fyrir kl, 6.00 daginn fyrir birtingu. ,aooDD
'OODtJD
ÞINGHOLTSSTRÆTI I
Símar 11660 — 15099 - 15610
VÍSIR
„Allir é fætur og komi sér að verki“. —
„Verð ég að fara aftur í Gorillubúninginn,
Dertas?“ —
„Við komumst framhjá landamæravöröun
um fyrir tilstyrk hans og viö skulum gæta
okkar á því að verða nú ekki kærulaus á
endasprettinum. Við þurfum aö hafa hrað-
ann á, ef við ætlum að ná skipinu“.
„Sá eini, sem við þurfum að sletppa Irem
hjá hér eftir, er skipstjórinn“.
hillu frammi í snyrtiherbergi til
þess að gera hana ánægða.
Þegar loks var frá öilu gengið,
skruppum við í skyndiheimsókn í
nágrannahúsin til að kveðja, og
Baba varð mér samferða í verzl-;
unina, þar sem við kvöddum
Burnshjónin. Burns gaf mér tuttugu
pund og sagði, aö það hefði verið
guð almáttugur, sem bjargaði mér
úr klónum á þessum hræðilega
manni. Enginn, að Böbu undanskil-
inni, virtist gera sér grein fyrir
því, að ég þráði að komast til hans
aftur.
„Vertu bara kát“, sagði hún við
mig. „Við höfum samband við
hann, þegar við komum til Lund-
úna, og þá getur hann ekki veriö
þekktur fyrir annað en að bjóða
okkur út í kvöldverð ...“ Viö
önduðum að okkur ilminum af hag-
þomsblómunum í görðunum, og ég
spurði sjálfa mig, hvort farið gæti
hjá því, að hann biði okkar, þegar
við kæmum til skips. Hvað eftir
annað hafði ég veriö aö því komin
að biöja Böbu að hringja heim til
hans aftur, en hætti alitaf við
það, þar sem ég óttaðist, að það
gæti oröið til þess aö hann kæmi
ekki. Við höföum ráögert að hitta
þann öþvegna og Tod Mead í veit-
ingastofunni, en ég fór ekki með
henni og sat heima, ef vera kynni
að hann kæmi.
Bíllinn kom klukkan sex, og
Gustave hjálpaöi mér að bera út
farangurinn og koma honum fyrir.
Ég kom við í veitingastofunni til
aö taka Böbu með. Þetta var
dimm og skuggaleg veitingastofa,
og á arinhillunni gat að lfta ýmsar
geröir af seglskipum i flöskum. Ég
settist hjá þeim, og var enn einu
sinni að því komin að hringja heim
til hans.
„Hertu upp hugann, Kate“ sagði
sá óþvegni og rétti mér glas. í því
var romm, blandað límonaði, og
mér þátti bragðið allt armað en
gott.
„Láttu mig vita, ef þú skyldir
komast í kynni við einhvem út-
gefanda", sagöi Tod Mead, sem
dreymdi um að skrifa skáldsögu
og veröa frægur.
„Hvernig líður Sally?“ spurði ég.
Þótt ég heföi aldrei kynnzt henni,
ekki einu sinni séð hana, hafði ég
ríka samúð með henni, einkum eft-
ir að ég vissi, að Baba var meö
barni — á meðan það var.
„Henni líöur prýöilega, alltaf að
vinna úti í garöinum’" sagði hann,
en það var gremjuhreimur í rödd-
inni, ég spurði einskis frekar.
FRAMKÖLLUM
FILMURNAR
FLJÓTT OG VEL
GEVAFOTO
LÆKJARJORGI
Knútur Bruun hdl.
Lögmonnsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. h.
Sími 24940.
SPARIfl TÍMA
FYRIBM
•BtlAU/GAM
RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022
AUCLYSIÐ í VISI