Vísir - 27.06.1967, Síða 10

Vísir - 27.06.1967, Síða 10
10 VÍSIR . Þriðjudagur 27. júní 1967. Stúdentar — Framh. af bls. 5 an próf f þessu námsefni. Samfara lestrinum veröum viö einnig að vinna á sjúkrahúsum og hefst sú vinna á þriöja ári. Strax á fyrsta ári hefst púlið, því að þá má segja að við séum við námið frá 8 á morgana til sjö á kvöldin, hvern einasta dag, nema hvíldardaginn að sjálfsögðu, en helgarnar fara að langmestu leyti í lestur, því að lítið er unnt að koma lestrinum við, þegar unnið er mestan hluta dagsins. — Við erum illa settir varð- andi námslánin, segir Haukur, sem verið hefur framarlega i fé- lagslífi tannlæknanema síðustu árin. Að minnsta kosti, ef miðað er við læknanema. Þeir geta fljótlega á námsferlinum byrjað að vinna á sínum sviðum með prýðilegt kaup, en við getum ekki meðan á námi stendur unnið að okkar grein. Aðeins einu sinni á 12 misserum fáum við hæsta námslánið, sem veitt er frá Háskóla Islands, þ.e. kr. 20,000,— en læknanemar fá þessa upphæð sjö sinnum á sínum námsferli í Háskólanum. — Við teljum það mjög brýnt, að úthlutunarreglur námslána stúdenta verði endurskoðaðar í ljósi nýjustu staðreynda. Lækna nemar hafa nú á undanfömum árum fengið aðstöðu sína stór- bætta til að vinna fyrir miklu kaupi meðan á námi þeirra stendur. Margir þeirra hafa 2—300 þúsund krónur á ári fyrir vinnu á sjúkrahúsum eða þá að þeir hafa leyst héraðs- lækna af og fengið gott kaup fýrir. Algengt er, að þeir fái um 30—40 þúsund á mánuði fyrir vinnu á spítölum, þar sem þeir vinna sem aðstoðarlæknar eða sem fullgildir kandídatar. Þetta teljum við ekki sanngjarnt og viljum með tilliti til þessara staðreynda Iáta endurskoða út- hlutunarreglur Námslánasjóðs. — Við erum frekar bjartsýn- ir á framtíðina. Við munum ekki verða atvinnulausir í framtíð- inni. Fyrir nokkrum árum voru gerðar áætlanir um fjölgun tannlækna hér á landi þannig, að árið 1980 yrði hér á landi 1 tannlæknir á hverja 1000 íbúa. Við þessa áætlun hefur ekki verið unnt að standa, vegna þröngs húsakosts tannlækna- deildarinnar, þar sem vísa hefur orðið frá árlega nokkrum, sem vildu leggja stund á tannlækn- ingar. Víttur fyrir undirboð Að utan 2000 — Framhald at b*s 16 unnarorðin „Maðurinn sem skapari“. Kórinn vakti enn at- hygli er hann söng úti á svölum hússlns, og safnaðist saman f jöldi manns til að hlusta á hann Ýmis kynning hefur verið á íslandi i kanadíska sjónvarpinu og útvarpi. Þar hafa m. a. kom- ið fram Elin Pálmadóttir, Rafn Hafnfjörð og Þórdís Ámadóttir. Framh. af bls. 8 loftinu, að í Arabalöndum finn- ist mönnum, aö Rúsar hafi svik ið þá og að þeir verði að leita annarra vina. TVÆR HÆTTUR Þess má geta, að um leið og Kína sakar Sovétríkin um svik við Araba, segir sovézka blaðið ,,Nýir tímar", að Arabar búi við tvær hættur, — önnur vofi yfir frá heimsveldunum, hin frá Kína kommúnistanna. — Blaðið segir kínverska sendimenn í Arabalöndum oft hafa skipulagt mótmælagöngur til að vekja andúð á Sovétríkjunum, — en stundum hafi að vísu engir tek ið þátt í þeim nema þeir sjáifir. Ljóst er, að eins ' og ástatt hefir verið og er, hafa opnazt nýir möguleikar fyrir Mao og hans menn til aukinna áhrifa meðal Araba, möguleikar, sem þeir fyrir tiltölulega skömmum tíma gerðu ekki ráð fyrir að myndu koma til sögunnar. Og það er Kína sem keppir við Sovétríkin um að nota sér þá. (Að nokkru þýtt — A. Th.). Niðurlag. í tilefni af grein í dagblaðinu Vísi h. 23. júní sl. vill Landssam- band iönaðarmanna taka fram eft- irfarandi: Eftir að tilboð í málningarvinnu | á Keldnaholti höfðu verið opnuð óskaði Meistarasamband bygginga- manna í Reykjavík eftir því við Landssamband iönaðarmanna, að ^thugað væri hvort um undirboö væri aö ræða af hálfu Kristins Guðmundssonar, málaram., í Kefla vík, en um undirboð er að ræða, þegar tilboö er lægra en umsam- inn taxti sveina og meistara á viö- eigandi félagssvæði segir til um. Mál þetta athugaði sérstök nefnd, skipuð fulltrúum frá I.S., MMFR og oddamanni tilnefndum af Lands- sambandinu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að um undirboð væri að ræða, bæöi þar sem Krist- inn reiknaöi vinnulið verksins lægra en umsaminn mælingataxti á vinnusvæöinu segir til um og með þvl að reikna ekki kostnaðar- liði. sem meistarar á félagssvæö- inu verða að taka með vegna samn- inga við sveina (flutningur að og frá vinnustað, fæði). Samkvæmt lögum Landssam- bands iðnaðarmanna er iðnaöar- manni, sem meölimur er í sam- bandsfélagi Landssambandsins, „ó- heimilt að ganga í bága við samn- inga eða kauptaxta, sem gilda fyrir sambandsfélag samiðnaðarmanna hans á þeim stað, sem kauptaxtinn nær yfir“. Ljóst er að Kristinn Guðmundsson hefur með tilboði sínu brotið þetta ákvæði í lögum Landssambandsins. Hins vegar samþykkti stjórn Landssambands- ins aö notfæra sér ekki þá heimild | sem lög Landssambandsins gefa henni til þess að óska eftir því ! við stjórn I.S. aö Kristni Guð- j mundssyni yrði vikið úr félaginu um lengri eða skemmri tíma en ; samþykkti þess í stað vítur á Kristin Guömundsson fyrir brot á nefndu ákvæði. (Frá Landssambandi iðnaðar- manna). BORGIN Slökkviliðið gabbað Slökkviliðið var gabbað í gær- kvöldi rétt fyrir miðnætti, að Laugavegi 78. Ekki tókst að hafa uppi á prökkurunum. sem brutu j brunaboðann, en þessi brunaboði. ! sem stendur á verzluninni Borg, hefur margoft verið brotinn áður í til þess að gabba slökkviliðið. Þetta er síldaraflinn nyrðra eftir sólarhringinn: Hannes Hafstein 270 lestir, Vörður 230. Hafrún 220. Auðunn , 150, Ólafur Sigurðsson 260, Krist- j ján Valgeir 215, Faxi 170, Sveinn Syeinbjörnsson 280, Framnes 180, Sóley 270 Elliði 160. Harpa 320, Hólmanes 185, Guðrún Guðleifs- ; dóttir 290, Jörundur II. 270, Ögri j 230. Jón Finnsson 150. Jörundur III. 300, Höfrungur III. 340, Héðinn 320. — 20 skip með 4810 lestir. Ferðafólk getur nýtt sinn eigin ferðaútbúnað Um þessi mánaðamót verður Gistiheimilið í húsmæðraskólanum að Löngumýri, Skagafirði, opnað gestum. Verður tilhögun með svip- uöum hætti og þau tvö undanfarin sumur, sem gistiheimilið hefur ver- ið starfrækt. Er ferðafólki gefinn kost.ur á nð nýta sinn eigin ferða- útbúnað. Veitingar eru á staðnum. I UPPBOÐSSALA á ótollafgreiddum vörum Á uppboði, sem hefst að Ármúla 26 kl. 1,30 fimmtudaginn 29. þ.m. verða seldar til lúkn- ingar aðflutningsgjöldum margs konar ótoll- afgreiddar vörur, fluttar inn á árinu 1965, svo og vörur, sem gerðar hafa verið upptækar. Skrá yfir vörurnar er til sýnis í tollstjóraskrif- stofunni og vörurnar verða til sýnis á upp- boðsstaðnum miðvikudaginn 28. þ.m., eftir því sem við verður komið. Tollstjórinn í Reykjavík. Sjónvarp — :>amh al bls 1 varpsútsendingar yröu sex daga á sumrinu (nú er ákveðið að 1. september verði útsendingardög um fjölgað upp i sex). Yröi þvi sjónvarpsafnotagjaldið óbreytt, og engin lækkun á þvi. Aö- spurður um það hvort alnota- gjaldið myndi hækka á næsta ári miðað viö það, að þá yrði sjónvarpaö fullri dagskrá, þ e. a. s. útsendingar fara fram sex daga vikunnar, þá sagði Gunn- ar Vagnsson, að þeir sem með fjármál sjónvarpsins hefðu að gerá sæju ekki beinlínis ástæðu til að hækka afnotagjaldið á næsta án. Léttara væri að bera kostnaðinn við sjónvarpið með þvi að tækjum hefur fjölgað og væri miðað að þvi, að stilla kostnaðinum við dagskrána í hóf þótt það kæmi e.t.v. eitthvað út yfir gæöin Furðulegt væri þó hvað hægt væri að halda gæðuni dagskrárinnar uppi mið- aö við það að aðeins um 17 þús- und sjónvarpsgjaldendur stæðu undir henm Taka yrði þó þaö fram aó um þrjú þúsund þess- ara g.aldenda greiddu aóeins hálft gjald af sjónvarpinu vegna þess. að þeii hefðu fengið tæki sín á þessu ári. Sagði Gunnar Vagnsson. að eflaust væri dagskrá d norska sjónvarpsins betri en sú is- lenzka en þar væri á sá munur að undir henni stæðu 500-—600 búsund sjónvarpsgjaldendui i stað þeirra 17 þúsund gjaldenda, sem stæöu undir íslenzku sjón- varpsdagskránni. Afhugasemd Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Loftferðaeftirlitsins hefir beö ið blaöið að koma á framfæri eftir- farandi athugasemd, varðandi frétt blaðsins ; gær um skoðun Cloud- mastervéla F.Í.: 1. Cloudmastervélin frá Banda- ríkjunum, sem talað er um í frétt- inni, fórst ekki, en lenti á Kennedy-flugvelli i Banda- ríkjunum, að vísu stórsködduö. 2. Við skoðun á Cloudmastervél hjá Douglas-verksmiðjunum f Bandaríkjunum. hlýtur að hafa komið eitthvaö það í ljós, sem hef- ur gefið tilefni til að málið yrði tekið alvarlega. Forgjöld — Framhald íi <iðu 1 efnisgríma. þannig að ef jafn þrýstiútbúnaðurinn fer eitthvai úr skorðum, sem getur komið fyr ir. þó bað sé mjög óalgengt gef ur hver farþegi spennt á si? "rímu og komizt þannig hiá óþæg ' lum vngna súrefnisleysis. Þotunni má brevta í vöruflutn vjavél á tæpum tveimur klst.. an þá eru sætin tekin úr og varan -ett á sérstaka palla Tekur þot- nn 20 tonn af vörum i flutning enm'r l'arþegar eru með. en hægt t að flvtja farþega og vörur í v'.um hlutföllum. Með þessari nýju þotu styttist '"'ugferðin til Kaupmannahafnar í klst og 40 mfnútur, til London í 7 klst. og 30 mínútur og til Glas- gow f 1 klst og 50 mfnútur. — "argjöldin verða þau sömu og meö 'ðrum flugvélum Flugfélagsins — siimu fargjöld, en aukinn hraði og aukin þægindi, það máttu taka fram sagði Sveinn Sæmundsson. BELLA — „Það er einhver náungi í símanum, sem vill giftast þér, eða eitthvað þvíumlíkt. Það er kannski bezt að þú talir við hann sjálf Tapað — Fundib í óskilum er herstur á Meistara- velli við Kaplaskjólsveg. Réttur eigandi vitji hans og borgi áfall- inn kostnað. 27. júní 1917. Vedrid '.v. i dag Sunnan og suö- vestan gola eða kaldi. Súld f ja fyrstu, en skýjað með smá skúrum, þegar líður á íilkynning Landsbókasafn íslands, Safna- húsinu við Hverfisgötu. Lestrar- salur er opinn alla virka daga ki. 10-12, 13—19 og 20-22, nema Iaugardaga kl. 10—12. — Útlánasalur er opinn kl. 13 — 15, nema laugardaga kl. 10—12. Fallegt einbýlishús til sölu á mjög fallegum stað í Kópa- vogi. Lóðin með hundruð trjáa og pláss fyrir aðrar byggingar Lág útborgun. Einnig einbýlis- hús í miðri Reykjavík. Einbýlishús eða góð íbúð óskast í Hafnarfirði eða Kópa- vogi. FASTEIGNASALAN Sími 15057. — Kvöldsími 15057.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.