Vísir - 27.06.1967, Side 8

Vísir - 27.06.1967, Side 8
VÍSIR . Þriðjudagur 27. júni 19t>7. 8 VÍSIR Dtgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjðri: Dagur Jðnasson * Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AðstoOarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 100.00 á mámiði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prents:aiðj£ Vfsis — Edda h.f. Friöarsamningar eðo ekki ? Ekki er hægt að segja, að vænlega horfi um friðar- samninga milli ísraels og Arabarfkjanna. En tilfinn- ingar manna eru enn mjög úr skorðum, og getur allt breytzt, þegar þær færast aftur í jafnvægi. Friðar- samningar mundu líklega fela í sér þessar niðurstöður: 1. Arabaríkin viðurkenna ísrael sem sjálfstætt og 1 fullvalda ríki með ákveðnum landamærum. \ 2. ísrael dregur her sinn til baka frá hinum herteknu i landsvæðum. Það gerist strax eftir friðarsamninga. . 3. Sérstakar ráðstafanir verða gerðar um ýmsa \ staði, sérstaklega þá, sem hafa hemaðarlegt gildi. ( Akabaflói og Súezskurður verða yfirlýstar alþjóðleg- i ar siglingaleiðir á svipaðan hátt og Sæviðarsund og / Njörvasund. Bönnuð verða hernaðarmannvirki í ) Sharm-virki við Tiransund, á vesturbrún sýrlenzku í hæðanna og í nágrenni Jerúsalem-brautar. Loks fær miðhluti Jerúsalem réttarstöðu, sem tryggir frjálsan aðgang allra trúarflokka að helgistöðum. 4. ísrael, Arabaríkin og önnur ríki sameinast í á- taki til lausnar vandamála arabisku flóttamannanna. Hingað’til hefur hvorugur deiluaðili viljað gera neitt fyrir þetta hrjáða fólk. ísraelsmenn hafa ekki viljað sjá það aftur og Arabar hafa viljað halda því við nú- verandi eymdaraðstæður í því kaldrifjaða augnamiði að nota það sem peð á skákborðinu. Líklegt má teljast, að ísrael fallist á frið, sem sé byggður á einhverjíim slíkum forsendum, þótt hinir harðvítugri stjórnmálamenn þeirra vilji halda því landi, sem unnizt hefur. ísrael hefði alla vega unnið 1 mikilvægasta sigurinn, viðurkenningu fullveldis síns. Meiri óvissa er um afstöðu Arabaleiðtoganna.'Ekki er víst, að þeir verði eins æstir, þegar sárindi ósigurs- ins hafa minnkað. Hins vegar má alveg eins reikna með því, að þeir haldi fast við ófriðarstefnu sína. Þeir mundu þá reyna að halda óbreyttu ástandi. Ef til vill ) hugsa þeir sem svo, að ísrael reynist erfitt að stjóma ) hinum herteknu svæðum, verja mun stærra land- j svæði en áður og greiða hinn mikla kostnað, sem fylg ( ir hervæðingunni. Sigurinn verði Phyrrosarsigur. ( En þéssir erfiðleikar em áreiðanlega ofmetnir. ísraelsmenn munu ekki eyða kröftum sínum í stjóm þessara héraða, heldur láta íbúana um það. Þeir munu -rerjast hugsanlegum skemmdarverkum og skæru* hernaði með því að líta á það sem hernaðaraðgerðir af hálfu Arabaríkjanna og brot á vopnahlénu. Þeir munu fyrst og fremst nota þessi svæði til þess að gera her sinn hreyfanlegri. Áður var svigrúm ísraelshers mjög takmarkað, sem kom sér illa, en nú er allt annað uppi á teningnum. Loks er varðstaða ísraelshers nú þann- ig, að allar vamir eru miklu auðveldari en áður. Ef 1 átök hefjast aftur, þurfa ísraelsmenn líklega ekki meira en sólarhring til að komast að borgarhliðum Kairó, Amman og Damaskus. Þeir hafa því sterka aðstöðu til að fá hinn langþráða frið, þegar Araba- leiðtogamir eru búnir að jafna sig andlega. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmm m wmrm Fyrri grein í fréttum í gær var sagt frá því, aö ísraelskir hermenn sem hafa þann starfa, að „hreinsa til“ á vígstöðvunum á Sinai- skaga, hafi fundið vopnabúr, þar sem var feikna mikið af kín- verskum vopnum. Greinilegt var, að sum vopnin höfðu aðeins verið þama f 2—3 daga, er styrj öldin brautzt út — eftir umbúð um og plöggum að dæma. Frétta mönnum var gefinn kostur á að sjá og skoða herfangiö. Vitanlega þarf enginn að vera hissa á því, að kínversk vopn finnist i löndum, þar sem Ktya reynir aö treysta áhrifaaðstöðu sina og keppir við Sovétríkin f því efni, og einkum meöal svörtu þjóöanna í Afríku og einnig hinna brúnu, en vopnafundurinn er vitanlega mikilvægari fyrir þaö, að vopnin voru nýkomin til landsins og eru að kalla þeg ar í stað komin til vígstöðvanna rétt áður en styrjöldin brauzt út, og sanna ásamt öðrum vig búnaöi Egypta þama, að Egypt Mao keppir við Rússa um hylli Arabaþjóða . ... og sendir þeim vopn og hveiti ar ætluðu sér annað hvort aö vera viðbúnir að ráðast inn í ísraef eða vera viðbúnir aö hrinda sókn þaðan, ef til kæmi. En sókn var hafin þaðan sem kunnugt er, en það tókst ekki aö hrinda henni þrátt fyrir all- an vígbúnaöinn. En um þaö má deila endalaust hverjar séu hin ar raunverulegu orsakir þess, aö til styrjaldar kom. SOVÉZK AÐSTOÐ Það hefur mikið verið rætt um sovézka aðstoö við Araba- löndin og þá fyrst og fremst við Sýrland og Egyptaland. Það hef ur verið sagt frá stórlánum Sovétrikjanna og fjárfestingu í Egyptalandi og aðstoð við að byggja upp varnir landsins, með því að láta það fá skriðdreka, fallbyssur og flugvélar og hvers konar hergöign. Og þrátt fyrir, að mikið af þessu hafi verið eyðilagt i skammri styrjöld, veröa Sovétríkin að veðja áfram á sama hest, heita aöstoð til endurbyggingar vama landsins og við að koma efnahag þess á réttan kjöl. Þau veröa að gera það til þess að halda áliti sínu í hinum arahíska hnimi, þar sem gæta mun vonbrigða yfir að Sovétríkin skárust ekki f sjáifan hildarleikinn — og þau verða að gera það vegna þess, að um leið og Kínverjar saka Sovétrík- in um svik viö Araba, reyna þeir sjálfir að vingast á því. Og Kina lætur sér ekki nægja að halda uppi hörðum áróðri I eyru Ar- aba um Sovétríkin, — þeir keppa við þá. Þetta er eins og á uppboði, þar sem keppzt er við að bjóöa í sama hlutinn. KÍNVERSK AÐSTOÐ Það er ekki vitað með neinnl vissu hve miklu aðstoð Kfna við Egyptaland nemur, en það em að minnsta kosti sannanir fyrir því, að aðeins 4 dögum áð ur en styrjöldin var hafin var undirritaður sáttmáli milli Nass ers forseta og Huangs Hua am- bassadors Kina f Kairo, um af- hendingu 200.000 lesta hveitis. Samtímis lofaði stjómin i Peking Nasser afborgunarlausu láni, sem nemur um 420 millj. ís!. króna — og án nokkurs á- kvæðis I samningunum um hve- nær lánið fellur í gjalddaga. Og fyrsta hveitisendingin frá Kína er komin til Egyptalands fyrir aðeins nokkrum dögum. Mao þykist sjá — að með því að liðsinna Egyptalandi eftir mætti í verki — á lofti yfir Austuriöndum þann morgun- roða „sem bætir“ — bætir horf umar fyrst og fremst til aukinna : kínverskra áhrifa f þesum lönd um. AÐ BAKHJARLI Þetta og fleira ættu menn að hafa að bakhjarli, er menn hug leiða það sem hefur verið að bakhjarli, er metnn hugleiða það gerast undangengna daga (ferð Podgornij til Kairó, en f fylgdi með honum ''ar Zakarvoski marskáikur senf formaður sov ézkrar hernaðarlegrar nefndai — og ferð Kosygins ti> New York oe viðræðurnar ’ Gi-..- boro o. m. fl.). En hvað sem öllu þessu lið- ur virðist það tins og liggja i Framhald á hls II ,Morgunroðinn bætir Hefur Mao eygt þann morgunroða yfir Arabalöndum, sem bætir aöstöðu Kina til áhrifa þar?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.