Vísir - 28.06.1967, Page 16
Sláttur hefst hálfum til einum mánuði
seinna en vant er
— Spretta léleg v'iðast hvar á landinu
VÍSÍR
Miðvikudagur 28. júnf 11>67
ðíeldnaholtsmálið
ithuqad á morgun
Keldnaholtsmálinu svonefnda
hefur verið frestaö til n. k.
fimmtudags. Fara þá fram yfir-
heyrslur í málinu. Verða þá
komnar fram greinargerðir
deiluaðila. Óvíst er, hvort rann-
sókn verður lokið fyrir réttar-
hlé. Missagt var í Vísi í gær,
aö bdið væri að dómtaka málið.
Það er enn á rannsóknarstigi.
Allar likur benda til þess, að
sláttur hefiist hálfum mánuöi til
mánuði seinna en venjulegt get
ur talizt, samkvæmt upplýsing-
um frá Búnaðarfélagi íslands.
Vorið hefur verið með afbrigð-
um kalt og stutt síðan hlýna
tók, enda er spretta víðast hvar
á landinu mjög léleg enn sem
komið er.
Á Norðurlandi eru beitilönd
flest illa sprottin og stutt síð-
an bændur hleyptu af túnum.
Getur varia heitið, að þar sé
komið sumar enn. Til dæmis
snjóaði í fjöll um allt Norður-
land fyrir síðustu helgi. Nokkur
brögð eru aö því fyrir norðan,
að tún séu skemmd af kali eftir
veturinn. Útlit er þvi fyrir, að
sláttur hefjist þar jafnvel seinna
en sunnanlands. Þó hafa ein-
staka bændur i innanverðum'
Eyjafirðinum, sem er með hlýj-
ustu sveitum á landinu, hafið
slátt á smáblettum í túnum sín-
um, þeim sem bezt eru sprottn-
ir.
Sunnanlands eru horfur ekki g
eins slæmar og fyrir norðan. 1
Beitiiöndin eru þar betur sprott- |
in en almennt fyrir norðan. í
Þó er ekki búizt við því, að B
sláttur verði almennt hafinn um E
land allt, fyrr en um 10. til É
15. júlí. Um slíkt verður þó |
ekki sagt með neinni vissu. I
Á einni góöri viku gæti spretta |
orðið svo góð, að slægt væri
orðið aö henni liðinni.
“ - -
i
Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri sýnir blaðamönnum hina nýju tannlæknisstofu, sem búin er hin-
Jón Auðuns og Garðar
Þorsteinsson kosnir til að
endurskoða helgisiðabók
Eins og áður hefur verið sagt
frá í Vfsi lauk Prestastefnu Is-
lands nú nýlega. Gerð var á-
lyktun um aðalmál Prestastefn-
unnar, endurskoðun helgisiða-
bókarinnar. Segir í ályktuninni,
að við endurskoðun helgisiða-
bókarinnar skuli prestum og
söfnuðum vera gefinn kostur á
að velja um messuna eins og
nú tíðkast, bæði í lcngri gerð-
inni frá 1934 og hinni styttri
frá 1910 og fomlútherska messu
sem uppi er af hinum ýmsu
þáttum, sem henni tilheyra.
Þá segir ennfremur í álykt-
uninni, að bæta elgi við mess-
una frá 1934 trúarjátningunni
og jafnframt eigi að endú'rskoða
ávarp fyrir altarisgöngu.
Kosnir voru tveir menn, þeir
séra Jón Auðuns, dómprófastur
í Reykjavik og séra Garðar Þor-
steinsson, prófastur i Hafnar-
firði, sem ásamt tveimur mönn-
um, sem biskup tilnefnir, eiga
að vinna að endurskoðun helgi
siðabókar.
FÍ SEMUR VIÐ
BOEING-FLUGLIÐA
Samningar við flugliða hjá
Flugfélagi Islands eru nu á loka
stigi að því er Magnús Bjöms-
son, starfsmannastjóri Flugfé-
lagsins, sagði VIsi í morgun.
„Samningamir hafa staöið vfir í
nokkum tíma, og við væntum
þess, að gengið verði frá þeim
samningum næstu daga“, sagði
Magnús.
Breyta verður samningunum
nokkuð vegna komu hinnar
nýju þotu, þar sem hverjir
samningar gilda um ákveðna
flugvélategund. Semja þarf sér-
staklega um kaup þeirra, sem
fljúga á þotunni og einnig um
vinnutíma þeirra, sem þar vinna.
Ekki hefur komið til neinna
verkfallshótana hjá neinum
starfshópnum, en eins og fyrr
segir eru nýir samningar vænt-
anlegir næstu daga. Til flugliða
teljast flugmenn, flugvélstjórar,
siglingafræðingar og flugfreyjur.
Leiga á erlendum skemmti-
ferðaskipum takmörkuð
Ríkisstjómin hefur ákveöið
að fyrst um sinn verði íslenzk-
um aðilum ekki veitt ný leyfi
tll að taka á leieu erlend
skemmtiferðaskip til sigllnga
með Islendinga í skemmtiferðir
til útlanda. Ennfremur er ráð-
gert að taka upp aukið eftlrlit
með leigu islenzkra aðila á er-
lendum flugvélum í sama skyni.
Eftir því sem blaðið hefur
fengið upplýsingar um er þessi
ráðstöfun gerð á þeim forsend-
um, að ekki sé ráðlegt vegna
hins óvissa markaðsástands að
eyða of miklu til leigu þessara
farartækja.
Ferðir þær, sem ákveðnar
hafa verið í sumar með
skemmtiferðaskipunum Regina
Maris og Völkerfreundschaft
verða farnar, auk þess hefur
annað skip Fritz Heckert far-
ið eina slíka ferð fyrr á árinu.
Ekki hafa borizt fleiri beiðnir
um leigu á erlendum skemmti-
ferðaskipum til viökomandi
ráöuneytis.
Jerúsalem sameinuð með lögum
Von um samkomulagstillógu á
Allsherjarhinginu fyrir helgi
ísraelsþing hefir sam-
þykkt þrjú frumvörp , til
Iaga og með þeim formlega
lagt undir sig gamla borg-
arhlutann í Jerúsalem, en
tvenn laganna fjalla um
sameininguna, og hin
þriðju um verndun helgi-
staða í borginni og frjálsa
aðgöngu að þeim.
Samkvæmt lögunum eiga nú
sömu lög og reglur að gilda fyrir
báða borgarhlutana og nær það til
félags og menntamála. Fulltrúar
gamla borgarhlutans verða skipað-
ir en ekki kjörnir ein og hins.
Breytingin mun leiða af sér, að
fólk í gamla borgarhlutanúm fær
brátt að búa við sömu skilyrði ög
fólk í hinum, þar sem hrein-
lætisskilyrðiySkólar og annað er í
miklu betra horfi. Aðeins ísraelsk-
ur gjaldmiðill gildir í borginni.
Eldur í rámi
olvaðs manns
Slökkviliðið var kvatt aö Laugavegi
43 B, sem er bakhús neðan við
Laugaveginn, síðdegis í gær, um kl.
19.40. Kom slökkvlliðiö þar aö
manni, sem lá ölvaður út af á legu-
bskk, en bekkurinn var farinn að
loga og einnig þilið við höfðagafl-
ínn. Maðurinn var fluttur á Slysa-
varðstofuna, en ekki var taliö, að
honum yrði neitt meint af. Eldur-
inn hafði ekki náð að magnast og
var slökktur á nokkrum andartök-
um.
lUUKUUIUUaiU UClVjUlll.
ÁRÓÐRI VERÐI HÆTT.
Fulltrúar Argentínu og Nigeríu á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna
lögðu til í gær, ag áróður vegna
styrjaldarinnar milli ísraels og Ar-
abalandanna verði lagöur niður og
lögð öll áherzla á að ræða friðinn
og hversu megi koma honum á.
Nigería vill að markaðar spildur á
landamærum ísraels verði I gæzlu
liðs Sameinuðu þjóðanna.
SAMKOMULAG UM TIL-
LÖGU FYRIR HELGI ?
Von er um samkomulag um til-
lögu á Allsherjarþinginu, er nægur
meirihluti getur sætt sig við — og
verði slík tillaga lögð fyrir þingið i
þessari viku. Sú er að minnsíá
kosti von manna.
Ellefu milljónum króna
jafnað niður á Húsavík
Útsvarsskráin var lögð fram á
Húsavík í fyrradag og nerna út-
svörin samtals 11 millj. króna sem
skiptast á 542 einstaklinga.
Hæstu einstaklingsútsvör bera
eftirtaldir menn: Sigurður Sigurös-
son, skipstjóri kr. 190 þúsund.
Kristbjörn Árnason, skipstjóri kr.
126 þúsund og -Sigurður Jónsson,
lyfsali kr. 100 þúsund. Rúmri
milljón var jafnað niður á fyrir-
tæki en hæstu útsvör greiða eftir-
talin fyrirtæki: Útgerðarfélagið
Barðinn kr. 468 þúsund, Raftækja-
vinnustofa Gríms og Árna kr. 113
þúsund. -
Aöstöðugjöld námu samtals 3,3
milljónum sem skiptust milli 102
félaga. Hæstu aðstöðugjöld greiða
þessi félög: Kaupfélag Þingeyinga
kr. 1195 þúsund, Fiskiðjusamlag
Húsavíkur kr. 341 þúsund og Út-
gerðarfélagið Barðinn kr. 178 þús-
und.
Álagningin fór fram samkvæmt
gjaldskrá, en síðan voru útsvör-
in lækkuö um fimm af hundr-
aði,
Elliheimilii býiur upp á tunngæzlu
til viðbótar fótsnyrtingu, handsnyrtingu, hár-
greiðslu, andlitsbóðum, nuddi og almennri
heilsugæzlu, sem allt er látið vistmónnum
i té endurgjaldslaust
Á laugardaginn tekur til starfa
tannlæknastofa á Elliheimilinu
Grund í Reykjavík, þar sem kom-
ið verður á fót ókeypis tann-
gæzlu vistfólksins á Elliheimilinu.
Gisli Sigurbjcírnsson, lbrstjóri
Elliheimilisins boöaði blaðamenn á
sinn fund í gær og skýröi frá þessu
og sýndi blaðamönnum ýmislegt
það, sem Elliheimiliö hefur að
bjóöa vistmönnum sínum.
Gísli kvaöst hafa fengið tann-
lækni hér í borg, Hörð Einarsson
til að taka að sér tvisvar sinnum
í viku tanngæzlu vistfólksins, sem
yrði eins og fyrr segir látin i té
því að endurgjaldslausu. K^aðst
Gísli sannfæröur um, að þessi nýja
starfsemi myndi bera góðan ár-
angur, þar sem m. a. heilar tennur
og góð og stöðug þjónusta tann-
lækna, væri ein mikilvægasta for-
senda þess, aA fólki gæti liðið vel.
Gísli sagöi í gær, að á vistheim-
ilinu væri nú samtals 435 manns,
þ.e. 376 í Reykjavík og 29 í Hvera-
gerði. Gjald hvers vistmanns er
Framhald á hls 10