Vísir - 30.06.1967, Qupperneq 16
/
VTSTR
Föstudagur 30. júní 1967
12-15 þússsnd liréf þotu-stimplui
Lögin um mmm-
nöfn endurskoiuð'
Endurskoöun gildandi laga um
:nannanöfn frá 27. iúní 1925 á nú
að fara fram. Hefur Menntamála-
••áð skipaö fimm manna nefnd í
-?im tilgangi.
Lögin um mannanöfn hafa oft
verið mikið til umræðu og sætt
ignrýni sérstaklega sá hluti þeirra
þar sem útlendingar, sem gerast ís-
.enzkir ríkisborgarar eru skyldaöir
til að taka upp íslenzk nöfn.
í löguhum er einnig lagt bann á
bað, að menn taki sér ættarnöfn,
Þó máttu þeir, sem beri eldri ætt-
arnöfn en frá 1913 og afkomendur
þeirra halda þeim. Yngri ættar-
nöfn en frá 1913 megi aðeins þeir
bera, sem voru á lífi þegar lögin
voru sett.
Ennfremur segir í lögunum, að
prestar skuli hafa eftirlit með því
að skírnarnöfn séu að lögum ís-
lenzkrar 'tungu. Stjórnarráðið eigi
eftir tillögum Heimspekideildar Há-
skólans að gera skrá um nöfn, sem
óheimilt er að skíra og senda öll-
um prestum landsins. Skrána átti
að gera á tíu ára fresti. Nefndar-
menn eru: Klemenz Tryggvason,
hagstofustjóri, formaður, Ármann
Snævarr, háskólarektor, Einar
Bjarnason, rtkisendurskoðandi, dr.
Halldór Halldórsson, prófessor og
Matthías Johannessen ritstjóri.
«•••••••••••••••••••••••••••■•••••••••••••••••••'
Fyrsta æfingaflug
þotunnar í dag
— Tvær fyrstu áætlunarferðirnar á morgun
Boeing-þota Flugfélagsins hef
ur æfingaflug sltt í dag. Munu í
dag veröa æfðar nokkrar lend-
ingar, og á mánudaninn verður
æfingunum haldið áfram og þá
framkvæmdar á Reykjavíkur-
flugvelli. Veriö er nú að mal-
bika á Reykiavíkurflugvelll og
er ætlaö að beim framkvæmd-
um verði lokiö fyrir mánudag.
1 fyrrinótt náðust samningar
við flugliða Flugfélagsins er við-
ræður höföu staðið yfir nokkurn
tíma, eins og áður hefir verið
sagt frá í Vísi.
Þotan fer á morgun sitt fyrsta
áætlunarflug og flýgur hún þá
tvær ferðir til útlánda. ^vrri
ferðin er til London kl ^ urn
morguninn en sú síöari kl. 3.20
um eftirmiödaginn en þá verð-
ur flogið til Kaupmannahafnar.
Fyrsta mánuðinn mun áhöfn frá
Boeing-verksmiðjunum fljúga
með áhöfn Flugfélagsins og eru
hér á landi staddar tvær slíkar
áhafnir, sem munu skiptast á
um að fljúga.
— Kaupmannahafnarbréfin fóru um London
— Það var eins mikið að gera
hjá okkur og á útgáfudegi,
sagði Matthías Guðmundsson
pótsmeistari, við blaðið í morg
un, en í gær voru síöustu forvöð
fyrir þá, sem ætla að koma pósti
með fyrstu flugferð íslenzku
þotunnar Gullfaxa.
Alls bárust um 12—15 þúsund
bréf, sem stimpluð voru stimpl
inum „Fyrsta þotuflug á Is-
landi“. en til þess, að hægt væri
að stimpla þau þotustimplinum
voru þau send í fyrstu ferö þot-
unnar, sem er til London, en
þaðan eiga Flugfélagsmenn að
sjá um að koma þeim áfram i
pósti á áfangastað.
jj|
Miklar annir voru á pósthúsinu I gær. Á myndinni sjáum við þau Ásgeir Höskuldsson, Þorbjörgu Guð-
mundsdóttur, Grím Sveinsson, Árna Þór Jónsson og Matthías Guömundsson póstmeistara, þegar verið
var að stimpla með þotustimplinum.
„Miðnætursólin ' vinsælasti veit-
ingastaðurinn á Heimssýningunni
Norðurlandamafstaðurinn sigraði 80 keppinautá
Veitingastaöurinn „Miðnætursól-
in“ á sýningarsvæöi Norðurland-
anna á heimssýningunni í Montreal
nýtur mestra vinsælda allra mat-
staða á sýningunni. Er það afrek
út af fyrir sig vegna þess að veit-
ingastaöirnir sem keppa um hylli
fjöldans, sem sækir heimssýning-
una eru hvorki meira né minna
en 80 að tölu.
Vinsældirnar stafa ekki sízt af
því, aö í „Miðnætursólinni er hægt
að rá reyktan lax. Vikulega er
meira en hálft tonn af laxi og hrein
dýrakjöti sent vestur á böginn á
veitingastaöinn handa þeim þrjú
þúsund manns, sem koma inn á
veitingastaðinn daglega.
Strax fyrstu dagana eftir að
veitingastaöurinn var opnaður varð
það ljóst, að kalla varð á auka-
starfslið, alls 15 mannsi bakara,
smurbrauðstúlkur og þjóna, til
þess að anna aösókninni.
9
Utvarpið kaupir húsnæði
Vilja lækka leyfilegt promillemark
Farið að brengja að stofnuninni, en leigu-
samningur hennar rennur út 1969
Hljóðvarpsdeild Ríkisútvarps
íns keypti nýlega efstu hæðina
f vesturálmu hússins Laugaveg
176 þar sem sjónvarpið er til
húsa með starfsemi sína, í tveim
álmum í því húsi.
Gunnar Vagnsson framkvæmda
stjóri fjármáladeildar hljóðvarps
og sjónvarps skýrði blaðinu frá
því í gær, að Ríkisútvarpið ætl-
aði nýja húsnæðið, sem er 300
fermetrar að stærö undir starf-
semi sína, en mjög er nú farið
að þrengja að Ríkisútvarpinu í
húsnæði þess, sem það hefur á
leigu á Skúlagötu 4. Sérstaklega
að starfseminni, sem fer fram
f. 1. og 4. hæð þess húss.
Rennur tíu ára leigusamning
ur Ríkisútvarpsins við þá aðila
sem eiga húsið (Hafrannsóknar-
stofnunina m.a.) út árið 1969.
Er meg hinum nýju kaupum ver
ið að tryggja Ríkisútvarpinu hús
næði til framtíðarinnar. Sagði
Gunnar Vagnsson ennfremur, aö
komið hefði til orða, að Ríkis-
útvarpið eignaðist síðar meir
fleiri hæðir í húsinu Laugavegur
176.
Bindindisfélag ökumanna hef-
ur sent frá sér tillögu, sem sam
þykkt var á síðasta sambands-
þingl þess 23. júní, um að skora
á Alþingi að lækka með lögum
leyfilegt hámark áfengismagns
í blóöi ökumanns úr 0,5 af þús-
undi í 0.35 af búsundi, og einnig
um leið, að svo kölluöu, efri
mörk verði lækkuð verulega.
Á 5. sambandsþingi BFÖ, sem
haldið var í húsi SVFl á Granda
garði, mættu 19 fulltrúar víðs
vegar að af landinu. Miklar um-
ræður urðu og voru ýmsar til-
lögur samþykktar. Meðal ann-
arra var samþykkt áskorun á
lögreglustjóra, bæjarfógeta og
sýslumenn, um að þeir Iétu gera
yfirlitsskýrslu um bifreiðastióra
með fyrsta árs ökuskírteini, í því
skyni að kanna hæfni og vand-
virkni ökukennara.
ú gutnumótum
Þessi mynd er tekin frá Nesti
í Elliðavogi. Þeir sem hafa
átt leið um Suðurlandsbraut að
undanförnu hafa án efa veitt
því athygli aö veriö er að vinna
með tveím stórum jarðýtum
skammt neðan vlð gatnamót
Suðurlandsvegar og Skeiðvallar
vegarins.
Við fengum þær upplýsingar
hjá skrifstofu gatnamálastjóra
í gær að ástæðau fyrir umbrot-
um þessum væri sú, að verið
væri að færa gatnamót Skeið-
vallarvegarins lengra frá Elliða
árbrúnum, en staðsetning þeirra
væri á þann veg, að oftast
myndaðist umferðartappi þegar
mikil umferö væri úr bænum.
Þetta væri að vísu bráðabirgða-
lausn, en framtíðarvegurinn
mun liggja vfir Skeiðvöllinn
sjálfan, en þaö er vegurinn sem
m.a. mun tengja Elliðavog Blesu
gróf og Breiðholt.
Fulltrúinn sem gaf okkur fyrr
nefndar upplýsingar sagðist ekki
vita til þess, að byggð yrði ný
brú yfir Elliðaárnar í sumar,
en áskoranir hefðu borizt um ^
slíka brú þar sem gömlu brýrn-
an væru löngu hættar að flytja t
þá umferð sem myndast þama J
um helgar. i