Vísir - 18.07.1967, Side 2

Vísir - 18.07.1967, Side 2
 VISIR. Prfðjudagur 18. Jtm lwnr. VAISMCNN HEPPNIR ŒGNFRAM OG HALDA ÁFRAM TOPPSÆTINU Framarar léku Valsvörnina sundur og saman, og tækifærin voru þeirra, en mörkin skipfusf jofnt 1:1, — bæði skoruð á fyrsfu 2 mínútunum © Þeir máttu heita heppnir Valsmennirnir, sem yfirgáfu Laugardalsvöllinn í gær- kvöldi með jafntefli gegn Fram. Allan leikinn áttu Valsmenn, íslandsmeistar- arnir í fyrra, og liðið á toppi 1, deildar þessa dagana, í megnustu erfiðleik- um með hina snöggu og ákveðnu Framara, sem komu mun betur frá leikn- um, en *ókst ekki að skora nema eitt mark. © Þeir áhorfendur, sem komu 2 mín. of seint í Laugardal í gærkvöldi, misstu af miklu, — báðum mörkunum. Leikurinn var í rauninni útkljáður eftir 2 mín., — þ. e. mörkin höfðu verið skoruð, en samt var mikið eftir fyrir áhorf- endur, — 88 spennandi mínútur með skemmtilegri knattspymu og miklum tilþrifum, einkum af hálfu Fram. Þegar á fyrstu mínútu leiksins skoraöi Fram sitt eina mark. Það var Helgi Númason, sem skaut fyrir utan vítateig og hafOi heppn- ina með sér, boltinn skoppaði undir Sigurð Dagsson, sem virtist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið, þeg- ar Helgi skaut en flestir hefðu ef- Iaust gefið boltann til Einars Áma- Staðan í /. deild er nú þessi: ★ Fram—Valur 1:1 (1:1). Valur Akureyri Fram KR Keflavik Akranes 2 1 14:12 10 0 3 18:10 8 4 0 8:5 8 0 3 12:11 6 2 3 5:8 6 1 0 6 7:17 2' Markahæstu leikmenn: Skúli Ágústsson, Akureyri, Hermann Gunnarsson, Val, Kári Arnason, Akureyri, G innar Felixson, KR, Björn Lárusson, Akranesi, sonar, sem var vel staðsettur úti til hægri. Og Valsmenn voru ekki seinir að þakka fyrir sig. Þeir skoruðu þegar úr næstu sókn. Það var Hermann Gunnarsson, sem notaði út í yztu æsar augnabliks frið, sem hann fékk með boltann rétt við vítateig- inn og skoraði í bláhorn með föstu og fallegu skoti, sem markvörður- inn réð ekki viö- Þannig var staðan 1:1 þegar á 2. mínútu leiksins, rétt eins og um handknattleik væri að ræða en ekki knattspyrnu. Eftir þetta gerðist margt á báða bóga, en Framarar voru sýnu hættulegri, þó ekki tækist að skora. Valsmenn áttu líka sín tækifæri. Svo eitthvað sé nefnt af þétt- skrifuðum minnisblöðum eftir leik- inn, þá skaut Hreinn Elliðason, miðherjinn hættulegi, sem Fram- arar sóttu til Raufarhafnar og styrkir framlinuna tvímælalaust, og boltinn eins og lyftist rétt yfir markiö, en flestir reiknuðu með því skoti i bláhomið. Þá ógnuðu báðir, Hermann Gunnarsson og Hreinn á sömu mínútunni við sitt hvort markið. Rétt á eftir glumdi boltinn í þverslá Fram-marksins frá Hermanni, — stórfallegt skot. Á 22. mín. munaði sáralitlu að Elmar skoraði, þegar Árni Njáls- son gerði mistök sem eiginlega voru ákaflega ólík Árna Njálssyni, þeim örugga varnarleikmanni. I seinni hálflcik voru tækifærin meira uppi við mark Vals, en allt bjargaðist ekki sízt fyrir góðan leik Sigurðar Dagssonar í markinu. Anton bjargaði samt laglega á 10. ' mínútu, þegar Ingvar skaut af stuttu færi að marki* föstu skoti. Helgi Númason átti 2 mín. síðar stórfallegt skot úr aukaspymu, en ! Sigurður varði fallega í horn. Á 21. mín. átti Hreinn skalla yfir markið af stuttu færi. Tveim mín- útum síöar varði Hallkeli, markv. Fram, er Reynir Jónss. skaut hættu legu skoti. Á 37. mín. þegar virtist vera farið að draga heldur af Framliðinu og leikurinn farinn að jafnast, átti Elmar hættulegt skot, en varið var. Á 39. mín. átti Helgi Númason góða tilraun, en boltinn hrökk í þverslá og út á völlinn. Þessar síðustu mínútur voru jafnvel enn meira spennandi en , leikurinn hafði verið tll þessa og : úr heiðursstúkunni mátti heyra hvatningaróp frá forystumönnum úr Fram eins og: „Gerðu eitthvað, Einar“, og var þar átt við Einar Ólafsson, hægri útherja, sem þó hafði sannarlega ekki legið á liöi Hrannar Haraldsson leggur sig allan fram og nær skaliabolta frá Gimn- steini Skúlasyni úr Val. sínu, og reyndar verið bezti maður, Iiðsins, sívinnandi. Ósanngjöm | hvatning að flestra dómi. Undir! lokin áttu Valsmenn síðasta tæki- færi leiksins, Ingvar Elísson var í færi en Hrannar Haraldsson bjarg- aði mjög naumlega, — og þannig lauk þessum æsispennandi leik með jafntefli, sem var þó ekki fyllilega réttlátt, til þess var Fram of greinilega betri aðilinn mestall- an leikinn. Framlidið er sannarlega „spútn-1 ik“ síðustu ára í knattspymuheimi okkar. Áriö í 2. deild hefur sannar-1 lega reynzt liðinu eins og bezta „hressingar og hvíldarheimili“, — þar hefur verið söðlað um og starfið í 1. deild skipulagt meö ár- angri, — og upp kom liö, sem tals- vert kveður að. Að vísu skora Framarar of fá mörk, en í rauninni ætti liðið að skora mun meira. I Hins vegar er liðiö mjög ákveðið og leikur vel, leikmenn alls ó- smeykir og óragir viö að komast fram hjá keppinautum sínum. Beztu menn Fram í gær voru þeir i Anton og Hrannar í vörninni, Bald- ! ur Scheving sívinnandi tengiliður og duglegasti knattspyrnumaður, sem lengi hefur sézt. í framlín- unni var Einar Ólafsson beztur og líklega bezti maöur vallarins ef undan er skilinn fyrrihlutl fyrra hálfleiks, þegar Hermann „gaus“ eins og eldfjall svo af honum staf- aði ógn hvar sem hann birtist. Eimar Geirsson var og góður, en hann ætti að vanda sendingamar mun betur og spyman hjá honuni virðist heldur máttlítll. Styrkur fyrir Fram er að hafa nú fengið Hrein EUiðason aftur til sín. Sigurður Dagsson var góður t marki Vals, en markið var þó há'f- gert klaufamark. Síðar í leiknurn margbætti Siguröur fyrir það. Vörn Vals var oft hart leikin af sókna,- mönnum Fram, en stóð sig þo a.m.k. var aöeins einu sinni skor- að. Hermann var bezti maður Vals, meðan hann var með í leiknum. en sá tími var of stuttur. Tengi- liðir Vals komu sæmilega frá hlutverki sínu, en framlínan í heild var með daufasta móti. Dómari var Guöjón Finnnoga- son frá Akranesi, grelnilega eklci í sem beztri æfingu, en slapp þó allvel frá leiknum. Hvers vegna fá dómarar utanbæjarliðanna ekki fleiri verkefni en verið herurí Áhorfendur voru mjög margir. Sigurður Dagsson greip oft vel inn í leiklnn, eins og sjá má. Það er Hreinn Elliðason, sem sækir að honuni. verður lialdiö á eftirtöldum dögum. 2. flokkur. 19. júlí: A.B.—Valur Melavelli kl. 8 e.h. Holbæk—Víkingur Melavelli kl. kl. 9,15 e. h. K.R.—Í.B.K. Keflavíkurvelli ki. 7,15 e.h. Fram—Þróttur Háskólavelli kl. 7 e. h. Framhald á bls. 10 Pfc’JKJgglAii'.:: ■,-ý-iVRatTg'Ært.-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.