Vísir - 18.07.1967, Síða 10

Vísir - 18.07.1967, Síða 10
10 Sólskin — Framhald af bls. 9. á sig hinar furðulegustu myndir. Ég vildi að ég hefði getað boriö með mér helmingi meira en ég gerði. Við félagarnir komum vxða við í umræðunum okkar i mill- um. Við ræðum um steina, jurtir og sagnfræði, en allt þetta freistar ferðalangsins. Einhvern tíma hefi ég lesið og ég sé nú, að í því er fólgin mikill sann- leikur, að þegar maöur ferðaðist til staðar í fyrsta sinn, að þá geri maður það einungis til að viðra sig og til að hafa komiö á staðinn, en í annað sinn geri maður það til að glöggva sig enn betur á náttúrunni og feg- urð hennar, en í þriöja sinn og fjórða fer maður að kafa dýpra og byrjar að forvitnast um sögu staðarins. Ef maður er í góðum félagsskap getur maður því gert sér það ti! erindis að ferðast um sömu staði aftur og aftur til aukinnar ánægju, vegna þess að maður sér ekki sama staöinn alltaf i sama ljósi. Þegar maður hefir kannað einn staö frá hinu náttúrufegurðar- eða frá jarö- fræðilegu sjónarmiði, fer for- vitnir. að leiða mann inn á hin sögulegu sjónarmið, sem jafn- vel eru óendanleg, því að ímynd unin getur leitt mann þangaö, sem staðreyndirnar geta ekki. Þess vegna er líka gaman að sögunni. Sunnan Kóngsfells tekur viö sérkennilegt landslag, gróður- melar og brunnið hraun á víxl. Við komum að Dauðsmanns- skúta, en þar áttu að hafa oröiö úti menn í vetrarferö, og kann Gísli að segja fornar sögur um þá harmaatburði. Nú tekur aö halla á móti suðri, gróðurinn tekur að auk- ast, jarðvegurinn að veröa meiri, I og götuskorningurinn tekur að j verða jafnvel dýpri, því að hest- i arnir ganga niður á fast jarölag ! með tímanum. Áheitin viröast hafa komiö að fullkomnu gagni þvi að gott skyggni hélzt. Brátt kemur Sel- vogs-viti i ljós, og suður á Sel- vogs-banka sjáum við óljóst togbátana vera að draga björg í bú, hvort sem þeir nú eru inn- an eða utan hinnar svokölluðu Iandhelgi. Uppi á heiðinni hafði maöur vart heyrt fuglakvak, enda gjörsamlega gróðurlaust, en eft- ir þvi sem sunnar dregur. heyrir maður fjölbreytilegar til fugl- anna, og við heiðarbrún er sam- felldur fuglaniður, enda horfir þarna á móti suðri og nýtur vel sólar Við fylgjum hestagötunni alveg að þióðveginum, enda bíð- ur þar oíllinn. sem átti ef flvtja okkur heim aftur. Við höfum staðizt áætlun, pví að við höfð-! um reiknaö með sjö tíma hægri ferð og það reynist standa heima. Bíllinn reyndist ekkij hafa þurft að bíða ængi. Kaffisopi ferðalok er alltaí kærkominn, áður en við höldum í bæinn aftur, en elskuleg eig- inkona beiö með sopann , bíln- 'Xm. enda átti hún i vændum ttiiklu frískari eiginmann en þann, sem hún skildi við í Kaldárseli fyrir sjö tímum. Á leiðinni heim uppgötvum við, að við erum skuldugir Strandarkirkju, því að vissu- nunnanna í Hafnarfirði, til að lega fengum viö sólskin. sem verðugt var að greiða fyrir krónur tuttugu og fimm per mann, sem ekki þykja miklir peningar nú til dags, þegar fólk streymir < suðurveg fyrir marg- ar þúsundir til að fá sól. Viö látum því ekki líða marga daga þar til við göngum á fund um- \ VÍSIR. Þriðjudagur 18. júlí 1967. boðs-systra heilags Þorláks nunnanna í Hafnarfirði, til að að inna af hendi áheit vort, svo að unnt veröi að brenna kerti honum til dýröar í þakklætis- skyni fyrir það sólskin, sem við þegar höfðum notiö. Jón Kristinn. íþróttir Framh. af bls. 2 21. júlí: Holbæk—I.B.K. Keflavíkurvelli kl. 8,30 e. h. K.R.—Valur Melavelli kl. 8 e.h. A.B.—Fram Melavelli kl. 9,15 e. h. Víkingur—Þróttur Háskólavelli kl. 8 e. h. 23. júlí: A.B.—Þróttur Melavelli kl. 8 e.h. Holbæk—K.R. Melavelli kl. 9.15 e. h. Víkingur—Fram Háskólavelli kl. 8 e. h. Valur—I.B.K. Háskólavelli kl. 9,15. Ef stig eru jöfn þá ræöur markatala. Ef stig og markatala eru jöfn þá verður hlutkesti. Selt verður inn á þá leiki sem fram fara á Melavclli. Verö kr. 50 fyrir fullorðna og kr. 25 fyrir börn. Skók — Framhald af bls 16 5. O’Kelly (Belgía) 2 vinninga. 6. Kottnauer (Skotland) iy2 v. 7. Pritchett (Skotland) y2 v. 8. -9. Wade (England) og Davie (Skotland með 9 vinninga. Eins og fyrr segir verður fimmta umferö tefld í dag. Þá situr Friðrik yfir, en Wade hefur hvítt gegn Larsen, Pritchett teflir við O’Kelly, Kottnauer við Gligoric og Penrose viö Davie. Biðskákir veröa síðan tefldar á morgun, en sjötta umferð á fimmtud^g. Æskulýðsmóf — Framh. at bis. 16 hefur vegna mikilla fólksflutn- inga frá strjálbýlli héruðum Norðurlanda og til þéttbýlli staða og þau vandamál, sem þorp og minni kaupstaðir hafa við að glíma í þeim efnum, að skapa í- búunum ýmislegt, hvað varðar menningarlíf. Aðaltilgangurinn með mótinu, sem haldið verður hér á landi er að kynna hinum norrænu bi-æöraþjóöurn okkar ísland nú- tímans, og verður lögð sérstök áherzla á að hinir norrænu gest- ir okkar fái næg tækifæri til að kynnast jafnöldrum sínum hér á Iandi, Verður mótið hér aðallega fólgið í fyrirlestrum, fyrirspurna- tímum og ferðalögum innanbæj- ar og utan. Norrænni bréfa- og upplýsinga miðstöð verður komið á fót í Svíþjóð i sambandi við norræna æskulýðsárið. Meðal þeirra við- fangsefna, sem æskulýðsfélögin geta fengið til úrlausnar í sam- bandi við skrifstofu þessa, eru t. d. samræming framhalds- menntunar á Norðurlöndum, af- staðan til Efnahagsbandalagsins og EFTA og margt fleira, Að lokum má geta þess, aö norræn æska mun fylkja liði til danska bæjarins Álaborgar, og verður mótið haldið í lok æsku- lýðsársins. Dagskrá mótsins er ekki enn endanlega ákveðin, Að lokum vill æskulýðs- nefnd norræna félagsins hér á landi taka það fram, að enn skort ir nokkuð á, að gistirými hafi fengizt fyrir alla norrænu full- trúana, en unnið er aö því, aö sem flestum verði komið fyrir á einkaheimilum, því að þannig verður tilgangi mótsins hér á landi bezt náð. Allar upplýsingar varðandi þetta gefur skrifstofa Norræna félagsins, Hafnarstræti 15, sfmi 21655, mánudag—föstu- dags. viku hverja. Icelandl Food — Framh at bls. 16. var stofnaö í fyrstu og m. a. feng- um við ungan Kanadamann til að reka staðinn, en það gekk ekki. Nú höfum við lokað til bráðabirgöa þar til aörar breytingar verða gerðar á rekstrinum eða þá að við seljum. Erfiðleikarnir við rekstur fyrir- tækisins voru margvíslegir að sögn Ólafs. Illa gekk að halda á íslenzku starfsliði, en undir lokin var starfs- lið allt erlent. Staðurinn var iUa sóttur að kvöldlagi og neytenda- pakkningar á íslenzkum vörum voru engar og því ekki um það að ræöa að koma erlendum við- skiptavinum á bragöið, með því að selja þeim íslenzka matvöru. Stóðu Norðmenn óg Danir, sem reka álíka staði þar mun betur að vígi. Iceland Food Centre var opn- að í des. 1965. Eigendahlutföll skiptust þannig, að Ríkissjóður átti um helming í fyrirtækinu, Fram- leiðsluráð landbúnaðarins um 20%, Samband íslenzkra samvinnufélaga iirn 20% og. Loftleiðir um 10%. Iceland Food Centre hefur starf- að í léiguhúsnæði viö neðra Reg- ent-stræti, skammt frá Piccadilly Circus. Húsnæöiö er í eigu brezku konungsfjölskyldunnar og fyrir það varð að greiða 5000 sterlingspund á ári, en skattar og aðstöðugjöld munu hafa numið 2500 pundum á ári, og íslenzkt starfsfólk mun dýr- ara en erlent, en íslenzkt fólk starf- aði fyrsta árið, t. d. fengu íslenzku stúlkurnar 15 pund á viku, en brezkar ekki nema 8 pund. Ósómi — "rambald ai bis 16 ar geröu sér lítið fyrir og óku upp undir brún á Lágafelli í Mos fellssveit og sjást þar förin síð- an eins og sár í landslaginu. Meðfylgjandi myndir eru tekn ar um s.l. helgi og sýnir sú efri Bronco-jeppa úr Reykjavík, sem var að koma ofan úr litlu, fall- egu mosagrónu fjalli í Grafn- ingi, en neðri myndin sýnir hvernig fjallið er útleikiö eftir jeppabifreiöir. Við þessum ósóma verður aö - stemma stigu og brýna það fyr- ir jeppaeigendum, að leggja ekki leið sína á þá staði, sem fallegir eru, það er nóg til af malarnám- um og öðrum stöðum til að reyna bifreiöir sínar á. fengust einu sinni 36 laxar í einni vitjun. Tveir stærstu laxveiöibæirnir fyrir austan fjall, Hraun og Ós- eyrarnes við Ölfusá, leggja ekki inn hjá KÁ og eru því ekki ná- kvæmar fregnir af laxveiðinni þar. Frétzt hefur þó af því, að tæpir 300 laxar hafi fengizt báða síðustu daga vikunnar í net Hraunsbænda. Þessi mikla laxveiði hafði þau áhrif á nokkra Þorlákshafnar- búa, að þeir lögðu nokkur net fyrir laxinn út frá Þorlákshöfn. Lögreglan á Selfossi og veiði- vörðurinn í Ölfusá tóku netin á föstudagskvöldiö og geröu upp- tækan lax og silung, sem í þeim var. Laxveiði í sjó er algerlega bönnuð, silungsveiði í sjó er hins vegar leyfð, en hafði þó verið bönnuð fyrir utan Þor- lákshöfn. iaxvdðl •'ramh at bls. I þar alla vikuna tæpir 100 laxar á dag. Á Urriðafossi við Þjórsá fengust 50—60 laxar á dag alla vikuna, en á Kotferju við Ölfusá hreinar léreftstuskur. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN Spítalasfíg 10 Ausffjarðcffundur Framhala at síöu i hugur hefði ríkt á fundinum, marg- ir hefðu tekið til máls og umræður verið fjörugar. — Rakti Hrólfur síðan álitsgerð fundarins, sem er í meginatriðum byggð á tillögum sem hann lagöi fyrir fundinn, sem umræðugrundvöll. 1. Að ríkisábyrgðasjóður láti meta þær eigir atvinnufyrirtækja, sem ómetnar eru nú og varða sjáv- arútveg. Stofnlán veröi nú þegar veitt þessum aöilum, er nemi tveim þriðju af matsverði ríkisábyrgða- sjóðs og verði fé þetta fengið að láni hjá atvinnuleysistrvgginga- sjóði, eða þess aflað á annan hátt. 2. Að lánasjóður sveitarfélaga verði efldur, svo að hann geti veitt sveitarfélögum stofnlán til hinna nauðsynlegustu framkvæmda Og er þar sagt, aö lögð sé sér- stök áherzla á, hve Austfirðir eru langt á eftir í ýmsum frámkvæmd- um. 3. Að lán bankanná út á sjávar- afurðir verði aukin í áttatfu af hundraði af útflutningsverðmæti af urðanna. 4. Að sett verði bankatrygging eöa ríkisábyrgö á greiðslu hráefn- is, sem lagt er upp til síldar- verksmiðja og söltunarstöðva. 5. Að þjónustufyrirtæki sjávar- útvegsins fái sem nemi % að minnsta kosti af áx'legri umsetn- ingu fyrirtækjanna. 6. Að sveitarfélög eigi kost á rekstrarfé í viðskiptabönkum sín- um er nemi % áætlaðra útsvara og aðstöðugjalda. 7. Að ríkisstiórnin greiði árlega að fullu sinn hluta af kostnaði við framkvæmdir sveitarfélaga; 8. Lánstími stofnlána út á fiski- skip verði lengdur úr 15 árum í 20 ár. Rekstrarlán útgerða verði hækkuö úr krónum 400 þúsund í krónur 700 þúsund, og þau inn- heimt með 20% af afla í stað 35 nú. Leyfi verði veitt til þess að taka erlend lán til veiðarfæra- kaupa í lengri tíma, eða 18 mánaða í stað 12 nú. 9. Útflutningsgjöld af síldaraf- urðum verði eigi hærri en af öðr- um sjávarafurðum. Unnið verði að því, að afnema innflutningsgjöld af síldarlýsi í Bretlandi. 10. Fundurinn lýsir undrun sinni og óánægju yfir svörum Lands- bankans og Útvegsbankans, sem fram koma í svörum þeirra til sjávarútvegsmálaráðuneytisins og skoða á sem svar þeirra við á- lyktun fundarins, sem Samband sveitarstjórna boðaði til á Egilsstöð um 28. apríl síðastlðinn. í 11. liö ályktunarinnar er lagt til aö fundurinn kjósi níu manna nefnd, þrjá tilnefnda af hverjum fundarboðenda, til þess að fylgja samþykktum fundarins eftir við ríkisstjórnina ásamt þingmönnum kjördæmisins. Skuli nefndinni heimilt að leita samstarfs viö sam- tök útvegsmanna og alþýðusam- tökin og fjölga þá í nefndinni um þrjá frá hvorum þessara aðila. BORGIN BELLA Það stendur ágætlega á hjá mér. Ég hef ekki einu sinni einn, sem ég gæti neitað að fara með ú- á laugardagskvöldiö. Bilaskoðun í dog 1 dag veröa skoðaöir bílar ur. R-10801— R-10950. BILAKAUP 15812 og 23900 Aldrei meira bifreiðaúrval en nú Aldrei lægra verð en nú. Aldrei betri kjör en nú. Við seljum: Langferðabifreiðir. Vöruflutningabifreiðir. Vörubifreiðir. Sendibifreiðir. Fólksbifreiðir. Þungavinnslutæki, svo sem ýtuskóflur, loftpressur o.fl. Bílar við allra hæfi. Kjör við allra hæfi. Bifreiðaeigendur. Við höfum kaupendur að nýj- um og nýlegum bifreiðum. Mikl ar útborganir. Sökum óvenju- mikillar sölu undanfariö, vantar okkur nýrri árgerðir af VOLVO og VOLKSWAGEN. Komið og látið skrá bifreiðina sem fyrst. Kaupum gamlar bifreiðir til niðurrifs. Höfum varahluti í flestar eldri árgerðir. Verzlið bar sem úrvalið er mest og þjónustan bezt. Hringið — Komið — Skoðið Opið í hádeginu. ^ Opið á hveriu kvöldi til ":1. 9. i / Notfærið yður símaþjónustu i ; vora. Síminn er: 15812 og 23900. Skúlagötu 55 v/Rauðará. tii ...‘i* *.'V.Cfc-iiT.. c ______ítí’-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.