Vísir - 18.07.1967, Page 12

Vísir - 18.07.1967, Page 12
12 tmm VÍSIR. Þriöjudagur 18. júlí 1967. wii—ihji mmmmmmmammmBmmm— 4 Ástarsaga ur sjóferð MARY BURCHELL: Jm aldur og ævi — Ég er hrædd um það, Og ég hef áhyggjur af þvi. — Sanniö þér til, sagði hann hughreystandi, — að hún hefur vit fyrir sér sjálf. Þær hafa það ofti, þessar yndislegu og vandræða- legu imgu stúlkur. En Jenny hristi höfuðið. — Hún þekkti hann, áður en hún kom á skipsfjöl, sagði hún talsvert upp- væg, því aö hún hafði samvizku- bit af því að vera svona opin- ská. — Faðir hennar hafði áhyggjur af því, og sendi hana 1 þessa ferð til þess aö stfa þeim sundur. — En hann — Kingsley Carr, meina ég — náöi sér í stöðu á „Ca-pri- corn“. Og í stað þess aö stíast í sundur eru þau héma, bæöi á sama skipinu, og geta verið eins mikið saman og þau vilja. — Ég skil. Nicholas Edmonds virtist veita þessu máli meiri at- hygli en hann var vanur að veita því, sem snerti annarra hag. — Veit faðir hennar þetta? — Nei. Og Claire veit ekki held- ur, að mér er kunnugt um, hvern- ig sambandi hennar og Carrs er í raun réttri háttað. — Yður finnst ekki ástæða til að láta fööur hennar vita um hvernig ástatt er? — Nei. Fyrst í stað fannst mér það ótímabær afskiptasemi. Og síðan frétti ég, að faðir Claire hefði fengið hjartabilun og að nauð synlegt væri að hlífa honum við ölium óþægindum. — Svo að ef einhver á að taka að sér að vemda Claire fyrir hennar eigin flóasifjpörum, þá er- uð það þér, sagði hann hugs- andi. — Já einmitt, sagði Jenny. En 'brosti. — Eins og sakir standa á hann hægari aðstööu en þér. Unga stúlkan er ástfangjn af hon- um og trúir á hann, og hann get- ur talað sínu máli við hana allan líölangan daginn. — Eitthvaö þarf hann nú að sinna skyldustörfunum líka, sagði Jenny, en Edmonds gerði lítið úr því. — Hann hefur nógan tíma til •að lifa og láta eins og hann vill. — Ef þér lítið svo á, skil ég ekki, hvað ég ætti að geta gert til gagns, sagði hún dauf í dálk- inn. — Langar yöur til að gera eitt- hvað ? — Vitanlega. En það er svo erfitt að vita, hvað .... — Þá ættuð þér að þeina hug mannsins í aðra átt, sagði Nicholas Edmonds óþolinn. — Þér hefðuð átt að láta hann verða vin yðar en ekki óvin, strax í byrjun .. . — Ég vil ekki eiga hann fyrir vin. — Það kemur ekki málinu við, sagði hann þurrlega. — Þér verðið alltaf að halda frið við andstæð- inga yðar, ef vopnin yðar eru ekki beitt. Jenny horfði á hann. — Er yður alvara? — Víst er mér alvara! Nú virt- ist hann aftur ergilegur yfir því, hve barnaleg hún var. Jenny velti þessari ráðleggingu fyrir sér. — Við vorum að spila póker rétt áðan, sagði hún. — En nú er réttast að brýna vopnin. Hvað finnst yður að ég eigi að gera næst? Nicholas Edmonds hló talsvert henni fannst ekki þörf á aðsegja að u hvarf af honum, að hun væri einmitt x þeim ■ erindum þarna um borð. —Veit þessi töfrandi imgi lækn- ir um gruninn, sem þér hafið á i honum sinnuleysissvipurinn. — Hvers vegna leggið þér ekki | út snömr og reynið að veiða þenn I an unga mann sjálf? Þér hafið I ekkert betra ráð til þess að láta mikils vert, að hún væri talin vinstúlka hennar, en ekki ritari í fyrirtæki föður hennar. Hún hafði vafalaust sagt Kingsley Carr einhverjar tröllasögur af því, hve rík Jenny væri. Kannski hafði hún sagt Nicolas Edmonds það líka. — Ég hefði gaman af aö vita, sagöi Jenny, — hve rík þér haldið að ég sé? — Ég hef sannast að segja ekki hsigsað um það, svaraöi Nicholas Edmonds og brosti. — Nema rétt iauslega, og það hef ég byggt á' því, sem mér hefur verið sagt. — Sagði Claire yður það? Hann hugsaði sig um stundar- korn. — Nei, nú man ég það. Það var Kingsley Carr sjálfur. — Var það? Henni fannst þetta breyta öllu. — Sagði hann yður að ég væri rík? — Mig minnir að hann segöi, að þið væruð' báðar ríkar. Hann skipaði ykkur báðum í sama verð- flokk, ef svo mætti segja. Mér fannst engin ástæöa til að íhuga þessar upplýsingar nánar. — Nei, nei. Jenny beit á vörina og hugsaði af kappi. en hann horfði á hana og brosti. — Hann heldur þá, að ég sé rík? — Og hafið þann kost að eiga ekki strangan fööur, tautaði Nich- olas Edmonds. — Mér finnst einstaklega lúa- legt að gera þetta, sagöi hún út í bláinn. — Gera hvað? spurði Nicholas. — Ef þér haldið manninn annan en hann er, og tilfinningar hans í garö vinstúlku yðar eru hrein- ar, kemur ekki til mála, aö þér stelið honum frá henni. — En ef hann hins vegar er ævintýramaður — og er að reyna að gleypa feitan bita með sem minnstri fyrirhöfn, þá geriö þér ungfrú Glaire greiöa með því aö sýna henni hvers konar maöur þetta er. — Það.... virðist rökrétt á- lyktun, sagði Jenny hikandi. Og það gæti reynzt áhrifamikiö í framkvæmd líka, svaraði Nich- olas Edmonds. — Athugið þér það. Það verður talsvert erfitt að fást við þennan unga lækni, ef þér haf- ið látið hann skilja á yður áöur, að þér treystið honum ekki. — Já, þaö er kannski ekki ó- maksins vert að reyna það, sagði Jenny og virtist létta við að kom- ast að þeirri niðurstöðu. En Nicholas Edmonds vildi ekki hlusta á það, — Hæfni mannsins í þá átt að láta gabbast er nærri því ótak- mörkuð, svaraði hann kaldhæðnis- Iega, en þessi athugasemd virtist fremur hræða Jenny en róa hana. Hún hafði ákaflega litla löngun til að „gabba“ nokkurn mann, jafn- vel ekki Kingsley Carr. En ef hún átti að bjarga Claire, var líklega tilvinnandi að beita brögðum. Og eftir það sem gerzt hafði um daginn, fannst Jenny orðið að „bjarga" eiga vel við. Því að henni var ómögulegt að trúa öðru, en að aðstoðarlæknirinn hefði af á- settu ráði reynt að láta hana verða strandaglóp, og manni, sem var honum? spurði Nicholas Edmonds. — Bæði já og nei. Hann veit,. . .... „ ........ ., „ . .. u ■ , j > vmstulku yðar fa fyrirlitmngu a að ég veit um hvemig samband j ^onum i hans og Claire raunverulega er,: ' , j og að ég gruna hann um græsku. j Hann mundi ekki líta við < — Hvernig veit hann það? í mér! Ekki meðan Claire er ein-j — Ég sagöi honum það eiginlega j hvfs staðar nærri. sa8ði Jennv í| berum orðum. i Mln alvöru' — Góða mín, það var óhyggi- \ — Þér skuluð ekki vera of viss; legt! Maður á aldrei að leggja öll j um þaö. Þér getið vafalaust gert j spilin á borðiö, þegar maöur spil- j yður jafnaðlaðandi og ungfrú j HÚSNÆÐI ÓSKAST Viljum taka á leigu rúmgott húsnæði fyrir afgreiðslu blaðsins á góðum stað í miðborg- inni. Tilboð óskast send Auglýsingadeild Vísis sem fyrst. ar póker. — Ég lít ekki á þetta sem pók- er, sagði hún dálítið önug. — Jæja, ef þér eigið að gera eitthvað í málinu á annað borð, verðið þér aö leika dálítið á þau, góða bam. Nicholas Edmonds Elstrone er, sagði hann. — En hún er mjög rík, og... — Það eruð þér líka, er ekki svo? Jenny opnaöi munmrm og ætl- aði að fara að andmæla, en þá mundi hún, hve Claire hefði þótt VÍSIR EDGAK RlC£ £URROl7CHS mE jrtWGCE J MUST GBT RIP OF A N „Þama kemur frumskógarmaöurnn á eft- ir mér. Ég verð aö stinga hann af“. „Þetta heföir þú ekki átt að gera, karl Róðið hitanum sjólf með ... Með BRAUKMANN hitastilli ð hverjum ofni getiB þér sjálf ákveS- ið hitastig hvers herbergis — BRAUKMANN sjálfvirkan h'rtastilli er hægt a8 setja beint á ofninn c8a hvar sem er á vegg f 2ja m. fjarlægS frá ofni Sparið hitakostnað og aukrS vel- liðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveitusvæði SIGHVATUR EINMSSON&CO SÍMI24133 SKIPHOLT 15 FRAMKÖLLUM RLMURNAR FLJÓTT OG VFL GEVAFOTO LÆKJARTORGI

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.