Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 3
VÍSIR ****ii^—ii_r~ Föstudagur 28. júlí 1967. \S S.V S V N .. «W\ WWW«SW^S.«™.VV vv TPími sumarleyfanna stendur hvað hæst. Menn reyna, hver sem betur má að komast eitt- hvað úr þéttbýlinu, út í kyrrð- ina. Um þjóðvegina þjóta þús- undir bíla. Þar fer fólk, sem er að skoða landið sitt og leita uppi sóiskinsbletti í heiði. Oft einkennast þessar ferðir af eirðarleysi. Mestan tímann hossast fólk um holótta vegina á farskjótum sínum og ánægjan verður oft rykfallin orðin á leið arenda. „Maður lít þér nær“, segir gamalt máltæki. Ferðalög geta orðið jafn þreytandi og þau verða skemmtileg hins vegar. Fólki sést oft yfir það sem markvert er að sjá hér i ná- grenni borgarinnar. — Það er til dæmis hægt að dvelja dag- langt í Árbæ án þess að láta sér leiöast og kynnast þar horf- inni tíð í gömlum munum, á- höldum og húsum, drekka kaffi í Dillonshúsi þar sem íturvaxn- ar stúlkur ganga um beina á íslenzkum þjóðbúningum. Tíu ára í erlendum borgum, sem eiga sér ja,fn gamla sögu og Reykja vík er að finna vegleg byggða- söfn. Slík söfn eru segulmögn- uð gagnvart ferðamönnum og eru því oftast arðvænleg, þegar allt er reiknað. Norömenn gætu til dæmis orðið okkar fyrirmynd í þessum efnum. Má þar til dæm is minna á byggðasafnið í Osló, sem er einstakt í sinni röð og flestir þekkja, sem komið hafa til borgarinnar. Björgvinjarbúar hafa ekki síður haldið til haga gömlum minjum og hika ekki við að friða gömul borgarhverfi. Þessi ræktarsemi viö allt hið gamla virðist einmitt vera að ágerast í hinum siðmenntaða heimi, nú í seinni tíð og gengur kannski út í öfgar á stundum. Traðimar heim að Árbæ. Sitt hvorum megin þeirra eru Silfrastaða kirkja og skrúðhúsið, sem er smíðað eftir fyrirmynd frá Arnarbæli í Ölfusi. — Að vísu er ástin til hins gamla ekkert nýtt fyrirbrigði og má í fyrsta áfanga rekja hana til rómantísku stefnunnar eins og menn vita. En með allri nýsköpun tuttugustu aldarinn- ar verður margt, sem áður þóttu hversdagslegir hlutir að safngrip un íslendingum hefur löngum ver ið tamara að varðveita sögu sína á skrifuðum blöðum en á þennan máta og það er ekki vonum fyrr að byggðasáfn Reykjavíkur sér dagsins ljós. Það eru aðeins tíu ár síðan borg arráð tók ákvörðun um að koma því á fót. Síðan hefur safnið verið að mótast, smáum skref- um. Þangað hafa verið flutt eitt til tvö gömul hús á ári og er þó helzt til þröngt um áhöld og smærri muni safnsins. Það hlýtur jafnan að vera á- litamál hvað heima á á slíku ekki nóg að gert. — Það er eng- in goðgá aö hugsa til þess að hús eins og Iðnó gamla og önn ur slík, sem verða óhjákvæmi- lega að víkja fyrir nýrri byggð, verði fiutt þangað upp eftir. Iðnó yrði þá að sjálfsögðu gert að leikminjasafni, en sú hug- mynd er ofarlega á baugi hjá leikhúsfólki. Það er fádæma margt sögu- legra verðmæta, sem horfið hef- ur í súginn hér á landi selnustu ár, margt sem vel hefði sómt sér á byggðasafni höfuðborgar- innar. Slíkt safn rís aldrei und- ir nafni, ef ekki kemur til rækt arsemi fólks og óeigingirni. Og við verðum líka að kunna að umgangast siíkan stað og sýna honum ekki minni virðingu en erlendir ferðamenn gera. Uppi á lofti í Dillonshúsi er lítil setustofa undir skarsúð. Þar hanga fornfálegir lampar í lofti. Þar getur ag líta gamlar kistur kiæddar brekánum oginn af er herbergi Jónasar Ilallgrímssonar. Stúlkur ganga þar um beina á íslenzkum þjóðbúningi — upphhit i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.