Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 8
|j?00 VI S I R . Föstudagur 28. júlí 1967. VÍSIR Dtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson A.ðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Clíarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prents..iiðjt Vlsis — Edda h.f. Nýjasta iðngreinin Pyrir aðeins fimm árum hefði þótt ótrúlegt, að hægt yrði í náinni framtíð að smíða hér 560 tonna stálskip, næstum því eins stór og nýsköpunartogararnir voru. Þá höfðu aðeins tvö lítil stálskip verið smíðuð hér á landi og með löngu millibili. Síðan hefur ævintýrið gerzt. Um helgina var hleypt af stokkunum í Slipp- stöðinni á Akureyri 560 tonna síldarskipi, stærsta skipi, sem smíðað er hér á landi. Markaði sá atburð- ur tímamót í íslenzkri iðnsögu. Á undanförnum fimm árum hefur stálskipasmíði hafizt til vegs hér á landi. Hver skipasmíðastöðin á fætur annarri hefur byrjað smíðar og aðrar stöðvar er verið að undirbúa eða byggja upp. Athafnamest í smíðinni hafa verið fyrirtækin Stálvík í Garðahreppi og Slippstöðin á Akureyri. Reynslan af þessum smíð- um er í stuttu máli sú, að íslenzku skipin eru fylli- lega samkeppnishæf við erlenda framleiðslu, bæði í verði og að gæðum, og þau hafa skipað hóp mestu aflaskipanna. , Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra 'hefur stutt þessa þróun með ráðum og dáð og ríkisstjórnin hefur veitt þessari ungu iðngrein margvíslega fyrirgreiðslu til að efla vöxt hennar. Enn skortir töluvert á, að ís- lenzkar stálskipasmiðjur fái hliðstæða fyrirgreiðslu lánastofnana og ríkisins og erlendar smiðjur fá, en þró unin er í þá áttina að brúa þetta bil. Iðngrein af þessu tagi verður ekki byggð upp í einu vetfangi. Raunar er alveg ótrúlegt, hve hratt þessi uppbygging hefur gerzt. íslenzkir útgerðarmenn virðast tregir til að béina smíðum skipa sinna til innlendra skipasmíðastöðva, þrátt fyrir hina góðu reynslu. Þessi afstaða stafar lík- lega að miklu leyti af varfærni gagnvart nýjungum. Menn eiga þrátt fyrir allt bágt með að trúa því, að hægt sé að smíða hér ódýr og traust stálskip. Báðar athafnamestu skipasmiðjumar búa nú við töluverða óvissu um framtíðarverkefnin. Það væri mjög baga- legt, ef verkefnaskortur stöðvaði þá uppbyggingu, sem farið hefur svo vel af stað. Svo vel vill hins vegar til að ríkisvaldið hefur nú aðstöðu til að koma í veg fyrir verkefnaskort skipa- smiðjanna. Tvö stór verkefni standa fyrir dyrum. Annað er smíði 3—i skuttogara, sem ríkisstjórnin hefur forgöngu um, að fengnir verði til endurreisnar íslenzkri togaraútgerð. Hitt er smíði tveggja strand- ferðaskipa til endumýjunar rekstri Skipaútgerðar rík- isins. Engin ástæða er til að láta smíða þessi skip er- lendis, ef hægt er að fá jafngóð skip hér heima fyrir svipað verð. Slík verkefni mundu tryggja áframhald- andi þróun þessarar nýju iðngreinar hér á landi. Fáar iðngreinar henta betur íslenzkum staðháttum en einmitt skipasmíðar. Markaðurinn fyrir ný fiski- skip er stærri en víðast annars staðar í heiminum. Öflug innlend skipasmíði yrði traustur og mikilvæg- ur þáttur í íslenzkum þjóðarbúskap. i f. )) 222 99% ánna tvilembdar eft- ir fóðrun með heykögglum Heykögglaverksmiðjan við Gunnarsholt á Rangárvöllum hefur nú verið starfrækt í tvö ár og hefur reynslan af henni fariö fram úr öllum vonum, að því er Páil Sveinsson land- græöslustjóri í Gunnarsholti seg ir. — Þegar er búið að panta upp alla framleiðslu þessa árs og markaður viröist vera fyrir hendi til að stækka verksmiðj- una verulega. Bændur hafa tekið heyköggl- unum mjög vel og margir hafa notað heykögglana eingöngu í stað innflutts fóöurbætis. — Sjálfur segist Páll í Gunnars- holti alveg vera hættur við ann- an fóðurbæti en heyköggla, enda hafi heykögglamir sama fóður- gildi og það sem almennt er kallað fóðurbætir. Páll geröi til- raun með að gefa 100 ám að- eins heyköggla með töðu fyrir og um fengitímann og urðu 99 af ánum tvílembdar. Verksmiðjan er rekin af rík- isfyrirtækinu Fóður og fræ, en henni var valin staður við Gunn arsholt. Miklir möguleikar eru þar á stækkun verksmiðjunnar, en einnig er ætlunin aö verk- smiðjan framleiði í framtíðinni fræ fyrir innlendan markað, en mikill hörgull hefur verið á fræj- um af innlendum stofni. Fram leiðsla fræjanna mun aö ein- hverju leyti vera í samráði við Landgræðslu ríkisins, sem hefur aðsetur x Gunnarsholti. Heykögglaverksmiðjan hefur töðu af á þriðja hundrað hekt- ara túns, sem búið í Gunnars- holti hefur aö miklu leyti látið verksmiðjunni í té, og var fram- leitt í fyrra um 400 tonn af hey- kögglum og heymjöli. í stjóm Fóðurs og fræs eru : Pálmi Einarsson, landnámsstj., Pétur Gunnarsson, forstöðumað- ur Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins og Páll Sveinsson, landgræðslustjóri. Áburði dreift með flugvél Landgræðslunnar. Mikil áburðard reifing með flugvélinni í sumar Þaö er gjörólíkt land, þar sem áburði hefur verið dreift meö flugvélinni og geysilegar fram- farir á hverju ári, þar sem dreift er hvert sumar, sagði Páll Hall- dórsson, flugmaður áburðarflug- vélar Landgræöslu ríkisins í stuttu samtali við Vísi á dögun- um. — Eftir þessi fimm ár, sem ég hef verið með flugvélina, hef- ur ekki getaö fariö hjá þvi, að ég hef oröið sanntrúaður land- græðslumaður, árangurinn af iandgræðslunni stingur svo greinilega í augun, og ekki ann- að hægt en að hrífast meö í störf um Landgræðslunnar. Landgræðsla ríkisins fékk fyrst flugvél til áburðardreifing- ar árið 1958, en það var stærsta framfaraskref, sem stigig hefur veriö í landgræðslustörfuirt hér á landi. — Með tilkomu flugvél- arinnar eru engin takmörk fyrir þvi hvað hægt er að rækta upp. — Það má þó búast við að þyrl- ur myndu henta betur til áburð- ar- og grasfræsdreifingar, enda hafa þær verið teknar í síaukn- um mæli til notkunar í þeim til- gangi í öðrum löndum. Gömlu flugvélarnar, sem Landgræöslan hafði til áburðar- dreifingar voru ekki sérstak- lega gerðar fyrir slík störf, enda voru þær mun seinvirkari en nýja flugvélin, sem kom hing- að til lands í fyrrasumar, eftir að gamla flugvélin eyðilagðist í lendingu. — Nýja flugvélin, sem er af Piper Pawnee gerð, er sérstaklega gerð fyrir áburðar- dreifingu. — Hún tekur hálft tonn og er aðeins eina mínútu að losa sig við hvern fann yfir tæplega 2ja hektara svæði. — Á miðju sumri var búið að dreifa um 450 tonnurþ af áburöi með flugvélinni, en mest var dreift 480 tonnum yfir heilt sumar með gömlu áburðarflugvélinni. í sumar hefur áburði og tún- vingli, sem stundum er dreift með áburðinum, verið dreift við Gunnarsholt, á Haukadalsheiði, i vig Axarfjörð og Grímsstaöi, við Reynihlíð og í Landsveitinni. Mest hefur veriö dreift við Gunn arsholt, en hvergi hefur verið dreift minna en 50 tonnum. Áburðarflugvélin hefur sér- stakt skírteini frá Loftferðaeftir litinu, en í skírteininu stendur aö flugvélin sé notuð við lanu- búnaðarstörf og má hún þvi fljúga lægra en aðrar flugvélar. — Þar sem dre<ft er yfir sléttu landi flýgur vélin að öllu jöfnu í girðingarhæð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.