Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 13
V í S IR . Föstudagur 28. júlí 1967, am 13 „F riður í heimin um árið 2000“ varpsbílinn af hólmi Stödd er í Reykiavík um þessar mundir kanadísk kona, Nancy Campbell og er erindi hennar hing aö að kynna Bahá’í trúarbrögðin. Frú Nancy er ballettkennari í Ham ilton í Kanada, og velbekkt í sínu heimalandi sem brautryðiandi á sviSi balletts. Hún stofnaði einn fyrsta ballettskóla í Kanada og hef ur siðan samið balletta og haldið fjölda fyrirlestra um sögu hans og tækni. Við áttum tal við Nancy um dvöl hennar hérlendis og um Bahá’í trúarbrögðin, og sagðist hún hafa verið meðlimur í Bahá’í-trúnni síð- an 1940 og ferðazt undanfarin 15 ár i sumarleyfum sínum um Evrópu og víðar til aö kynna Bahá’í trúna. Þetta er í fyrsta skipti, sem hún kemur til íslands, og kvaðst hún vera ákafiega hrifin af landinu. Fyrsti meðlimur Bahá’í hér á landi er Ásgeir Einarsson, en söfn uðurinn hefur síðan farið ört vax- andi, sérstaklega þó á siðustu ár- um, og fyrir þremur árum var stofn að hér 9 manna héraðsráð. Engir foringjar eða prestar eru yfir Bahá’I samtökum, heldur 9 manna hópar, sem vinna saman og mynda hér- aðsráð. Þar sem þrjú héraðsráð eru starfandi er síðan stofnað þjóöráð, og yfir þeim er alheimsráð, sem hefur aðsetur sitt í Hafia í ísrael. Um upphaf Bahá’í trúarinnar, sagði Nancy að hún væri upprunn in í Persíu um miðja nítjándu öld, og síðan hafa trúarbrösðin átt vax andi fylgi hvarvetna í heiminum. í öllum löndum heims eru nú Bahá’í söfnuðir og eru meðlimirn- ir orðnir yfir þrjár milljónir. Grund vallarkenning Bahá’í trúarinnar er sameining mannkynsins og viður- kenning allra trúarbragða, og eru menn af öllurn tniarbrögðum í söfn uðinum, þótt ekki sé leyfilegt að vera meðlimur annarrar kirkju. Samstaða kynjanna og samstaða allra þjóðflokka í heiminum eru einnig meðal undirstöðukenninga Bahá’í trúarinnar. Er við spurðum Nancy um álit þeirra á framtiðinni og á mögu- leikum fyrir friði í heiminum, svar að hún að þau álitu, að friður mundi ríkja í heiminum um aldamótin 2000. Nancy Campbell flutti fyrirlestur fyrir almenning í fyrrakvöld um örlög mannsins, en hún ætlaði aö fljúga vestur um haf í gær. Sjónvarpsbíllinn sænski hefur gegnt brautryðjendastarfi sínu vel hér á landi, ekki síður en í heimalandi sínu, Sviþjóð. Bíll- inn mun ekki verða sendur úr landi fyrst um sinn, en til greina kemur að hann fari á sjónvarps- safn í Svíþjóð, þegar dvöl hans á islandi*' lýkur. Hugsanlegt er að hann verði notaður við upp- tökur eða beinar útsendingar hérlendis, en það er ekki fast- Bifreiðaeftirlitið Borgartúrti 7 verður lokað laugardaginn 29. júlí, vegna skemmtiferðar starfsfólks. BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS. ákveðið ennþá. Bíllinn er gam- all strætisvagn frá Stokkhólmi, smíðaður árið 1938 og hefur ver ið ekiö yfir eina milljón kíló- metra. Sænskir sjónvarpstækni- menn innréttuðu hann sjálfir og notuöu á frumbýlingsárum sænska sjónvarpsins. Að sjálf- sögðu þyrfti íslenzka sjónvarp- ið að eignast lupptökubíl, sem þennan, en slíkur bíll kostar milljónir króna nýr. Það gegnir furðu, hve marg- brotinn tækjaútbúnaður kemst fyrir í sjónvarpsbilnum, en sjón- varpið hefur nú eignazt mikið af nýjum tækjum, sem koma í staö þeirra tækja, sem í sjón- varpsbílnum eru, og eins og les- endur Vísis hafa séð í Mynd- sjársíðu blaðsins í gær, fer tölu- vert fvrir beim. Kaupmenn — Kaupfélög Hollenzkar veiðistengur, 5 tegundir. Hollenzk veiðihjól, 5 tegundir. Hollenzk maðkabox, 3 tegundir. Flugur og gervibeitur, 20 tegundir. Tekið upp í dag — Mjög hagkvæmt verð. LÁRUS INGIMARSSON Umboðs- og heildverzlun Vitastíg 8 A — Sími 16205 Vænfanlegir LANDSPRÓFSNEMAR og aðrir, sem kunna að hafa áhuga! . Fyrstu dagana í ágúst hef jast námskeið í eðl- isfræði og flatarmáls- og rúmmálsfræði. — Fullkomin kennslutæki til afnota. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg. — Vegna þeirra, sem eru í atvinnu, verður aðallega kennt eftir vinnutíma á virkum dögum og um helgar. — Nánari upplýsmgar í dag og á morgun, kl. 18 til 22, í síma 3 68 31. Sig. Etíasson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.