Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 12
12
V f SIR . Föstudagur 28, júlí 1967.
*B3?
Astarsaga
ur
sjóferð
MARY BURCHELL
Um aldur cg ævi
— Er þetta allt og sumt, sem þú
getur ráðlagt Nicholas? Rödd söng-
konunnar skalf af gremju.
— Nei, ég skal athuga, hvaða
læknisráð ég get gefið honum. Hitt
er annað mál, hvort hann fer að
þeim, sagði Pembridge. — En við
skulum vona, að þessi gáfaöa og
hressandi dama hjálpi okkur til
þess.
Hann brosti til hennar, um leið og
hann sagði þetta, en franska daman
deplaði angnalokunum með löngu
hárunum eins og henni dytti allt í
einu ráð f hug. Svo brosti hún —
en þö tregðulega.
— Touchée, sagði hún og tyllti
sér á tá og kyssti haon laust á
kinnina. Og svo fór hún út, með
sama viðhafnarfasinu og var á
henni, þegar hún kom inn.
Jenny sárlangaði til að impra á
því, að hún væri ekki su eina, sem
gæti ekki forðazt kossa þama
í stofunni. En svo mundi hún,
mátulega fljótt, að samlfkingin var
ekki sem hentugust.
En hún tók rögg á sig og afréö
að minnast á leiðindaatvikið. Svo
sagði hún: — Dr. Pembridge, mér
finnst það skylda mfn að gefa yður
skýringu á þessu meö dr. Carr.
Þér skiljið ...
— Hafið þér ekki fyrir því, systir.
Mér finnst óendanlega þreytandi
að ræða um einkamál, sem ekkert
koma mér við, sagði hann. Ef þér
hagið yður réttilega hér í stofunni,
gildir mig alveg einu, hvað þér haf-
izt að, að öðru leyti.
Og nú var ekki neitt meira að
segja, sérstaklega af því, að næsti
sjúklingur kcHn inn.
Næsta hálftímann voru nýir
sjúklingar að koma sí og æ, og
læknirinn og hjúkrunarkonan töl-
uðu ekki saman um annað en það,
sem að starfinu laut. Og loks varð
Jenny laus og gat farið að borða
hádegisverð.
Þetta var svo snemma, að aðrir
farþegar voru ekki famir að borða,
og þegar Jenny var setzt, ein sér,
spurði hún sjálfa sig, hvers vegna
hún hefði eiginlega fariö að leggja
allt þetta á sig. Vingjamlegur þjónn
gekk um beina; hann virtist telja
hana hálfgildings hetju fyrir að
hafa farið í hjúkrunarbúninginn.
Allar skemmtanir um borð, sem
hún hafði haft svo gaman af, varð
hún nú að fara á mis við að mestu
leyti, og í staðinn hafði hún komizt
í návist við Kingsley Carr, sem
mundi verða áleitnari og erfiðari
með hverjum deginum, en Pem-
bridge mundi ganga um með van-
þóknunarsvip, sem drap alla lífs-
gleði í henni.
Hún gat ekki annaö en hugsaö
um, hvort Claire mundi ekki hafa
haft rétt fyrir sér, er hún sagði, aö
Jenny ætti að hugsa sig um betur,
áður en hún tæki þetta að sér.
Síðar um daginn, er Jenny hafði
lokiö við að hagræða þakklátum j
sjúklingunum i stofunum, komst j
hún í betra skap. En vissan um, aö j
hafa gert skyldu sína — því aö
það hafði hún gert — nægði ekki
til aö vega á móti fyrirlitningu
og vanþóknun manns, — sem
henni leizt vel á.
Þegar Jenny hafði hugsaö um
þetta um stund, afréð hún aö hætta
að gefa Kingsley Carr undir fótinn.
Þó að ráðabrugg hennar hefði ver-
ið gert í bezta tilgangi, varö ekki
hjá því komizt, að það varpaði
skugga á hana og yrði henni til
hnekkis.
Og hún vildi ekki, að Pembridge
fengi rangar hugmyndir um sig.
Hún vildi, að hann sannreyndi að
hún væri áreiðanleg manneskja —
eins og hjúkrunarkonur eiga að
vera, eða vinur, sem vert er að
meta.
Henni var svo umhugað um þetta,
I að alla næstu dagana hafði hún
I gát á, aö samfundir hennar og að-
stoðarlæknisins yrðu sem stytztir
og nær alltaf í viðurvist þriðja
manns.
Það vildi henni til happs, að mik-
ið var að gera í læknastofunni. En
hún varð líka aö vera fljót að hugsa
og vör um sig fyrir „skyndiáhlaup-
um“ — hún þóttist viss um, að
hann tæki eftir því, þó hann reyndi
að fela gremju sína undir glaö-
hlakkalegu yfirborði.
Jenny sýndi á sér kuldasvip,
meðan hún var að vinna, en var
samt smeyk við þaö, því að hún
þóttist vita, að fyrir bragöið mundi
slá í brýnu hjá þeim eftir vinnu-
tímann.
Og það augnablik kom lxka,
þriðja kvöldið eftir aö farið var
frá Port Said, og flestir farþegamir
vom í hátíðasalnum að horfa á
kvikmynd.
Jenny átti fri nokkra klukkutíma,
en Mary hafði vörö í spítalanum.
Hún notaði sér, að hún var far-
þegi, fór í léttan kjól og settist út
í hom á efra þilfarinu til þess að
njóta kvöldsvalans. Hún teygði leti-
lega úr sér og þótti gott að vera
ein og áhyggjulausj
En áður en hún haföi fengið tæki
færi til að njóta friðarins, kom aö-
stoöarlæknirinn þrammandi, ein-
beittur á svip og hlammaði sér nið-
ur í næsta stól viö hana og sagði
formálalaust: — Er ekki kominn
tími til þess aö við tölum saman?
— Helduröu þaö? Hún brosti leti-
lega til hans, meö afskiptaleysis-
svip, þó henni væri órótt. — Ég
hélt að við hefðum haft nærri því
of mörg tækifæri til aö tala saman
síðustu dagana.
— En þá hafa alltaf aörir verið
nærstaddir, sagði hann hvasst.
— Já, það er satt.
— Þú hefur hagaö því þannig,
ef mér skjátlast ekki.
Jenny svaraði því engu, og eftir
dálitla stund spuröi hann:
— Hvers vegna, Jenny? Hvers
vegna finnst þér um að gera aö
vera ekki ein með mér?
— Ég var ekki sérlega hrifin af
því, sem kom fyrir, þegar við vor-
um ein, sagöi hún kuldalega. —
Yöur dettur líklega ekki í hug, að
taka starf mitt alvarlega, og þér
bökuöuö mér óþægilegar aðfinnsl-
ur.
— Frá Pembridge?
— Auövitað.
— Það var ósvífni af honum.
— Alls ekki. Jenny var róleg
enn. — Ég kunni illa við það, og
mér fannst þetta ekki vera mér að
kenna, en sem yfirboðari minn
hafði dr. Pembridge fullan rétt til
aö setja ofan í við mig.
— Geröu þig ekki hlægilega! Þú
veizt — og hann veit — aö þú
ert farþegi um borð og alls ekki
undir hann gefin og ...
— Nei, þar skjátlast yöur. Ég
hef tekið að mér hjúkrunarstarfið
og um leið gengizt undir skyld-
urnar, sem því fylgja. Ég er ekki
að leika mér, og því fyrr sem þér
gerið yður það ljóst, því fyrr get-
um viö fariö aö vinna saman, svo
vel fari.
— Jenny ... hann horfði á hana
hissa og hlæjandi í senn, — þú
talar eins og ung yfirhjúkrunar-
systir, sem tekur stööu sína of há-
tíölega, maldaöi hann í móinn.
— Afsakið þér. Ef yður líkar
ekki, hvernig ég lít á hlutina, þurf-
ið þér ekki að koma og tala við
mig um það. Mér þætti í rauninni
vænst um, að þér gerðuð það ekki
Jafnvel í hennar eigin eyrum var
, þetta nokkuö hvassyrt, af stúlku,
I sem áður haföi haft talsverðan á-
1 huga á þessum unga og heillandi
aðstoðarlækni. En á hann höfðu
þessi orð lík áhrif og eldspýta
! hefur á púðurtunnu.
' — Hvað gengur að þér, Jenny?
I Hann hallaði sér fram. —• Á és
þetta skiliö? Það var leitt, að þessi
þorskhaus, Pembridge, skyldi fara
að setja sig á háan hest, og ef þú
vilt, að ég fari og felli hann af
baki ...
FERÐIR - FERÐALÖG
LANDSYN — INNANLANDSFERÐIR
Daglegar feröir: 1. Gullfoss—Geysir—• lingvellir o. fl.
2. Hvalfjörður—Uxahryggir—Þingvellir. 3. Krýsuvík-
Grindavík—Reykjanes—Bessastaðir. 4. Þingvellir, um
Grafning, hringferð. 5. Sögustaöir Njálu, sunnud. og
fimmtud. 6. Borgarfj.—Kaldidalur—Þingvellir, surrnud. og
miðvikud. 7. Hvalfjörður, kvöldferðir. 8. Þingvellir, kvöld-
ferðir. 9. Borgarfj.—Snæfellsnes, 2 y2 dagur, brottför
mánud. og föstud. kl. 20. 10. Surtseyjar- og jöklaflug.
Brottfar frá skrifstofunni i allpr ferðir.— Útvegnm bif-
reiðir fyrir 3—60 farþega i lengri og skemmri ferðir og
einnig leiguflugvélar af ýmsum stærðum.
LAN DSaN^
FERÐASKRIFSTOFA
Laugavegi 54 Simar 22875 og 22890
LANDSÝN UTANLANDSFEffiÐIR
Danmörk — Búlgaria 17 dagar og lengur, ef ósbað er.
Brottfarardagar: 31. júM, 21. ágúst, 4. og 11. september.
IT ferðir tfl 9 landa. Seljum 1 hópferðir Sunnu. Fram-
undan vetrarferðir: Guflfoss 21/10 og 11/11 I. farrými.
Rússlandsferð 28/10 í tilefni 50 ára byltíngarinnar. Far-
ið á baðstað i Kákasus. Nánar auglýst siöar. Fleffi ferðir
á döfinni. Ferðir meg þekktum erlendum ferðaskrif-
stofum, norskum, dönskum, enskum, frönskum,
um o. fl. Leitið upplýsinga.
LAN DS9 N ^
FERÐASKRIFSTOFA
Laugavegi 54 . Sfimar 22875 og 22890
’VBI
Later., in a
QUIET JUNfiLE
6LEN...
RúSið
hifanum
sjólf
meS ....
MeS BRAUKMANN hifastilli á
hvcrjum ofni getií þér sjólf ólcveð-
ið hitostig bvers herbergis —
BRAUKMANN sjólfvirkan hiiastOU
er hægt að setja beint c ofninn
eða hvar sem er ó vegg í 2ja m.
fjarlægS fró ofni
SpariS hitakosfnaS og aukið vel-
liðan ySar
BRAUKMANN er sérstaklega hent-
ugur á hitoueihisvæSi
SIGHVATUR EINARSSOM^CO
SlMI 24133 SKIPHOtT T5
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Greftisgötu 8 II. h.
Simi 24940.
■ a ar • 1
IMimi sein sem'Si
aldfeí les augiýsingar
auglýsingar vlSls f
lesa allir
Bezt að þvo sárin áöur en eitrun kemst f
þau.
Síðar í skógarrjóðri: „Ég hélt að þú vildir
mér illt, frumskógarisi. Þú hefur hugsaö vel
um mig“. „Eg er Tarzan“.
„Ég verð að finna antilópuna Wappi, fólk
mitt sveltur".
„Eg sisal hjálpa þór“.
<a