Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 9
V t S I R . Föstudagur 28. júlí 1967. TVTeistinn sem kveikti stórt bál ' var stríöni miili lögreglu- manna á löggæzlubifreið og leigubílstjóra. Leigubílstjórinn var svertingi að nafni John William Smith. Hann var að aka bifreið sinni um götur heimaly>rgar sinnar Newark, sem er eins konar útborg New York-borgar handan við Hud- son-fljót. Smith vildi flýta sér, en allt í einu varð hann að hægja förina ,vegna þess að löggæzlubifreið var á undan hon um, sem ók óeðlilega hægt, rétt sniglaðist áfram. Þeir sem þekkja til umferðarmála í Amer- íku vita að það er jafnan litið talsverðu homauga, ef ekið er svo hægt, að það tefji umferð- ina. En hér voru lögreglumenn á ferð og mun leigubílstjórinn fljótlega hafa gefið þeim merki með ljósunum, um aö þeir mættu ekki tefja hann, en í stað þess að láta að vilja hans virö ist sem þeir hafi tekið merkið óstinnt upp og ekið enn hægara. Vegurinn lá í sveigjum og mátti ekki aka fram úr á löngum kafla. Hinn svarti leigubílstjóri gerðist æ óþolinmóðari og tók nú að gjalda í sömu mynt, stríða lögregluþjónunum með sífelld- um ljósmerkjum, setja á háu og lágu ljósin til skipis, þeyta Iúör- ana og taka upp það ökulag, að hægja mjög á sér og auka síðan skyndilega hraðann eins og hann ætlaði að aka aftan á lögreglu- bílinn. Loks missti hann alger- lega þolinmæðina í þessum strfðnisleik, reyndi hann að sveigja fyrir lögreglubifreiðina og fara fram úr henni. Þar meö hafði hann brotið umferðarregl- urnar og laganna verðir voru nú ekki lengi að ráðast að honum í hefndarskyni, handtaka hann og óku með hann til lögreglu- stöðvarinnar. Félagar svertingjans á sömu leigubílastððinni heyröu í tal- stöðvartækjunum, að. til ein- hverra átaka kom og breiddist sá orörómur út meðal þeirra, aö lögreglan hefði drepið hann. Innan skamms hafði múgur manns allt svertingar safnazt að lögreglustöðinni í Newark til að mótmæla þessum atburði. Tjannig var upphaf þeirra ægi- legu átaka milli kynþátt- anna, sem nú eiga sér stað víðs- vegar í'borgum Bandaríkjanna. Það er sama sagan eins og oft áður, að hin smávægilegustu at- vik hafa orðið tilefni ægilegra götuóeirða og blóðbaðs í svert- ingjahverfum Bandaríkjanna á síðastliðnum árum. Áriö 1965 gerðist það í svertingjahverfinu Watts í Los Angeles, að lög- reglumenn handtóku svartan vandræðapilt fyrir ölvun viö akstur. Afleiðingarnar urðu sex daga óeiröir. þar sem 35 mer"1 létu lífið og 900 særðust og fjöldi bygginga voru brenndar til ösku. Á síðastliðnu ári gerðist það svo í Hough-hverfi í Cleve- land norður viö vötnin miklu. að hvítur þjónn neitaði svörtum manni á veitingahúsi um vatns- glas og afleiöingin varð margra daga óeirðir, þar sem verzlanir voru rændar og ruplaöar og fjöldi húsa brennd til ösku. Atburðirnir >' Newark í síð- ustu viku fengu á sig sama svip og fyrri kynþáttaóeirðir. Heilt Eftir óeirðirnar í Newark. Lögreglumenn ganga um stræti, fallinn svertingi liggur á gangstéttinni. i svertingjahverfunum bæði í Harlem í New York og Watts í Los Angeles. Ég kom auga á það, hvernig sumir svertingjar höff ' ^mizt til fjár og frama. Þa auðmannavillur, sem svei. ..„jar áttu, en megniö af íbúöahverfum þeirra voru hin ömurlegustu fátæktahverfi og var furðulegt að ganga um stræti þessara hverfa að kvöld- lagi eftir vinnutíma, þegar fólLið sat þarna í þúsundatali úti á tröppunum og allt var iðandi í lífi. það sérkennilega við kyn- " þáttavandamál Bandaríkj- anna er, aö hinir svörtu lifa þar ekki sem nein sérstök þjóð, heldur sem nokkurs konar stétt. Þeir ganga í gegnum allt þjóð- félagið. Þeir eru ómissandi í borgum og bæjum alveg norður undir landamærum Kanada, — til þess að vinna verstu, óhrein- ustu og lægst launuðu verkin. Þannig eru þeir ómissandi þátt- ur í þjóðskipulagi þessa lands og það er erfitt að sjá nokkra leið til að breyta þessu. En þaö er um leið óskaplegt þjóðfélags- vandamál, að þaö skuli þannig skapast nokkurs konar undir- þjóð, sem er undirokuð og getur litla von gert sér um framfarir eða uppreisn. Ég ræddi um þetta við ýmsa málsmetandi menn og reyndi aö benda þeim á þá gíf- urlegu þjóðfélagslegu hættu, sem þessu fylgdi og í þeim samtölum rakst ég einmitt á gerir uppreisn borgarhverfi varð skjótlega á valdi hinna svörtu uppreisnar- manna. Fólk notaöi þá skjótlega tækifærið o ruddist inn í verzl- anir til að rupla þaðan ýmsu sem það ágirntist. Fyrst réðust r. ;nn inn í áfengisverzlanir. Svertingjarnir hreinsuðu hillur þeirra og leið síðan ekki á löngu þar til allur hópurinn var orðinn ölvarður og til i allt. Eftir það skorti þ:' ekki djörfung. var síð- an ráðizt á hverja verzlunina á fætur annarri. Þar var stór verzlun er seldi sjónvörp og þóttust sumir hafa himin hönd- um tekiö, er þeir gátu eignast fyrir ekki neitt litsjónvarpstæki. sem kosta um þúsund dóllara Og húsmæðurnar fóru gegnum brotnar rúður inn í kjörbúðirn- ar, kræktu sér í körfur og gengu síðan um eins og þær væru að verzla og fylltu körfurnar af hverju því er hugurinn girntist. Sú saga sö&ð, að ein svert- ingjamóðir hefði komiö út. úr leikfangabúð með þrjú börn sín og voru þau öll hjólandi á þríhjólum, sem þau höfðu kom- izt yfir fyrir ekki neitt. En al- varlegra var það, þegar hópar svertingja komust inn í byssu- búðir. Þeir vopnuöu sig skjót- lega og í ölæöinu litu þeir á sig sem skæruliða og ákváðu að búast tii varnar og berjast viö umsáturslið lögregíunnar þar til vfir lyki. Þegar ruplaö hafði ver- ið í verzlunum var oft lagður eldur í leifarnar. lV'okkrum dögum síðar haföi þessi faraldur breiðzt út og gusu svertingjaóeiröir út víðs- vegar i Bandaríkjunum. Alvar- legustu átökin uröu um síöustu helgi norður ,í hinni frægu bíla- borg Detroit, en hún er fimmta stærsta borg Bandaríkjanna meö rúmlegja 2 milljónum íbúa. Þar þurfti heldur ekki mikið tilefni. Lögreglumenn sem voru þar á gæzluferð komust að því aö á- fengisverzlun í svertingjahverfi borgarinnar var opin þó komið væri fram yfir tilsettan lokun- artíma og lét lögreglan loka henni. En ástandið var oröið svo ’Jfimt, að meira þurfti ekki til aö leysa úr læöingi verstu kynþáttaóeirðir, sem enn hafa orðið. Allt fór það eftir sömu uppskriftinni og áður, svert- ingjar hópuðust saman til mót- mæla og bráðlega var löggæzlu- mönnum óvært í hverfi þeirra. Svæðið haföi þannig skyndilega breytzt í frumskóg, þar sem lögmál villimennskunnar réðu. Ekki leið á löngu áður en ruðzt var einmitt inn í sömu á- fengisverzlunina, sem hafði áður haldið uppi afgreiðslu fram yfir tilskilinn lokunartíma og nú var áfengið ókeypis. Þá vopnuðu svertingjar sig í byssubúðunum og innan skamms líktist ástand- ið hreinni borgarastyrjöld. Þaö var skothríð á götunum, allt í uppnámi, verzlanir voru misk- unnarlaust rændar og síðan kveikt í draslinu. Reykmekkir risu bráðlega upp af hverfinu, en slökkvilið komst ekki að til að vinna slökkvistörf, því aö leyniskyttur svertingja voru í nágrenninu og sátu um aö skjóta á brunamennina, ef þeir komu nálægt. Ríkisstjórinn í Michiganfylki, hinn kunni stjórn málamaöur Romney 1 ýsti yfir neyöarástandi og var ákveðiö aö senda 5 þúsund manna fall- hlífarlið til borgarinnar með flugvélum, sem var falið þaö verk að bæla þessa uppreisn miskunnarlaust niður með her- valdi. Ekki er enn orðið öruggt í borginni og er álitið að nærri 40 manns hafi fallið, nálægt 2 þúsund særðir og um 2500 handteknir. Tjónið á verzlunum og húsum er lauslega áætlað að muni nema um 1 milljarð doll- ara, enda lítur borgarhverfið út eins og vígvöllur. TTm orsakir þessa hörmulega ástands mætti rita langt mál. Ég minnist þess, þegar ég kom í fyrsta skipti til Banda- ríkjanna fyrir rúmum 10 árum. aö þá gafst mér einmitt mjög gott tækifæri til aö Kynnast svertingjavandamálin víðs veg- ar í landinu. Af opinberri hálfu var mér þá gefið tækifæri til aö sjá í borginni St. Louis, sem stendur mitt á milli norður og suöurríkja, hvemig hvít og svört börn gengu saman í barna skóla sátu saman og léku sér samar og ennfremur hvernig svartir íbúar gátu neytt at- kvæ isréttar síns til jafns við hvíta menn. En upp á eigin spýtur var ég þá mikið á ferli það sem var uggvænlegast, að það var eins og þessir viðtalend- ur mínir sæju ekki þessa hættu. Þar eru menn orðnir svo vanir þessu að mönnum finnst það al- veg eðlilegt, — svertingjarnir ættu eðlilega að vera þræla- og þjónaliðið og ekki nokkur á- stæða til að breyta þvi. Ég minntist þess, að ég sagði við einn þessara manna, sem var starfsmaður utanríkisráðuneytis ins, að þeir yrðu að gæta sín, það myndu ekki líða mörg ár, þar til svertingjamir risu upp sem heil stétt og sem heil þjóö og þá myndi borgarastyrjöld geisa um allt landið. Honum fannst þessi ummæli mín fárán- leg og merkti ég að ég lækkaði í áliti hjá honum fyrir að halda slíkri fásinnu fram. Ég hc.' ekki getað varizt þvi á stundum þegar fréttimar ber- ast frá Ameríku, að rifja upp með mér þessi samtöl mín. Ekki vegna þess að ég hafi litið á mig sem neinn ispámann, en mér fannst sjálfum, að þessir kunningjar ættu að gæta að því, að stundum er gleggra gests- augaö og ég var sannfærður um það, að í þessum efnum flytu Bandaríkin sofandi að feigðar- ósi. J£f til vill voru þetta lika öfg- ar hjá mér. Það verður kannski aldrei nein raunveruleg borgarastyrjöld í Bandaríkjun- um milli svartra og hvítra. En margt af því sem þar hefur gerzt, róstur og blóðsúthelling- ar hefur einmitt stafað af and- varaleysi valdamannanna. Sums staðar hafa menn nokkuð tekiö að vakna á síðari án:m til mað vitundar um hættuna og er tek ið að vinna að þvi, að fela svert Framhald S bls 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.