Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 16
r Urva! uí grænmeti á mar^aðnum Fjölbreytt úrval af nýju græn meti er nú komiö í verzlanir og brugðum við okkur niður til Silla og Valda og tókum þessa mynd af einni afgreiðslustúlk- unni, Eddu Smith, með bakka af hinu nýja grænmeti. Á myndinni sjáum við pap- riku, blómkál, hvítkál, salat, dill, púrrur, grænkál, agúrkur, tómata og næpur. FJÁRDRÁ TTARMÁUNU VÍSAD Tll BÆJA RFÖGETA EMBÆTTISINS Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi í gær að visa máli Kristins Gunnarssonar, fyrrum forstjóra bæjarútgerðar innar til bæjarfógetaembættis- ins. Við umræður um misferli Kristins, sem hafði komiö í ljós við endurskoðun á reikningum bæjarútgerðarinnar. hafði bæj- arstjórnjn fallizt á þær ráðstaf- anir, sem útgerðarráð B.H. hafði gert til þess að tryggja hags- muni útgerðarinnar. Útgerðarráö B.H. haföi komið saman til fundar 17. þ.m. og rætt reikninga útgerðarinnar fyr ir áriö 1966 og meðfylgjandi bréf frá löggiltum endurskoö- anda útgerðarinnar, sem benti á að 700.742.35 kr. sem tilgreind- ar væru á viðskiptamannalista sem er biöreikningur végna Kristins Gunnarssonar, væru greiðslur, sem útgerðin heföi innt af hendi fyrir Kristin og peningar er hann heföi tekið út. Á annan hátt stæðu þessar greiðslur ekki í sambandi viö útgeröina Öll upphæðin á árinu 1966 varð hæst 1.026.650.35 kr. Á næsta fundi útgerðarráðs hafi Kristinn verið búinn aö greiða inn á reikninginn 360.000 kr. og af hans hálfu var boðið að greiða afganginn, kr. 346.732.35, auk vaxta með 5 ára skuldabréfi, sem tryggt væri með veðrétti í fasteign. Á þessar ráðstafanir féllst bæjarstjómin á fundi sínum í gær, en vísaöi málinu að öðm leyti til bæjarfógetaembættisins Árið 1966 —í myndum Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur nú gefið út í annað sinn bókina, „Árið 1966 — Stórviðburðir líðandi stund ar í myndurn og máli —“. Bókin kom áöur út i fyrra í 3000 eintök um, en hefur nú verið send á mark aðinn í sama upplagi með einni breytingu. í bókina hefur verið bætt við sérkafla um íslenzka við- burði á árinu. Hafsteinn Guðmundsson, for- stjóri útgáfunnar, skýrði blaða- mönnum í gær frá því, hvernig bókin væri gefin út í samvinnu viö sænska bókaforlagið, Diana Bildre portage A/B í Halsingborg. Kæmi bókin út í 10 löndum, 1,6 milijón- ir eintaka alls og þýdd á tungumál hvers lands. Er þetta eina bókin, sem út kemur á íslenzku, um er- lenda viöbúrði. Ritstjóm erlenda hluta bókar- innar annaöist Gfsli Ólafsson, rit- stj. en um innlenda sérkaflann sá Björn Jóhannsson, blaöamaður. Bók in sem er í stóru broti og 332 síður er eins í allri uppsetningu í öllum löndunum 10, nema hér hefur inn lenda efninu veriö gert hærra und- ir höföi, en hjá hinum. Hafsteinn benti á, að innlendi .kaflinn væri ekki tæmandi viðburðaannáll, en ef undirtektir þessarar bókar yrðu góðar, gæti vel farið svo, að sá kafli næstu bókar yröi stærri. f bókinni eru yfir 500 myndir og er hún öll hin vandaöasta í útliti. Verð hennar er 775 krónur, en með því að gerast áskrifandi að bókun um fæst hún með afborgunarskil málum. Undirbúningur að bókinni um við buröina á árinu 1967 hófst fyrir 3 mánuðum. 34 metra hár turn fyr- ir sements- verksmiðjuna Sementsverksmiðja ríkisins hefur nú í byggingu geymslu- turn íyrir ósekkjaö sement á Ártúnshöfða. Turninn er það langt á veg kominn, að margir hafa eflaust veitt honum eftir- tekt, þar sem hann gnæfir upp, framarlega á höföanum. Enn á hann þó eftir að hækka, þar sem ráðgert er, að hann verði 34 metra hár fuligerður. Mun hann þá rúma um 4 þús tonn af ó- sekkjuöu sementi, sem selt verð ur til kaupandans þannig, eða þá sekkjað, þegar reist hefur verið pökkunarstöð hjá turninum á höfðanum, en j»að verður þó ekki á þessu ári. Það hefur alltaf veriö ætlun- in, að hér í Reykjavík yrði kom ið upp dreifingarstöð fyrir sem entsverksmiðjuna, en það var tekki fyrr en fyrir nokkru, sem henni var endanlega valinn stað ur, og í fyrrahaust var svo haf- izt handa við undirbúning að byggingu turnsins. Þurfti til að byrja með, að sprengja 70 þús. rúmm. úr klett inum, en það grjót, sem þannig fékkst, /var notað til uppfylling- ar framan í höfðanum, svo allt byggingarsvæöið yrði í sömu hæð og turninn stendur á. I júnímánuði var svo byrjaö að steypa grunninn undir turninn, en turninn sjálfan var byrjaö að steypa 14. júlí s.l. Síðan verða þarna reistar skemmur fyrir sekkjaö sement og pökkunarstöö, en i framtíð- << * ■''i'.'Vl''Vy P, ' ■ , Sementstuminn á Ártúnshötða og mennirnir, sem starfa við smíði hans. inni veröur sementið flutt ó- ur svo sementinu dreift til kaup sekkjað frá Akranesi í geymum andans sekkjuðu eða ósekkjuðu með ferjunni. Úr turninum verö eftir óskum hvers og eins. 26 SKIP A LANDLEID — s'ildardreifð út af Austfjörðum — peðringur v/ð Hrollaugseyjar — Jón Kjartansson fær sild i Skagerak öjöm Jóhannsson, Hafstcinn Guðmundsson og Gísli Ólafsson íletta upp 1 nýju bókinni. Tuttugu og sex skip eru nú á landleið með afla af síldar- miðunum suðaustur af Bjamar- ey. En skipin eru nær fjóra sól- arhringa þaðan til Austfjarða- hafna þegar þau eru hlaðin og jafnvel lengur. — 18 skip til- kynntu um afla sinn í gær og 8 i>dag. — Nokkur skip eru enn að veiðum í Norðursjónum og í nótt fréttist af togaranum Jóni Kjartanssyni í Skagerak, hafinu milli Noregs og Danmerkur. Þar hafði hann fengið 250 tonn og ætlaði að landa aflanum i Þýzka landL Ægir fann peðring og smálóðn- ingar vestur af Jan Mayen i fyrra- dag og þar kastaði síldarskipið Sig- fús Bergmann í gær og reyndist þetta vera loöna. I fyrri viku fékk Skarðsvík 210 tonn við Hrollaugseyjar, og hafa nokkur skip reynt þar fyrir sér síð- an, en lítið fengið. Einn bátur, Sveinn Sveinbjörnsson, hefur verið þar þrjá sólarhringa og var búinn að fá 80 tonn í gær. Torfur eru þar smáar og er helzt að ná þeim í myrkri, Síldarleitarskipið Hafþór hefur að undanförnu leitað út af Aust- fjörðum og hefur lóðað á dreifð og smátorfur 100 mílur út af Aust- fjörðum. Þar hafa fjórir norskir reknetabátar verið að veiðum, en afli þeirra hefur verig tregur. Síld- in sem þeir fáver falleg og stór. I Vona menn að þessi dreifð þéttist ! og ætti þá aö vera hægt að fá þar j reytingsafla, sem hægt væri i að ; salia. En torfurnar eru ennþá of \ litlar til þess að taki þvi fyrir skip- in að kasta á þær. Þessi skip tilkynntu um afla í morgun; Örfirisey 310 — Örn 240 — Héð- inn 220 — Fylkir 190 — Jón Garð- ar 380 — Hólmanes 165 — Guð- mundur Péturs 160 — Magnús Ól- afsson 400. Samtals 8 skip með 2065 lestir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.