Vísir - 03.08.1967, Side 12
12
V í SIR . Fimmtudagur 3. ágúst 1967,
, y
í ■¥> Astarsaga
úr
sjóferð
MARY BURCHELL:
Jm aldur oa ævi
Dr. Pembridge haföi rétt fyrir
sér, hugsaöi hún meö sér. Þessi
maöur þarfnaöist þess miklu frem-
ur en nokkurra lyfja, aö eiga em-
hvern að, sem léti sér annt um
hann. Ég vildi óska að ég gæti tal-
að dálítið betur við Renée Arm-
and.
En Jenny haföi ekki góða reynslu
af því að sletta sér framan í einka-
mál annarra, svo að hún komst
ai3 þeirri niöurstööu, að þó henni
væri vel til Nicholas Edmonds, væri
réttast aö hann og Renée hans
væru einráð um sína hagi.
Hann reyndist vera afbragðs leið-
sögumaöur um Pettah-hverfið, —!
þessa skrautlegu útgáfu austur-1
landa-basara.
Þarna voru þeldökkar mannteg-
undir, víðs vegar að úr austurlönd-
um samkomunar á einum staö
f margvísl. og litríkum fötum. Jenny
var á báðum áttum, hvort húa ætti
fremur aö horfa á fólkið eöa list-
ræna varninginn, sem þaö var að
bjóöa fram.
— Þetta er þaö skemmtilegasta, í
sem ég hef séð, sagði hún. i
— Af því að þér eigið frí eftir
stritvinnu, sagöi hann ertnislega.
— Jæja, kannski meðfram, sagði
Jenny bg brosti. — Það er dálítið
annað en spítalaumhverfið. Ég get
ekki lýst hve vænt mér þykir um aö
fá aö upplifa þetta. Þaö var fall-
ega gert af yöur að bjóöa mér að
veröa samferða.
— Góöa barn, það var mikið göf-
uglyndi af yður aö lofa mér að
njóta góðs af samfylgdinni. Báðir
læknarnir hefðu vafalaust viljað
veröa yður samferða, svaraði hann
og hló.
— Nei, alls ekki. Hvorugur þeirra
spurði mig, sagöi Jenny hreinskiln-
islega. Og annar þeirra hefði feng-
ið afsvar, ef hann hefði boðið mér.
— Er Pembridge vesalingurinn
ermþá á syarta listanum? Nicholas
Edmonds virtist vera skemmt.
— Dr. Pembridge? Nei, ég átti
ekki viö hann. Jenny virtist krakka-
lega hissi.
— Nú, ekki þaö? Afsakið þér.
Ég mun ekki hafa fylgzt með fram
vindu málanna. Nú hló Edmonds
hátt og Jenny hló líka, en dálítið
hikandi, eins og hún væri hrædd
við að lenda í ógöngum.
Þegar þau komu um borð aftur
voru komm bréf til þeirra.
Þegar hún hugsaði til, hvernig
hún hafði vegið oröin, þegar hún
var að skrifa um daglega viðburði
heim, þótti henni vænt um, að sir
James skyldi ekki vita, hve orövör
hún var. En þegar hún fór að hugsa
til hans fann hún betur en áður,
hve nauðsynlegt það væri, að hún
nálgaðist Claire aftur.
En daginn eftir sá hún hana varla
og þó klukkan væri ekki margt þeg
ar hún kom niöur um kvöldið,
voru klefadyr Claire lokaðar og
hún heyröi hvorki stunu né hósta
að innan.
Jenny var svo umhugað um að ná
tali af Claire núna, að hún var
komin á fremsta hlunn meö að
drepa á dymar, en svo þóttist hún
vita, að það gæti ekki orðið sam-
tal að gagni ef hún vekti Clairé.
Og þess vegna fór hún inn til sín
og lagði sig.
Hún gat ekki sagt um, hve lengi
hún hafði sofið, er hún vaknaði allt
í einu við að barið var laust á dym-
ar, hvað eftir annað, og hrædd rödd
sagði: — Jenny! Jenny !
— Kom inn! Hvaö er að ?
Dyrnar opnuðust, og þama stóð
Claire og studdi sig við dyrastaf-
inn, með úfið hárið og andlitið eins
og krit.
— Ó, Jenny, sagði hún, — ég
er svo veik. Þessi vondi stingur
er kominn aftur, og er svo sár.
Ég héld að ég sé að deyja!
— Nei, góða mín, það geriröu
ekki. Nú var Jenny hjúkrunarkonan
og Claire sjúklingurinn. Engar pers-
ónulegar ýfingar til.
— Ég skal hjálpa þér í rúmið
þitt aftur, og svo skal ég fá dr.
Pembridge til að koma og líta á
þig-
— Já, viltu gera svo vel. Hvor-
ug þeirra stakk upp á Kingsley
Carr. — Ég ætlaði að segja þér frá
þessum kvölum áður, Jenny, en
einhverra hluta vegna...
— Já, einmitt. Jenny var eins
og iörandi syndari. Þær höfðu átt
erfitt með að tala saman síöustu
dagana.
Hún studdi Claire gegnum stof-
una og inn að rúminu hennar Claire
var kalt og Jenny breiddi ullarvoö
yfir hana.
— Ég skal flýta mér. Ég skal
biðja þemuna um að ná í dr. Pem-
bridge.
Þernuna bar þarna aö í sömu
svifum, og eftir að Jenny hafði tal-
að við hana og hún litið á Claire,
flýtti hún sér til læknisins.
— Hvað heldurðu að þetta sé,
Jenny? Claire starði á hana stór-
um angistaraugum.
— Ég veit það ekki, og þaö er
flónska að reyna að gizka á það,
sagði Jenny og greip kalda höndina
og neri hana. — En dr. Pembridge
veit það áreiöanlega. Hann var afar
leikinn í að ákvarða sjúkdóma, þeg
ar hann var i St. Catherine.
Og svo kom dr. Pembridgé og
með honum ró og öryggi, og um
leið og Jenny rýmdi fyrir honum
viö rúmið, gat hún ekki annaö en
hugsaö til þess, hve vongóð og
bjartsýn hún varð alltaf, þegar
hann var nærri.
Hann var ekki lengi aö skoða
Claire cr bera upp nokkrar spurn-
j ingar. — Hvers vegna sögðuö þér
; ekki Jenny frá þessu fyrr ? spuröi I
hann meðal annars og þá fannst j
Jenny hún miklu fremur vera góð- j
ur vinur en hiúkrunarkona.
— Ég ... mér var illa við aö J
minnast á það. Ég vonaöí, aö það
mundi jafna sig af sjálfu sér, svar-
aði Claire með semingi.
— Þetta er ekki þannig, að það
moltni úr manni af sjálfu sér, sagði
' skipslæknirinn og brosti. — Það var
leitt að þér skylduð ekki minnast
j á þetta fyrr. Þá munduö þér vera
■ í sjúkrahúsi í Colombo núna, án
; botnlanga en við ágæta líðan.
, — Þér eigið viö... þetta er þá
botnlangabólga ?
— Ég er hræddur um það. Úr því
að svona er komið, getiö þér eftir-
leiöis gortaö af því, að hafa veriö
skorin upp úti á rúmsjó.
— Þér ætliö að ... skera mig ?
j Augun stækkuöu aftur í Claire.
— Já, núna undir eins, sagöi dr.
Pembridge, eins og hann væri van
. ur að taka fjóra botnlanga úr fólki
j á hverjum klukkutíma. — Þetta er
fremur einföld aðgerð, eins og þér
vitiö. Jenny getur vottað það — hún
hefur séö marga botnlangasepa
I skorna.
— En gætum viö ekki látið þetta
bíöa þangað til... þangaö til við
; komum til Freemantle eða svo ?
— Þaö kemur ekki til mála að
bíða, sagði dr. Pembridge. — Þeg-
ar við komum til Freemantle verð- I
ið þér komin á ról og njótið aftur- ■
batatilverunnar.
— Ég ... ég veit ekki hvaö ég á
að segja, stamaði Claire. — Þetta :
kemur svo flatt upp á nwg. Maður !
fær ekki tóm til að hugsa málið.
— Það er líka bezt, sagöi Pem-
bridge og brosti. — Eng'nn hefur
gaman af að hugsa um uppskurð ;
löngu fyrirfram. Það er miklu betra j
að hugsa til þeirra eftir á.
— Reyniö að vera ekki hrædd ...
Hann tók í háriö á henni eins og
hún væri krakki. — Hér eru vinir
allt í kringum yður ,sem hlúa vel
að yður.
Svo sneri hann sér að Jenny og
sagöi: — Ég sendi burðarmennina
eftir henni. Og búið þér yöur undir
aö hjálpa mér.
— Sjálfsagt, læknir.
Jenny fór meö hónum fram í stof
una, þó aö henni væri illa viö aö
víkja frá Claire augnablik.
— Liggur þessu svona mikið á?
spuröi hún lágt. — Ættum við ekki
að senda fööur hennar skeyti, eöa
þess háttar?
— Þaö er enginn tími til þess.
Nú brosli Pembridge ekki. Hann
var mjög alvarlegur. — Það er
hætta á að botnlanginn rifni ef ég
sker ekki strax. Þaö er nóg aö
kynnast einu sinni hættunni, sem
getur stafaö af að draga of lengi
að skera.
— Ó ... vitanlega ! Hún mundi
allt í einu, að þaö var þannig, sem
hann haföi misst unnustu sína.
Hann studdi hendinni á handlegg
inn á henni, svo fast að hún fann
vel til fingranna. — Henni vin-
stúlku yðar veitir ekki af öllum
yðar dugnaöi núna í nótt.
Svo fór hann og Jenny flýtti sér
í hjúkrunarbúninginn, en var annað
veifið inni hjá Claire og talaöi viö
hana.
)„ 11« 1«H —
= GBBIÐ SOALFIR
VIÐ BIFREIÐINA
BIFREIÐAÞOONUS™
I SÓÐARVOGI 9 *»3739í>*
Leiguflug um land allt
Hagstætt verð
FLUGLEIGAN h.f., sími 13085
ESSSíM!
WOW THAT MV TRtBÉ HAS
FOLIND ONE SO 8RAVE
AS VOU, TARZAK), VVE
WOULD NOT LIKE TO LOSE
H)M/.
THE GREAT SWAMP IS
IMHABlTf.D BV &IANT AND
.) I. F.VIL CREATUR6S... VOUR
FRIENDS ARE LOST FOR -
EVER....DD NOT VENTURE ,
ON THIS HOPELESS JOURN&Y7!
„Ég verð aö fara inn í stóra feniö til að
leita að vinum mínum“.
„Nú, þegar þjóöflokkur minn hefur fund-
ið svona hugrakkan mann eins og þig, Tarz-
an, viljum við ekki missa þig..
„Stóra fenið er fullt af risum og hræði-
legum skepnum. Vinir þínir finnast aldrei...
taktu ekki áhættuna meö þessu vonlausa
ferðalagi".
RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022
Ráðið
hitanum
sjálf
með ...
Með BRAUKMANN hitastilli á
hverjum ofni getið þér sjálf ákveð-
ið hítastig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjálfvirkan hitastilli
er bægt að setja beint á ofninn
eða hvar sem er á vegg í 2ja m.
fjarlægð frá ofni
Sparið hitakostnað og aukið vel-
líðan yðar
BRAUKMANN er sérstaklega hent-
ugur á hifaveitusvæði
SIGHVATUR EINARSSON&CO
SÍMI24133 SKIPHOLT 15
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. h.
Simi 24940.
Maðurinn sem annars
dtdrei les auglýsingar
auglýsingar
lesa allir
I