Vísir - 15.08.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 15.08.1967, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Þriðjudagur 15. ágúst 1967. VÍSIR tJtgefandi: Blaðaútgáían VlSIR Framkvæmdastjórl: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoóarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti l, slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið PrentsuJðjc Visis — Edda h.f. Islenzk sagnfræðistofnun Jslendingar hafa stundum gaman af að hrósa sér af að vera mikil sagnfræðiþjóð. Er bent á ýmsa hluti því til stuðnings. Þjóðin á skrifaðar heimildir um fyrstu sögu sína. Ættfræði er þjóðaríþrótt og peTsónusaga mikið lesin. Sagnfræðilegt ívaf er algengt í bókmennt- unum. Stjórnmálamenn og aðrir víkja gjarna að sögu- legu samhengi, þegar þeir tala um nútímann á íslandi. Ef til vill er það vegna þessa votts af sjálfsánægju í sagnfræðilegum efnum, að þjóðin hefu'r ekki gætt að sér og hefur dregizt aftur úr öðrum í sagnfræði. Sannleikurinn er nefnilega sá, að sagnfræði er hér á landi enn á frumstigi og þjóðin veit jafnvel minna en aðrar þjóðir um forsögu sína. Hún hefur að miklu leyti látið sér nægja mismunandi áreiðanlegar ritaðar heimildir um atburðarás íslenzkrar sögu, en dýpri köfun í orsakir og innri samhengi e’r enn í brotum. íslandssaga hefur oft verið skrifuð, en það hafa yfirleitt verið yfirlitsbækur fyrir almenning eða kennslubækur. Nákvæm, vísindaleg saga ellefu alda þjóðarinna'r er enn óskrifuð og verður svo enn á næstu árum, því enn skortir frumrannsóknir á öllum sviðum. Um það má nefna mörg dæmi. Ekki hefur enn tek- izt að tengja íslenzka sögu við alþjóðlega sögu, svo nokkur mynd sé á. Á síðustu árum hefur íslenzk hag- saga nokkuð verið rannsökuð, en þær rannsóknir eru enn brot, sem ekki hafa verið tengd saman. Sama sem ekkert hefur verið rannsakað í íslenzkri félags- sögu, ög er þó þar að vænta flestra nýrra uppgötvana í íslenzkri sagnfræði. Að miklu leyti er enn gáta, hvernig stéttaskiptingu va'r háttað á ýmsum tímum íslandssögunnar, hvernig hugsunarháttur fólksins var, hverjar voru fyrirmyndir fólksins, reglur þær og boðorð, sem farið var eftir, o. frv. Ástandið er ekki gott í þessum efnum. Þjóðin hefur of lengi talið sé'r trú um, að hún væri sagnfræðiþjóð og þess vegna ekki lagt neitt á sig til að verða sagn- fræðiþjóð. Engin stofnun er enn til hér á landi, sem hefur það verkefni að rannsaka íslenzka sögu. Ef til vill var það ólán, að í Háskólanum skyldi sagnfræðin tengjast norrænum fræðum og tungumálakennslu, enda hefur þár verið tiltölulega lítið um rannsóknir í sagnfræði í seinni tíð. Dæmigert fyrir ástandið er, að einn beztu og athafnamestu sagnfræðinga hér á landi nú er prófessor í guðfræði. Annars eru flestár sagn- fræðirannsóknir hér stundaðar af gagnfræðaskóla- kennurum, sem hafa ódrjúgan tíma vegna anna. Fyllilega tímabært er orðið, að komið verði hér upp sagnfræðistofnun. Hún þarf að hafa á sínum snærum nokkra sérfræðinga, er geti einbeitt sér að dýpri rannsóknum á hinum ýmsu sviðum íslenzkrar sögu, ekki sízt í hagsögu og félagssögu. Á þann hátt má á nokkrum tíma draga saman marghliða og djúp- stæða þekkingu á sögu þjóðarinnar. Eftir það verður íslandssagan vafalaust að ýmsu leyti önnur en sú, sem menn hafa nú fyrir sanna. Kosningar í Suður-Y ietnam Kosningar eiga aö fara fram í Suöur-Vietnam 3. september. Forsetaefnln, sem um er að velja, eru 13 talsins. Kjósendur eru 5.5 milljónir. Einnig er kos- ið til setu í efri deild þjóðþings- ins, 60 menn, og síöar á árinu kosningar til fulltrúadeildarinn- ar. Sigurstranglegust forsetaefni eru taldir þeir Nguyen van Thieu forseti, en hann er nú forsetl landsins og býður sig fram á ný, og meö honum sem varaforsetaefni Nguyen Cao Ky fiugmarskálkur, æðsti maður hemaðarlegu stjómarinnar, og er samstarf þeirra um framboð varð kunnugt, vakti það undrun, þvf að vitað var að Ky hafði hug á að veröa forsetl. 1 erlendri yfirlitsgrein um kosningamar segir, að aldrei i sögu Bandarikjanna á siðari Nguyen Cao Ky timum hafi verið stofnað til kosninga i nokkru öðru landi, sem líklegri séu til víðtækari á- hrifa á álit þeirra og stjómmála- lega og hemaðarlega stefnu þeirra. Þar segir og, ag enginn muni gera of mikið úr úrslitum kosn- inganna sem yfirlýsingu byggða á suður-vietnömsku lýðræði — og enginn muni efast um, aö úrslitin verði sigur fyrir þá van Thieu og Ky — en þar fyrir verði að líta svo á, að kosning- amar séu hinar mikilvægustu, þvi að með þvi að stofna til þeirra hafi suður-vietnamska þjóðin veriö neydd til að hug- leiða framtíð sína og örlög. í yfirlitsgrein í B. A. segir, að framfylgt sé ströngum reglum varðandi kosningabaráttuna, og er þar m. a. tekið fram, að hver frambjóðandi fái upphæð sem svarar til yfir 1.2 millj. kr. sér til áróðurs, en allir skulu gefa út sama fjölda áróðursmiða og bæklinga, allir frambjóðendur skulu mæta saman á kosninga- fundum, og fær hver þeirra eða staðgenglar 5—10 minútna ræðu tíma og einnig er þeim mældur tími í útvarpi og sjónvarpi. Svipaðar reglur gilda um 480 frambjóðendur, sem keppa um þingsætin 60 í öldungadeildinni. Kjósendur eru 5,5 milljónir eins og að ofan var getið — eða 60 af hundraði fullorðinna í Iand- inu — og menn gizka á að 4.5 milljónir taki þátt í kosningun- um. Eins og vikið hefir verið aö, eru mestu líkur fyrir sigri van Thieu og Ky, en enginn efast um, að eftir kosningamar verði Ky áfram aðalleiðtogi stjómar- innar, hinn „sterki maður“ henn ar, eins og að orði er komizt. MEGINÁTAK - TIL AÐ KOMA Á FRIÐI Van Thieu sagði í ræðu fyrir skemmstu, að hann og Ky mundu leggja á það meginá- herzlu, ef þeir næðu kjöri, að leiða styrjöldina til lykta, en til þess þyrfti að sannfæra komm- únista um, að þeir gætu ekki sigrað Suður-Vietnam, hemaðar lega eða stjómmálalega. Hann kvað það mark sitt að reisa frið- inn á gmnni þjóðlegrar eining- ar og alþjóðlegrar virðingar fyr- ir Suður-Vietnam, sem frjálsu. óháðu riki — en hann sagöi ekk- ert um hversu þessu yrði til leið ar komið. BORGÁRALEG FORSETAEFNI Geta verður forsetaefna úr röðum borgaranna, sem liklegt er að fái að minnsta kosti tals- vert fylgi. Báöir nutu mikils álits er þeir hófu kosningabaráttuna. Aannar þeirra er fyrrverandi forsætisráðherra, Tran van Hu- ong, en hann var um skeið kenn ari og tvívegis borgarstjóri í Saigon. Hinn er landbúnaðarsér- fræðingurinn Phán Khac Suu, sem 1964 var forsætisráðherra nokkra mánuði, en nú er hann forseti þjóðarsamkundunnar, sem starfar til bráðabirgða. Báð ir hafa lagt áherzlu á samkomu lagsumleitanir um frið hið allra fyrsta, og þeir em sammála um, að hvomgur aðila í styrjöldinni geti sigrað mótaðilann stjóm- málalega eða hemaðarlega. Suu vill samkomulagsumleitanir við stjómina í Hanoi á gmndvelli Genfarsáttmálans en snerist gegn beinum viðræðum við Viet- cong og Þjóðfrelsishreyfinguna. En sá, sem er f kjöri með hon- um sem varaforsetaefni, hefir Tran van Huong stigið skrefi lengra. Hann er dr. Phan Quang Dan, menntaður í Harvard-háskólanum i Banda- ríkjunum. Hann sagði nýlega: Það er ógerlegt að halda áfram að berjast við kommúnista eins og vig gemm í dag. Við verðum að draga úr hemaðaraðgerðum og við verðum að vera reiðu- búnir að semja við alla — einn- ig Vietcong. HNÍFURINN - OG SKURÐAÐGERÐIN Hann var spurður álits um bandariska herliðið f Suður-Viet- nam: Það er nauðsynlegt að hafa það, eins og hnífurinn er nauð- synlegur til skurðaðgerðar. Und- ir eins og hún hefir verið fram- kvæmd, þarf ekki lengur á hnífn um að halda. Þessir tveir frambjóöendur, Huong og Suu em ættaðir frá Mekong-ósasvæðinu, en þar býr meira en helmingur allra íbúa landsins, og styrkir þetta fjöl- menni vitanlega aðstöðu þeirra í kosningunum. Báöir sátu í fangelsi á Diem- stjómartímabilinu. Þeir vom á- hrifamiklir baráttumenn gegn Diem og stjóm hans og það afl- aði þeim álits, sem enn getur komið þeim að haldi. ' f". -x Van Thieu og Ky „vega salt“ og almenningur stynur undan b unum, en Ký veröur að oröi: „Mér þætti garnan aö vita af hver.! þetta fólk hefur ekki raeiri áhuga fyrir kosningunum“. Mouldin i Chicago-Sun-Times. P

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.