Vísir - 15.08.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 15.08.1967, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 15. ágúst 1967. • VIÐTAL DAGSINS IR VIÐ KRISTINU HRAFNFIÖRÐ Mér fannst gott að sitja á leiði Fjalla-Eyvindar jjegar ég átti bágt Tjeir sem virða fyrir sér ís- landskortið og lögun lands- ins eins og hún birtist þar, hafa látið sér þau orö um munn fara, að það væri likast því sem þar kæmi fram mynd af mikil- fenglegu dýri, sem lægi þar fram á lappir sínar og reisti höfuðið hátt. Þessi hnakkakerrti gripur lít- ur mikilúðlegum hvössum brún um í vesturátt. Stórbrotin alda norðurhafsins leitar um hvirfil þess og hnakka. Þannig er svip myndin af þessu eylandi við yzta haf, eins og hún birtist á veggtjaldinu sumra sjónum, en hér hafa feður vorir búið f því nær ellefu hundruð ár, og hér er ennþá okkar heima. Þó hef- ur tilfærsla byggðarinnar orðiö sú, að þar sem höfuð svipmynd- arinnar á kortinu ber hæst eru nú auðar lendur, en því fleiri hafa fundið sér ból viö fót- skörina. Ekki skal ég neitt um það segja, hvort þau rök, sem að þessari breytingu hnfga, eru þjóð vorri og menningu í hag — umræður um það eru ekki tilcfni þessa þáttar, fremur hitt, að þessar auðu útskagabyggðir hafa tekið hug minn fanginn, saga þeirra, er þar ólu aldur sinn er mér áhugaefni, og í skjóli hinna grýttu hrjóstra, sem þar blasa víöast við aug- um, hefur vaxið upp kjarngróð- ur — og það mættu fleiri vita, sem fróðleiks leita í dag, að þau afrek, sem þar voru unn- in hörðum höndum, en meö hamingju sameiginlegra átaka, sem baksvið líðandi stundar, mundu þeim er að fótskörinni falla nú, þykja full erfið þrátt fyrir alla tækni nútímans. — Og nú á ég þvf láni að fagna að eiga viðtal við konu, sem æskuár sín lifði í Grunna- víkurhreppi norður þar, og á einu þvf býli, sem fjærst ligg- ur þeim slóðum, sem nú eru al- faraleið. — Hvar ert þú fædd, Krist- ín? — Á Hrafnsfjaröareyri í Grunnavíkurhreppi og ólst þar upp til 14 ára aldurs — þó var ég á því tímabili 4 vetur í skóla úti í Bolungarvík. — Hverjir voru foreldrar þínir? — Líkafrón Sigurgarðsson og Bjamey Guðmundsdóttir. Ég er alltaf ofurlftiö feimin við Líkafrónsnafnið og þess vegna hef ég kallað mig Hrafnfjörö. — Það sem mig langar til að fræðast um hjá þér er lífið á þessum slóðum á þínum æsku- árum. Var ekki mikil einangr- un? — Jú, og lífshættir allir mjög frumstæðir. — Hvað er þér minnisstæð- ast frá þínum uppvaxtarárum? — Óttínn viö að þaö kæmi bjarndýr. — Voru svo oft ísar þama inni að þeirra hluta vegna skap aðist þessi hræðsla? — Nei, en þaö kom iðulega ís að austurströndunum, og ég heyrði eldra fólkið tala um aö bimir hefðu verið á mínum heimaslóðum, og þetta hélt oft fyrir mér vöku á nóttunni. — Hvemig vom byggingar þama? — Þaö var baöstofa eins og tíðkaðist f sveitinni, eldhús, búr og brunnur sem innangengt var í svo ekki þurfti út til að ná í vatn. Svo voru gripahúsin byggð áföst við bæinn. þínir með ykkur systkinin ,sem þarna bjuggu? — Já. — Var þá ekki stundum þröngt í búi? — Jú, oft var það, en aldrei man ég þó eftir verulegum skorti. Faðir minn fór ekki i ver, hann var ávallt heima og vann að sínu búi, en eftir að bræður mfnir uxu, fóm þeir burt í atvinnuleit á vissum árs- tímum, reru til fiskjar og að- stoðaðu við heimilishaldið. Séð af Skorarheiði yfir Fumfjörð. — Voru haröir vetur þama? — Mjög, byrjuðu snemma og voraði seint. — Er gróðurlítið í Hrafns- firði? — Já, þaö má heita mjög hrjóstrugt. — Á hverju lifði fólkið? — Mjólkinni mest og svo kommat sem sóttur var í kaup- staðinn. Einnig hafði faðir minn alltaf nokkuð af sauðfé, og vom afurðir af því að nokkm lagðar til heimilisins. Fráfær- ur tíðkuðust, og var þvf nóg smjör og skyr bæöi til neyzlu yfir sumarið og einnig sem vetr arforði. — Sazt þú hjá? — Já, ég bæði sat hjá og smalaði, og ekki var ég gömul þegar ég fór að mjalta kvfaær — Þú sem uppvaxandi ungl- ingur þama norður frá. — Fannst þú til einangrunarinn- ar? — Nei, ég fann það ekki. — Ivað voruð þið mörg? — Við vorum 13 systkinin, og erum nú 12 á lífi. — Öll farin að vestan? — Nei, ekki aö vestan, tvær systur mínar búa á ísafirði' — Var ekki sóttur sjór? — Ekki frá Hrafnsfjarðar- eyri. Til þess urðu menn að fara í ver til ísafjaröar, Hnífs- dals eða Bolungarvikur. Eitt- hvað mun þó hafa veriö róið úr Grunnavíkinni, en þvf er ég ekki vel kunnug. — Voru það bara foreldrar — Var ekki fáfömlt þama? — Nei, mjög gestkvæmt, því Hrafnsfjarðareyri er nyrzti bær- inn sem liggur að Hornströnd- um vestan Skorarheiðar og allir þeir sem áttu leið þama á milli komu við heima. Og stundum var þarna mjög mikil umferð, svo það var ekki einangmn innan sveitarinnar, þótt um- heimurinn væri okkur mikið til lokaður — og ef skyndilega þurfti á læknishjálp að halda gátu verið allt að því óyfirstfg- anlegir öröugleikar þar f vegi. — En fyrst ég er farin að rifja upp þessar minningar, þá vil ég láta þess getið, að á k. Leiði Fjalla-Eyvindar næsta bæ við okkar — Kjós — bjuggu sæmdarhjónin Ragnheið ur Jónsdóttir ljósmóðir og Tóm- as Guðmundsson hreppstjóri — og þeim áttum við margt gott upp að unna, því þau vom okk- ar stærsta stoðf' ef eitthvað skorti. — Var langt milli þessara bæja? — Sennilega nálægt því klukkutíma gangur. — Vom miklar torfæmr eða hættuleiðir milli bæja innan sveitarinnar? — Ekki milli Hrafnsfjarðar- eyrar og Kjós, en margra ann- arra bæja torfærur miklar. T. d. þar sem talstöð var var ekki nema fyrir kunnuga að fara — yfir Leimfjörð — Drangajök- ull liggur niður f fjörðinn, og á sumrin þegar fara mátti þama yfir á hestum, var svo mikið um sandkvikur að mik- inn kunnugleik þurfti til aö fara sér ekki að voða. — Hvar var talstöðin? — Hún var á Dynjanda, hjá Hallgrími Jónssyni. — Hvert sóttuð þið kirkju? — Kirkja eða bænahús var í Fumfirði og það var næsti bær norðan við okkur og svo á Stað i Gmnnavík, þar var prestsetrið og þar var séra Jón- mundur Halldórsson þá prest- ur. Hann skfrði mig og mér þykir leitt að hann skyldi ekki ferma mig líka þvf hann var mikill sæmdarmaður. — Hvort sóttuð þið frekar kirkju f Fumfjörð eða út f Grunnavík? — Hvað mig snertir þá hef ég einu sinni komið f hvora kirkjuna. Torfleiði er á báða vegu og þess minnist ég, að minnstu munaði að þrjár mann eskjur yrðu einu sinni úti á Skorarheiði. Annars vom kirkju göngur ekki tfðar. En prestur- inn kom og húsvitjaði nokkuð reglulega og fylgdist með upp- fræðslu bama. — Þú sagðist hafa verið úti í Bolungarvik f skóla. Var eng- inn skóli í sveitinni? — Einhvers konar far- kennsla mon hafa verið, sem lét bömunum í té uppfræðslu nokkra mánuði fyrir fermingu — siðasta veturinn. — Hvað er þér svo minnis- stæðast næst hræðslunni við bjamdýrin? — Það rifjast nú margt upp þegar farið er að róta við þvf liðna t.d. man ég það að ein- hverju sinni vomm við syst- urnar að huga að kindum og sáum þá eithvað ferlfki á bakk- anum niðri við sjóinn — Við uröum skelfingu lostnar og héld um að þama væri örn, en þeir voru ekki mjög fáséðir á þeim tíma, og það höfðum við haft sagnir af. að þeir ættu til að hremma böm. — Við hlupum heim svr hratt sem fætumir gátu borið okkur, en þessi ógn- valdur okkar var þá bara steinn Kristin Hrafnfjörð með öllu ófleygur og kannski situr hann þama ennþá, en nú em engar litlar systur þar á ferð, sem hann getur gert óttaslegn- ar — ekki einu sinni þótt nú sæti á honum svipmikill öm. — Voru ekki smalamennskur erfiðar? — Jú, fjöllin em þar brött og undirlendi lítið og lítt gróið, að- eins reytingslegir engjablettir. Mikill hluti heyskaparins var sóttu. á eyðijörð norðan fjarðar- ins, sem Álfsstaðir heitir — og vom þar talsverðar engjar og auk þess tún sem góðar hey tekjur voru af. — En, þvi hafði þessi iörð í eyði fallið vegna þess að bændur þeir sem þar bjuggu síðast urðu báöir úti, á leiðinni um Skorarheiði, sem liggur yfir Fumfjörð á Hom- ströndum. — Faöir þinn hefur þá getað haft nokkurt bú? — Já, en það lánaöist aö visu ekki sem bezt. — Vom hættur fyrir sauðfé? — Já, snjóflóð, og svo var það sem kallaö var að fé færi úr fjömfalli. — Það var einhver ormategund, sem talið var að kæmi á fjömna, sem þessu ylli, og ég man að það fyrsta sem foreldrar mínir gerðu ef þau urðu vör við að kind var að fara þannig aö henni var tekið blóð úr nösunum og það lánaðist oft tii bata. — Gekk ekki bátur frá ísa- firði með póst og vörur inn í Hrafnsfjörð? — Jú, svona einu sinni í mán uði þegar bezt lét. — Það er sagt að Fjalla- Eyvindur sé grafinn á Hrafns- fjarðareyri? — Já, þar er leiði hans — hvort ég þekki það, ég hef oft setið við þaö og ef til vill fellt þar tár stundum þegar illa lá á mér — og mér fannst ég eiga bágt. Þá fannst mér gott að sitja þar. — Var það vegna þess a* þér fannst þá að þú ættir það sameiginlegt með Fjalla-Eyvindí að eiga bágt? — Ætli það ekki. — Var mikil hjátrú meöal fólksins? Trúði það á drauga forynjur og huldufólk? — Mikli ósköp það var oft aðal umræðuefnið. — Telur þú að foreldrar þínir hafi trúað á tilveru huldufólks? — Það efast ég ekki um að þau gerðu, og ég efast ekki um að það er til og engu síður hér syöra en Þar heima. — Og þjóðtrúin á svo rik ftök í þér að þrátt fyrir það að vera komin inn í miðja heims- Framh. á bls. 1S VWWWW\AAAA/S^AAyW\A^t^>»wA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.