Vísir - 15.08.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 15.08.1967, Blaðsíða 16
I VI S TR ÞHðjudagur 15, áp5s0967. FLUTNINGSGJALD Á TOLL VERÐI Flaug svifflugu frú Sund- skeiði norður í Þing Banaslys á Djúpovogi Banaslys varð á Djúpavogi^s.l. laugardag, þegar 17 ára piltua» Er- lingur Jóhannes Ólafsson frá Tjörn á Vatnsnesi í V.-Hön., féll úr rafmagnsstaur, sem hann hafði verið að vinna í. Rafinagnsveita ríkisins hafði að undanförnu unn- ið að því að fjarlægja gamla raf- magnsstaura á Djúpavogi vegna nýrrar raflagnar, sem fyrirhugað er að leggja þar. Kleif Erlingur upp í gömlu staurana og klippti gömlu vírana frá þeim. Að þessu verki vann hann, þegar staurinn, sem hann var í, féll eftir að hann hafði klippt á vírana. Hann lézt samstundis. Lengsta svifflug á Islandi -----------------<5> Skipaður aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka Björn Tryggvason hefur ver- ið ráðinn aöstoðarbankastjóri við Seðlabankann. Hann er fæddur 1924. Lög- fræðipróf tók hann áriö 1951 og hóf síðan starf við Lands- bankann sem lögfræðingur. — Bjöm var varafulltrúi fyrir Norðurlönd £ stjóm Alþjóöa- bankans árin 1957 og 1958. Síð- an hefur hann verið skrifstofu stjóri Seðlabankans og aðallög fræðingur, og hefur gegnt ýms- um öðrum trúnaðarstörfum fyr ir bankann. Þórður Hafliðason flaug nú um síðustu helgi lengsta svifflug, sem flogið hefur verið hér á landi, frá Sandskeiði og alia leið norður í A- Ilúnavatnssýsiu, aö Hólabaki f Sveinsstaðahreppi. — Bein ioftlína þangað er 171 km, en Þórður flaug „markflug“ að Víðidalstungu. Fiaug hann með byggð þangaö norður eftir og yfir Holtavörðuheiði, og síðan flaug hann áfram yfir Víði- dalinn og norður í Þing. Þórður var 3 kiukkustundir og 26 mínútur á lofti. — Þórður átti sjált'ur gamla metið í svifflugi hér á landi, bað var 126 km — frá Sandskeiði og norður að Stað í Hrútafirði. Á nýafstöðnu meistaramóti í svifflugi að Hellu bar Þórður enn- fremur sigur úr býtum og hlýtur því íslandsmeistaratitilinn í svif- flugi að þessu sinni. Lonta í lækjarhyli Orðtakið „snemma beygist krók urinn að bví, sem verða vill“, gætum við haft að yfirskrift fyrir þessa mynd, en hún er tekin suður í Hafnarfirði á dög- unum. Strákamir vom að reyna veiðar í læknum, sem rennur úr( tjörn þeirra Hafnfirðinga, en heldur var afiinn tregur. Þeir sögöust þó hafa fengiö einn dag- inn áður og hefði hann verið „svooona stór“, og handarmerk ið gaf til kynna, að fiskurinn hefði verið á að gizka snönn. Frú Nína Tryggvadóttir listmál- ari hefur undanfarið unnið að upp dráttum að veggmynd úr mosaik, sem sett verður upp á vegg milli Loftleiðahótelsins og skrifstofu- byggingarinnar. Þetta mun verða stærsta veggmynd, sem gerð hefur verið hér á landi, 10 metrar á hæð og 8 metrar á breidd. Biaðið hafði samband við frú Nínu í morgun og kvaðst hún hafa unnið að undirbúningi og gerö mál- verka, sem notuð verða sem upp- drættir að myndinni síðan snemma í fyrravetur. Sagðist hún þegar hafa gert um 30 myndir en ennþá ekki ákveðið hverja hún myndi taka. Mosaikið, sem notað verö- ur í myndina, verður væntanlega ítalskt, en frú Nína sagðist veröa að fara utan og veija það og vænt- aniega ákveða þá endanlega hvaöa rnálverk yrði notaö sem uppdrátt- ur. Ekki kvaðst hún geta sagt neitt ennþá um litina í myndinni, en þeir verða valdir með tilliti til um- hverfisins, litanna á byggingunum og litanna í Öskjuhlíðinni, en mynd in mun snúa í austur frá Loftleiða- Nína Tryggvadóttir. hótelinu. Sagðist hún vera mjög hrifin af skúiptúr Ásmundar Sveins sonar, sem stendur framan við 50% sett fyrir því, að fyrrnefnd lækk un komi til greina, að varan sé tollafgreidd og tekin úr af- greiöslu flugfélaganna eigi síðar en 15 dögum eftir komu vélar- innar, sem vöruna flytur, til landsins. Vfst má teija, að þessi lækkun muni örva mjög flutn- inga á vörum með flugvéhim til landsins, en þeir hafa þó auk- izt mjög á síðari árum. Er þess skemmst að minnast að stóru fiugfélögin tvö, Flugfélag lslands og Loftleiðir, komu f vetur upp sameiginlegri vöruafgreiðslu, sem gerir alla afgreiðslu fljót- ari og auöveldari fyrir báða að- ila. Passið bannsettan köttinn... I trjágörðum Reykiavíkur leynist á hvert aragrúi af fuglshreiörum. Mest er það þrösturinn, sem gerir sig heima kominn, cnda vfða gott til fanga i berjatrjánum. En það eru íleiri í uppáhaidi en þröst- urinn, og má þar heiztan nefna húsköttinn, og jafnvel fyrir finnast flækingskettir, sem lifa hreinlega villidýralifi hér i Reykjavíkurborg. Enda fer margur fuglinn í kattarkjaft- inn, þvi sérstaklega eru ung- amir auðveld bráð. Sambýli fólksins, þrastanna og kattanna á sér því marga sorgarsöguna, sem flestar eru vegna grimmd- ar og græðgi kattanna og vegna skeytingarleysis og kæru leysis fólksins. Nær væri að farga flækings- köttunum en láta þá éta upp vinalegu þrastarungana, og hús kettina verður aö passa vel, og hreinlega meina þeim ótakmark aða útivlst, enda eiga þeir flest ir svo góða daga, að þeir þurfa varla að drýgja búsílagið með þrastaveiðum. Þrösturinn hér á myndinni er • auðsjáanlega að hressast, þvi • hann er farinn að gleypa f sig « grænjaxlana, sem honum voru J færðir af rifstrénu, en annars • var hann ósköp langt niftri, * auminginn, því aö það voru • krakkar, sem björguðu honum • úr kattarklóm á síðustu stundu. • í þetta sinn fór allt vel, þröst- J urinn hresstist og flaug sfftan • út um gluggann eftir tveggja * daga inniveru f stofugluggan- J um, þar sem myndin var tekin. • ••••••••••••••••••••••••••••••■•••••«(•••••••••••••■•■••••■••••••••••••••• bygginguna, og sagðist ætla að reyna að láta mynd sína verða sem mest í samræmi við það. „Myndin verður abstrakt, og ég mun reyna að ná mikilli hreyfingu f hana og gera hana sem mest táknræna fyrir nútíma hraða og vélvæðingu", sagði Nfna. Við spuröum frú Nínu hvenær hún gerði ráð fyrir að geta byrjað að vinna að sjálfri myndinni, og sagðist hún fara utan í haust og þá væntanlega byrja strax á fyrstu hlutum myndarinnar, en hún verð- ur öll unnin í pörtum, sem verða sendir hingað heim. Sagðist frú Nína vonast til að geta lokið þessu næsta vetur og kemur hún þá hing að til Islands næsta vor og verð- ur þá veggmyndin sett upp. Sagði hún að það yrði nokkuð erfitt, þar eð myndin nær upp á þriðju hæð. Verða væntanlega settir upp vinnu pallar og hverjum hluta fyrir sig síðan komið fyrir. Sagði frú Nína að hún vonaðist til að geta lokið endanlega við myndina seinni hluta júnímánaðar. LÆKKAR UM sé varan ffutt með flugvél til landsins Fjármálaráðuneytið hefur á- kveftið að lækka flutningsgjald á tollverði vöru um 50% frá raunverulegu flutningsgjaldi, ef varan er flutt meft flugvél til landsins. Kemur þetta fram í auglýsingu frá fjármálaráðu- neytinu, sem birtist í nýút- komnu Lögbirtingablaði. Segir jafnframt í auglýsingunni, að lækkunin nái eingöngu til flutn- ingsgjalds þess hluta leiðarinn- ar, sem er eða getur verið sam- felldur flutningur þeirri flug- vél, sem flytur vöruna til lands- ins. Ennfremur eru þau skilyrði Stærsta veggmynd á íslandi sett upp í Loftleiðahúsinu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.