Vísir - 11.09.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 11.09.1967, Blaðsíða 1
i illtpii! ,V.V.V.V.W.l Lögreglan í Kópavogi tekur úr umferð heimasmíðaðan hí Lögreglan kom farartækinu 1 geymslu hja ahaldahúsi Strætisvagna Kópa- vogs. Á bíldekkjum aö aftan, en hjólum undan barnakerru að framan og ekki gat ljósmyndarinn séö betur en vélin væri úr garösláttuvéi. Fjórgengisvél með „high and low“ gírum. Á Kópavogsbrautinni, — einni mestu umferðarbraut Kópavogs, stöðvaði lögreglan í gærdag frum- legt farartæki. Eftir öllu útliti að dæma virtist betta vera heimasmíð aður bíll, ef nota mætti það orð með fuiirj virðingu fyrir þeim far- artækjum, sem undir því nafni ganga. Bifreið þessi var vélknúin og rann á hjólum, en þar endaði líka líkingin. Að öllu öðru leyti minnti hún mest á kassabíla, leikföng, sem allir smástrákar kannast við. títlit farartækisins vaktj líka þann grun hjá lögreglunni, að ekki mundi út- búnaður hennar fullnægja þeim kröfum, sem öryggið útheimtir af farartækjum í umferðinni. Það kom iíka í ijós, að ýmsu var ábótavant, þótt farartækið bæri hins vegar með sér, að eigandinn væri smiður hagur. Það vantaöi skrásetningarnúmer, enda farartæk ið óskráð. ,,Bíllinn“ hafði auðvitað ekki heldur farið í gegnum skoðun og aðrir nauðsyniegir pappírar, sem þurfa að vera í lagi, voru ekki fyrir hendi. Þar með var ökuferð- inni lokið. Svona farartækj eiga ekki heima á aðalumferðarbrautum, enda tók lögreglan það úr umferð og setti í geymslu. Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráöherra (fyrir miðju) og Jakob Jakobsson (t.h.) bjóða Jón Einarsson skipstjóra velkominn með skipiö. Myndina tók ljósm. Vísis B. G. um borö í Áma Friðriks- syni í morgun. W.W.VV.V.V.V.'.VWAVVAW.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.W.V.V.VAVAW.VAV.’.V | Vaðandi síld 110 sjómílum \ ínær lamfí en áður 57. árg; MánUflagul*TT. septembter 1967. - 2(tT. tbl. S'ildin loks komin á hreyfingu suður á bóginn Aiit bendir nú síldin sé komin m til þess að suöur á bóginn. — í nótt sást i hreyfingu vaðandi síld og lóðað á góðar ......... ... torfur 100 tii 110 sjómilum nær landinu, en veiðisvæðið hefur verið undanfarnar vikur. Undangengna tvo sólarhringa hefur megin veiðisvæðið færzt að minnsta kosti 60 sjómilur suður á bóginn. Síldarskipið Ingvar Guðjónsson fékk full- fermi 73° 20’ N br. og 7° 15‘ A I. og sigldi hann síðan 17 mílur í suð-vestlæga stefnu. Þar fanna hann vaöandi síld artorfur og auk þess Ióðaði á nokkrar torfur á leitartæki. Hjálmar Vilhjálmsson er nú nýkominn úr síldarleiðangri á Ægi og náði Vísir stuttlega tali af honum í morgun. — Jú, við höfum veriö að búast við því að hún færi að hreyfa sig, sagði hann, en annars hef ur hón verið rnákið á eftir því sem venjulegt er með kynfæra þroskann og þess vegna teljum við að hún hafi ekki farið af stað fyrr en þetta. Nokkur skip voru á leið á þessar nýju slóðir í morgun og tveir voru búnir að kasta þar, en ekki hafði frétzt um árangur. Menn eru nú vongóð ir um að síldin haldi strikinu suður og vestur á bóginn og ættu þá ekki að Hða margir dagar, þar til hún kemur á sínar gömlu sumarslóðir úti af Austfjörðum. — En eftir þessari hreyfingu á síldinni hefur verið beðið undanfarnar sex vikur. Mikið hefur verið unnið á sildarmiðunum undanfarna sól arhringa. Síldin hefur verið mjög stygg og gengið erfið- lega að ná henni. Skipin hafa mikið kastað, en ekki alltaf haft erindi sem erfiði. Eftir því sem síldarleitin á Raufar- höfn upplýsir hafa einstöku bátar fengið ágæt köst, en aðr ir ekki neitt. Ámi Friðriksson siglir inn á Reykjavíkurhöfn. Árni Fridriksson kominn: Mikil breyting fyrir síldarleitína — segir Jón Einarsson, skipstjóri, sem sigldi skipinu til Islands og fer með það i fyrsta leitarleiðangurinn austur Árnl Friðriksson, hið nýja og glæsilega síldarrannsókna- skip Islendinga lagðist að Æg Isgarðinum í Reykjavík á ell- efta tfmanum í morgun. Hópur manna hafði safnazt saman á bryggjunni til þess að taka á móti þessu fyrsta fiskirann sóknaskipi íslendinga, þar á meðal Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra, Jón Jónsson forstöðumaður Rann- sóknarstofnunar sjávarútvegs- ins, Jakob Jakobsson forstöðu maður síldarleitarinnar, en hann hefur undanfarnar vikur dvalizt ytra og fylgzt meö út- búnaði skipsins í skipasmíða- stöðinni í Lowestoft í Eng- landi. Þar mátti ennfremur sjá út- gerðarmenn og aðra forsvars- menn sjávarúlvegs á Islandi, sem nú sjá hilla undir nýjan tíma í sjávar- og fiskirann- sóknum með tilkomu þessa skips og nýja hafrannsóknar- skipsins, sem er í smíöum fyr- ir Islendinga. Vísir hitti Jón Einarsson, skipstjóra í brúnni, skömmu eftir að hann hafði lagt skip- inu að bryggju, en Jón mun halda skipinu í fyrsta síldar- leitarleiðangurinn norður og austur á síldarslóðirnar á næstunni. — Við förum út eins fljótt og mögulegt er, sagði Jón, þegar blaðið spurði hann hve- nær skipið færi f þennan fyrsta leiðangur, en það ó eft- ir að ganga frá ýmsu smáveg- is. Það reyndi lítið á sjóhæfni skipsins á heimleiðinni, sagði Jón. Við fengum blíðaveður alla leiðina. En Árni Friðriks- son á sem kunnugt er að vera sérlega gott sjóskip. Og er þeg- Framh. á 10. sfðu. Utgufu Vísfs seinkadi vegna rafmugnsbilunar Vegna bilunar, sem varö hjá aðal spennistöðinni viö Elliðaár i morg- un, varö öll Reykjavíkurborg raf- magnslaus í tvo klukkutima. Þetta seinkaði útgáfu Vísis og hádegis- matnum hjá margri húsfreyjunni. Bilunin varö kl. 9.50 í morgun, en þá slitnaöi niöurtak úr háspenni- línu frá Sogsstööinni. Rafmagn komst ekki á fyrr en rétt fyrir há- degi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.