Vísir - 11.09.1967, Blaðsíða 2
FRAM VANN — ognúvar hcppn-
in heldur betur á þeirra
Fram slapp, — en ósköp þurfti mikla heppni til. Skagamenn, fyrir þennan leik
liðanna í 1. deild dauðadæmdir í 2. deild, voru betri aðilinn og hefðu eftir öllum
sólarmerkjum að dæma mátt taka 2 stig án þess að það teldist ósanngjarnt. En
þannig er knattspyrna, það var Fram, sem fór með sigurinn og stigin tvö, sem
tryggði þeim a. m. k. aukaleik við Val, eða jafnvel íslandsbikarinn aftur eftir að
þeir hafa verið án hans í 5 ár.
★ Raunar gerðist margt í þessum leik, sem olli því að menn rökræddu um leik-
inn fram og aftur. Sumum fannst annað mark Fram skorað úr rangstöðu, öðrum
að vítaspyrnu hefði átt að dæma á Fram í síðari hálfleik og enn öðrum, að mark,
sem Akurnesingar skoruðu, hefði ekki verið úr rangstöðu.
En sem sagt, að leikslokum var
markatalan 2:1 fyrir Fram, hvernig
svo sem dómur Karls Jóhannssonar
var í þetta skipti. Nokkur „prúð-
menni“ úr stúkunni, mátulega
„puntuð" af áfengisdrykkju létu
hafa sig í þaö að skyrpa yfir dóm-
ara og línuverði, þegar þeir gengu
til búningsherbergja að leik loknum
og leikmenn Akraness, og ekki
síður ýmsir Valsmenn sýndu hug
sinn tfl dómarans í orði og æði.
★ Leikurinn var varla þriggja
mín. gamall, þegar Helgi Núma-
son skorar fyrra mark Fram. Það
kom upp úr þvögu, sem myndaðist
við mark Akraness og boltinn kom
óvænt til Helga, sem var í góðu
færi.
Á 17. mínútu fékk hinn efnilegi
útherji Fram, Ágúst, gott færi, en
þá var varið. Þrem mín. síðar átti
Þórður Jónsson enn betra tækifæri,
en brenndi af. Á 30. mín. var Helgi
Númason tvívegis mjög nærri því
að skora, fyrst þegar hann komst
einn í gegn, en markvörður Akra-
ness bjargaði með góöu úthlaupi,
mmm, ► *»
i IM 'h # i* .|i'f
jijl'.'iji.é "ii í|;|. ■
1
r ;í:.
j og siðan skallaði Heigi í stöng.
| ★ Á 33. mín. kom 2:0 fyrir
Fram. Það var Grétar Sigurðsson,
sem skoraði, fékk stórfallega send-
ingu frá Einari og skoraði örugg-
lega, — var að vísu ekki langt frá
að vera rangstæður, en var að mínu
viti ekki rangstæður, þegar boltan-
um var spyrnt, en Grétar notfærði
sér sendinguna vel og var fljótur
að hugsa sig um.
Á 40. min. átti Þórður Jónsson
tvö skot fram hjá í röð.
Seinni hálfleikurinn var aö
mestu eign Akraness. Strax á 10.
mín. skoraði Guðjón Guðmunds-
son 2:1 mjög laglega og nú færðist
aldeilis fjör í leikinn. Akranes sótti
nú látlaust og þrem mín. síöar eiga
þeir hörkuskot á mark Fram, en
boltinn hrekkur, — svo enginn á
vellinum gat annað séð, í útrétta
hönd Antons miövarðar. En dóm-
arinn ákveður að EKKERT SÉ AÐ,
— leikurinn heldur áfram. Var
næsta furðulegt aö Akranes skyldi
ekki fá vítaspyrnu dæmda þarna.
Akranes sótti vel, en tókst þó
aldrei aö skora í gegnum varnar-
„mannvirki“ Framara, sem höfðu
komið liði sínu fyrir að mestu á
sínum vallarhelmingi. Oft virtist
Akurnesingum ætia að takast að
jafna, — en allt kom fyrir ekki,
þeim tókst ekki að skora, í eitt
.skiptið munaði þó hvað minnstu,
það var þegar Jóhannes Atlason
bjargaði hörkuskoti á línu á 35.
mín.
Fram heldur því áfram að keppa
að lslandstitli og afsannar þá
ANTON BJARNASON og BJÖRN LÁRUSSON eru hér í hörkumiklu
einvfgi um boltann og eins og oft virðist Anton hafa betur í loftinu.
kenningu að nýliði í 1. deild þurfi
að vera „botnventill" liðanna sem
fyrir eru. Að vísu var Fram heppið,
— en eru beztu félögin ekki alltaf
svolítið heppin? Framliðið átti að
þessu sinni allgóðan leik, einkum
vörn liðsins og markvöröur. Fram-
línan átti líka góða kafla, ekki sízt
Einar útherji og Helgi Númason, en
Grétar Sigurðsson var oft hættu-
legur upp við markið og mark hans,
sem færði Fram nú í úrslit gegn
Val, var sannarlega gott.
Akranesliðiö var óheppið í þess-
um leik sínum,' — • og þó e.t.v.
heppið, a.m.k. mundi gjaldkeri fé-
lagsins segja svo,.því nú er fyrir-
sjáanlegt að með aukaleik fær
Akranes eins og önnur 1. deildarlið
20—30 þús. krónum meira í kass-
ann en ella, ef vel tekst til með
veður, þegar úrslitin fara fram.
Akranessliðið er vel mannað og
hefur farið vaxandi í sumar. Það
er hreinasta goðgá að þetta lið
skuli fara í 2. deild og vonandi
verður nú loksins eitthvað raunhæft
gert á knattspyrnuþingi í að fjölga
liðunum í 1. deild. Þá væri loks
hægt að segja aö eitthvað hafi gerzt
á þinginu. I liðinu á laugardaginn
vöktu mest athygli mína þeir Björn
Lárusson og Guðjón Guðmundsson
i framlínunni, en mjög efnilegur
leikmaður er að koma upp þar sem
er Jón Alfreösson, framvörður og
tengiliður í liðinu.
Dómari var Karl Jöhannsson og
dæmdi yfirleitt vel, en sleppti
greinilegri vitaspyrnu eins og fyrr
er sagt.
— jbp —
Evrópumet í
stangarstökki
□ Frakkinn Herve d’Encausse setti
nýtt Evrðpumet í stangarstökki,
þegar hann stökk 5.28 metra, en
fyrra metið átti Þjóðverjinn Wolf-
gang Nordwig og var það sett i
fyrra og var 5.23 metrar.
Illliiiilaflas
Þarna skall hurð nærri hælum hjá
Hallkeli, markverði Fram.
STAÐAN:
★ Fram—Akranes 2:1.
★ Valur—Keflavík 4:2.
Lokastaðan í 1. deild 1967
varð þessi:
Fram 10 5 4 1 15:11 14
Valur 10 6 2 2 21:17 14
Akureyri 10 6 1 3 21:11 13
Keflavík 10 3 2 5 9:13 8
KR 10 3 1 6 15:18 7
Akranes. 10 2 0 9 10:21 4
ÚRSLITALEIKURINN:
Sunnudaginn 24. september |
mun leikurinn milli Vals og
Fram veröa Jeikinn á Laugar-
''isvellinum í Reykjavík, en1
það er hreinn úrslitaleikur eins
og sjá má af stigatöflunni.
Yfirburðasigur 15 ára pilts
í firmakeppninni
— Fékk miklu meiri forgj'óf en hann þurfti
og lék ekki siöur en meistararnir
Tveir ungir piltar komu þægilega
á óvart um helgina í firmakeppni
í golfi, og er ekki ósennilegt, að
báðir eigi eftir að láta mikið að
sér kveöa í framtíðinni. Það var
aðeins 15 ára gamall starfsmaður
við golfvöllinn í Grafarholti, Ólaf-
ur Skúlason, sem sigraði og færði
lögfræðiskrifstofu Páls S. Pálsson-
ar sigurinn í ár og vann mjög at-
hyglisvert afrek, ekki sízt þar sem
keppnisveður var heldur iélegt um
helgina. Annar kornungur maður,
Þorvaldur Jóhannesson, sem varö
annar, keppti fyrir Líftryggingafé-
lagið Andvöku, vakti og mikla at-
hygli fyrir leik sinn.
Ólafur Skúlason, sem býr í Laxa-
lóni, í nágrenni vallarins, hefur í
sumar unnið við golfvöllinn og hef-
ur að auki æft vel, ekki sízt síð-
ustu vikurnar. Hefur honum fleygt
svo fram, að menn hafa vart séð
aðrar eins framfarir. Sigur hans í
keppninni var yfirburðasigur, enda
er keppnin forgjafarkeppni og fékk
hann 26 í forgjöf. lék 18 holurnar i
81 höggi, sem er mjög góður árang-
ur og hefði vel sómt sér meðal
þeirra beztu á landsmótinu á dög-
unum, en nú drógust 26 högg frá,
þannig aö hann fékk út 55 högg.
Geta má þess, að kappar eins og
Ólafur Bjarki, lék 18 holumar á
83 höggum, sem þykir ágætur ár-
angur.
Þorvaldur Jóhannesson lék mjög
vel og lék á 91 höggi, en þegar for-
gjafarhöggin hans eru dregin frá
hefur hann 65 högg. 1 næstu sætum
voru 3 jafnir með 75 högg nettó og
| 3 næstu voru jafnir með 76 högg.
í keppninni að þessu sinni voru
245 fyrirtæki og hefur þátttakan
aðeins einu sinni verið meiri. Það
var Golfklúbburinn, sem tók upp
keppnisfyrirkomulag þetta fyrir all-
mörgum árum og tóku aðrir það
upp síðar, en þátttakan hefur verið
meiri hjá golfmönnum en öörum og
sömu fyrirtækm haldið tryggö sinni
við goifmenn og alltaf tekið þátt
í keppninni.