Vísir - 11.09.1967, Blaðsíða 4
LANOS9N Hí
F E
LAUGAVEGI 54
RÐASKRIFST
. SlMAR 22875-22890
Nurejev í Stokkhólmi
i
Semur dansa v/'ð hina frægu tónlist
Tjajkovskys „Hnotubrjótinn"
gHOHnannBfc&uBBa
Hinn heimsfrægi rússneski
balletdansari, Rudolf Nurejev hef
ur dvalizt í Stokkhólmi við samn-
ingu og æfingar á dönsum við
■.ónlist Tjajkovskys ..Hnotubrjót-
inn“. Margir hafa reynt að
semja dansa við Jressa fallegu tón-
list, en hingað til hefur engum
tekizt það svo að dansarnir þættu
sambærilegir við tónlistina.
Nurejev hefur dansað í Covent
Garden síðan 1961, en þá var
hann á ferð með Leningrad
ballettinum í París og strauk úr
f’okknum og réði sig til London
sem sólódansari. Upphaflega varð
hann aðallega frægur fvrir þetta
djarflega brotthlaup sitt úr Lenin-
gradballettinum, og jafnvel eft-
ir að hann varð vinsæll og frægur
sem dansari, hefur helmingur
frægðar hans alltaf legið i hátt-
emi hans og framkomu utan við
sviðið. Hann hefur verið í miklu
uppáhaldi hjá blöðunum, enda
þótt hann sé gjarna mjög ósvíf-
inn við blaöamenn og erfitt sé
að henda reiður á skoðunum
hans.
Upphafið að ballettnámi
Nurejevs var þegar gömul rúss-
nesk kona bauðst til að taka hann
í tíma og kenna honum undir-
stöðuatriði ballettsins. Það kom í
í Ijós að kona þessi haföi dansað
í Diagilev-ballettinum og mótdans
arar hennar voru meðal fremstu
dansara heims meðal annars hinn
frægi Nijinsky.
í rússneska þorpinu þar sem
Nurejev bjó var enginn ballett-
flokkur, en hann gekk í þjóð-
dansaflokk og ferðaðist nokkuö
með honum, meðal annars til
Moskvu. Siðar fór hann til Lenin-
grad og komst þar í fyrsta flokks
ballettskóla. Þá var hann orðinn
17 ára gamall, og mátti ekki
seinna vera, því að nokkrum ár-
um seinna hefði hann verið orð-
inn of gamall til að hafa gagn af
kennslunni í skólanum. Það væri
synd að segja aö Nurejev hafi
verið sérlega vinsæll meðal skóla
félaganna. Hann þótti strax sér-
kennilegur og mjög óvæginn i
garð skólasystkinanna. í frístund-
um sinum Iærði hann tungumál.
og átti það eftir að koma honum
að miklu gagni síðar. Nurejev
komst fliótlega í röð fremstu dans
ara Leningrad ballettsins, en ekki
fór hann þó í sýningarferöalag
fyrr en hann hafði dansað með
flokknum í fimm ár. Á þessu sýn-
ingarferðalagi stakk hann ballett-
flokkinn af og eftir það hefur
hver stórviðburðurinn rekið annan
í lífi hans. Tvær af frægustu kon-
um heims er einkavinir hans,
Jacqueline Kennedy og Dame
Margot Fonteyn, en hún hefur
verið helzti mötdansari hans
á Covent Garden. Þau hafa
ferðazt mjög mikiö saman og
fyrir skömmu voru þau tekin föst
i samkvæmi einu í San Fransisco
og "runuð um notkun eiturlyfja.
llkkert var þó hægt að sanna upp
á þau og var þeim sleppt gegn
tryggingu. Nurejev hefur fengizt
i.iikiu við samningu balletta upp
á sfðkastið, jafnframt því sem
hann hefur dansaö. Ekki eru
menn þó á einu máli um hæfi-
leika hans á því sviöi. Menii bíða
því með mikilli eftirvæntingu eft-
jr frumsýningunni á „Hnotubrjótn
um“ og er því spáð að hún muni
skera úr um hæfileika hans á
þessu sviði
Rudolf Nurejev í ballettinum
„Paradisarmissir“.
FERÐIR - FERÐALÖG
verður haldinn í Tjarnarbúð (uppi), fimmtu-
daginn 14. sept. kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN
Nurejev leiðbeinir aðaldönsurum Stokkhólmsballettsins á æfingu á „Hnotubrjótnum".
AðalfumSur Bðorræna félngsins
IT-feröir — Utanterðir — fjölbreyttar.
LAND59N^
FERÐASKRIFST
LAUGAVEGl 54 SlMAR 22875 - 22890
Berjaferð á morgun, ágætis berjaland. Lagt af
stað frá Ferðaskrifstofu Landsýnar kl 8.30
f.h. Farmiðapöntunum veitt móttaka á skrif-
stofunni.
Hvers vegna hafa menn
i ekki vátryggt?
Fólki hefur orðiö tíörætt um
brunann í vörugeymslu Eimskip
og hvernig á þvi standi, aö iinn-
flytjendur hafi ekki haft vá-
i tryggðar vörur sínar, sem voru
j til geymslu í skálunum. En alls
< er taliö, að um helmingur af
vörum þeim, sem þama brunnu
hafi verið óvátryggður og því
hafi einstakir innflytjendur orð-
'\ ið fyrir miklum skakkaföllum,
i sem ríöa muni sumum þeirra að
? fullu.
' Og fólk spyr, hvernig stendur
t á þessu: Eru vátryggingar svo
dýrar? Er þctta trassaskapur?
Eða eru menn einungis að
1 treysta á heppni sína, því aö
| flestir innflytjendur leggja vá-
\ tryggingarkostnaðinn á vöruna,
i a. m. k. þegar hún er verölögð
' gagnvart neytendum?
Þegar rætt er viö menn um
þessi mál, þá eru skoðanir marg
ar, en flestir álíta, að um kæru-
leysi sé fyrst og fremst aö ræða
og einnig um ókunnugleika á
skilmálum vátryggenda, en þó
að vara sé vátryggð á meðan á
flutningi hcnnar stendur á milli
landa, þá rennur vátryggingin
út, átta dögum eftir aö vörunni
hefur verið skipaö á land. En
hins vegar mun oft hafa dreg-
izt að leysa vörurnar út, og mun
slíkt eiga margar orsakir. En
eitt er víst, að menn hafa oft
trassað hreinleea, aö vátryggja
og þegar allt hefur gengið vel
ötryggt i nokkur ár, þá slævast
menn fyrir þeirri þörf. að
tryggja.
Margir sem flytja vörur á
milii landa munu alls ekki hafa
gert ráð fyrir, aö vátrygcing á
vöru rynni svo fljótt út, einstaka
hafa álitiö, aö vátrygging vöru-
geymslunnar mundi ná yfir vör-
ur þær, sem í vöruskemmunum
eru, svipað og bílar, sem geymd
ir eru á bílaverkstæðum. En
svo þegar stórir skaðar verða,
þá vakna menn viö vondan
draum, og þeir eiga bágt með
aö viðurkenna, að þeir hafi alls
ekki gert sér grein fyrlr, að
vörur þeirra voru ótryggöar,
því aö ýmist hafa þeir sumir
hverjir haldið, aö vátryggingin
sem heldur vörunum á milli
landa, myndi bæta skaðann, eða
þá vátrygging vörugeymslunnar.
En í .öllu falli ættu þeir að
vita betur, sem uröu fvrir skaða
i fyrri brunum, en það munu
vera nokkrir, sem hlutu skaöa
nú, þrátt fyrir það, að þeir heföu
hlotið dýra reynslu fyrir nokkr-
um árum, þegar vöruskemman
í Örfirisey brann. Þá verður
fólk fyrst hissa.
En staðreyndin mun vera sú,
að aðallega urðu nýbyrjendur í
innflutningi og þeir, sem eru
dálitlir trassar í veru sinni,
fyrir skakkaföllum, en
hinir eldri og stærri, sem
kannski einhvern tíma áður á
ferli sínum hafa lært sína lexíu,
þeir eru gætnarj og hafa allt
tryggt aö fenginni reynslu.
Ætla má, að það sé því fyrst
og fremst um ókunnugleika á
vátryggingarskilmálum aö ræða
og svo trassaskap sem valdiö
hefur hví, að svo ótrúlega marg-
ir uröu fyrir afdrifaríkum skaða
i brunanum mikia. við Borgar-
tún.
Þrándur í Götu.