Vísir - 11.09.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 11.09.1967, Blaðsíða 16
s VIS T R Mánudagur íl. september Í963. Fyrsta H-vikan í Svíþjóð: Dau<*isiys 60% fæi i en óður Dauðaslys at völdum umferðar í Svíþjóð urðu mun færri í fyrstu viku H-umferðar en á eénni vlku á sama tíma í fyrra. Alis biðu 9 manns bana af völdum umferðar í allri Sviþjóð í sl. viku, sem var fyrsta vikan, eftir að breytt var í H-umferð. Sambærileg tala frá fyrra ári er 27. Þá hafa alvarleg umferöarslys orðið í 73 tilfellum,. en í 292 til- fellum urðu minni háttar slys. Framh. á 10. síöu. „OFSNEMM TADMETA IR SVIFNÖKKVANS" Segir skipasko&unarstjóri. Nökkvinn hættur tilraunum, og fer nú utan „Það er of snemmt að meta reynslu þá, sem fengizt hefur af tilraunum svifnökkvans“, sagði skipaskoðunarstjóri, Hjálm ar R. Bárðarson, í viötali við Vísi i morgun. Tilraunaferðum svifnökkvans er nú hætt hér við Reykjavík og er gert ráð fyrir því, að nökkvinn verði sendur til Bretlands einhvem næstu daga. Við ræddum í morgun við Hjálmar R. Bárðarson skipa- skoðunarstjóra, en hann er um- boðsmaður leigjenda nökkvans. Hjálmar sagði: „Það má segja, að reynslan, sem fengizt hefur af svifnökkv- anum, sé mjög fróöleg á ýms- an hátt. Varöandi tilraunirnar við Vestmannaeyjar má segja, að þessi nökkvi er ekki af þeirri gerð, sem myndi henta Vest- mannaeyingum ^bezt, þar sem þessi nökkvi getur ekki flutt bifreiðar. Það er tveggja tíma akstur til Reykjavíkur frá sönd- unum, þar sem nökkvinn tæki land, en tekur aftur á móti að- eins 20 mín. að fljúga frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur, þannig að auðséð er að nökkv- inn er ekki samkeppnisfær við flugvélar. En Eyjamenn hafa mestan áhuga á að koma bíl- um sinum í land og til þe9s hent ar þessi nökkvi ekki. Varðandi tilraunimar við R- vfk, á leiðinni mrtli Akraness og Reykjavfkur er aðsókn að ferðum nökkvans hér ekki nein sörmun um flutningaþörfina á þessari leið. Aðsókn að ferðum með nökkvanum hefur verið nokkuð misjöfn, mjög góð stund irm, en fáir farið með honum í öðrum feröum. Bílaflutningar eru mikið áhugamál til að stytta ferðina norður, en nú er lítiö orðið um sandströnd hér við Reykjavík, en það er ein- mitt einn aðaikostur svifnökkv- ans, að geta ekið upp í fjörur. En sem sagt, enn er ekki unnt að segja með nokkurri vissu um niðurstööur tilrauna þess- ara, en nú vitum við, hvað þetta er“. Kennari frá Konunglega Shakespeare leikhúsinu þjálf- ar leikara Þjóðleikhússins 15 ára piltur bíður bana undir dráttarvél Ungur piltur, Guðjón Geirsson, beið bana í dráttarvélaslysi á laug- ardag í Mosfellssveit. Slysið varð rétt ofan við Gljúfrastein í hádeg- inu og með þeim hætti, að'dráttar- vélin lenti út af veginum og valt, en pilturinn lenti undir henni. Mun hann hafa látizt samstundis. Guðjón Geirsson, 15 ára, til heimilis á Bergþórugötu 59, var að sækja dráttarvél á næsta bæ þarna í sveitinni fyrir afa sinn á Selja- brekku. Þangaö hafði hann komiö daginn áður og ætlaði að vera vfir heigina. Var hann á leiðinni að Selja- brekku með véiina, sem var af ár- 'gerð 1964 og því ekki með örygg- isgrind. Engir sjónarvottar voru áð slysinu, en fólk bar fljótt aö eftir að það varð, en þá var Guö- jón iátinn. Af ummerkjum var Ijöst, að Guð- jón hafði þrætt vegarkantinn, aust- ur þjóðveginn, en margt bendir til þess, að honum hafi verið litið af veginum og þá ekið út af. Þarna var hópur hesta í nágrenninu og má vera, að honum hafi veriö litið á þá. Hjólförin sýndu, að dráttar- vélin haföi farið með framhjólið út af og verið ekið nokkurn spöl þannig, en síðan oltið út af. Vegurinn stóð þarna nokkuð hátt og myndazt hafði skuröur meðfram honum, en dráttarvélin valt ofan í skurðinn og lenti Guð- jón undir henni. Molly Kenny leiðbeinir Þóru Friðriksdóttur, Klemenzi Jónssyni, Guðbjörgu Þorbjarnardóttur og Önnu Herskind fyrir æfingu í Þjóöleikhúsinu í morgun. Um þessar mundir er stödd í Reykjavík ungfrú Molly Kenny, þekktur dansari, „kóreógrafer“ og kennari frá London. Hún mun dveljast hér tæpan hálfan mánuð og hafa daglega tíma fyrir leikara Þjóðleiklnissins í sviöshreyfingum og ýmsum æfingum. Ungfrá Molly Kenny hlaut dans- menntun sína hjá The British Contemporary Dance Theater, þar sem hún var í 7 ár, og síðan hjá ýmsum þekktum danskennurum í Bretlandi. Hún hefur samið dansa og dansað í brezka sjónvarpinu, og ar': danskennslunnar hefur hún sérhæft sig í kennslu fyrir leikara í sviðshreyfingum og æfingum og Glæsilegur árangur: Grænmeti lækkar i verði — Er nú i 8. sæti, og hefur hækkað um 8 sæti i siðustu 5 umferðum ♦ islenzka bridgesveitin á Ev- rópumeistaramótinu hefur staðið sig með miklum glæsibrag síðustu umferðirnar og mjög hækk- að í röðinni. Kórónaði hún frammi- stöðu sina í gærkvöldi, er sveitin sigraði þá hollenzku með 6—2, og reið þar baggamuninn glæsileg spilamennska íslenzku sveitarinnar í síðari umferðinni, en Hollending- ar voru yfir eftir fyrri hálfleik, og var þá stigatalan 38—11, en loka- staðan varð 44—58. Með þessum sigri sfnum komst íslenzka sveitin í 8. sæti keppninnar í opna flokkn- um. 1 7. umferð unnu ísiendingarnir Spánverja með 7—1, í 8. umferð töpuðu íslendingarnir aftur á móti fyrir Þýzkalandi 3—5. í 9. umferð i kom stór vinningur gegn Tékkum, 8—0, og í 10. umferð 8—0 vinn- ingur gegn Portúgal. Og svo vinn- ingur gegn Hollandi í gær, eins og fyrr segir. ítalir og Frakkar hafa nú tekið forystuna, og eru töluvert langt á undan næstu sveit, sem er sú enska. Úrslit í 7., 8., 9., 10. og 11. um- ferð veröa birt í blaðinu á morgun, Framh. á 10. siöu. Fiestar tegundir af grænmeti hafa nú lækkað mikiö í verði og e. mest lækkunin á rófum, þær kosta nú 18 krónur kílóið, en kost- uðu áöur 33 kr. Gulrætur í 300 gr. i knippum kosta nú 18 krónur, áður 24 kr., paprika hefur lækkaö úr 150 kr. kg., og hvítkál kostar nú 28 kr. kg., áður 33 kr. Mun þetta verð vera í allflestum verzlunum, en álagning á' grænmeti er frjáls. Miklar birgðir eru nú af blómkáli, en það er selt eftir gæöaflokkum, og kostar hausinn 10—20 krónur eftir stærð og gæðum. Tómatar, agúrkur og salat hefur ekki lækkaö í verði. hefur kennt viö ýmsa helztu leik- listarskóla í London. Hún hefur einnig verið kennari viö Konung- lega Shakespeare leikhúsið sfðast- liðin 3 ár. Tímarnir sem hún hefur í Þjóðleik- húsinu eru á undan æfingum á morgana, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem sérhæföur kennari hefuc slika tíma fyrir leikarana. Ungfrú Kenny fer væntanlega héöan 21. september. S>- Fyrsta söltunar- síld sumarsins Það heföu einhvern tíma þótt tíðindi, að fyrsta síidarsöltunin á Siglufirði hefði ekki orðið fyrr en viku af september. — Anna frá Siglúfirði kom þangað með fyrstu síldina til söltunar á sumrinu sl. fimmtudag 7. sept., en bað er jafnframt nær eina síldin, sem hefur verið söltuð norðan- og austanlands í sumar. Söltunarstöð Þráins Sigurðs- sonar, ísafold, saltaði um 160 tunnur af afia Önnu. — Síldar- útvegsnefnd lét salta nokkrar tunnur meö þremur mismun- andi verkunaraðferðum i til- raunaskyni og frvstar voru um 60 tunnur til beitu, en mjög skortir nú beitusíld í landinu, eins og komiö hefur fram í frétt um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.