Vísir - 03.10.1967, Side 4
auraæta eignast afkvæmi í dýragarði
Það heíur aðeins eínu sinni
, komid fyrir áður, að mauraæta
af þeirri tegund, sem á heim-
kynni í Suður-Afriku,. hefur eign-
azt afkvæmi í dýragaröi. Þessi
dýr eignast varla afkvæmi,
ef þau njóta ekki þess frels-
is, sem náttúran ætlar þeim.
Því vakti það mikla athygli.
þegar slík mauraæta í dýragaröin
um í Miami eignaðist ljósrauöan
lítinn unga, sem strax varð uppá-
hald allra. Hann er við beztu
heilsu, en lítill, vegur aðeins tvö
kíló.
I Grandon-garðinum í Miami eru
fjórar fullorðnar mauraætur, en
forstjóri dýragarðsins veit þó ekki
með neinni vissu, hver faðirinn
er. Hinn unginn, sem fæddist i
dýragarði , dó fjórum dögum eftir
burðinn. Það var í Frankfurt
1912.
STÓRAR
VATNA-
LILJUR
í Stuttgart er dýragarður, þar
sem er að finna stóra tjörn. í
tjörninni vaxa risastórar. austur-
lenzkar vatnaliljur, og í blöðuro
vatnaliljanna situr ung stúlka.
Hún veifar og brosir til þess að
sýna þeim, sem fram hjá fara, að
blöðin geta haldið henni á floti.
' ,
i/. vt j. iA/irJ
Bollaleggingar um
„veiðiþjófa“.
Dagblöðin hafa því hlutverki
að gegna meðal annars að færa
fólkinu fréttir af atburðum og
þróun ýmissa mála, sem gerjist
meöal okkar. í blöðum er því
lýst höppum og óhöppum, sam
komum og frapikvæmdum o. s.
frv. Afstaða fólksins 02 skoð-
anir bess mótast bví oft af því,
hvernig blaðamennirnir bera
fréttirnar á borð, fréttir af at-
burðum, sem oft eru vegna ein-
hvers, sem gerist viðs fjarri.
Starf blaðamannanna er því
ekki lítiil ábyrgðarhlúti, því oft
þarf að rekja atburðina jafnvel
í gegnum síma, eftir lýsing-
um sjónarvotta, sem ekki lita
hlutlausum augum á suma at-
burðina, og á ég þar við, þegar
um er að ræða samskipti manna
og hagsmuni. Eri hagsmunirnir
ráða oft skoðunum manna, það
þarf vart að ræöa. — Hlutverk
biaöamannanna er því oft að
vega og meta uppiýsingar, sem
berast ósamhljóða um sama at-
burðinn frá mörgum aðilum.
En hvers vegna slfkar bolla-
leggingar? Jú, vegna þess að
norðan af landi hafa öðru hvoru
borizt hráar fréttir í flcstum
dagblöðunum um allmiklar afla
fréttir á Þistilfirði. Fiskað var
í nót, söeðu fyrstu fréttir biátt
áfram og myndir blrtust af
drekkhlððnum bátum. Yfirleitt
þykja fiskifréttir góöar frétt-
ir, ekki sízt, þegar um er
að ræða aflaieysi yfirleitt, og
hálfgerð óáran er talin vera á
mörgum sviðum, lafnvel telja
sumir að kreppa tröllríði öliu
okkar pjóðiífi. Blaðamennirnir
hlutu því að keppast við að
birta fréttir um göð aflabrögð,
þv( að aukinn afli hlýtur að
koma öllum til góða!
En vlti menn! í öllu aflaleys-
inu eru hinir fáheyrðu atburðir
kærðir, þvi að þaíð hafði verið
drepinn fiskur af annarri „sort“
heldur en fyrirhugaö var að
veiða, og auk þess var fisk-
urinn ekki af réttri stærð, því
hann revndist of smár. En þetta
kom fram í seinni fréttunum, en
þá fvisdi fréttum, að „bölvuð“
nótin var lika me'* . v’itlausr!“
möskvastærð, minni heldur en
löglegt er samkv. alþjóöalögum,
veiðarfæri til að „giipa" nær-
tækan afla. Þannig eru frétt-
irnar stundum, og bví skyldum
við vera að hugleiða bær frek-
ar, bví að barna fvrir norðan
eru bara menn, sem unnið hafa
til óhelgi gagnvart lögum og
rétti. Vafalaust má bannig oft
velta vöngum vfir fengnum
fréttum, en ég get ekki að þvi
gert, að ég gat varla sett þessa
karla fyrir norðan á sakamanna
fregnum, en ég hef enga þekk-
íngu á eðli málsins að öðru
leyti, né þeirra, sem þarna eiga
hlut að máli, hvort þarna er
um harðsoðinn „glæp“ að ræöa
eða um vanþekkingu á lögum
og reglugerðum. Ég þykist
þekkja nokkuð til sjómanna, og
ég þykist vita að margir þeirra
muni undir slikum kringum-
stæðum eiga fá rök önnur en
þau, að þeir hafi ætlað að
enda vafalaust verið gripiö til
nærtækrar nótar. En samkvæmt
lögum áttu mótorbáta-karlarnir
auðvitað að þekkia slíkar regl-
ur. f
Og svo líðr dagarnir, og enn
koma fréttir að norðan, því að
þessi afli á Þistilfirði var ekki
lengur gleðilegar aflafréttir,
heldur óafsakanlegur „glæpur",
sem þegar hefur verið kærður
og fram hefur farið rannsókn „í
héraðl“. Og loks koma svo frétt
ir um að rannsókn sé lokiö og
málinu hafi verið vísað saksókn
ara til umsagnar.
Þannig fáum við fréttirnar,
hverja aí annarri, án bollalegg-
inga, án þess að nokkur af-
staða sé tekin, enda varöar
fæsta um ónólltískt mál, nema
þá, sem hagsmuna hafa að
gæta, þó að nokkrir sjóarar
noröur á Þistilfiröi geri einhvern
skollann, sem þeir eiga ekki að
gera.
En hugsið ykkur „karlana"
fyrir norðan, sem glaðzt hafa
yfir góðum afla, en eru síðan
allt í einu orönir „sakamenn“
af því að þeir gripu nærtækt
bekkinn án skýringa, og það
mun varla nokkur maður gera,
sem hugsar bessi mál ofan. í
kjölinn, ef þá nokkuö er að
marka fréttirnar, sem borizt
hafa, og eitthvað hefur dulizt
varðandi framkvæmd „glæps-
ns“.
Það hefur ávallt þótt sjálf-
sögð sjálfsbjargarviðleitni að
draga þann afla að landi, sem
föng eru á, a. m. k, á meðal
þeirra, sem hafa þurft að draga
fram lífið af því, sem sjórinn
hefur verið svo gjöfull að veita.
Þegar vertíðir gerast brigðular,
þá verður að grípa til annarra
veiðiaðferða og sækja á önnur
mið. Spurningin hlýtur því að
vakna um, hvort þetta hafi ver-
ið óeðlileg tilhneiging hjá flski-
mönnunum fyrir norðan að
grfpa til nærtækrar nótar eða
var það „glæpsamleg" tilhneig-
ing, sem þeir gerðu sér grein
fyrir, þegar bcir notuðu of smá-
riðna nót og fengu aðra tegund
af fiski en beir retknuðu með að
færu x torfunum?
Þessar bollaleggingar mfnar
eru aðeins bvggðar af blaða-
„krækja“ sér í fljótfenginn afla,
sem öllum yæri heimill, sem
bæ sig ejftir honum. En það
sem margur ekki áttar sig á,
stundum í einfeldni, er, aö við
erum orðnir „þýðingarmikill“
hlekkur f alþjóðlegri samvinnu
á þessu sviðinu og hinu, og við
höfum skuldbundið okkur til að
hlíta ýmsum reglugerðarákvæð
um, eins og t. d. um möskva-
stærð, sem ekki eru öllum ljós,
nema „flibbamönnum", sem
sitja ráöstefnur um takmarkan-
ir og bönn, og um hagsmuni
þessa hóps eða hins, þannig
getur „móderniseringin“ gert
menn af ,.gamla“ skólanum af-
brotamenn, án þess að þeir sjálf
ir geri sér grein fyrir þvi, að
þeir eru f rauninni að fram-
kvæma „glæpsamlegar“ athafn-
ir.
Og svo er rokiö upp til handa
og fóta vegna ólíklegustn til-
efna. Það er einmitt þetta sem
slævir siðferðið. Afbrotin eru
jafnvel gerð óvart, eða a* ó-
kunnugleika eöa af þvi, að héfð
eða það, 'sem hefur talizt óátal-
ið, verður lögbrot. Hefðir geta
orsakað að i hugarfari manna
stangist á lagalegur og siðferði-
legur réttur. Á þann hátt hengj-
ast auðveldlega bakarar fyrir
smiði. En einhvem veginn finnst
mér, að þama fyrir norðan sé
varla um svo alvarlega „glæpi“
að ræða, sem fréttimar hafa
gefið til kynna, og þar á ég við,
að „réttarfarið“ (af ásettu ráði
í gæsalöppum) eigi þarna í svo
gffurlegum vandræðum, eins og
fréttirnar hafa i fljótu bragði
gefið til kynna.
Hefð og fordæmi eigá of oft
mikinn þátt i því, hverjir gerast
óhelgir innan þjóðfélagsins, en
þeir, sem dómana fella. hafa
auðvitað ekki önnur „mannleg"
sjónarmið en lagadoðrantana
sína, því þeir eru sú eina
„reynsla“ sem dómaramir
„verða“ að styðjast við, og því
er ekki á öðru að byggja.
Og nú bíðum við aðeins
næstu frétta vegna þessa vo-
veiflega veiðiþjófnaðar norður á
Þistilfirði. Kannski verða saka-
mennimir settir á bekk með
þeim verstu, eða bara næst-
verstu, en alla vega hafa þeir
verið stimplaðir óheiðarlegir. Þó
að dómarinn muni ekki gera
það, þá hafa blööin gert það.
En þetta hlýtur að koma í ljós,
því að samkvæmt síðustu upp-
lýsingum frá einhverjum full-
trúa réttvísinnar, því að máliö
var í rannsókn hjá hvorki meira
né minna en þremur sýslu-
mnnsembættum, ' Þingeyjar-
sýslu, Eyjafjarðarsýslu og
Skagafjarðarsýslu, sem rannsak
að hafa málið auðvitað gaum-
gæfilega, þá segir heimildin, að
málið sé í pósti!!!
Það er ekki aö furða, þó að
íslendingar beri virðkigu fyrir
lögum og rétti.
Þrándur í Götu.